Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 2008 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 26. ágúst ➜ Tónlist Jazzhátíð Reykjavíkur 2008 18.00 Agnar Már, Bill Stewart og Ben Street. Vonarsalur SÁÁ, Efstaleiti 7. 20.00 Setning hátíðar. Haukur Gröndal og hljómsveit Oliviers Manoury. Iðnó. 22.00 Agnar Már, Bill Stewart og Ben Street. Vonarsalur SÁÁ, Efstaleiti 7. 22.00 K-Tríó. Iðnó/uppi. 23.00 Bítbox Glaumbar. Hátíðin stendur til 30. ágúst, nánari upplýsingar er að finna á www. jazz.is. ➜ Viðburður 20.00 Fegurð málsins – 1988 Í Norræna húsinu munu rithöfund- arnir Halldór Guðmundsson og Thor Vilhjálmsson fara yfir bókmennta- viðburði. Tómas R. Einarsson og félagar ásamt Ragnheiði Gröndal flytja tón- list. Kynnir: Einar Kárason rithöf- undur. Norræna húsið fagnar 40 ára afmæli og er þessi viðburður hluti af afmælis- dagskrá. ➜ Myndlist - Síðasti séns Flökt Samsýningu Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur í austur- og vestur- sal jarðhæðar hjá Start Art, lýkur á morgun. Start Art, listamannahús, Laugavegi 12b. ➜ Tónlist 20.00 Einleiksfantasíur G.P. Telemann Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, halda tónleika í völdum Næstu dægrin bylur djassinn. Djasshátíð byrjar með fimm samkomum og tónleikum í kvöld og stendur óslitið fram á sunnudag. Mikill fjöldi tónleika er á dagskránni og vantar ekki fjölbreytnina. Boðið er upp á margvísleg kjör á miðum næstu daga og geta áhugasamir kynnt sér dagskrána í heild á vef hátíðarinnar: www.jazz.is/ festival. Svo margir viðburðir eru í boði að best er að skoða dagskrána í heild á vefnum. Það verða Agnar Már og félagar sem hefja hátíðina í dag kl. 18 í sal SÁÁ í Efstaleiti. Hann treður aftur upp kl. 22 í kvöld með sama prógram sem þá verður hljóðritað. Fyrsti diskur hans, Láð, vakti mikla athygli og hann tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Með honum leika þeir Bill Stewart á trommur og Ben Street á bassa. Agnar fékk margvíslegan heiður fyrir fyrsta diskinn sinn. Setningin er síðan kl. 20 í Iðnó. Þar koma fram Haukur Gröndal og hljómsveit Olivers Manoury. Klukkustund síðar er tríó þriggja ungra spilara, K tríó, með tónleika þar en það skipa þeir Kristján Martinsson á píanó, Pétur Sigurðsson bassi og Magnús Tryggvason Elíassen á trommur. Þaðan má svo halda á Glaumbar þar sem Sammi í Jagúar hefur rekið Bítbox, klúbb fyrir rythmíska tónlist af öllu tagi. Menn taka daginn snemma á morgun en þá verða tónleikar í Ingólfsnausti kl. 12.15. Frítt er inn á þá eins og opnunina í Iðnó í kvöld. Djasshátíðin er nú haldin í nítjánda sinn. Helstu styrktaraðilar hennar eru FÍH og Reykjavíkurborg. Tónleikar verða á nokkrum stöðum í borg- inni: í Iðnó, Fríkirkjunni, Háskóla- bíói og á Nasa við Austurvöll, í Vonarsalnum, Norræna húsinu og Rúbín í Öskjuhlíð. - pbb Reykjavík Jazz 2008 hefst í kvöld TÓNLIST Agnar Már er með tvenna tón- leika í Vonarsalnum í Efstaleiti og verða þeir fyrri kl. 18 en seinni kl. 22. Stafsetningarorðabókin er nú komin út í handhægu og þægilegu kiljubroti. Í Stafsetningarorðabókinni eru ríflega 65.000 flettiorð og að auki um 8.000 undirflettiorð. Í bókinni er allur almennur orðaforði málsins, auk fjölda mannanafna, örnefna, ríkja- og þjóðaheita og orðaforða úr helstu fræðigreinum. Notendur geta fundið beygingar orða, séð notkunardæmi, ýmis algeng orðatiltæki og dæmi um rétta orðnotkun. Ítarlegar ritreglur fylgja, settar fram á aðgengilegan hátt með fjölda dæma. Frá útkomu bókarinnar hefur hún notið fádæma vinsælda enda nauðsynlegt uppflettirit við alla textagerð. Stafsetningarorðabókin er hin opinbera réttritunarorðabók um íslensku. Bókin var samin í Íslenskri málstöð í umboði Íslenskrar málnefndar. Stafsetningarorðabókin er 736 bls. Ritstjóri verksins er Dóra Hafsteinsdóttir. Bókin er gefin út af Máli og menningu í samvinnu við Íslenska málnefnd. Barnaorðabók, ensk-íslensk íslensk-ensk, er ný glæsileg orðabók fyrir yngstu enskunemendurna. Hún er ríkulega myndskreytt og hefur að geyma allt sem börn þurfa í upphafi tungumálanáms, hvort sem er heima eða í skólanum. Sérstaklega sniðin að þörfum 8-10 ára barna. Hún er samin af reyndum kennurum fyrir byrjendur í enskunámi og er með ríflega 2.600 uppflettiorð með fjölmörgum dæmum. Hún er skreytt fjölda líflegra teikninga. Barnaorðabókin var upphaflega gefin út hjá Gyldendal í Danmörku 2006. Nanna Rögnvaldardóttir þýðir. Bókin er 191 bls. og kemur út hjá Máli og menningu. NÝJAR BÆKURkirkjum víðs vegar um landið. Í kvöld verða þær í Ísafjarðarkirkju. ➜ Tónlist 20.30 Íslenski saxófónkvart- ettinn heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi. ➜ Stuttmyndir Reykjavík Shots&Docs Heimildar- og stuttmyndahátíð í Austurbæ, Snorrabraut 37. 15.00 Íslenskar heimildamyndir 17.00 Óskarsverðlaunamynd 19.00 Shakespeare and Victor Hugo‘s Intimacies 21.00 To Die in Jerusalem 23.00 Íslenskar stuttmyndir Miðasala opnar kl. 14.30. Nánari upp- lýsingar á http://www.shortdocs.info ➜ Myndlist Karólína Lárusdóttir sýnir 15 ný olíumálverk í Galler Turpentine, Ingólfsstræti 5. Sýningin ber yfir- skriftina „Í leit að himnaríki“. ➜ Myndlist Sjóndeildarhringir Málverk eftir Bjarna Sigurbjörnsson og högg- myndir eftir Svövu Björnsdóttur, og Kristinn E. Hrafnsson. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Sýningin stendur til 21. september. ➜ Myndlist Sigga Björg Sigurðardóttir sýnir í 101 Gallery, Hverfisgötu 18 a. Sýningin stendur til 5. október. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.