Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 24
● lh hestar 26. ÁGÚST 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Danir náðu góðum árangri á Norðurlandamót- inu í hestaíþróttum. Þeir áttu þrjá knapa í úrslit- um í fimmgangi, fljótasta 100 m vekringinn og þann næstfljótasta í 250 m skeiði. Rasmus Møller Jensen, Danmörku, á Svip frá Upp- sölum varð Norðurlandameistari í fimmgangi. Fredrik Rydström á Króki frá Efri-Rauðalæk varð þriðji og Dennis Hedobo Johansen á Alberti frá Strandarhöfði fjórði. Reiðmennska þessara þriggja var mjög góð, sérstaklega í forkeppninni. Greinilegt er að þeir leggja meiri áherslu á hin klassísku þrep en við eigum að venjast í þjálfun alhliða hesta hér heima. Góðar og yfirvegaðar niðurhægingar á skeiði voru athyglisverðar. Tania Höjvang Olsen á Sólon frá Strö kom á óvart þegar hún skaust fram fyrir keppinauta sína í 100 m skeiði á 7,52 sekúndum. Annar skeiðhestur í danska liðinu náði góðum árangri. Það er Galsasonurinn Skyggnir frá Stóru-Ökrum, sem varð annar í 250 m skeiði, þriðji í 100 m skeiði og þriðji í gæðinga- skeiði. Knapi á honum var Malu Logan. Þessir hest- ar eru tiltölulega nýir á keppnisbrautinni og knapar þeirra eiga góða möguleika á að láta að sér kveða á HM2009 í Sviss. Þjálfari danska liðsins fyrir Norður- landamótið var Atli Guðmundsson. Danir sækja í sig veðrið Teitur Árnason er einn af ungu knöpunum sem eru að gera það gott í dag. Hann er sexfaldur Íslandsmeistari unglinga frá í sumar og er einnig á fullu í skeiðkappreið- um og varð stigahæstur knapa á Skeiðleikum Skeiðfélagsins fyrir skemmstu. Teitur er svo heppinn að eiga fjölskyldu sem er á kafi í hesta- mennskunni. Foreldrar hans, Árni S. Guðmundsson og Anna Sigurðar- dóttir, ríða bæði út og taka þátt í félagsstarfinu í Fáki af fullum krafti. Yngri systir hans, Agnes Hekla, er einnig með hestabakter- íuna á háu stigi. „Við byrjuðum í hestum aftur árið 2001 eftir fimmtán ára hlé,“ segja þau Árni og Anna. Við vorum með hesta í Fjárborginni með Jóni Alberti Sigurbjörnssyni og hans fjölskyldu í mörg ár. Eldri börnin okkar fengu ekki hestabakteríuna, en þau Teitur og Agnes Hekla eru mjög áhugasöm. Við hjónin ríðum út á gamla mátann og erum í félags- málunum. Krakkarnir sjá ekk- ert nema keppnishesta og þjálf- un. Þetta er hvort tveggja mjög skemmtilegt. Virkilega gaman að taka þátt í þessu með þeim.“ AÐ ÞJÁLFA HEST OG BÆTA HANN „Það er keppnin sem á hug minn allan,“ segir Teitur. „Þar er áskor- unin; að taka við nýjum hesti, brjóta hann til mergjar, þjálfa hann og bæta. Þjálfunin er jafn- vel það skemmtilegasta. Keppnin sjálf er lokaprófið á það hvernig til hefur tekist. Ég hef verið mjög heppinn með kennara. Vann í reið- skólanum hjá Tómasi Ragnarssyni þegar ég var polli. Vann síðan í tvö sumur hjá Hinriki Bragasyni á Árbakka og er búinn að vera í tvö sumur hjá Sigurði Sigurðarsyni á Þjóðólfshaga. Þetta eru keppnis- menn og reiðmenn af lífi og sál.“ Árni og Anna eru sammála því að það sé fyrst og fremst þjálfunin og reiðmennskan sem ráði úrslit- um um árangurinn. „Þú verður auðvitað að vera á góðum hesti ef þú ætlar að ná árangri, það vita allir. En það er misskilningur að það sé hægt að kaupa sér verðlaunapeninga með því að kaupa góða hesta. Það eru margir búnir að prófa það og flest- ir hafa farið flatt á því. Það dugar kannski í eitt eða tvö skipti, en ef viðkomandi knapi er ekki reið- maður og hefur ekki í sér eljuna og dugnaðinn til að þjálfa hestinn, þá er það fljótt að fjara út.