Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Þegar ég var ungur drengur átti ég oft erfitt með að skilja full- orðna fólkið sem virtist gefa hinum skemmtilegu hlutum lífs- ins lítið vægi. Ávallt fannst mér það helst hneigt til fábreytni svo maður varð að láta yfir sig ganga að borða soðna ýsu þrisvar til fjór- um sinnum í viku meðan góðgæti eins og hamborgarar voru afar fátíðir. Síðan var jóladagur aðeins einu sinni á ári en mánudagur sem allir bölvuðu var hins vegar í hverri einustu viku. SMÁTT og smátt fór ég að skilja það sem á bak við naumhyggju fullorðna fólksins bjó og um leið að sætta mig við hana. En svo líða árin og maður stendur frammi fyrir öðru yfirvaldi sem engin leið er að skilja né sætta sig við. MÉR er þetta hugleikið nú þar sem ég var að koma frá Bíldudal, um 400 kílómetrum frá biðlistum, umferðaröngþveiti, borgar stjórn- ar hneisum og stressi. Það gladdi mig að sjá þar börn og unglinga sem er ekki ekið úrvinda milli stofnana heldur fara þau sjálf leið- ar sinnar gangandi í góðra vina hópi. Þau fá meira að segja tæki- færi til að hitta eldra fólk, spjalla við það eða fylgjast með því vinna. Þar þekkjast allir og taka tal saman þegar þeir mætast, stoppa jafnvel bílana úti á miðri götu meðan þeir spjalla. Þar kemst eng- inn upp með að vera afskiptaleys- ið uppmálað eða dropi í mannhafi sem vill gleyma því að hann skipt- ir máli. ÞAÐ er vissulega rifist um skipu- lagsmál í þessu þorpi jafnvel þótt allt slíkt virðist hjóm eitt innan um fegurð fjallanna sem umkring- ir dalinn. EN þrátt fyrir þau lífsgæði sem fólkið nýtur þarna er nokkur hryggð yfir mannskapnum um þessar mundir. Því þótt enginn hafi verulegan áhuga á því að flytja suður þá mun samt sem áður koma að því fyrr eða síðar. Spurn- ingin um það hver verði næstur til að þynnast út í margmenninu fyrir sunnan hangir eins og mara yfir þorpinu. Sumir giska á að Jón á Hóli verði næstur en aðrir segja sparisjóðsútibúið. MÉR er svo sem engin vorkunn að hafa alist upp við fábreytilegt mataræði og helgihald; en guð hjálpi komandi kynslóðum í borg- ríkinu sem er í uppsiglingu. Þar verður alvöru fábreytni. Frá Bíldó til borgríkis 5.53 13.29 21.03 5.31 13.14 20.55 Í dag er þriðjudagurinn 26. ágúst, 239. dagur ársins. JAZZINN Í BORGINNI! 26.-30. ÁGÚST Selva Val Gardena er lítið fjallaþorp í Dólómítafjallgarðinum, einu besta og vinsælasta skíðasvæði heims. Svæðið er einkar sólríkt og skýrt útsýnið yfir snævi þakta Alpana gleymist seint. Frá Selva hafa ferðamenn beinan aðgang að stærsta skíðasvæði heims, 450 lyftur og rúmlega 1000 km af skíðabrautum, flestar tengdar saman í samfellda skíðaparadís. Öll möguleg þægindi finnast í Selva. Fjöldi „après"-skíðastaða býður ilmandi kaffi og heitt súkkulaði, heimilislegir veitingastaðir reiða fram ítalska rétti - lúnir skíðamenn geta hlakkað til dagsloka. Skíðalyfturnar úr bænum eru í göngufæri frá öllum hótelum Úrvals-Útsýnar. Við fljúgum með Icelandair til Ítalíu, sem gefur ferðamönnum kost á Saga Class-sætum og öllum þeim fríðindum sem því fylgja. Sannarlega toppurinn á tilverunni! Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Verðdæmi: 123.900,- Verðdæmi: 162.470,- Staðsett rétt við Ciampinoi-skíðabrekkuna, æfingarbrekkuna og skíðaskólann. Hótelið er miðsvæðis í bænum en jafnframt ríkir þar þögul kyrrð. Skíðabrekkurnar renna beint að hótelinu sjálfu og inn í hlýjuna. Fallegt hótel í Alpastíl skreytt með útskurði heimamanna. Persónuleg þjónusta og snyrtimennska einkenna hótelið, sem stendur neðst við eina af skíðabrekkum Selva. Hægt að renna sér að hótelinu. Á mann í tvíbýli m.v. brottför 24. janúar. Vikuferð með morgunverði. Á mann í tvíbýli m.v. brottför 24. janúar. Vikuferð með hálfu fæði. Ódýrustu sætin bókast fyrst! Hótel Garni Miara Hótel Somont Selva Val Gardena Toppurinn á Ölpunum ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Bókunarsíminn er opinn til kl. 19 alla virka daga og frá kl. 10–14 á laugardögum WWW.ICELANDAIR.IS Jólaferð: 20. des. í 7 eða 14 nætur Áramót: 27. des. í 7 nætur 3. janúar í 11 nætur 14. janúar í 10 nætur Vikulegt flug frá 24. janúar til 7. mars

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.