Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 42
26 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR KR-völlur, áhorf.: Óuppgefið KR Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 20–13 (10–6) Varin skot Stefán Logi 3 – Ómar 8 Horn 6–2 Aukaspyrnur fengnar 12–12 Rangstöður 4–2 KEFLAVÍK 4–5–1 *Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Anton. 7 Kenneth Gustafsson 5 Hallgrímur Jónasson 7 Brynjar Guðmundss. 6 Símun Samuelsen 4 (64. Jón Gunnar 7) Hólmar Örn Rúnarss. 7 Hans Yoo Mathiesen 4 (56. Hörður Sveinss. 7) Jóhann Birnir Guðm. 5 (64. Magnús Þorst. 5) Patrik Ted Redo 6 Guðmundur Steinars. 7 *Maður leiksins KR 4–4–2 Stefán Logi Magnús. 5 Skúli Jón Friðgeirss. 6 Pétur Marteinsson 4 (76. Gunnlaugur Jón. -) Grétar Sigfinnur Sig. 4 Guðm. Reynir Gunnars. 6 Gunnar Örn Jónsson 5 (77. Guðm. Péturss. -) Viktor Bjarki Arnarss. 7 Jónas Guðni Sævarss. 7 Óskar Örn Hauksson 4 (73. Jordao Diogo -) Björgólfur Takefusa 7 Guðjón Baldvinsson 6 1-0 Björgólfur Takefusa (57.) 1-1 Guðmundur Steinarsson (65.) 1-2 Jón Gunar Eysteinsson (67.) 2-2 Sjálfsmark (90.+2) 2-2 Þóroddur Hjaltalín Jr. (3) Kópavogsvöllur, áhorf.: 931 Breiðablik Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–11 (2–8) Varin skot Casper 6 – Kjartan 1 Horn 7–3 Aukaspyrnur fengnar 18–9 Rangstöður 6–0 VALUR 4–4–2 Kjartan Sturluson 7 Rasmus Hansen 7 Atli Sveinn Þórarinss. 7 Barry Smith 7 Rene Carlsen 7 Baldur Aðalsteinsson 5 (63. Guðm. Hafsteinss. 6) Baldur Bett 6 (46. Einar Marteinss. 7) *Sigurbjörn Hreiðars. 8 Bjarni Ólafur Eiríkss. - (19. Hafþór Ægir Vilh. 7) Guðmundur Benedikts. 6 Helgi Sigurðsson 7 *Maður leiksins BREIÐAB. 4–4–2 Casper Jacobsen 5 Guðmann Þórisson 5 Finnur Orri Margeirss. 7 Srdjan Gasic 6 Arnór Sveinn Aðalst. 6 (68. Magnús Páll 5) Jóhann Berg Guðm. 7 (60. Steinþór Freyr 5) Olgeir Sigurgeirsson 7 Arnar Grétarsson 6 Nenad Zivanovic 5 Prince Rajcomar 6 (60. Kristinn Seindórs. 6) Marel Baldvinsson 6 0-1 Guðmundur Benediktsson (1.) 0-2 Sigurbjörn Hreiðarsson (58.) 0-2 Kristinn Jakobsson (8) Akranesvöllur, áhorf.: 967 ÍA HK TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–11 (4–5) Varin skot Trausti 2 – Gunnleifur 2 Horn 10–7 Aukaspyrnur fengnar 17–19 Rangstöður 4–1 HK 4–4–2 Gunnleifur Gunnleifs. 7 Finnbogi Llorens 7 Ásgrímur Albertsson 6 Erdzan Beciri 6 Hörður Árnason 6 Hörður Magnússon 5 *Finnur Ólafsson 8 Almir Cosic 6 (90. Damir Muminovic -) Aaron Palomares 7 Sinisa Kekic 6 (55. Rúnar Már Sig. 5) Iddi Alkhag 8 *Maður leiksins ÍA 4–3–3 Trausti Sigurbjörnss. 6 Þórður Guðjónsson 5 Árni Thor Guðmunds. 5 Helgi Pétur Magnúss. 6 Kári Steinn Reyniss. 5 Pálmi Haraldsson 5 (72. Guðm. Böðvar -) Árni Ingi Pjetursson 4 Jón Vilhelm Ákason 6 Vjekoslav Svadumovic 5 (60. Aron Pétursson 6) Arnar Gunnlaugsson 7 Stefán Þórðarson 7 0-1 Iddi Alkhag (10.) 0-2 Sinisa Valdimar Kekic (13.) 1-2 Arnar Gunnlaugsson (22.) 1-2 Magnús Þórisson (5) Valbjarnarvöllur, áhorf.: 582 Þróttur Fylkir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–18 (5–7) Varin skot Bjarki Freyr 7 – Fjalar 5 Horn 1–6 Aukaspyrnur fengnar 8–10 Rangstöður 1–1 FYLKIR 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 7 Andrés Már Jóhannes. 6 Kristján Valdimarsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 6 Þórir Hannesson 6 Valur Fannar Gíslason 7 Hermann Aðalgeirss. 