Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 16
16 26. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Útlit er fyrir að hernám Bandaríkjanna í Írak sé bráðum á enda. Ríkisstjórn George W. Bush hefur lagt kapp á að semja við ríkisstjórn Íraks um áframhaldandi herstöðvar en þegar tillögur Bandaríkjastjórnar láku til fjölmiðla í júní vöktu þær mikla reiði, enda fólst í þeim að Írak yrði í raun bandarískt leppríki. Síðan þá hafa málin þróast í aðra átt og stjórnvöld í Bagdad hafa komið á óvart með því að standa fast á sínu. Yfirlýsingar forsetaframbjóðandans Obama um endalok hernámsins 2010 hafa líklega orðið til að greiða fyrir lausn málsins. Stjórn repúblikana vill ekki láta Obama fá heiðurinn af lausn Íraksvandans – þó að hann hafi með ummælum sínum í sumar líklega lagt meira til hennar en nokkur annar bandarískur stjórnmálamaður. Ef svo fer sem nú horfir verður gert samkomulag um endalok hernámsins í tveimur stigum. Í júní 2009 mun bandarískt herlið yfirgefa allar borgir í Írak og láta innlendum her eftir að halda þar uppi lögum og reglu. Þetta er sú tímasetning sem stjórnvöld í Írak miða við því að eftir það mun bandarískt herlið ekki getað valsað um í Írak eftir eigin geðþótta. Bandaríkjaher fer svo alfarinn frá Írak árið 2011 og er sú tímasetning greinilega valin til þess að stjórnin í Washington geti þóst staðfastari en Obama með því að hörfa nokkrum mánuðum síðar frá Írak en hann lagði til. Samkomulagið strandar þó enn á því að bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hermenn þeirra njóti friðhelgi frá íröskum lögum. Hvað tekur við í Írak? Ríkisstjórn Íraks verður nú í fyrsta sinn hið raunverulega yfirvald í landinu frá innrás Bandaríkjanna í mars 2003. Hún er skipuð flokkum sjíta sem vilja stjórna í anda íslam og er mjög í mun að Írak verði ekki bækistöðvar bandarísks innrásarliðs í Íran. Ríkisstjórnin taldi sig þurfa á liðsinni Bandaríkjahers að halda í baráttu sinni við einkaher Muqtada al- Sadr, mehdi-herinn, en þarf þess ekki lengur. Annars vegar er stjórnarherinn orðinn öflugri en áður og telur nú að návist Bandaríkjanna hjálpi honum lítið og sé ekki annað en að vatn á myllu mehdi-hersins – sem hefur jafnan sett baráttu gegn erlenda hernámsliðinu í öndvegi. Hins vegar telur al-Sadr sig eiga aðra kosti en að berjast við stjórnarherinn. Hann á raunhæfa möguleika á að ná völdum í kosningum þar sem hann er vinsæll meðal almennings í Írak. Annað forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í Bagdad er að ráðast til atlögu við skæruliðasveitir sunníta, al- Sahwa, sem hafa verið fjármagn- aðar af Bandaríkjaher til þess að berja á öðrum skæruliðasveitum og „friða“ þannig Írak með hörðu. Vegna hernámsins hefur ríkis- stjórn Íraks ekki haft nein tök á því að uppræta þessi samtök en um leið og hernáminu lýkur verður það sennilega gert með hraði. Jafnframt er trúlegt að hinn raunverulegi leiðtogi stjórnarflokkanna, Abdul-Aziz al- Hakim, verði fljótlega hæst- ráðandi í Írak. Hann hefur hingað til veigrað sér við að taka við stjórnarforystunni svo ekki verði síðar hægt að saka hann um að hafa verið leppur bandaríska hernámsliðsins. Verða glæpamenn sóttir til saka? Ef samkomulag um friðhelgi Bandaríkjamanna í Írak nær fram að ganga er ljóst að hernámsliðið verður ekki sótt til saka í Írak fyrir öll þau mann- dráp, pyntingar og fleiri stríðs- glæpi sem fylgt hafa hernáminu síðan 2003. Á hinn bóginn er það skammgóður vermir fyrir bandarísk stjórnvöld því að ekki virðist vera nein lagaleg fyrirstaða fyrir því að höfðað verði mál gegn þeim fyrir alþjóðlegum stríðsglæpadóm- stóli. Ákæra stríðsglæpadómstólsins á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdans, markar hér ákveðin tímamót þótt hún hafi haft lítil áhrif í raun. Súdan hefur nefnilega, líkt og Bandaríkin, ekki viðurkennt lögsögu stríðs- glæpadómstólsins. Í ljós kemur að saksóknarar dómstólsins telja að lögsaga hans nái eigi að síður til stjórnvalda í Súdan og er það augljóst fordæmi fyrir málsókn gegn George W. Bush fyrir