Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2008 — 232. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG HAFDÍS SIGMARSDÓTTIR Á sjö tinda, kringum sjö vötn og í sjö skóga • ferðir • bílar • Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GÍRAFFAR eru algengir í Austur-Afríku og eru friðaðir þar. Mynstrið á feldi gíraffanna er einstaklingsbundið eins og fingraför manna og þeir þekkjast á því. Eins og flest önnur hryggdýr hafa gíraffar sjö hryggjarliði í hálsi þrátt fyrir að langur hálsinn virðist gefa til kynna miklu hærri tölu. „Það var í kennaraverkfalli 2006 að við kennarar í Hvaleyrarskóla hittumst til að labba saman, til að halda hópinn og í móralinn,“ segir Hafdís Sigmarsdóttir kennari, semsmitaðist af ö allir geti fótað sig og þegar fólk kemst á bragðið vill það helst ekki missa úr. Við notum sama kerfi á fullorðna og börn; hvat ilí i Garðabæ sem sérstakur útivistar- áfangi og verður það vonandi b junin á h i Léttfætt í göngurnar sjöUndanfarin ár hefur hin heilaga tala verið vinsæl þegar kemur að markmiðum útivistarfólks, ekki síst fjallgöngumanna. Nú er sjöan enn viðmiðun þegar land er lagt undir fót, en í mun víðara samhengi. Hafdís Sigmarsdóttir kennari er hugmynda-smiður gangnanna sjö, sem nú eru komnar á námskrá Fjölbrautaskól-ans í Garðabæ. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó SA OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR VIÐSKIPTI Nokkuð hefur dregið úr losun sorps frá fyrirtækjum fyrstu sjö mánuði þessa árs, samanborið við sama tíma í fyrra. „Minni losun sorps frá fyrirtækjum er vísbending um hvert stefnir í hagkerfinu,“ segir Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu. Hann segir blikur á lofti um að frekar sé að draga úr losun frá bygginga- og iðnaðargeira. Það sé svo aftur ávísun á tekjusamdrátt hjá Sorpu á seinni hluta ársins þar sem fyrirtæki greiði fyrir hvert losað kíló. Sorpa hagnaðist um 19 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 65 milljónum. - jab / Sjá Markaðinn Vísbending um hagsveifluna: Samdráttur sést í sorplosuninni Leyndardómur árinnar Einar Már Jónsson skrifar um það þegar Bach bar sigurorð af Maó formanni. Í DAG 16 ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR Playboy verður að bíða betri tíma Tvær milljónir ekki nóg til að sitja nakin fyrir. FÓLK 30 Karlkyns stigavörður Ásgeir Erlendsson er fyrsti karlkyns stigavörðurinn í Gettu betur. FÓLK 30 Til heiðurs Brynju Ben Íslenskar leikkonur sem námu erlendis stofna samtök. Markmiðið er að styrkja tengsl sín á milli. FÓLK 30 VIÐSKIPTI Norska stórfyrirtækið REC Group (Renewable Energy Corporation) hefur ákveðið að koma á fót sólarkísilverksmiðju í Quebec í Kanada en ekki í Þor- lákshöfn, eins og vonir stóðu til. Þar hafði verið rætt um 120 hekt- ara lóð og 300 manna vinnustað, helmingur háskólagenginn. Þórður H. Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarstof- unnar, sem milligöngu hafði um fjárfestinguna hér á landi, segist ekki enn hafa fengið rökstuðning fyrir ákvörðuninni. „Þeir skulda okkur skýringu og hún kemur á næstu dögum. Svo er líka spurn- ing hvort ákvörðunin sé um alla framtíð. REC Group byggir svona verksmiðjur á átján mánaða fresti,“ segir hann. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri í Ölfusi, segir að ákvörðunin komi á óvart. „Í okkur er ágætt hljóð en það er mikið áfall að þetta skyldi ekki gerast,“ segir Ólafur Áki og bætir við að mjög áhugavert hefði verið að fá fyrirtækið í sveit- arfélagið. Komið hafi verið til móts við allar óskir þess og ríkisstjórnin hafi tekið málaleitan vel. Ólafur Áki getur sér til að ástæðan hafi verið sú að ekki hafi verið vitað hvort hægt væri að tryggja endan- lega orku hér á landi. „Svo hefur verið rót á orkuumræðunni og and- staða við Bitruvirkjun og orku- framleiðslu á Hellisheiði,“ segir hann. Jon André Lökke, upplýsinga- fulltrúi REC, segir að litlu hafi munað að verksmiðjan yrði reist á Íslandi. Rætt var bæði við Lands- virkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkukaup og var Orkuveitan búin að tryggja rafmagn í fyrsta