6 (79. Allan Dyring -) Peter Gravesen 4 Ingimundur Níels Ósk. 6 Jóhann Þórhallsson 4 Kjartan Ág. Breiðdal 5 *Maður leiksins ÞRÓTTUR 4–5–1 *Bjarki Freyr Guðm. 7 Kristján Ómar Björn. 6 Dennis Danry 6 Michael Jackson 6 Birkir Pálsson 5 Magnús Már Lúðvíks. 5 (82. Þórður Hreiðars. -) Hallur Hallsson 4 Sigmundur Kristjáns. 4 Rafn Andri Haraldss. 4 Jesper Sneholm 4 (57. Andrés Vilhjálms. 6) Hjörtur Hjartarson 4 (88. Adolf Sveinss. -) 0-0 Eyjólfur Kristinsson (4) Grindavíkurvöllur, áhorf.: 560 Grindavík Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–11 (5–5) Varin skot Zankarlo 3 – Hannes 4 Horn 7–8 Aukaspyrnur fengnar 7–11 Rangstöður 1–2 FRAM 4–5–1 Hannes Þór Halldórss. 6 Jón Orri Ólafsson 4 Auðun Helgason 8 Reynir Leósson 7 Samuel Tillen 6 Ívar Björnsson 4 Paul McShane 7 (90. Örn Kató Haukss. -) Heiðar Geir Júlíusson 7 *Halldór Hermann 8 Joseph Tillen 4 (87. Almarss Ormarss. -) Hjálmar Þórarinsson 4 (77. Ingvar Þór Óla. -) *Maður leiksins GRINDAV. 4–5–1 Zankarlo Simunic 6 Bogi Rafn Einarsson 4 Zoran Stamenic 7 Eysteinn Hauksson 3 (84. Michael Jónss. -) Marinko Skaricic 6 Scott Ramsay 5 Orri Freyr Hjaltalín 5 Andri Steinn Birgiss. 3 (77. Alexander Veigar -) Jóhann Helgason 5 (68. Aljosa Gluhovic 4) Jósef Jósefsson 4 Gilles Mbang Ondo 4 0-1 Paul McShane (13.) 0-2 Sjálfsmark Eysteins Haukss. (61.) 0-2 Þorvaldur Árnason (6) FJÖLNIR 3-3 FH 1-0 Kristján Hauksson (8.), 2-0 Ólafur Páll Snorrason (31.), 3-0 Gunnar Már Guðmundsson (48), 3-1 Atli Guðnason (66.), 3-2 Tryggvi Guðmundsson (70.), 3-3 Davíð Þór Viðarsson (90.+3) Fjölnisv., áhorf.: 804 - Jóhannes Valgeirss. (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–16 (4–7) Varin skot Þórður 4 – Gunnar 1 Horn 2–5 Aukaspyrnur fengnar 8–7 Rangstöður 3–2 Fjölnir 4–3–3 Þórður Ingason 7 - Heimir Snær Guðmundsson 6, Ásgeir Aron Ásgeirsson 6, Kristján Hauksson 7, Magnús Ingi Einarsson 6 - Ágúst Þór Gylfason 5 (81., Gunnar Valur -), Ólafur Páll Johnson 5, Gunnar Már Guðmundsson 7 - Pétur Markan 7 (86. Andri Valur -), *Ólafur Páll Snorrason 8 (90. Davíð Þór -), Tómas Leifsson 7. FH 4–3–3 Gunnar Sigurðsson 6 - Höskuldur Eiríksson 3 (56. Guðm. Sævarss. 8), Tommy Nielsen 4, Dennis Siim 4, Hjörtur Logi Valgarðsson 6 - Davíð Þór Viðars- son 6, Björn Daníel Sverrisson 3 (56. Atli Guðnason 8), Ásgeir Aron Ásgeirsson 4 (77. Jónas Grani -) - Matthías Guðm. 4, Matthías Vilhjálms. 4, Tryggvi Guðmundss. 4. FÓTBOLTI Fjölnir og FH skildu jöfn, 3-3, í mögnuðum fótboltaleik í Grafarvogi í gærkvöld. Eftir 49 mínútur var staðan orðin 3-0, heimamönnum í vil, og má segja að forystan hafi verið fyllilega verðskulduð. Tvöföld skipting FH á 57. mín- útu kveikti hins vegar svo um munaði í liðinu og með mögnuðum sóknarleik á síðasta hálftímanum tókst liðinu að jafna leikinn. Davíð Þór Viðarsson skoraði jöfnunar- markið á 93. mínútu og var það afar glæsilegt. „Hann lá ansi vel fyrir mér og ég ákvað að setja hann í vinkilinn,“ sagði Davíð Þór og glotti í leikslok, ánægður með að hafa fengið eitt stig miðað við það sem á undan gekk. „Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik og ég get ekki útskýrt hvað var í gangi þá. En við náðum stigi og erum fyrir vikið á lífi í baráttunni um titilinn,“ bætti hann við. Ásmundur Arnarson, þjálfari Fjöln- is, gat ekki leynt von- brigðum sínum í leikslok en reyndi þó að líta á björtu hliðarnar. Lærisveinar hans fengu sitt fyrsta stig í sex vikur og þá vantar ekki mikið upp á til að tryggja veru sína í efstu deild að ári. „Ég hefði líklega þegið eitt stig fyrirfram en vissulega er fúlt að hafa misst þetta niður. En við erum komnir á blað í síðari umferð- inni og það boðar gott fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. - vig Dramatíkin réð ríkjum í Grafarvogi í gærkvöld og Davíð Þór Viðarsson jafnaði fyrir FH í uppbótartíma: Mögnuð endurkoma FH í síðari hálfleik GÁFUST EKKI UPP Davíð Þór Viðarsson og Tryggvi Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Valsmenn eru enn inni í titilbaráttunni í Landsbankadeild karla eftir sigur á Blikum í Kópa- vogi í gær og Framarar unnu einn- ig góðan útisigur í Grindavík. HK vann sinn annan leik í röð og það stefnir í harða fallbaráttu á milli Fylkis og HK. Skagamenn eru hins vegar svo gott sem fallnir eftir enn einn tapleikinn. Valsmenn söxuðu á toppliðin Valsmönnum tókst í gær að bæta fyrir dýrkeypt tap fyrir HK í síð- ustu umferð með 2-0 sigri á Breiða- bliki. Þar sem toppliðin tvö gerðu jafntefli eru Valsmenn enn í bar- áttu um titilinn. „Blikar höfðu ekki tapað leik í tvo mánuði og þetta var alls ekki auðvelt,“ sagði Sigurbjörn Hreið- arsson sem lagði upp fyrsta mark- ið fyrir Guðmund Benediktsson og skoraði svo sjálfur hitt markið. „Mér fannst við þó betri. Fyrra markið kom snemma sem gaf okkur svigrúm til að leyfa þeim að vera meira með boltann. Við gátum því lokað ákveðnum svæð- um og beitt svo skyndisóknum. Við vissum svo að við myndum alltaf fá fleiri færi og það var bara að nýta eitt þeirra.“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, sagði leikinn vera þann versta hjá Blikum í dágóðan tíma. „Það eru þó enn eftir stig í pottinum og það hvarflar ekki að mér að leggjast niður og gefast upp.“ Staða ÍA nær vonlaus „Fyrst við töpum þessum leik á heimavelli gegn HK þá eigum við einfaldlega ekki skilið að vera í þessari deild. Við þurfum á krafta- verki að halda,“ sagði Arnar Gunn- laugsson, þjálfari ÍA, eftir að Skagamenn töpuðu 1-2 í botnslag tveggja neðstu liða deildarinnar. „Eins og í mörgum öðrum leikj- um þá stjórnuðum við leiknum en fáum svo fáránleg mörk á okkur. Það sést að það er lítið sjálfstraust í liðinu. Þetta voru tvö slökustu lið deildarinnar að mætast,“ sagði Arnar. HK-ingar voru komnir tveimur mörkum yfir strax eftir þrettán mínútur. Þrátt fyrir að sækja mun meira í leiknum tókst Skagamönn- um aðeins að skora eitt mark og er staða þeirra í deildinni orðin nán- ast vonlaus. Þetta er orðið mun bjartara hjá HK-ingum sem hafa unnið tvo leiki í röð. „Við börð- umst eins og ljón. Trúin er að efl- ast með hverju stigi sem við náum og við trúum því að við getum klárað þetta dæmi,“ sagði Gunn- leifur Gunnleifsson, fyrirliði HK. Auðvelt hjá Fram í Grindavík Fram sigraði Grindavík nokkuð auðveldlega, 2-0, á útivelli í bragð- daufum leik. Grindvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik en Fram- arar skoruðu engu að síður eina mark hálfleiksins snemma leiks. Grindvíkingar máttu sín lítils gegn öflugum varnarmúr Fram. Framarar tóku öll