Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 4
4 26. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR SIMBABVE, AP Stjórnarandstaðan í Simbabve vann óvæntan sigur þegar Lovemore Moyo var kosinn þingforseti. Þingforseti stjórnar umræðum á þinginu og getur þar með haft veruleg áhrif á framgang deilna stjórnarand- stöðunnar við Robert Mugabe forseta. Þjóðþing landsins kom saman í gær í fyrsta sinn frá umdeildum kosningum í mars. Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, krefst þess að Mugabe deili með sér völdum. Tveir þingmenn stjórnarand- stöðunnar voru hins vegar handteknir í gær, stuttu áður en þingforseti var valinn. - gb Þingið í Simbabve: Óvæntur sigur lýðræðisafla SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Akraness hefur ákveðið að skipa þverpólitískan starfshóp með fulltrúum allra flokka í bæjar- stjórn til að gera tillögu að umsögn um starfsleyfi fyrir Sementsverk- smiðjuna hf. Umhverfisnefnd Akraness hefur þegar lagt til við bæjaryfirvöld að hafna ósk Sementsverksmjðunnar um nýtt starfsleyfi til sextán ára. Nýja starfsleyfið myndi fela í sér heimild til sorpbrennslu í miðju bæjarfélaginu með tilheyrandi mengun og umferðarþunga og að það sé óviðunandi fyrir íbúana. - gar Sementsverksmiðjan: Þverpólitískt samráð um starfsleyfið ÓLYMPÍULEIKAR Íslenska hand- boltalandsliðið verður sæmt fálkaorðunni fyrir árangur sinn á Ólympíuleikunum. Þá munu Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, Guðmundur Ágúst Ingvarsson, for- maður HSÍ, og Ólafur Stefánsson, fyrirliði liðsins, verða sæmdir stórriddarakrossi. Þeir þrír Íslendingar sem unnið hafa til verðlauna á Ólympíuleik- um hafa allir verið sæmdir fálkaorðunni. Ekki var þó efnt til sérstakra athafna við þau tæki- færi. Vala Flosadóttir fékk fálkaorðu 1. janúar 2001, Vilhjálm- ur Einarsson 17. júní 2006 og Bjarni Friðriksson 1. janúar á þessu ári. - þeb Strákarnir okkar: Fá fálkaorðuna á miðvikudag VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 20° 21° 17° 19° 23° 27° 26° 25° 23° 29° 29° 26° 23° 24° 27° 33° 24° Á MORGUN Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. FIMMTUDAGUR Suðaustan 8-13 vestan til, annars hægari. 8 10 12 14 14 11 10 9 5 9 10 10 4 7 9 7 9 10 7 6 7 8 11 12 11 1212 11 11 12 12 11 VINDUR OG VÆTA Í dag verður áfram fremur stífur vindur við strendur landsins en það mun lægja töluvert á morgun og einnig verður úrkoman minni háttar. Þannig að þegar strákarnir okkar koma heim má búast við hinu skaplegasta veðri til að fagna þeim á götum úti. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Lögregluþjónar lögreglu höfuðborgarsvæðisins munu brátt klæðast skotheldu vesti við störf sín en hingað til hafa einungis lögreglumenn í sérsveit Ríkislögreglustjóra notað þess háttar búnað. Í samtali við vísi.is segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn þetta meðal annars gert þar sem það færist í vöxt að menn beri hnífa og beiti þeim gagnvart lögreglu. Um tvenns konar vesti er að ræða, undirvesti sem lögreglumenn klæðast í eftirlits- ferðum í bifreiðum og utanyfir- vesti sem þeir klæðast þegar þeir eru fótgangandi. - ovd Breytingar á búnaði lögreglu: Lögreglan fær skotheld vesti Sveinn S. Þorgeirsson, Frakkastíg 22, verður jarðsunginn frá Neskirkju við Hagatorg í dag klukkan 13.00. ÁRÉTTING STJÓRNMÁL Íhuga þarf að setja lög um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi, er mat Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins. Þetta kom meðal annars fram í ræðu hans á opnum fundi í Borgarnesi í gær- kvöldi. Guðni telur mikla áhættu felast í stærð bankakerfisins. Guðni lagði mikla áherslu á efna- hagsmál í ræðunni og sagði stjórn- ar flokkana ráðalausa. „Að mati okkar framsóknarmanna þarf að gera fernt. Efla gjaldeyrisforðann verulega og lækka stýrivexti Seðla- bankans tafarlaust. Minnka þarf opinberar álögur til að draga úr verðbólguþrýstingi; til greina kemur að lækka matarskatt og minnka álögur á eldsneyti. Einnig þarf að auka opinberar fram- kvæmdir.“ Guðni nefndi sérstaklega að vegaframkvæmdir væru arðvæn- legar og gætu dregið úr áföllum í byggingariðnaði og minnkað líkur á stórfelldu atvinnuleysi. Hann deildi einnig hart á Geir H. Haarde fyrir að sameina landbúnaðar ráðu- neyti og sjávarútvegsráðuneyti. „Það er ekki lýðræðislegt eða líð- andi að tveir stjórnmálamenn af 63 komi saman og ákvarði um framtíð stjórnarráðsins án aðkomu stjórn- ar andstöðunnar. Geir Haarde hefur unnið skemmdarverk á landbúnað- arráðuneytinu með því að taka af því landgræðslu og skógrækt og alla vísindamenn og setja það undir menntamálaráðuneytið.