Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 2
2 26. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR NÁTTÚRA Á Íslandi hafa myndast nokkrar séríslenskar trjá- og plöntutegundir samkvæmt nýútkominni grein Leifs A. Símonarsonar og Friðgeirs Grímssonar. „Tvær nýjar beykitegundir hafa fundist og kallast arnarbeyki og hrútabeyki,“ segir Leifur. Tegundirnar hafa myndast hér og ekki verið til neins staðar annars staðar. Einnig hafa fundist tvær séríslenskar hlyntegundir og önnur þeirra hefur að geyma stærsta hlynaldin í heimi. Elstu beykileifarnar sem fundust í rannsókn þeirra eru um fimmtán milljóna ára gamlar. - vsp Séríslenskar plöntur fundnar: 15 milljón ára beyki fannst STJÓRNSÝSLA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- og íþróttamálaráðherra greiddi ekki fyrir seinni ferð sína til Kína úr eigin vasa. Ferðin, sem og allt uppihald, var greitt af mennta- málaráðuneytinu eins og fyrri ferð ráðherrans. Ekki var að svo stöddu hægt að fá upplýsingar um kostnaðinn við ferð Þorgerðar til Kína. Upplýs- ingar fengust heldur ekki um hvort ráðuneytið hefði einnig greitt ferðakostnað Kristjáns Arasonar, eiginmanns Þorgerðar. Því verður hins vegar svarað í vikunni. - vsp Þorgerður Katrín á ÓL í Kína: Ráðuneytið borgaði ferðina ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Fremst meðal jafningja á handbolta- landsleik. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BRETLAND Danir eru hamingju- samasta þjóð heims, samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var í Bretlandi. Íslendingar eru í fjórða sæti, á eftir Sviss og Austurríki. Íbúar Simbabve og Búrúndí eru hins vegar óham- ingjusamastir. Þessar niðurstöður fengust með því að kortleggja svör 80 þúsund manns, víðs vegar um heiminn, við spurningum um hamingju þeirra. Samkvæmt niðurstöðun- um veltur hamingja þjóða mest á góðu heilbrigðiskerfi, hagsæld og menntun. - þeb Hamingja kortlögð: Mest hamingja í Danmörku GÓÐGERÐARMÁL Lampi sem hannað- ur er af Ólafi Elíassyni listamanni verður til uppboðs á góðgerðar- markaði í Perlunni á laugardaginn. Verkið kallast „Local Career Lamp“ og talið er að lágmarksboð í lamp- ann verði um 1,3 milljónir. „Það er einstakt að fá verk eftir Ólaf Elíasson á uppboðið enda einn af okkar fremstu listamönnum,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir sem vinnur að skipulagningu uppboðs- ins. Samkvæmt upplýsingum frá i8 galleríi, umboðsmanni Ólafs, er lampinn frá 2007 og er sjötíu sentí- metrar í þvermál. Lampinn var upphaflega hannaður fyrir lista- kaffihúsið Karriere Bar í Kaup- mannahöfn. „Ólafur er alltaf mjög duglegur að gefa til góðgerðarmála og rekur sín eigin góðgerðarsamtök,“ segir Börkur Arnarson, framkvæmda- stjóri og eigandi i8 gallerís. Björk Guðmundsdóttir mun einn- ig leggja markaðnum lið með kjól úr sinni eigu. Áslaug segir ekki loku fyrir það skotið að um margfrægan svanakjól Bjarkar gæti verið að ræða sem hún var í á óskarsverð- launahátíðinni 2001. Það er hins vegar óráðið. „Það er frábært hvað allir hafa tekið þessu vel og verið tilbúnir að leggja sitt af mörkum á markað- inn,“ segir Áslaug. Allt sem verður á uppboðinu hafa einstaklingar og fyrirtæki gefið og því rennur allt óskipt til verkefnisins. Markaðurinn er til að safna pen- ingum til styrktar fátækum börn- um og konum í Jemen. Samhliða markaðnum verður uppboð á alls kyns hlutum og