Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 46
30 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. nef, 6. í röð, 8. skýra frá, 9. skjön, 11. bardagi, 12. náðhús, 14. vökva, 16. grískur bókstafur, 17. verkur, 18. erlendis, 20. ung, 21. bylgja. LÓÐRÉTT 1. umrót, 3. pot, 4. fúslega, 5. varkárni, 7. brennivín, 10. kerald, 13. sigað, 15. greinilegur, 16. erfiði, 19. hreyfing. LAUSN LÁRÉTT: 2. gogg, 6. aá, 8. tjá, 9. ská, 11. at, 12. kamar, 14. vatns, 16. pí, 17. tak, 18. úti, 20. ný, 21. liða. LÓÐRÉTT: 1. rask, 3. ot, 4. gjarnan, 5. gát, 7. ákavíti, 10. áma, 13. att, 15. skýr, 16. púl, 19. ið. „Þetta er hraðskreiðasti bíll, og trúlega einn dýrasti bíll í heimi,“ segir Viktor Urbancic hjá Sparibíl sem er með auglýstan til sölu Bugatti Veyron. Óhætt er að segja að þar sé um dýrari týpuna af bíl að ræða en verðið er hvorki meira né minna en 276.795.000 krónur. „Það er kannski í og með grín að auglýsa hann til sölu. Engu að síður er það nú svo að við getum skaffað þennan bíl,“ segir Viktor en langur biðlisti er eftir bílum sem þessum alla jafna, þótt undarlegt megi virðast. „Þetta er bara leiktæki fyrir ríka manninn,“ segir Viktor. „Það er þegar menn eru komnir í einkaþotuhópinn svokallaða. Draumarnir breytast eftir því sem veskið stækkar,“ segir hann. Viktor segir að auglýsingin sé ekki síst ætluð fjársterkum Íslendingum með aðsetur erlendis. En mun hann seljast hér landi? „Það er ekki gott að segja. Þegar nýi Land Cruiserinn kom á markað voru um 300 manns á biðlista eftir honum hér á landi meðan Bretar stefndu á að geta selt fimmtíu slíka bíla á árinu,“ segir Viktor. Aðspurður hvernig bílarnir myndu virka á hraðahindrunum Kópavogs svarar Viktor hlæjandi: „Ég veit það ekki, ég held nú að þessir bílar séu ekkert miklu lægri en aðrir drauma- sportbílar Íslendinga.“ - shs Bugatti til sölu á tæpar 300 milljónir VIKTOR URBANCIC Viktor er bílasali hjá Sparibíl sem auglýsti til sölu tæplega þrjú hundruð milljóna króna Bugatti Veyron til sölu. Fatahönnuðurinn Sonja Bent hefur í sumar unnið við að lýsa fótboltaleikjum fyrir þýska veðbankann Livecom. Sonja segist sjálf vera mikill áhugamaður um fótbolta og að vinnan sé með eindæmum skemmtileg. „Ég fékk þetta í gegnum vinkonu mína, en hún hefur sjálf verið að starfa við þetta síðastliðin tvö ár. Livecom er alþjóðlegur veðbanki og þeir hafa verið að fylgjast með íþróttum víða um heim, þar á meðal Landsbankadeildinni,“ segir Sonja. Sjálf hefur Sonja aldrei æft fóltbolta en hún segir að áhuginn fyrir íþróttinni hafi komið með aldrin- um. „Ég átti marga vini sem léku fótbolta og svo er kærasti minn mikill fótboltaáhugamaður. Mér finnst stemningin sem myndast á fótbolta- eða handboltaleikjum alveg ótrúlega skemmtileg. Þetta eru í raun hálfgerð trúarbrögð fyrir mörgum og ég hef lent í því sjálf að missa mig í beinni útsendingu yfir leik,“ segir Sonja sem er Valsari í húð og hár. Sonja lýsir fótboltaleikjunum á ensku en segir að það vefjist ekki fyrir sér. „Þetta eru ekki jafn flóknar lýsingar og hjá íslensku íþróttaþulunum, ég þarf að tala mun einfaldara mál og nefni til dæmis aldrei nöfnin á leikmönnunum.“ Sonja segir að þeir sem þekki hana hafi margir orðið hissa þegar hún sagði þeim frá starfinu. „Mörgum finnst þetta alveg fáránlegt, en það verður bara að hafa það. Mér finnst þetta stórskemmtilegt starf og það er góður bónus að fá að mæta frítt á alla fótbolta- leiki,“ segir Sonja og hlær. - sm Fatahönnuður lýsir íþróttum SKEMMTILEGT STARF Sonja Bent segir starfið skemmtilegt, enda sé hún mikill fótboltaáhugamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég hlusta yfirleitt á gamla, sígilda tónlist og fréttirnar á Rás 1. Svo flakkar maður á milli stöðva þar til maður finnur eitt- hvað sem höfðar til manns.“ Guðmundur Benediktsson, bifreiðastjóri BÍLLINN Þetta er eintakið sem Viktor og félagar hjá Sparibíl auglýstu til sölu. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Stjórnarformaður Orkuveitunnar. 2 Joe Biden. 3 Silfurverðlaun. „Ég keypti þetta í fyrra, sirka í júní. Ég byrjaði þó ekki að reka þetta af viti fyrr en í desember sökum anna, meðan ég var að klára þau verkefni sem ég var í á þeim tíma,“ segir Frank Höybye Christensen sem rekur nú fyrirtækið Slökkvitæki ehf., sem sérhæfir sig í brunavörn- um fyrirtækja, heimila og húsfélaga. Íslendingar ættu að þekkja Frank sem hefur birst í fjöldanum af íslenskum skemmtiþáttum á borð við Strákana, Fóstbræður og í Ára- mótaskaupinu. Einnig hefur Frank birst í fjölda auglýsinga og stigið á fjalir Hafnarfjarðarleikhússins. Mætti í raun titla hann frægasta dverg landsins, að öðrum dvergum ólöstuðum. Hann segist þó vera hættur að leika. „Ég er eiginlega hættur öllum fíflagangi en tek að mér eitt og eitt lítið verkefni. Nú óskast annar dvergur til að taka þátt í slíku,“ segir Frank og hlær. Frank segir reksturinn ganga vel. Hann einbeitir sér aðallega að suð- urhluta landsins: Selfossi, Hvera- gerði og svo höfuðborgarsvæðinu. Hann segir fólk nokkuð meðvitað um brunavarnir en þó þurfi oft að ýta við því. „Fólk á kannski tæki en það er ekki víst að það sé hlaðið. Sumir hafa átt slökkvitæki bak við hurð í fimmtán ár og vita í raun ekkert hvort það virkar eða ekki. En fólk er að vakna til vitundar, þetta er eitthvað sem fólk lætur sitja á hakanum því það heldur að hlutirnir séu í lagi,“ segir hann. Miklar tækniframfarir hafa orðið í brunavörnum að sögn Franks. Til að mynda eru nú komnir til sögunn- ar þráðlausir reykskynjarar. „Segj- um að þú búir í þriggja hæða húsi með bílskúr. Þú sefur upp á þriðju hæð og það kviknar í bílskúrnum. Þá fer reykskynjarinn í herberginu í gang um leið og sá sem er í bíl- skúrnum. Það er hægt að tengja einhverja tuttugu reykskynjara saman,“ segir Frank sem selur allt frá eldvarnateppum til slökkvi- tækja og auðvitað reykskynjara. En eru eldvarnir á heimili Franks í toppstandi? „Að sjálfsögðu,“ svarar hann ákveðinn. Aðspurður hvort þessi fyrir- tækjarekstur sé hluti af gömlum slökkviliðsdraumi svarar Frank: „Nei, nei. Maður er bara að reyna að lifa.“ soli@frettabladid.is FRANK HÖYBYE: FRÆGASTI DVERGUR ÍSLANDS Á NÝJUM VETTVANGI Úr fíflagangi í brunavarnir FRANK HÖYBYE CHRISTENSEN Hefur leikið í flestum skemmtiþáttum sem gerðir hafa verið hér á landi í seinni tíð. Nú er hann hins vegar hættur fíflagangi og rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í bruna- vörnum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar og tónleikahaldari, virðist ætla að leggja tónleikahald- ið á hilluna, ef marka má skrif hans á bloggsíðu sinni á Eyjunni. Grímur hefur á síðustu mánuðum flutt landsmönnum goðin John Fogerty og Eric Clapton og í september kemur hljómsveitin Tindersticks svo hingað til lands. Grímur dásam- ar tónlistarmennina í Tindersticks á síðu sinni, en svarar fyrirspurn um hvernig það fari saman að sinna starfi sveitar- stjóra í Dala- byggð samhliða því að flytja inn tónlistarmenn á þessa leið: „Golf- ið heillar ekki. Enn síður bróder- ingar. En þetta er vonlaust verk og líklega verða aðrir að taka innflutninginn yfir. Lýk þessu með Tindersticks.“ Handboltaæðið hefur ekki látið marga ósnerta á síðustu dögum. Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir eru þar ekki undanskilin, en þau tóku æðið skrefinu lengra en að stilla klukkuna á hálfátta og hita kaffi. Hjónin flugu til Peking til að sjá úrslitaleikinn við Frakka og fylgjast með lokaathöfn leikanna. Eftir spennuþrungnar mínútur á áhorf- endapöllunum brugðu þau Björgólfur og Kristín sér svo niður á gólf til að heilsa upp á strákana og eflaust hrósa þeim fyrir góða frammi- stöðu. - sun FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.