Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 8
8 26. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR DÝRALÍF „Þeir hefðu aldrei komið skepnunni í sjóinn og svo fóru þeir í fýlu þegar við vorum að segja þeim að þeir gætu drepið sig á þessu,“ segir Ólafur Steinar Björnsson, bóndi á Reyni. Á föstudag kom hann að erlendum ferðamönnum sem reyndu að koma særðum hnýðingi á sjó út þar sem hann lá í fjöruborðinu í Reynisfjöru í Mýrdal. Hann segir að fjöldi ferða- manna hafi verið á svæðinu og undrast Ólafur að enginn leiðsögumaður hafi verið þar til að gera fólkinu grein fyrir þeirri hættu sem það var að leggja sig í. Hnýðingurinn var felldur enda illa særður að sögn Ólafs. - jse Ferðamenn í Reynisfjöru hætt komnir: Ætluðu að bjarga særðum hnýðingi ÓLAFUR MEÐ HNÝÐINGINN Hnýðingurinn var illa særður í fjöruborðinu við Reynisfjöru svo hann var felldur. MYND/JÓN HÖGNI STEFÁNSSON BANDARÍKIN, AP Michelle Obama, eiginkona Baracks Obama, var í aðalhlutverkinu á fyrsta degi landsþings Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í gær. Í kvöld verður kastljósinu beint að Hill- ary Clinton, sem lengi vel barðist harðri baráttu við Obama um útnefningu landsþingsins til for- setaefnis. Clinton hefur lýst eindregnum stuðningi við Obama, en nærri þriðjungur stuðningsmanna henn- ar eiga erfitt með að sætta sig við tapið. Samkvæmt skoðanakönnun, sem dagblaðið USA Today og Gallup birtu í gær, ætla 30 prósent stuðningsmanna hennar annað- hvort að kjósa repúblikanann John McCain, einhvern annan fram- bjóðanda eða skila auðu, þegar gengið verður til forsetakosninga í nóvember. John McCain hefur sjálfur not- fært sér þessa óánægju stuðnings- manna Clinton í auglýsingum, þar sem hamrað er á því hve illa Obama hafi farið með hana í kosn- ingabaráttunni. Clinton vonast þó til að geta sameinað flokkinn á bak við Obama og tryggt sér í leiðinni örugga framtíð innan flokksins. Á morgun ætlar hún formlega að afhenda Obama alla þá kjörmenn sem hún fékk í prófkjörum flokks- ins fyrr á árinu þannig að þeir greiði Obama atkvæði sitt á fimmtudaginn, þegar formleg útnefning forsetaefnis flokksins fer fram. Þann dag verða liðin nákvæm- lega 45 ár frá því Martin Luther King flutti hina frægu ræðu sína: „Ég á mér draum“, þar sem hann lýsti draumum sínum um bjartari framtíð þeldökkra í Bandaríkjun- um. Að hluta til eru þeir draumar að rætast í Obama, sem á góða möguleika á að verða fyrsti for- seti Bandaríkjanna sem ekki er hvítur á hörund. Um helgina dró Obama reyndar aðeins úr væntingum fólks til ræðu sinnar sem hann heldur á fimmtudagskvöld. Hann sagðist enn vera að vinna að henni en erf- itt gæti reynst að slá við öðrum ræðumönnum þingsins. Skoðanakannanir sýna að mun- urinn á þeim Obama og McCain hefur minnkað og sumar sýna jafnvel að McCain hafi náð svo- litlu forskoti. Athyglin sem demókratar fá meðan landsþingið stendur yfir gæti tryggt Obama aukið fylgi á ný en í næstu viku gæti dæmið snúist við aftur þegar repúblikan- ar halda sitt landsþing, þar sem John McCain verður formlega kosinn forsetaframbjóðandi flokksins. gudsteinn@frettabladid.is Margir enn á móti Obama Skoðanakönnun sýnir að nærri þriðjungur stuðn- ingsmanna Hillary Clinton ætlar ekki að kjósa Bar- ack Obama. Formleg útnefning á fimmtudag. Á FERÐ OG FLUGI Barack Obama kemur ekki á landsþingið í Denver fyrr en seint á morgun, eftir að hann hefur lokið fjögurra daga ferðalagi um Wisconsin, Iowa, Missouri og Montana, fjögur ríki sem gætu skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL Spænskunám fyrir níu ára börn hefst á föstudag í barnaskóla Hjallastefnunnar. Hjallastefnan kennir einnig börnunum ensku frá tveggja