viðburðum sem hver sem er getur boðið í, að sögn Áslaugar. „Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta er allt frá hádegismat með Sveppa og Audda og upp í ferð fyrir tvo með Jóhönnu Kristjóns- dóttur til Jemen,“ segir Áslaug. Annað sem hægt er að bjóða í er flugferð fyrir þrjá með Ómari Ragnarssyni í kringum höfuð- borgarsvæðið, golfhringur með Birgi Leifi Hafþórssyni, leikmunir úr Latabæ og listaverk eftir Hall- grím Helgason, Pétur Gaut, Magn- ús Ó. Kjartansson og Guðrúnu Ein- arsdóttur og margt fleira. Markaðurinn verður í Perlunni frá kl. 10-18 næstkomandi laugar- dag. vidirp@frettabladid.is Lampi Ólafs og kjóll Bjarkar á uppboði Ólafur Elíasson gefur lampa á uppboð markaðar í Perlunni á laugardag til styrktar fátækum börnum og konum í Jemen. Lágmarksboð verður um 1,3 milljónir. Björk gefur kjól á uppboðið sem mögulega er svanakjóllinn frægi. LAMPINN Lampinn Local Career Lamp eftir Ólaf Elíasson verður til uppboðs á laugardaginn í Perlunni. SVANAKJÓLLINN? Ekki er loku fyrir það skotið að Íslendingar geti boðið í svana- kjól Bjarkar, þó ekki sé það staðfest. Að minnsta kosti geta gestir markaðarins boðið í kjól í eigu Bjarkar. Flug fyrir tvo báðar leiðir til Köben undir leiðsögn Friðriks Weiss- happel. Listaverk eftir Tedda. Listaverk sem Edda Jónsdóttir og Kogga gerðu saman á samsýningu fyrir nokkrum árum. Leiðsögn á Njáluslóðum með Arthúri Björgvini Bollasyni. Íslenskur sunnudagshádegisverður heima hjá Guðrúnu Ögmunds- dóttur. Útlitsráðgjöf með Björgu Ingadóttur í Spaksmannsspjörum. Veiði í Laxá í Kjós með gistingu og mat. Ragnheiður Arngrímsdóttir ljós- myndari kemur heim og tekur myndir. Halló Akureyri – Lúðvík hjá Saga Capital flýgur með hóp norður á Akureyri. Detox-meðferð fyrir tvo með Jónínu Benediktsdóttur. AÐRIR HLUTIR OG VIÐBURÐIR Á UPPBOÐI flugfelag.is Gríptu augnablikið! REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Akureyri frá 3.990 kr. FLUG Flugvél frá Icelandair Cargo flutti hergögn frá Bandaríkjunum til Georgíu í lok síðasta mánaðar. Um var að ræða óhlaðna riffla að sögn Gunnars Más Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo. Hann segir flutninga sem þessa ekki flokkast undir flutning á hættulegum gögnum. Átök brutust út á milli Georgíumanna og Rússa í byrjun ágúst. „Við myndum aldrei taka þátt í svona flutningum nema þeir væru 100 prósent löglegir og öruggir. Við myndum aldrei taka að okkur flutninga í stríði,“ segir Gunnar Már. Hann segir flugfélög víða sinna flutningum sem þessum alla daga og engum þyki það fréttnæmt. „Það er ekkert fragtflugfélag sem gefur sig út fyrir að flytja ekki svona. Svona vörur eru til dæmis oft fluttar á milli Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu, og jafnvel til Íslands þegar heræf- ingar eru hjá Nató og annað.“ Gunnar segir svona flutninga vera gerða með fullri vitneskju og samþykki allra þeirra landa sem flogið sé yfir. Þó flokkast flutningur á óhlöðnum rifflum ekki undir flutning á hættulegum gögnum. Engin skotfæri voru um borð. Fragtflugfélög þurfa sérstök leyfi til að flytja hættuleg gögn og Ice- landair Cargo hefur slíkt leyfi. - þeb Flugvél frá Icelandair Cargo flaug með hergögn frá Bandaríkjunum: Fluttu óhlaðna riffla til Georgíu ICELANDAIR CARGO Flugfélög sinna flutningum á hergögn- um eins og öðrum vörum. Óhlaðnir rifflar teljast þó ekki til hættulegra gagna og þarf ekki