Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 25. ágúst 2008 21 Fyrsta plata rokkaranna í AC/DC í átta ár nefnist Black Ice og kemur út 20. október. Fimmtán lög verða á plötunni sem fylgir á eftir Stiff Upper Lip sem kom út árið 2000. Til að fylgja plötunni eftir ætlar AC/DC í tónleikaferð um heiminn sem hefst seint í október. Fyrsta smáskífulagið, Rock N´Roll Train fer í útvarps- spilun í lok ágúst. Auk nýju plötunnar er væntan- legur í næsta mánuði DVD- mynddiskurinn No Bull: The Director´s Cut sem var tekinn upp á tónleikum í Madrid árið 1996. AC/DC gefur út Black Ice AC/DC Rokkararnir í AC/DC ætla að gefa út sína fyrstu plötu í átta ár. Dave Grohl og félagar í Foo Fighters ætla að gefa út safnplötu með sínum bestu lögum 10. nóvember. Á plötunni, sem nefnist einfaldlega The Best Of, verða einnig tvö ný lög og kemur annað þeirra út á smáskífu 27. október. Ekki hefur verið gert opinbert hvaða lög verða á plötunni en slagarar á borð við My Hero, Everlong, Learn to Fly og Times Like These eru líklegir kandídat- ar. Foo Fighters hafa gefið út sex plötur á ellefu ára ferli sínum. Sú síðasta, Echoes, Silence, Patience & Grace, kom út í fyrra. Safnplata frá Foo Fighters FOO FIGTHERS Rokkararnir í Foo Fighters ætla að gefa út safnplötu í nóvember. Britney Spears og fyrrverandi kærasti hennar, Justin Timber- lake, munu ná saman á ný í dúett á nýjustu plötu Britneyjar. Parið átti að syngja saman á síð- ustu plötu hennar, Blackout. Söng- konan skrópaði hins vegar í hljóð- verið, þar sem Timbaland og Justin biðu hennar. Justin lýsti þá yfir miklum áhyggjum af vinkonu sinni og vildi allt fyrir hana gera til að koma söngferli hennar aftur í samt form. Nú horfir aftur allt til betri vegar hjá Britney. Saman á ný LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA Justin vill syngja með Britney á nýrri plötu hennar, en þau sjást hér saman árið 2000. NORDICPHOTO/GETTY F í t o n / S Í A Tónlistarmaðurinn Gunnar Örn Tynes dvaldist í sumar í hinum afskekkta Galtar- vita á Vestfjörðum, en vinn- ur nú að upptöku nýjustu plötu hljómsveitarinnar Múm – þar sem meðal ann- ars er notast við hljóðnema úr skriðdrekahlutum. Tónlistarmaðurinn Gunnar Örn Tynes dvaldist í sumar um nokkurt skeið í hinum afskekkta Galtarvita á Vestfjörðum. Gunnar, sem er með- limur í hljómsveitinni Múm, segist hafa farið að Galtarvita reglulega frá árinu 2001 til að vinna að tónlist og njóta lífsins. „Óli vinur minn keypti vitann fyrir átta árum síðan og hafði hugsað sér að nýta híbýlin sem stað þangað sem listamenn og aðrir geta komið og unnið að tónlist, við skriftir eða bara notið náttúr- unnar. Umhverfið við vitann er ólýsanlegt og það er erfitt að lýsa þeirri stemningu sem þar er, maður er bara ótrúlega einn í heiminum og gjörsamlega tímalaus,“ segir Gunn- ar. Meðan á dvölinni stóð vann Gunnar að safnplötu sem á að vera til styrktar vitanum. „Ég var í vit- anum í mánuð og bauð fullt af fólki að koma og vera með mér. Við unnum svo grunnvinnu að þessari styrktarplötu en kláruðum þau ekki því við ætlum að fá fleiri tónlistar- menn til að vinna með lögin. Hug- myndin er svo að gera þetta á tveggja ára fresti héðan í frá. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að laga og bæta og Óli hefur ekki enda- laust fjármagn til þess.“ Gunnar er nú komin aftur suður til þess að klára nýjustu plötu hljóm- sveitarinnar Múm en við upptöku plötunnar notaðist hljómsveitin meðal annars við hljóðnema búinn til úr varahlutum úr gömlum skrið- drekum. „Ég var á tónleikaferða- lagi og hitti þá manninn sem smíðar þessa hljóðnema úr varahlutum. Hljóðneminn lítur eiginlega út eins og lampi frekar en hljóðnemi og hljóðið sem kemur úr honum er gamalt, lítið hljóð með suði og er mjög fallegt. Smiðurinn varaði okkur þó við að ferðast mikið með hann því þessi málmblanda er helst notuð í hernaðarskyni og getur því komið manni í vandræði,“ segir Gunnar að lokum og minnir á að þeir sem hafi áhuga á að dvelja á Galtarvita geta haft samband við eigandann í gegnum galtarviti.com. sara@frettabladid.is Múm notar hljóðnema úr skriðdrekahlutum HLJÓÐNEMINN Hann er smíðaður úr skriðdrekavarahlutum. GUNNAR OG HLJÓM- SVEITIN MÚM Eru að leggja lokahönd á nýja plötu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.