Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 2008 — 231. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Fimmtug og í fantaformi Sigrún Kjartansdóttir kom sé í fh ilb Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri hjá Glitni, kom sér í form fyrir fimmtugt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NETNÁMSKEIÐ verða sífellt þægilegri í heimi nútímans þar sem fólk getur lært á sínum hraða hvar og hvenær sem það vill og stundað námið þegar því hentar. Á fjarkennsla.com er boðið upp á viðskipta- og tölvutengd fjögurra til átta vikna námskeið sem hefjast í byrjun september. Ertu með eitthvaðgott á pjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 16-18 . Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa ga í verkefnið vinsamlega h fið Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. VEÐRIÐ Í DAG Endalok hernáms Í stað samnings um ævarandi hernám er nú verið að semja um brotthvarf bandarísks herliðs frá Írak, skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 16 SIGRÚN KJARTANSDÓTTIR Ákvað að hlaupa sitt fyrsta maraþon 47 ára • heilsa • nám Í MIÐJU BLAÐSINS SÍBS sjötíu ára 70 ár eru liðin síðan berklasjúklingar komu saman á Vífils- stöðum og stofnuðu Samtök íslenskra berklasjúklinga. TÍMAMÓT 18 HEILSA „Eldra fólk sem segist geta nefnt fyrstu hundrað aukastafina í pí lætur barna- börnin alveg falla í stafi,“ segir Gísli Páll Pálsson, framkvæmda- stjóri dvalarheimilisins Áss og skipuleggjandi minnisþjálfun- arnámskeiðs, sem haldið verður í næstu viku. Tveir erlendir minnisþjálfar- ar sem Gísli Páll kynntist í gegnum evrópsk öldrunarsamtök kenna á nám- skeiðinu aðferð sem notuð var fyrir hundruðum ára í Austur- Evrópu. „Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir starfsfólk dvalarheimila en ef fleiri eru áhugasamir um minnisþjálfun eru þeir velkomnir,“ segir Gísli Páll. - mmf / sjá Allt Minnisþjálfunarnámskeið: Muna hundrað aukastafi pí GÍSLI PÁLL PÁLSSON GUNNAR ERNIR BIRGISSON Næsti Gunnar á Hlíðarenda Býr í húsvarðaríbúð Valsheimilisins FÓLK 30 Órafmögnuð hátíð Svavar Knútur Kristins- son skipuleggur tónlist- arhátíð á nýopnuðum Café Rósenberg um helgina. FÓLK 24 REBEKKA KOLBEINSDÓTTIR Hættir í Merzedes Club Magga Edda Jónsdóttir verður söngkona sveitarinnar FÓLK 30 HESTAR Hlutfall grárra hrossa í íslenska hrossastofninum hefur lækkað verulega frá því úttekt var gerð á litskiptingu stofnsins um 1930. Þá voru grá hross 23,1 prósent af stofninum en árið 2006 voru þau ekki nema 6,7 prósent. Guðlaugur Antonsson hrossa- ræktarráðunautur segist þó engar áhyggjur hafa. „Ég held að gráum hrossum sé jafnvel aðeins að fjölga en þetta byggist allt á kröfum. Ef til er góður grár stóðhestur þá fæðast fleiri grá hross og Gustur frá Hóli hefur þar haft áhrif.“ Guðlaugur bendir einnig á að tölurnar frá 1930 séu ekki eins áreiðanlegar og nú en samt sé þetta mikill munur. -hs / sjá sérblað lh hestar Breytingar á hrossastofni: Hlutfall grárra hrossa minnkar NÁTTÚRA „Það er skoðun nær allra sem ég hef talað við að því þyki sem jökullinn hafi aldrei verið minni en nú,“ segir Guð- rún Lára Pálmadóttir, starfs- maður í þjóðgarðinum Snæfells- jökli. Oddur Sigurðsson jarðfræð- ingur, sem búsettur er á Hellis- sandi á Snæfellsnesi, segir það rétt að jökullinn sé að minnka mikið. Hins vegar sé mjög erfitt að greina slíkar breytingar frá jörðu niðri og jafnvel þegar upp er komið. Skýringin á því hve lítill jökullinn virðist nú sé ekki sú að hann hafi minnkað svo greinilega heldur sú að óvenju- mikinn snjó leysti á svæðinu í sumar. Fólk rugli því saman sköflum og jökli. „Hafi jökullinn verið 12 hekt- arar fyrir 100 árum er hann 11 til 10,5 nú,“ segir Oddur og bendir þar með