“ NORÐURLANDAMÓTIN GÓÐUR SKÓLI Teitur tók þótt í sínu öðru Norður- landamóti í sumar. Skiptar skoðan- ir eru um það hvort unglingar og ungmenni eigi að taka þátt í stór- mótum erlendis. Teitur er alveg viss í sinni sök hvað það varðar. „Það er góður skóli að taka þátt í stóru móti eins og Norðurlanda- móti og fyrir mitt leyti á þátttaka hinna yngri fullan rétt á sér. Allir sem kynnast því af eigin raun gera sér ljóst hvað slík reynsla hefur mikla þýðingu fyrir unga knapa. Þarna ertu í mun agaðra umhverfi en þú átt að venjast hér heima. Þeir eru til dæmis mjög strangir hvað varðar reiðtygin og heilbrigði hrossanna. Það má ekki vera rispa á hestinum, þá er hann dæmdur úr leik. Það er líka mjög þroskandi að vera hluti af hópi eins og landsliðinu. Það reynir á, þótt það sé fyrst og fremst mjög skemmtilegt,“ segir Teitur. MEGUM EKKI LOKA HLIÐUM Árni hefur ákveðnar skoðanir á flokkaskiptingunni og telur að ungir og efnilegir knapar eigi að hafa tækifæri á að keppa upp fyrir sig líkt og í mörgum öðrum íþrótta- greinum. „Fleiri keppnisflokkar eru af hinu góða. Það sýnir reynslan. Ungmennaflokkurinn á fullan rétt á sér og hefur án efa orðið til þess að fleiri haldast inni í íþróttinni. Við megum hins vegar ekki loka öllum hliðum. Það er ekki svo langt síðan að fólk á aldrinum sautján til tuttugu og eins árs var talið til full- orðinna. Ég vil halda þeim mögu- leika opnum að knapar í ungmenna- flokki geti keppt upp fyrir sig ef þeir vilja spreyta sig. Tómas Ragn- arsson og Sigurður Matthíasson voru ekki nema sextán ára þegar þeir kepptu á sínu fyrsta heims- meistaramóti og náðu frábærum árangri. Ég held að þeir hafi vaxið af þeirri reynslu,“ segir Árni. Keppnismaður af lífi og sál Í hestamennsku af lífi og sál. Agnes Hekla, Teitur, Árni og Anna. Hesturinn heitir Hvinur frá Egilsstaðakoti. MYND/JENS EINARSSON Þrír Danir á verðlaunapalli í fimmgangi. Eyjólfur Þorsteinsson, Íslandi, varð í öðru sæti. MYND/JENS EINARSSON Fyrsta Norðurlandamótið í hesta- íþróttum var haldið í Danmörku árið 1976. Félag tamningamanna var þá í blóma og nokkrir félags- menn lögðu land undir fót og tóku þátt í mótinu. Aðalsteinn Aðal- steinsson vann silfur í tölti á Faxa frá Stokkhólma, brons í fimmgangi á Fjölni frá Dýrfinnustöðum og gull í skeiði á sama hesti. Benedikt Líndal vann silfur í fimmgangi á Eldjárni frá Danmörku og silfur í skeiði á sama hesti. Trausti Þór Guðmunds- son vann gull í fimikeppni og Eyj- ólfur Ísólfsson vann silfur í parareið og fjórða sæti í fjórgangi. Dómari fyrir Íslands hönd var Viðar Halldórs- son og ritari var Þorvaldur Ágústs- son. Þessir aðilar tóku þátt í mótinu á eigin spýtur. Fyrsta Norðurlandamótið sem verulegt bragð var að var hald- ið í Larvik í Noregi árið 1984. Fram að því höfðu Norðurlandamótin verið smámót sem menn gáfu lít- inn gaum. Norðmenn héldu heims- meistaramót á sama stað þrem- ur árum áður. Þá varð Unn Krog- en heimsmeistari í tölti og fjórgangi á Seifi frá Kirkjubæ. Það var hins vegar ekki fyrr en í Vilhelmsborg í Danmörku 1990 að Íslendingar tóku þátt í Norðurlandamóti með formlegum hætti. Sigurbjörn Bárð- arson var landsliðseinvaldur. Í liðinu voru: Unn Krogen, Guðmundur Ein- arsson, Jón Steinbjörnsson, Finn- bogi Gunnlaugsson, Styrmir Snorra- son og Einar Öder Magnússon, sem var liðsstjóri. Einar Öder Magnússon er sá Íslend- ingur sem hefur verið hvað atkvæð- a mestur á Norðurlandamótum. Hann sópaði til sín verðlaunum á NM1990 og NM1992 á hestunum Hlyni frá Sötöfte og Darra frá Kamp- holti. Hann varð samanlagður Norð- urlandameistari í bæði skiptin. Einar hefur fært sig úr hnakknum á aðrar slóðir með árunum. Hann hefur oft og einatt verið aðstoðarliðsstjóri á heimsmeistaramótum, en var aðal- liðsstjóri á NM2008 í Seljord. Líkt og á heimsmeistaramótum hefur flokki ungmenna verið bætt í keppn- ina á Norðurlanda mótum. Einnig er keppt í unglingaflokki. Norður- landamótin hafa skipað sér sess og þykja mjög ákjósanleg til að byggja upp liðsanda og þjálfa knapa fyrir átök heimsmeistaramótanna. Hafrar & bygg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.