sérstakt leyfi til að flytja þá, að sögn Gunnars. VIÐSKIPTI Lánavextir Íbúðalána- sjóðs verða óbreyttir um sinn, 4,9 prósent og 5,4 prósent án uppgreiðsluákvæðis. Þetta kemur fram á heimasíðu sjóðsins. Sjóðurinn bauð út íbúðabréf fyrir helgi og var mjög mikil eftir- spurn eftir bréfum. Tilboð bárust fyrir um 21 milljarð króna. Sjóðurinn tók tilboðum fyrir fimm milljarða. Mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir íbúðabréfum. Heildar- veltan með bréfin er um 175 prósentum meiri en í fyrra, að því er fram kemur í síðustu mánaðar- skýrslu sjóðsins. Þar sagði einnig að lán hefðu ekki verið jafn mikil frá því um mitt ár 2004. - ikh Útboð Íbúðalánasjóðs: Óbreyttir vextir ÓLYMPÍULEIKAR Íslensku ólympíu- förunum verður fagnað í miðborg Reykjavíkur á morgun, miðviku- dag. Þeir munu fara í opnum vagni frá Hlemmi niður Lauga- veginn og að Arnarhóli, þar sem þeir verða hylltir af þjóðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Það eru ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem standa fyrir fögnuðinum. Að sögn Örnu Hauksdóttur hjá mennta- málaráðuneytinu er búist við því að allir ólympíufararnir komi til Íslands og verði við fögnuðinn á miðvikudag. - þeb Ólympíuförunum fagnað: Í opnum vagni niður Laugaveg Tilraunaholur í Snæfellsnes Verið er að bora fjórar 100 til 200 metra tilraunaholur við Eysteinsdal og eina holu við Búrfell í Snæfellsbæ til að athuga hvort hægt sé að finna heitt vatn á þessu svæði sem ekki hefur verið kannað áður. SNÆFELLSNES GEORGÍA, AP Rússneska þingið sam- þykkti einróma í gær að biðja Dmitrí Medvedev forseta um að viðurkenna sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu, héraðanna tveggja í Georgíu sem í reynd hafa stjórnað sér sjálf í hálfan annan áratug. Ályktun þingsins er ekki bind- andi fyrir Medvedev forseta, og óvíst hvort hann muni lýsa yfir við- urkenningu á sjálfstæði þeirra. Átök rússneskra og georgískra her- manna um Suður-Ossetíu síðustu vikurnar hafa tekið sinn toll og óvíst hvort Rússar vilji láta reyna á það, hvort Vesturlönd standi við bakið á Georgíu í öðru stríði. Ályktunin er engu síður sögð styrkja stöðu hans í samninga- viðræðum við Vesturlönd, sem leggja allt kapp á að halda aðskiln- aðarhéruðunum tveimur áfram innan Georgíu. Ekkert ríki heims hefur til þessa viðurkennt sjálfstæði héraðanna, þótt þau bæði hafi í reynd, með hjálp Rússa, verið sjálfstæð eftir skammvinn stríð við Georgíuher í beinu framhaldi af hruni Sovétríkj- anna. Rússar hafa stutt bæði héruð- in fjárhagslega og hernaðarlega. Í gær sagðist Medvedev ætla að þrýsta á Moldóvustjórn um lausn á annarri svipaðri deilu, um héraðið Transnistríu, sem tilheyrir Mold- óvu en hefur þó í reynd verið sjálf- stætt í hálfan annan áratug og vill sameinast Rússlandi. - gb Rússneska þingið styður sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu: Óvíst hvað Medvedev gerir ABKASÍULEIÐTOGI Á RÚSSNESKA ÞING- INU Sergei Bagapsh, leiðtogi Abkasíu, ávarpaði í gær rússneska þingið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Frank, ætlar þú að koma í veg fyrir stórbruna? „Ég byrja á því að koma í veg fyrir smábruna því hann getur orðið að stórbruna.“ Frank Höybye Christensen rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í brunavörnum en hann hefur einnig verið kallaður frægasti dvergur Íslands. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.