á að breytingarnar séu hægari en fólk haldi. Á vefsíðunni skessuhorn.is var fyrir skömmu greint frá því að forsvarsmenn fyrirtækisins Snjófells hefðu ákveðið að hætta að bjóða ferðamönnum upp á vél- sleðaferðir upp á jökulinn vegna þess hve snjólítill hann sé. Sprungur séu nú mun fleiri og varasamt að vera á jöklinum um þessar mundir. Oddur segist þó ekki telja að jökullinn sé hættulegri yfirferð- ar en áður en að fólk skuli þó sýna aðgát þegar farið er um hann. - kdk Jarðfræðingur segir misskilning að Snæfellsjökull bráðni nú með ógnarhraða: Snæfellsjökull stærri en hann sýnist SNÆFELLSJÖKULL Í VETRARHAM Þegar þessi mynd var tekin úr Perlunni fyrir tveimur árum virtist jökullinn fagur og stór. Þeir sem borið hafa hann augum í sumar þykir hann nú vart svipur hjá sjón. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Góður undirbúningur Kvennalandslið Íslands í körfubolta er tilbúið í slaginn í B-deild Evrópukeppninnar. ÍÞRÓTTIR 26 VÍÐA VÆTA Í dag verður víða suðvestan 5-10 m/s en norðaust- an 8-13 m/s vestanlands. Víða dálítil rigning eða skúrir en þurrt að mestu og bjart austanlands. Hitinn verður á bilinu 8-15 stig. VEÐUR 4 8 12 14 1010 KOMINN Í KAUPSTAÐ Nokkrar umferðartafir urðu á Kringlumýrarbraut í gær þegar ökumaður fagurgrænnar Deutz-dráttarvélar truflaði umferðina á háannatíma. Akstur dráttarvéla er bannaður á helstu stofnbrautum borgarinnar eins og Kringlumýrarbraut milli klukkan 7.30 og 9 árdegis og milli klukkan 16.30 og 18.30. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKIPULAGSMÁL Meirihlutaflokkarn- ir í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósamstíga um framtíðarstaðsetn- ingu Reykjavíkurflugvallar. Sam- kvæmt málefnasamningi nýs meirihluta er nú unnið að skipu- lagningu svæða í Vatnsmýrinni sem þrengja að flugvellinum. „Við framsóknarmenn höfum verið þeirrar skoðunar að flugvöll- urinn eigi að vera annaðhvort í Vatnsmýrinni eða á Lönguskerj- um,“ segir Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins. Júlí- us Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, hefur hins vegar sagt að hann vilji flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Í málefnasamningi Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna sagði að ekki yrði tekin ákvörðun um flutning hans á kjörtímabilinu. Aðspurður hvort það séu ekki von- brigði fyrir sjálfstæðismenn að ekki skuli vera eining um málið með nýja samstarfsflokknum segir Júlíus Vífill: „Nei, alls ekki. Flugvallar málið er þannig mál að þar fer skoðun manna ekki eftir flokkslínum. Í raun væri engin leið að mynda nokkurn meirihluta í borgarstjórn þar sem fullkominn samhljómur væri í afstöðu borg- ar fulltrúa til vallarins.“ Hann efast um að endanleg niðurstaða fáist í málið á þessu kjörtímabili. Óskar Bergsson segir að þó að skipulagsvinna í Vatnsmýrinni sé komin á fullt þýði það ekki dauða- dóm fyrir flugvöllinn þar. „Það er afar athyglisvert í þessu máli að sjálfstæðismenn geta skipt algjörlega um skoðun eftir því með hvaða smáflokki eða einstakl- ingi þeir vinna hverju sinni,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingar. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mun eiga fund í næsta mánuði með Kristjáni Möller sam- gönguráðherra þar sem hún mun gera honum grein fyrir áætlunum meirihlutans varðandi Reykjavík- urflugvöll. - jse / sjá síðu 4 Nýr meirihluti ósam- stíga um flugvöllinn Framsóknarflokkurinn vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri en formaður skipu- lagsráðs vill hann burt. Hann efast um að niðurstaða liggi fyrir á þessu kjör- tímabili. Unnið er að skipulagninu Vatnsmýrar sem þrengir að flugvellinum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.