Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 38
22 26. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is „Þetta hefur heldur betur gengið vel,“ segir Heimir Hermannsson, framkvæmdastjóri Ölgerðar Reykjavíkur, en nýi bjórinn þeirra, Gullfoss, seldist upp í síðustu viku. „Fyrsta bruggunin kláraðist á fimmtudaginn, en önnur bruggun á að koma núna á fimmtudag,“ útskýrir Heimir. Gullfoss er hágæðabjór, framleiddur í Bruggsmiðjunni á Árskógssandi. Bjórinn er fersk vara og inniheldur engin rotvarnarefni. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við honum. Ég setti upp einfalda heimasíðu og hvatti fólk til að senda mér tölvupóst með umsögnum um bjórinn. Ég hef fengið þvílíkt magn af pósti og alla mjög jákvæða. Síminn hefur heldur ekki stoppað, það er mikið af fólki sem vill kaupa bjórinn í brúðkaup, til dæmis. Við erum greinilega sparibjórinn í brúðkaupin,“ segir Heimir og hlær við. Hann hefur nú þegar pantað fleiri gerjunartanka svo hægt verði að brugga allt að fjórum sinnum meira af Gullfossi í einu og því ljóst að kreppan hefur lítil áhrif á bjórdrykkju landans. Ölgerð Reykjavíkur áformar einnig að setja á markað nýjan bjór fyrir jólin. „Við myndum þá brugga frá grunni nýjan bjór sem færi vel með jólamatnum, reykta kjötinu og þessu öllu,“ segir Heimir, sem lætur ekki staðar numið við að eiga brúðkaupsbjór landsmanna. „Við verðum bara með allar hátíðir,“ segir hann. - sun Gullfoss vinsæll í brúðkaup FRÁBÆR ÁRANGUR Heimir Hermannsson er að vonum ánægður með viðtökur við Gullfossi en fyrsta bruggun hans er nú uppseld. > VISSIR ÞÚ … að Kirsten Dunst er ofboðslega hrædd við það að syngja fyrir framan fólk? „Ég hef það ekki í mér. Ég get alveg sungið ef ég er ein í stúd- íói, en ég gæti það aldrei á sviði, svo mikið er víst.“ Söngur Dunst í Spiderman var einmitt tekinn upp í einrúmi. „Miðasalan er farin af stað á net- inu og gengur mjög vel,“ segir Stefán Baldursson óperustjóri um verkin Cavalleria Rusticana og Pagliacci sem verða sýnd í Íslensku óperunni í haust með Kristján Jóhannsson og Jóhann Friðgeir Valdimarsson í aðalhlut- verkum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Kristján stígur á svið í Íslensku óperunni, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. „Við erum búin að selja nokkur hund- ruð miða á einhverjum fjórum til fimm dögum. Þetta fer mjög vel af stað af því að við höfum í rauninni ekki auglýst þetta mikið,“ segir Stefán og bætir því við að æfingar hafi gengið mjög vel. Kristján og Jóhann Friðgeir munu skipta með sér hlutverkum Canio og Turriddu í sýningunum, sem verða átta talsins. Almenn miðasala hefst næstkomandi laug- ardag og verður hægt að kaupa miða fram að frumsýningardegin- um, 19. september. - fb Kristján dregur að MÆTTUR Í ÓPERUNA Kristján Jóhanns- son fyrir utan Íslensku óperuna þar sem hann kemur fram í fyrsta skipti 19. september. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Angelina Jolie og Brad Pitt eru sögð ólm í að falla inn í hópinn í Brignol, Frakklandi, þar sem þau keyptu kastala nýlega. Stjörnu- parið og barnahópur þeirra býr nálægt Johnny Depp og konu hans, Vanessu Paradis, en þau eiga sína eigin vínekru norðan við St. Trop- ez. Heimildarmaður Daily Express sagði þau vilja festa rætur í þorp- inu og verða eins og heimamenn. Þau vilji vera eins og Johnny og Vanessa og lifa rólyndislífi. Til þess að falla inn í hópinn hafa þau ákveðið að halda risa- partí fyrir nágranna sína. Á bæjar- stjórinn að hafa hvatt þau til þess, þar sem það sé hefð fyrir því að aðkomufólk haldi kokteilboð fyrir alla sem búa í þorpinu. Það verður þó seint sagt að parið sé hefð- bundnir nágrannar og má jafnvel ætla að bæjarstjórinn sé örlítill tækifærissinni. Brangelina heldur partí í Frakklandi VILJA FALLA INN Brad og Angelina bjóða heim til að ganga í augun á nágrönnun- um. NORDICPHOTOS/GETTYA u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.