ára aldri. Þetta var tilkynnt á skólasetningu fyrir helgi. „Ég greini ekki annað en mikla gleði og ánægju meðal foreldra og nemenda með spænskunámið. Með þessu erum við að ala upp raunverulega heimsborgara,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjalla stefn- unnar. Tungumálakennsla Hjalla stefn- unnar fer mestmegnis fram í gegnum leiki, söngva og einföld samskipti, segir Margrét Pála, í stað þess að læra tungumálið utanbókar eftir málfræðireglum. Ástæða þess að spænska var valin fremur en eitthvert annað mál er, að sögn Margrétar, sú staðreynd að spænska er næst- stærsta tungumál veraldar á eftir kínversku. „Svo er hún orðin jafn- stór enskunni í Bandaríkjunum og er heimsmál í Suður-Ameríku. Því töldum við að þetta væri gagnlegt tungumál að læra.“ Barnaskóli Hjallastefnunnar undirbýr nú einnig kynningu á einhverju asísku máli, líklegast kínversku. „Við erum að skoða möguleika á örlítilli kynningu á kínversku fyrir átta og níu ára börnin. Ég tel að Vesturlandabúum væri hollt að byrja að skilja þann menningarheim,“ segir Margrét Pála. - vsp Barnaskóli Hjallastefnunnar með óhefðbundna kennslu fyrir níu ára börn: Spænskunám fyrir börnin NÁTTÚRA Starfsmenn Málningar- þjónustunnar í Höfn í Hornafirði ráku upp stór augu á föstudag þegar þeir sáu risavaxinn snigil á planinu fyrir utan vinnustað þeirra. Samkvæmt fréttavef bæjarins, hornafjordur.is, brugðust þeir skjótt við og hringdu samkvæmt fréttinni „skelfingu lostnir“ í Björn Arnarson, starfsmann Menningarmiðstöðvarinnar, og upplýstu hann um fundinn. Sá upplýsti mennina fljótlega um að þar væri á ferðinni spánarsnigill. Þetta væri í fyrsta sinn sem hans yrði vart í sveitarfélaginu. Sniglategundin fannst fyrst hér á landi 2003. Landnám hans þykja vondar fréttir enda er hann um 7 til 15 sentimetra langur og mikil vá í matjurtagörðum og náttúru. - kdk Plága dreifist um landið: Spánarsnigill kominn í Höfn PAKISTAN, AP Nawas Sharif, fyrrverandi forseti Pakistans, dró í gær stjórnmálaflokk sinn, Múslimabandalagið, út úr stjórnarsamstarfi við Þjóðarflokk Pakistans. Sharif sakar Asir Ali Zardari, leiðtoga Þjóðarflokksins, um að hafa svikið loforð um að fyrrver- andi dómarar við hæstarétt landsins, sem Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti, rak á síðasta ári, fái aftur fyrri stöður sínar í hæstarétti. Sharif sagði þó að flokkur sinn muni ekki reyna að fella stjórn Zardaris, sem hefur boðið sig fram til forseta. - gb Stjórnarslit í Pakistan: Nawas Sharif slítur samstarfi MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR 1. Hver var kostnaður við flug- eldasýningu Orkuveitunnar á menningarnótt í Reykjavík? 2. Hvers konar fegurðarsam- keppni stendur Antonio Rungi fyrir á bloggsíðu sinni? 3. Hvað heitir aðalmarkvörður franska handknattleiksliðsins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ? Áður 134.990 kr., nú 124.990 kr. Verslanir Apple, Kringlunni og Laugavegi 182. Apple IMC/Humac er umboðsaðili Apple á Íslandi. Þú sérð framtíðina í stjörnunum WD Passport flakkari Litlir og nettir, allt að 320 GB. Tilvaldir í öryggisafritun. 14.900 kr. Office: Mac 2008 18.990 kr. Word, Excel og Power Point. Allt sem þú þarft með þér í skólann. Þunn, þægileg og örugg. MacBook er ein af þeim öflugustu. Með 2,1 eða 2,4 GHz Intel Core 2 Duo örgjörva og 1 GB vinnsluminni vinnur hún jafn ljúflega með Mac OS X og Windows. Með skínandi björtum 13,3” hágljáa breiðtjaldsskjá er hún fullkomin fyrir þá sem vilja almennilegan kraft í fallegri, einnar tommu þykkri skólatölvu. 9.490 kr. VMWare Fusion Keyrðu Windows samhliða MacOS án vandræða. ATH: Windows leyfi selt sér.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.