Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 16
16 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Ég held að ræktunaráhuginn sé með- fæddur,“ segir Magdalena Sigurðar- dóttir sem sinnt hefur formennsku í Skógræktarfélagi Ísafjarðar í rúm þrjátíu ár og var nýlega heiðruð fyrir óeigingjarnt starf af Skógræktarfé- lagi Íslands. Hún kveðst hafa verið beðin að taka að sér formennskuna á sínum tíma og ílengst í embættinu. Félagið hafi þá verið búið að starfa frá 1945. Er Skógræktarfélag Ísafjarðar fjöl- mennt félag með áhugasamt fólk? „Það er eins og í flestum öðrum fé- lögum viss kjarni sem vinnur, aðrir leggja til árgjaldið, góð orð og ábend- ingar.“ Hefur ykkur orðið vel ágengt í rækt- uninni? „Já, við erum bara ánægð með árang- urinn. Hér fyrir vestan virðast vera góð vaxtarskilyrði fyrir skóg. Félagið helgaði sér land í Eyrarhlíðinni fyrir ofan bæinn og teygði sig inn Selja- landshlíðina, Seljalandsmúla og inn í Tungudal. Þó ekki alveg samfellt. Nú erum við komin fyrir botn Tungudals og byrjuð að planta í hlíðinni á móti. Áður var enginn skógur hér í fjallinu fyrir ofan kaupstaðinn en Tungudal- ur hefur alltaf verið kjarri vaxinn.“ Þurftuð þið að girða ræktunarland- ið af? „Á sínum tíma girti bærinn af hlíðina hér fyrir ofan en girðingin var færð. Það er lítið um búfjárhald hér í þétt- býlinu þó það sé annars staðar í firð- inum.“ Hvaða trjátegundir hafið þið sett niður? „Mest var gróðursett af sitkagreni og rauðgreni á fyrstu árunum. Líka stafafuru og lítils háttar af lerki. Birkið hefur sótt á á seinni árum enda meira framboð af því eftir að land- græðsluskógaverkefnið fór af stað.“ Þrífst þetta allt jafn vel fyrir vestan? „Já, það hefur allt dafnað ágætlega nema rauðgrenið. Það hefur ekki sýnt eins góðan vöxt og aðrar tegundir.“ Hafið þið svo selt jólatré úr þessum skógi ykkar? „Við gefum kirkjunni alltaf jólatré og höfum í mörg ár skaffað öll jólatré sem bærinn skreytir með en ekki selt til heimilisnota.“ Hefur þú verið sjálf að setja niður eða stjórnað vinnuflokkum sem séð hafa um það? „Ég hef auðvitað gripið í gróður- setningu en yfirleitt höfum við ráðið okkur verkstjóra og svo fengið hópa frá vinnuskólanum á vegum bæjar- ins. Svo hafa sjálfboðaliðar líka lagt hönd á plóg. Eftir því sem skógur- inn stækkar fjölgar störfum því um- hirðan eykst og það þarf að grisja og leggja göngustíga.“ Hvaðan ert þú, Magdalena? „Ég er af sunnanverðu Snæfellsnesi. Frá Hrísdal í Miklaholtshreppi.“ Ólst þú þar upp við trjárækt? „Nei, en það var skógur í landi Hrís- dals sem við höfðum mætur á.“ Hversu lengi hefurðu búið á Ísa- firði? „Í 54 ár eða frá árinu 1954.“ Þá hefur hlíðin fyrir ofan bæinn litið talsvert öðruvísi út. „Já, það var samt byrjað að planta skógi þar þá og hann svolítið farinn að potast upp.“ Hefur ræktunin aldrei orðið fyrir skakkaföllum af skriðum og snjó? „Það er minna um það en ætla mætti. Við lifum í þessari náttúru sem er umhverfis okkur og gerum ráð fyrir að hún hafi stundum sín áhrif.