Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 38
22 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is PEKING 2008 Langþráður draumur Ólafs Stefánssonar varð að raun- veruleika í gær þegar hann tók á móti verðlaunum á Ólympíuleik- um. Þessi einhver merkasti íþrótta- maður íslenskrar íþróttasögu var enn að melta hvað hefði gerst hér í Peking er blaðamaður Fréttablaðs- ins settist niður með honum í gær. „Ég var búinn að vera hálfdofinn síðustu mínútur. Eftir einhverja klukkutíma fer ég eflaust að átta mig á hvað hafi gerst. Þessi árang- ur er staðfesting á því að þær hugs- anir og tilfinningar, sem og aðgerð- ir, sem ég hef verið að draga að mér síðustu ár, hafa verið í lagi og hafa skilað einhverju. Ég er eigin- lega stoltastur af því,“ sagði Ólafur dreyminn en hann segist hafa lært mikið síðustu ár. Að samræma huga og kenningar „Mér hefur tekist að samræma huga minn og kenningar við nákvæmlega það sem ég er að gera í stað þess að það væru átök. Hér áður taldi ég þetta hafa verið þrjú svið. Fjölskylda mín sem ég þarf að rækta, síðan taldi ég mig hafa minn heim sem eru bækur og annað og svo loks atvinnan mín. Núna tókst mér að samræma hugann minn við starfið eða landsliðið réttara sagt. Þetta er búið að vera frábært þannig. Á endanum snerist þetta ekki bara um að ná í medalíuna. Fyrir mig var þetta miklu meira, að birta hugsanir, sjá þær gerast og geta það,“ sagði Ólafur. Það dylst engum hér í Peking að það hefur verið einstakur andi og stemning yfir liðinu; einhver ára sem erfitt er að útskýra. Ákveðnir óvæntir hlutir „Það eru ákveðnir óvæntir hlutir sem hafa gerst sem hafa stór áhrif á þessa niðurstöðu. Þar er ég meðal annars að tala um Didda [Ingimund Ingimundarson] sem kemur frá- bær inn í vörnina með Sverre. Ofan á það kemur markvarslan hjá þeim félögum sem eru að taka fimmtán bolta að meðaltali. Það hefur vant- að og þetta eru óvæntustu og gleði- legustu þættirnir sem hafa breyst í okkar leik. Ef Vignir hefði ekki meiðst þá hefði Diddi kannski ekki komið. Ef Birkir hefði ekki meiðst í fótbolta á æfingu hefði Bjöggi kannski ekki fengið tækifæri gegn Spánverjum sem síðan varð til þess að hann kom hingað. Það varð kannski til þess að við tökum silfur. Ég er ekkert að hallmæla Birki en svona geta litlir hlutir oft breytt miklu í einhverri niðurstöðu,“ sagði Ólafur og hrósar liðsfélögum sínum. „Hver einasti maður í þessu liði sem fékk medalíu á hana algjör- lega skilið og var fullkomlega með í ferðalaginu. Það voru allir að dreifa jákvæðum anda og fimmt- ándi maðurinn Bjarni Fritzson líka.“ Ólafur segist hafa lært mikið á þessari vegferð og uppgötvað nýja hluti. „Ég sagði við strákana að nota þetta til þess að vera virkilega stoltir af sjálfum sér. Vera glaðir og sáttir. Elska sjálfan sig. Við eigum að finna fyllinguna en ekki vöntunina. Finna hver maður er. Þegar maður er sáttur við sjálfan sig getur maður byrjað að gefa orku og það vil ég að við gerum. Við í landsliðinu erum tákn fyrir möguleika þess að geta búið til hetju úr sjálfum sér ef maður dreg- ur að sér réttu hlutina, óskar sér þess nógu mikið, hugsar jákvætt, sér hlutina fyrir sér og þá er lífið bæklingur sem maður getur valið úr. Það er eitthvað sem ég hef öðl- ast í þessari ferð og það finnst mér merkilegast af öllu,“ sagði Ólafur heimspekilegur að vanda. Er hættulega sáttur Þrálátur orðrómur er um að Ólafur hafi verið að leika sinn síðasta landsleik í gær en sjálfur hefur hann ekkert viljað tala um það. Hann er orðinn 35 ára og langt í næsta stórmót hjá landsliðinu. „Við sjáum hvað gerist. Það er samt hægt að orða það þannig að ég er hættulega sáttur. Ég er sátt- astur við að hafa brotið medalíu- múrinn og vonandi opnað einhverj- ar flóðgáttir. Strákarnir eru núna fullir sjálfstrausts og vita hvað þarf til að ná árangri. Það er vissu- lega freistandi að hætta núna og það gæti vel gerst,“ sagði Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði. Það er freistandi að hætta núna Ólafur Stefánsson lék líklega sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd í gær og yfirgaf svo sviðið með lang- þráðum verðlaunum af Ólympíuleikunum. Hann segir að strákarnir eigi að vera stoltir og elska sjálfan sig. HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is SILFUR Í HENDI Landsliðsþjálf- arinn Guðmundur Guðmunds- son sýnir Ólympíusilfur Ólafs Stefánsonar. PEKING 2008 „Það eru auðvitað blendnar tilfinningar að hafa fengið silfur skömmu eftir að hafa tapað stærsta leik lífs síns. Þegar maður lítur til baka verður maður alltaf stoltur af þessu. Það er í raun leiðinlegt að þetta þurfi að taka enda,“ sagði miðjumaður- inn Snorri Steinn Guðjónsson sem hefur farið hamförum í Peking og haldið áfram að stimpla sig inn sem einn besti miðjumaður heims. „Það var erfitt fram að verð launa afhendingu en ég hresstist þegar ég steig upp á pallinn. Það eru sárafáir íþrótta- menn sem fá að upplifa þá tilfinningu. Að vera fyrsta íslenska handboltalandsliðið til að fara á pall á stórmóti og það á Ólympíuleikum er gæsahúð,“ sagði Snorri. – hbg Snorri Steinn Guðjónsson: Verð alltaf stolt- ur af þessu ÞRÍR Á PALLI Snorri Steinn með Ólafi og Guðjóni Vali en þeir voru allir valdir í úrvalslið leikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 „Þetta er búið að vera mjög sérstakur dagur. Við vorum í stærsta leik sem hægt er að komast í í handboltanum og ætluðum að njóta hans. Ætluðum reyndar að veita Frökkunum meiri samkeppni en svona er þetta stundum,“ sagði varnarjaxl- inn Sverre Jakobsson sem hefur átt frábæra leiki á mótinu. „Við getum verið stoltir og gáfum allt sem við áttum hér í Peking. Stundum er það samt ekki nóg. Silfur er samt líka fallegt og við erum stoltir af því. Ég er mjög hrærður á þessari stundu. Þetta er æðislegt,“ sagði Sverre sem ætlar að gefa áfram kost á sér í landsliðið. - hbg Sverre Jakobsson hrærður: Silfur líka fallegt > Ekkert silfur fyrir þjálfarana Sá einkennilegi háttur er í handbolta- keppni Ólympíuleikanna að aðeins leikmennirnir fá verðlaun. Þjálfarar og aðrir aðstoðarmenn fengu ekki einu sinni að stíga á pall og urðu að fylgjast með verðlaunaafhendingunni úr fjarlægð. Algjörlega óskiljanlegt enda er lið lítið án hæfra þjálfara og aðstoðar- manna. Mátti sjá að Guðmundur landsliðsþjálfari og aðrir sem áttu svo sannarlega skilið silfur í gær voru nokkuð svekktir með þessa tilhögun mála. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var stoltur maður eftir að hafa stýrt liði sínu til silfurverð- launa á Ólympíuleikunum. „Þetta er alveg ótrúlegt dæmi og ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími en jafnframt erf- iður. Hver einasti leikur hefur verið úrslita- leikur hjá okkur. Svo kom leikur í dag þar sem við vorum búnir að vinna silfur en að keppa um gullið. Það vantaði ekkert upp á viljann hjá okkur en það sem fór úrskeiðis voru skotin. Omeyer varði stórkostlega og við máttum ekki misnota þessi færi,“ sagði Guðmundur sem hafði lagt tapið til hliðar. „Það er sérstök tilfinning að tapa leik en taka á móti silfri á Ólympíuleikum. Ég er að rifna úr stolti fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Við höfum frétt af öllum stuðningnum heima og erum mjög þakklátir fyrir hann. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Í kjölfar þess að Ísland tryggði sig inn á ÓL féll liðið úr leik í umspili fyrir HM gegn Makedón- íumönnum. Það kom gríðarlega á óvart og var reiðarslag. Strax þá setti liðið markið hátt fyrir Peking. „Við settum okkur háleit markmið strax þá. Það var að fara á pall hérna en við ákváðum að tala ekkert um það. Við fylgdum þessu síðan eftir í allt sumar með markvissum æfingum. Það tóku allir þátt í því af heilum hug. Þessir strákar eru ótrúlega miklir fagmenn,“ sagði Guðmundur sem vildi ekki ræða framtíð sína með lands- liðinu en samningur hans við HSÍ er runninn út. Hann sagði næst á dagskrá að faðma fjölskyldu sína. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: SETTI HÁLEIT MARKMIÐ STRAX EFTIR UMSPILIÐ VIÐ MAKEDÓNÍU Að rifna úr stolti fyrir hönd íslensku þjóðarinnar F R ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.