áfanga. Hann segir ástæðuna fyrst og fremst að hugsanlega hefði þurft að flytja inn vinnuafl á byggingar- tímanum auk þess sem kostnaður við hráefni gæti verið meiri hér. Aðgangur að orku og orkuverð sé hins vegar betra hér en í Kanada, en þar fái REC þó rafmagn á fyrir- sjáanlegu og lágu verði til lengri tíma litið. „Þetta opnar öðrum möguleika sem hafa verið í biðröðinni, en sýnir um leið að Ísland er ekki sjálfgefinn kostur þegar aðilar af þessu tagi vega og meta heildarumhverfið,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, tals- maður Orkuveitunnar. Hann bætir við að REC hafi ekki formlega til- kynnt Orkuveitunni ákvörðun sína. - ghs/ikh / Sjá einnig síðu 4 og Markaðinn Mikið áfall að missa sólarkísilverksmiðju Norska stórfyrirtækið REC Group tekur staðsetningu í Kanada fram yfir Ísland. Óvissa um Bitruvirkjun kann að hafa haft áhrif á Norðmenn segir bæjarstjór- inn í Ölfusi. Orkumálin engin fyrirstaða, segir upplýsingafulltrúi REC. SKÚRIR VESTAN TIL Í dag verða sunnan 5-10 vestan til annars hæg breytileg átt. Skúrir á vesturhelm- ingi landsins en bjart með köflum á þeim eystri. Síðdegisskúrir NA-til. Hiti víðast 8-15 stig. VEÐUR 4 10 12 13 1312 ÓLYMPÍULEIKAR „Það verður þjóðhá- tíðarbragur á þessu. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta og hylla hetjurnar okkar,“ segir Arna Hauksdóttir, ráðgjafi mennta- málaráðherra. Íslenska landsliðið í handknattleik mun keyra í opnum vagni niður Skólavörðustíg í dag, en ekki niður Laugaveg eins og áður hafði verið ákveðið. Silfurverðlaunahafarnir í hand- knattleik leggja af stað í opnum strætisvagni frá Skólavörðuholti klukkan sex síðdegis í fylgd lúðra- sveitar, fánabera, ungs íþróttafólks og lögreglu. Ekið verður niður Skóla- vörðustíg, inn Bankastræti og áleið- is að Arnarhóli, þar sem öllum ólympíuförunum verður fagnað. Landsliðið flýgur frá Peking til Keflavíkur, með millilendingu í Frankfurt. Í Keflavík verður farang- urinn tæmdur úr vélinni, en hún heldur svo áleiðis til Reykjavíkur með liðið innanborðs. Búist er við miklu fjölmenni í miðbæinn í dag og verða götur í grenndinni lokaðar af til að tryggja að allt gangi smurt fyrir sig. Fólk er eindregið hvatt til að mæta tíman- lega og nota almenningssamgöngur, en Strætó bs. hefur ákveðið að bjóða frítt í allar strætóferðir frá klukkan þrjú til miðnættis. Breytingar verða á nokkrum strætó leiðum vegna móttökunnar og eru notendur Strætó hvattir til að kynna sér þær á vefnum Strætó.is og á veggspjöld- um víða um borgina. Að öðrum kosti er lagt til að fólk leggi bílum sínum í hæfilegri fjarlægð frá samkomu- staðnum, eða nýti eitthvert af bíla- stæðahúsum miðbæjarins. Ókeypis verður í bílastæðahúsin frá klukkan fimm til lokunar. - þeb/kg Handknattleikslandsliðið keyrir í opnum vagni niður Skólavörðustíg í dag: Silfurstrákarnir snúa heim DÓMSMÁL Ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákæru á hendur Karli Georgi Sigurbjörnssyni hæstaréttarlögmanni fyrir að hafa „hagnýtt sér ranga hugmynd“ Sigurðar Þórðarsonar, þáverandi ríkisendurskoð- anda, um fáanlegt hámarksverð fyrir stofnfjár- hluti í Spari- sjóði Hafnarfjarðar. Sigurður var einn þeirra sem seldu hluti sína í sparisjóðnum fyrir 50 milljónir króna. Þeir voru síðan seldir áfram fyrir 90 milljónir. Ríkislögreglustjóri vill að Karl Georg greiði fimm hluthöfum mismuninn, samtals 200 milljón- ir. Karl segir málið óskiljanlegt og kveðst viss um sýknu. - gar / Sjá bls. 4 Ákæra í sparisjóðsmáli: Krefja lögmann um bætur upp á 200 milljónir KARL GEORG SIGURBJÖRNSSON Markaveisla Valsstúlkna Valur á vísan þriðja meistaratitilinn í röð eftir 9-3 sigur á Breiðabliki í Lands- bankadeild kvenna. ÍÞRÓTTIR 26 ÞAÐ ER SVO HLJÓTT Björk Guðmundsdóttir hélt lokatónleikana í sautján mánaða hljómleikaferð í Langholtskirkju í gærkvöldi. Lokalagið var It‘s oh so quiet frá 1995, en Björk sagðist ekki hafa sungið það lag opinberlega í mörg ár. Áhorfendaskarinn, sem innihélt meðal annarra Roman Abramovich, eiganda knattspyrnuliðsins Chelsea, kunni vel að meta uppátækið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.