“ gun@frettabladid.is MAGDALENA SIGURÐARDÓTTIR: HLAUT VIÐURKENNINGU FYRIR 30 ÁR Í SKÓGRÆKT Meðfæddur ræktunaráhugi SKÓGURINN SETUR SVIP Á HLÍÐINA FYRIR OFAN ÍSAFJÖRÐ Fyrstu árin var mikið gróðursett af sitkagreni og rauðgreni í hlíðinni. Stafafura bættist svo við og einnig lerki. Birki hefur svo sótt á í seinni tíð. MAGDALENA SIGURÐARDÓTTIR „Hér fyrir vestan virðast góð vaxtarskilyrði fyrir skóg.“ MYND/BB/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON. FRIEDRICH NIETZSCHE ANDAÐIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1900. „Listin er hið sanna verk- efni lífsins.“ Friedrich Nietzsche var þýsk- ur heimspekingur sem á síð- ari hluta 20. aldar varð viður- kenndur sem mikilvægur hugs- uður í nútímaheimspeki. Á annað hundrað manns safnaðist saman við stíflu Laxárvirkjunar í Miðkvísl í Þingeyjarsýslu að kvöldi þessa dags árið 1970 og rauf sex til átta metra skarð í hana með dráttarvélum, skóflum og dýnamíti. Vatnsflaumurinn fossaði í gegn. Mý- vetningar og aðrir Þingeyingar lýstu verknaðinum á hendur sér. Með honum vildu þeir mótmæla stækkun virkjunarinnar og gerð stíflunnar sem þeir töldu aldrei hafa verið löglega heimild fyrir. Undanfari aðgerðanna var mikil mótmæli gegn stíflunni í Miðkvísl sem var milli Arnarvatns og Geirastaða. Íbúar á svæðinu töldu að mannvirk- in hefðu mikil og neikvæð áhrif á lífríki Laxár og Mývatns. Þrátt fyrir að silungastigi væri í stíflunni sögðu þeir hana loka samgönguleiðum silungs milli Mývatns og Laxár og nefndu því til sönnun- ar að urriðaveiði hefði farið stórminnkandi bæði í ánni og vatninu. Stjórn Laxárvirkjunar krafðist tafarlausrar rann- sóknar á verknaðinum og hlutu ýmsir forsprakkar dóma fyrir aðild sína að málinu. ÞETTA GERÐIST: 25. ÁGÚST 1970 Stífla í Laxá rofin með dínamíti MERKISATBURÐIR 1609 Galíleó Galílei sýnir fen- eyskum kaupmönnum stjörnukíki sem hann skoðaði tungl Júpíters með. 1718 Borgin New Orleans er stofnuð í Louisiana. 1825 Úrúgvæ lýsir yfir sjálfstæði frá Brasilíu. 1895 Stofnað var Hið skagfirska kvenfélag. 1907 Prentsmiðja stofnuð í Hafnarfirði og prentun Fjallkonunnar flutt þang- að. 1912 Þjóðernisflokkur Kína, Kuomintang, stofnaður. 1944 Bandamenn frelsa París í síðari heimsstyrjöldinni. 1980 Microsoft kynnir sína út- gáfu af Unix, Xenix. TINNA HRAFNS- DÓTTIR LEIKKONA er 33 ára í dag. JONAS GAHR STØRE UTANRÍKIS- RÁÐHERRA NOREGS er 49 ára í dag. TIM BURTON LEIKSTJÓRI er fimmtug- ur í dag. ÁSTA K. RAGNARS- DÓTTIR NÁMSRÁÐ- GJAFI er 56 ára í dag. AFMÆLI Ástkæri maðurinn minn, faðir, sonur og bróðir, Sveinn S. Þorgeirsson Frakkastíg 22, Reykjavík, sem lést föstudaginn 8. ágúst 2008, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 26. ágúst 2008 kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ. Anna Ringsted Elísabet Ýr Sveinsdóttir Þorgeir Sveinsson Svava Pálsdóttir Pálmar Þorgeirsson Hrafnhildur Þorgeirsdóttir Brynhildur Þorgeirsdóttir Aðalsteinn Þorgeirsson og fjölskyldur. Eiginmaður minn, Sæmundur Helgason bóndi á Galtarlæk, Hvalfjarðarsveit, lést á laugardaginn 23. ágúst. Guðbjörg Guðmundsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.