dómstólnum. Enginn vafi er á því að slíkt verður reynt en óvíst um árangurinn. Þrátt fyrir allt eru nefnilega engin alþjóðalög enn þá æðri en hnefarétturinn og mun svo ætíð verða meðan stríðs glæpir Bandaríkjanna liggja óbættir hjá garði. Endalok hernáms SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Írak UMRÆÐAN Haraldur Sturlaugsson skrifar um ríkisstjórnarsamstarfið Ég las í Fréttablaðinu í morgun um blogg virðulegs iðnaðarráðherra og má segja að við lesturinn varð ég verulega hugsi. Hvernig ætlar þessi ríkisstjórn að ná árangri þegar stöðugt er skotið úr launsátri á samherja? Ráðherrann hneykslast mjög á ferð menntamálaráðherra til Kína og telur hana vera í fjölmiðlastríði við forsetafrúna. Þetta lýsir þrennu eins og Jón Baldvin Hannibalsson komst svo oft að orði: Í fyrsta lagi er það svo að „margur heldur mig sig“ og vissulega er Össur landsfrægur fyrir ást sína á sviðsljósinu og tekst þar oft vel upp! Í öðru lagi að Össur hefur greinilega aldrei stundað hópíþróttir en það hefur menntamálaráðherra gert og hún veit að það er eitt sem gildir í þeim efnum: Einn fyrir alla og allir fyrir einn! - Samhug og samstöðu er ólýsanlega gaman að upplifa og þá bæði í blíðu og stríðu! Þessi samhugur getur fleytt mönnum yfir ótrúlegustu hjalla! Í þriðja lagi lýsa þessar fáu línur Össurar að hann er greinilega ekki í liðsheildinni í ríkisstjórninni, stendur ekki með samráðherrum, er tilbúinn til að ætla þeim hégómlegar hvatir. Hvernig getur svo þjóðin treyst því að menn geti siglt í gegnum erfiðar efnahagslægðir með svona óhreinindi í farteskinu? – Hvernig haldið þið að handboltalandsliðinu okkar vegnaði ef þeir væru að blogga á nóttinni hver gegn öðrum, Óli Stef. hneykslaðist t.d. á Loga vegna húðflúrsins eða einhvers svipaðs sem ekki skiptir máli? Össur, hættu nú þessari vitleysu og snúðu þér að liðsheildinni! Ef ríkisstjórnin ætlar að ná árangri verður að vinna saman að sameiginlegum markmiðum og sýna samstarfsfólki sínu lágmarks virðingu. Taktu landsliðsheildina þér til fyrirmyndar – ef þú ætlar að vera áfram með í liðinu! – Össur, við þurfum á þér að halda – í alvöru! Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri á Akranesi. Hættu nú, Össur! HARALDUR STURLAUGSSON Bandaríkjaher fer svo alfar- inn frá Írak árið 2011 og er sú tímasetning greinilega valin til þess að stjórnin í Washington geti þóst staðfastari en Obama með því að hörfa nokkrum mánuðum síðar frá Írak en hann lagði til. Guðni í Borgarfirði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar að ferðast í kringum landið og halda opna fundi í þeim tilgangi að „hitta fólkið í landinu og ræða um hugsjónir og pólitík“. Guðni reið á vaðið í Borgarnesi í gær. Þegar þetta er skrifað eru nokkrar klukkustundir í að hann haldi „sína Borgarnesræðu“. Þar vísar hann í frægar – sumir myndu segja alræmdar – ræður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem hún flutti í Borgarnesi í febrúar og apríl 2003. Í fyrri ræðunni var hugtakið „samráðsstjórnmál“ slegið, en breyttist fljótt í „umræðustjórnmál“. Í seinni ræðunni olli Ingibjörg Sólrún miklu fjaðrafoki þegar hún sakaði Sjálfstæðisflokkinn, undir for- ystu Davíðs Oddssonar, um valdníðslu. Guðni hlýtur að hafa flutt krassandi tölu í gær, fyrst hann fellir hana í flokk með Borgarnesræðum Ingibjargar. Til aðgerða! Hugtakið samráðs- eða umræðu- stjórnmál var sett fram á sínum tíma sem mótvægi við orðið „átakastjórn- mál“, sem Ingibjörg Sólrún sagði Sjálfstæðisflokkinn, núverandi sam- starfsflokk sinn, stunda af kappi. Guðna hefur aftur á móti þótt skorta bæði á samráð og átök hjá núverandi ríkisstjórn, sem hann hefur helst gagnrýnt fyrir ládeyðu og aðgerða- leysi. Spurning hvort tími „aðgerðastjórn- mála“ sé á næsta leiti. Með Guðna í fylkingarbrjósti, vitaskuld. Það læra börnin … Ólafur F. Magnússon segir nú að þeir hefðu rétt fyrir sér sem sögðu að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði blekkt hann til samstarfs. Sjálfstæðismenn neita að hafa beitt slíkum bellibrögðum, samstarfið við Ólaf hafi einfaldlega