Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 40
24 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR L a u g a v e g u r 6 6 , 2 . h . S í m i 5 5 2 2 4 6 0 Við óskum íslenska handboltalandsliðinu innilega til hamingju með árangurinn á Ólympíuleikunum HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is PEKING 2008 Frakkar unnu Ólymp- íugullið á sanngjarnan og sannfær- andi hátt er liðið lagði Ísland með fimm marka mun, 28-23. Það var rétt í byrjun leiks sem hann var spennandi en eftir stundarfjórð- ungsleik höfðu Frakkar náð fimm marka forystu, 9-4, og þá forystu létu þeir aldrei af hendi. Strákarn- ir okkar börðust dátt en það dugði ekki til. Annars er tilgangslaust að segja mikið frá leiknum. Það sáu hann allir á Íslandi. Lykillinn að sigri Frakka var ógnarsterkur varnar- leikur og stórbrotin markvarsla Thierrys Omeyer sem varði líkt og óður væri. Það er engin skömm að tapa fyrir þessu franska liði. Strákarnir okkar hafa sýnt í þessu móti að þeir eiga heima á meðal þeirra bestu. Þeir hafa lagt þá bestu á leið sinni í úrslitin og geta vel lagt lið eins og Frakkland á góðum degi. Uppskeran er silfur á Ólympíu- leikum sem er stórbrotinn árang- ur. Ég ætla að leyfa mér að stór- efast um að þessi árangur verði hreinlega toppaður. Svo stórkost- legur er hann. Til að ná slíkum árangri þarf allt að ganga upp og sú var raunin hér í Peking. Samstilltur hópur leik- manna, þjálfara og aðstoðarmanna í bland við jákvæðan hugsunarhátt og trú á eigin getu fleytti liðinu á pall í Peking. Engin minnimáttar- kennd, ekkert kjaftæði. Bara jákvæðni og sjálfstraust. Liðið mun í kjölfar þessara leika ganga í gegnum einhverjar breyt- ingar. Sú stærsta væntanlega sú að Ólafur Stefánsson hættir að leika með liðinu. Hann er einstakur leik- maður og skarð hans verður ekki fyllt svo auðveldlega. Engu að síður er liðið skipað fleiri frábær- um leikmönnum og breiddin sem hefur vantað er loksins komin. Sem og trúin á að liðið geti náð hæstu hæðum. Í lokin vil ég aftur endurtaka aðdáun mína á leikmönnum liðsins sem og þeim sem að liðinu koma. Ótrúlegt fólk sem hefur skráð nöfn sín í sögubækurnar. Ég tel mig mæla fyrir hönd margra er ég segi: Takk kærlega fyrir ævintýrið, gleðina og allar minningarnar. Áfram Ísland. Omeyer stóð í vegi fyrir gullinu Íslendingar þurftu að játa sig sigraða gegn ógnarsterkum Frökkum en uppskeran er silfur á Ólympíuleik- um sem er stórbrotinn árangur. Í liðinu er ótrúlegt fólk sem hefur skráð nöfn sín í sögubækurnar. AÐ LEIÐARLOKUM Guðmundur Guðmundsson, Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSLAND–FRAKKLAND 23-28 (10-15) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 5 (11/1), Arnór Atlason 4 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/3 (6/4), Logi Geirsson 3 (8), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (10), Alexander Petersson 2 (5), Róbert Gunnarsson 1 (2), Sigfús Sigurðsson 1 (2). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12 (33/1) 36%, Hreiðar Levý Guðmundsson 1 (8/1) 13%. Hraðaupphlaup: 5 (Róbert, Guðjón, Arnór, Logi, Sigfús). Fiskuð víti: 5 (Róbert 2, Arnór, Guðjón, Sigfús). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9), Bert rand Gille 5 (7), Luc Abalo 4 (5), Cedric Burdet 4 (7), Michael Guigou 3/1 (4/1), Daniel Narcisse 2 (11), Joel Abati 1 (1), Olivier Girault 1/1 (2/1). Varin skot: Thierry Omeyer 24/2 (44/4) 55%, Daouda Karabou 1 (4/1) 25%. Hraðaupphlaup: 4. Utan vallar: 8 mínútur. PEKING 2008 „Þetta sumar og andrúmsloftið í hópnum er engu líkt. Við höfum byggt upp stemningu, slátrað liðum og komumst í úrslit á Ólympíuleik- unum. Það er einstakt,“ sagði fallbyssan Logi Geirsson, stoltur með silfrið. „Það tekur enginn þetta silfur frá okkur. Við unnum fyrir þessu og eigum það skilið. Frakkarnir voru samt betri en við í dag. Það viðurkenni ég fúslega. Eftir leikinn stóð ég dofinn og sagði svo við Ásgeir Örn: Sjáðu maður, þetta er alveg fáránlegt. Þetta er eins og að maður sé að vakna úr draumi. Hann var hjartanlega sammála. Þetta er stærsta stundin í mínu lífi,“ sagði Logi. – hbg Logi Geirsson var léttur: Stærsta stundin í mínu lífi LÉK Á ALS ODDI Það var gaman að fylgjast með Loga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 „Það eru víst allir íþróttamenn að elta gull en til- finningin að fara á pall er auðvit- að frábær. Þetta er pínu erfitt eftir slakan leik en ég er að reyna að hugsa sem minnst um leikinn og reyna að njóta þess að við höfum náð einum merkasta áfanga í sögu liðsíþrótta,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson með þungan og glæsilegan silfurpen- ing um hálsinn. „Við erum auðvitað mjög stolt- ir af þessum árangri. Við töpuð- um fyrir betra liði í úrslitaleikn- um. Annars vil ég bara tala um hvað maður er glaður og jákvæð- ur og gaman að heyra að allt sé á hvolfi heima. Það er vonandi að fólk heima sé hamingjusamt, jákvætt og hafi notið dagsins,“ sagði Guðjón en hann hefur notið dvalarinnar í Peking til hins ýtr- asta og mun seint gleyma þess- ari ferð. „Þetta hefur verið frábært og alveg ótrúlega gaman. Það hafa allir í hópnum lagt sitt lóð á vog- arskálarnar. Nú fer maður að tjúna sig upp og reyna að gera sér grein fyrir því hvað við vorum að afreka hérna,“ sagði Guðjón en ætlar hann að sofa með medalíuna? „Ég veit það ekki en hún fer klárlega ekki langt frá mér.“ - hbg Guðjón Valur Sigurðsson ætlar að passa medalíuna: Einn merkasti áfang- inn í sögu liðsíþrótta EITT AF 43 Guðjón Valur Sigurðsson varð þriðji markahæstur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Portúgalinn Deco tryggði Chelsea 1-0 sigur á Wigan og áfram fullt hús á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 4. mínútu. Elano skoraði tvö mörk og Daniel Sturridge eitt í 3-0 sigri Manchester City á West Ham en áður hafði Micah Richards, Man. City, verið fluttur á sjúkrahús. - óój Enska úrvalsdeildin í gær: Glæsimark Deco FORMÚLA 1 Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari vann öruggan sigur á Valenciu- kappakstrinum í gær en keppt var á nýrri götubraut. Massa komst með þessum sigri upp í annað sætið en Lewis Hamilton hjá McLaren, sem varð í 2. sæti er efstur í keppni ökumanna. Robert Kubica á BMW Sauber varð síðan þriðji. - óój Formúla 1 á Spáni: Massa vann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.