Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 26
● lh hestar 26. ÁGÚST 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Reiðmennska er íþrótt. Áhuginn fyrir þeirri íþrótt eykst stöðugt. Það er í rauninni ekkert skrýtið. Hestamennskan býður upp á svo margt, hvort sem um er að ræða keppni, útreiðar eða ferðalög: Samveru með lifandi dýrum, útivist, og það verðuga verkefni að ná valdi yfir hestinum og kunna að annast hann. Allt krefst þetta þess að reiðmaðurinn búi yfir kunnáttu. Sú kunnátta kemur ekki af sjálfu sér. Hún er vandasöm og dýrmæt. Á keppnistímabilinu sem nú er að ljúka komu fram margir snjallir hestar og knapar. Við birtum hér lítið sýnishorn. Myndirnar tók Jens Einarsson. Svipmyndir frá liðnu sumri 1. Sproti frá Sjávarborg er tvímælalaust einn best tamdi og þjálfaði íslenski skeið- hesturinn um þessar mundir. Eigandi hans og knapi er Guðmundur Einarsson, sem er búsettur í Svíþjóð. MYND/JENS EINARSSON 2. Liðsstjórar íslenska landsliðsins á NM2008 voru þeir Einar Öder Magnússon og Hinrik Bragason. Hér fara þeir keikir fyrir íslenska liðinu við setningu mótsins. 3. Fredrik Rydström á Króki frá Efri-Rauðalæk keppti fyrir Dan- mörku á NM2008. Hann er sænskur en giftur Malu Logan, sem einnig var í danska liðinu. Góður knapi á vel þjálfuðum hesti. 4. Gola frá Þjórsárbakka vakti mikla athygli á Íslandsmótinu 2008 í Reykjavík. Keppandi á henni var Lena Zielinski. Hún varð efst í fjórgangi í fyrsta flokki. Gola er undan Andvara frá Ey og Eldingu frá Hóli, Hrynjandadóttur frá Hrepphólum. 5. Góðir knapar í hópi kvenna. Silvía Sigurbjörnsdóttir og Birna Káradóttir ríða til úrslita á Íslandsmóti. 6. Rasmus Møller Jensen, Danmörku, á Svip frá Uppsölum, er Norðurlanda- meistari í fimmgangi fullorðinna. Svipur er frábær gæðingur undan Gusti frá Hóli, viljugur og þjáll eins og pabbinn. 7. Karl Wernersson, kaupsýslu- og athafnamaður, kom inn í hestamennsk- una á Íslandi með trukki á síðastliðnu ári. Hér veitir hann Reyni Erni Pálmasyni verðlaun á Íslandsmóti fyrir sigur í slak- taumatölti meistara. 8. Nákvæm dýralæknaskoðun fer fram á stórmótum íslenskra hesta í útlönd- um. Einar Öder liðsstjóri fylgist með af nákvæmni. 9. Snorri Dal kom á óvart á Íslandsmót- inu í hestaíþróttum með hestinn Odd frá Hvolsvelli. Fortíð hestsins er hulin móðu. Hann var lengi viðsjáll, gekk manna á millum í hestakaupum. Snorri varð Íslandsmeistari í fjórgangi á Oddi. 10. Stóðhesturinn Lúðvík frá Feti stóð sig með mikilli prýði á Íslandsmót- inu. Knapi ársins frá í fyrra, Þórarinn Eymundsson, varð annar á honum í fimmgangi meistara. 11. Hekla Katarína Kristinsdóttir varð efst í tölti ungmenna á NM2008 eftir langa og harða keppni í ausandi rigningu. Edda Hrund Hinriksdóttir varð þriðja. Á milli þeirra er norska stúlkan Tina Kalmo Pedersen á Hrefnu frá Ebru. 12. Sara Sigurbjörnsdóttir er bráðefnilegur knapi með frábæra ásetu. Hún stóð sig vel á Íslandsmótinu í hestaíþróttum og varð meðal annars efst í fjórgangi í sínum flokki. seisei.is Vefur um hestamennsku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.