völd á vellin- um í síðari hálfleik án þess þó að spila leiftrandi sóknarbolta. Miðjumenn liðsins réðu lögum og lofum á vellinum og voru Grind- víkingar aldrei líklegir til jafna metin eða minnka muninn eftir að Fram skoraði sitt annað mark. Grindvík sem leikið hefur best allra liða á útivelli hefur því enn aðeins náð í sex stig á heimavelli. Markalaust í Laugardal „Ég get ekki verið sáttur, við yfir- spiluðum Þrótt bæði í fyrri og seinni hálfleik. Við vorum að spila mjög vel á köflum en það vantaði kannski að klára þetta á síðasta þriðjungnum,“ sagði Leifur Garð- arsson, þjálfari Fylkis, eftir markalaust jafntefli Þróttar og Fylkis á Valbjarnarvelli í gær. Það var lítið um opin færi í Laugardalnum í gær. Fylkismenn voru sterkari aðilinn, þó sérstak- lega í síðari hálfleik en þeim gekk illa að skapa sér hættuleg færi. - esá, egm, gmi, sjj, óój Valsmenn eru enn með Valsmenn eru aðeins fimm stigum frá toppnum eftir sannfærandi útisigur á Blikum en dagar Skagamanna eru nánast taldir eftir tap heima á móti HK. MARK EFTIR MÍNÚTU Guðmundur Benediktsson kom Val yfir gegn Blikum á fyrstu mínútu leiksins. Hér fagnar hann markinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI KR-ingar kræktu í stig gegn Keflvíkingum og það mátti ekki tæpara standa því jöfnunar- markið kom í blálokin. KR-ingar mættu betur stemmd- ari til leiks og réðu ferðinni nær allan fyrri háfleik og voru í raun klaufar að ná ekki að skora eins og eitt mark. Keflvíkingar voru ólík- ir sjálfum sér og sóknaraðgerðir þeirra tilviljunarkenndar og mátt- litlar. Varnarleikur gestanna var hins vegar öflugur og sá til þess að staðan var markalaus í hálfleik. Hlutirnir fór að gerast í síðari hálfleik og markahrókurinn Björgólfur Takefusa var fyrstur til að komast á blað þegar hann fylgdi vel eftir skoti Jónasar Guðna Sævarssonar. Keflvíkingar náðu að jafna á 65. mínútu þegar Guðmundur Stein- arsson skoraði eftir slæm varnar- mistök KR-inga. Tveimur mínút- um síðar kom svo varamaðurinn Jón Gunnar Eysteinsson Keflvík- ingum yfir og útlitið orðið svart fyrir KR-inga sem voru búnir að vera betri aðilinn í leiknum. Það var í raun fátt sem benti til þess að KR-ingar myndu jafna því gestirnir voru með ágætis tök á leiknum og voru líklegri til þess að bæta við marki. En hlutirnir eru fljótir að gerast í boltanum, og Kenneth Gustafsson varð á þau mistök að skora sjálfsmark í upp- bótartíma og þar við sat. „Þetta var heldur betur skraut- legur leikur. Við náðum sem betur fer að bjarga andlitinu undir lokin og jafntefli var líklega bara sann- gjörn niðurstaða,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR. Guðjón Árni Antoníusson, varn- armaður Keflavíkur, var svekktur en þó ágætlega sáttur með stigið. „Fyrri hálfleikur var skelfileg- ur hjá okkur og Ómar náði að bjarga okkur nokkrum sinnum. Þannig að við getum svo sem þakk- að fyrir stigið en það var samt svekkjandi að missa þetta svona niður í lokin,“ sagði Guðjón. - óþ KR og Keflavík skildu jöfn, 2-2, í fjörugum leik á KR-vellinum þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleik: Sjálfsmark Keflvíkinga hafði af þeim tvö stig TVÖ TÖPUÐ STIG Meistaraskiptingar Kristjáns Guðmundssonar gengu nærri því upp. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.