verið komið í þrot. Hér verður því ekki haldið fram að sjálfstæðismenn séu svo innrættir að þeir gabbi fólk í meirihlutasamstarf. En máli sínu til stuðnings gæti Ólafur vísað í sunnu- dagsviðtal Morgunblaðsins við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra og eldri systur hennar, Guðfinnu, undir fyrirsögninni: „Plataði litlu systur sína“. Lengi býr jú að fyrstu gerð. bergsteinn@frettabladid.is Auglýsendur athugið! Yfirburðir Fréttablaðsins umfram bæði Morgunblaðið og 24 stundir eru mjög miklir í nánast öllum aldurshópum. Hvar er þín auglýsing? Fréttablaðið tryggir þér aðgang að rúmlega 45 þúsund fleiri lesendum en Morgunblaðið og rúmlega 25 þúsund fleiri lesendum en 24 stundir í aldurshópnum 18-49 skv. nýjustu könnun Capacent. Fréttablaðið Morgunblaðið 24 stundir 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 12–14 ára 15–19 ára 20–24 ára 25–29 ára 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–64 ára 65–69 ára 70–74 ára 75–79 ára Allt sem þú þarft... ...alla daga E nn er tekinn við nýr meirihluti í Reykjavík, sá fjórði á kjörtímabilinu. Í hvert sinn sem nýr meirihluti hefur tekið við í borg- inni það sem af er kjörtímabilinu hefur verið beðið með eftirvæntingu eftir stefnu í nokkrum umdeildum málum. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýri er eitt þeirra. Staðsetning flugvallarins er enda flókið mál. Sjónarmiðin sem taka verður tillit til eru mörg. Aðdragandi að flutningi flugvallar er langur og uppbygging flugvallar á nýjum stað afar kostnaðarsamur. Brýnt er því að þeir sem með völd fara hafi skýra sýn í þessu máli og horfi fram í tímann, ár og ára- tugi. Eitt af því sem kjósendur vildu fá svar við í aðdraganda síð- ustu borgarstjórnarkosninga var afstaðan í flugvallarmálinu. Sumir frambjóðendur höfðu skýra stefnu, aðrir ekki. Ljóst var strax að stefna í flugvallarmálinu gekk þvert á flokkslínur. Lítil framvinda varð í tíð meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, hinum fyrri. Í tíð hundrað daga meirihlut- ans var samkeppni um skipulag í Vatnsmýri ýtt úr vör en þegar verðlaunatillögur lágu fyrir var tekinn við nýr meirihluti, sjálf- stæðismanna og Ólafs F., sá sem sameinaðist um að flugvöllur- inn yrði ekki fluttur á þessu kjörtímabili. Nú er fjórði meirihlutinn tekinn við. Stefna borgarstjórans og formanns skipulagsráðs liggur fyrir. Þau vilja flugvöllinn úr Vatnsmýri en samstarfsflokkurinn er tregur í taumi, rétt eins og Ólafur F. Í málefnasamningi meirihluta sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna er farin sú sérkennilega málamyndunarleið að gera ráð fyrir að skipuleggja byggð upp að flugvellinum í Vatnsmýri. Fram hefur komið að höfundur vinningstillögunnar að skipulagi Vatnsmýrar hefur verið ráðinn til að aðstoða við þá skipulagsvinnu sem nú á að fara í hönd og á að byggja á vinningstillögunni. Í þeirri tillögu er, eins og menn muna, ekki gert ráð fyrir að byggð verði AÐ flugvellinum heldur að flug- völlurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Það er því ljóst að nýi meiri- hlutinn dansar enn í kringum flugvallarmálið án þess að hafa afl til að klára það. Formaður skipulagsráðs viðurkennir að ólíklegt sé að endan leg niðurstaða fáist á þessu kjörtímabili og framsóknar- fulltrúinn í nýja meirihlutanum segir að þó að skipulagsvinna í Vatnsmýri sé komin á fullt sé það ekki dauðadómur yfir flug- vellinum. Er von að spurt sé hver stefna meirihlutans sé í flugvallar- málinu? Þegar hér er komið sögu væri kannski hreinlegra að þeir sem stýra borginni viðurkenndu vanmátt sinn gagnvart flug- vallarmálinu. Því sé það svo að stjórnmálamenn í Reykjavík skorti þrek til að klára þetta mál er hreinlegra að ákveða bara að flugvöllurinn verði um kyrrt og vinna í samræmi við það. Betra væri þó að fulltrúarnir stæðu við sannfæringu sína og tækju til við að undirbúa flutning flugvallarins úr Vatnsmýri á markvissan hátt. Fluvallarmálið er enn í uppnámi í Reykjavík: Lýst eftir stefnu í flugvallarmálinu STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.