“ - shá Guðni Ágústsson gagnrýndi ríkisstjórnina hart á opnum fundi í Borgarnesi: Vill ný lög um starfsemi banka BORGARNES Í GÆRKVÖLDI Guðni fór mikinn á fyrsta landsbyggðarfundi af fjórum í gærkvöldi. MYND/ SKIPULAGSMÁL Íbúar við Kársnes-, Huldu- og Marbakkabraut í Kópa- vogi hafa ráðið hæstaréttarlög- manninn Sigurð G. Guðjónsson til að gæta hagsmuna sinna gagnvart Kópavogsbæ. Sigurður og forsvarsmenn Betri byggðar á Kársnesi áttu í gær fund með sviðsstjóra skipulagssviðs hjá Kópavogsbæ þar sem áherslum íbúa var komið á framfæri. Eru þeir ósáttir við fyrirhugaða húsagötu við Kársnesbraut sem gerir ráð fyrir að tekið verði af lóðum flestra húsa við sunnan- verða götuna á milli Kársnes- brautar 9 og 51. Húsagötunni er ætlað að mæta aukinni umferð um Kársnesbraut. - gh Íbúar við Kársnesbraut: Sigurður G. til Betri byggðar SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON SKIPULAGSMÁL Í málefnasamningi nýs meirihluta er gert ráð fyrir skipulagningu byggðar í Vatns- mýri þó að ekkert liggi fyrir um framtíðarstaðsetningu Reykja- víkurflugvallar. Reykjavíkurborg hefur ráðið skoska arkitektinn Graeme Massie til að aðstoða við skipulagsvinnu í Vatnsmýrinni en hann er höfundur að vinnings- tillögunni sem farið verður eftir. Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður skipulags- ráðs, hefur sagt að hann vilji flug- völlinn úr Vatns- mýrinni en slíkt er framsóknar- mönnum ekki að skapi. „Við framsókn- armenn höfum verið þeirrar skoðunar að flug- völlurinn eigi að vera annaðhvort í Vatnsmýrinni eða á Lönguskerjum,“ segir Guðni Ágústsson, for- maður Framsókn- arflokksins. „En þó mætti útfæra það með einhverjum hætti til að spara land. En þessari vandræða- legu umræðu um staðsetningu flugvallarins er skaðleg borginni og henni þarf að ljúka sem fyrst og ég treysti Óskari [Bergssyni borg- arfulltrúa] vel til þess að málið verði leitt til lykta fljótt.“ Óskar Bergsson segir að þótt skipulagsvinna í Vatnsmýrinni sé komin á fullt þýði það ekki dauða- dóm fyrir flugvöllinn þar. „Ég hef alltaf sagt að mér finnist mikil- vægast að flugvöllurinn sé í Reykjavík og sem næst miðbæn- um.“ „Ég hef sagt það að Vatnsmýrin sé dýrmætt svæði og mikilvægt fyrir borgina til uppbyggingar,“ segir Júlíus Vífill. „Ég hef einnig sagt það að ég vilji hafa flugvöll- inn hér á höfuðborgarsvæðinu. Nú fer fram rannsókn hvar flugvöll- urinn geti hugsanlega verið ann- ars staðar en í Vatnsmýrinni og ég bíð eftir þeirri niðurstöðu. En við munum vinna þetta mál í góðu samstarfi við okkar samstarfs- flokk og það verður auðvitað ekki afgreitt öðruvísi en að báðum líki.“ Hann efast þó um að endanleg staðsetning flugvallarins ráðist á þessu kjörtímabili. jse@frettabladid.is Eyða verður óvissu um Reykjavíkurflugvöll Skipulagsvinna fyrir Vatnsmýrina er í fullum gangi þó enn sé óráðið hvar flug- völlurinn verði til frambúðar. Formaður Framsóknarflokksins vill binda sem fyrst enda á vandræðalega umræðu um flugvöllinn sem skaðað hefur borgina. JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Formaður Framsóknarflokksins leggur hart að borgar- fulltrúa sínum að niðurstaða um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir sem fyrst. Skipulagsvinna á svæðinu er hafin þrátt fyrir óvissuna og ekki er samhljómur meðal meirihlutaflokkanna. AFSTAÐA FYRRI MEIRIHLUTA TIL FLUGVALLARINS Í VATNSMÝRI ■ Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2006 Ákvörðun um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar tekin á kjörtímabilinu. Skipulag nýrra hverfa – Geldinganes, Úlfarsfell, Örfirisey, Vatnsmýri. ■ Tjarnarkvartettinn svokallaði gerði engan málefnasamning en Dagur B. Eggerts- son segir að þá hafi verið unnið að undirbúningi skipulagsmála á svæðinu. ■ Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og F-lista Reykjavíkurflugvöllur verður sýndur í óbreyttri mynd í aðalskipulagi á meðan rann- sóknir standa yfir vegna nýs flugvallarsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verður tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. ÓSKAR BERGSSON GENGIÐ 25.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 157,0668 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 81,5 81,88 150,72 151,46 120,31 120,99 16,127 16,221 15,164 15,254 12,855 12,931 0,7416 0,746 128,04 128,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.