Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 2
2 27. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR HANDBOLTI „Það er enginn hörgull á orðum, við eigum alltaf nóg af þeim,“ segir Örnólfur Thorsson, forseta- og orðuritari. Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti í fyrradag að íslenska handboltalandsliðið fái fálkaorður við heimkomu þeirra í dag. Ekki þarf að smíða nýjar orður fyrir veitinguna á morgun. „Embætti forseta sér til þess að á hverjum tíma séu til nægilega margar orður á hverju stigi,“ segir Örnólfur. Afhenda þarf orður orðuhafa eftir dauða þeirra. „Þá er farið yfir þær, þær hreinsaðar og síðan eru þær nýttar áfram,“ segir Örnólfur. - vsp Orður fyrir strákana okkar: Ekki þarf að smíða nýjar STJÓRNSÝSLA Kostnaður vegna tveggja ferða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, mennta- og íþrótta- málaráðherra, ásamt maka hennar, Kristj- áni Arasyni, stjórnarmanni í HSÍ og for- manni landsliðs- nefndar, Guð- mundi Árnasyni ráðuneytis- stjóra og eigin- konu hans á Ólympíuleikana í Kína nemur tæp- lega fimm milljónum króna, eða 4.929.310,5 krónum. Allur kostn- aðurinn er greiddur af mennta- málaráðuneytinu. „Ráðherrar eiga að sýna gott fordæmi og vera hófsamir í öllu svona löguðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „Ef þau hefðu sætt sig við hóf- samari ferðamáta og aðbúnað þá hefði þetta verið betra,“ segir Steingrímur. Hann segir hins vegar ekkert óeðlilegt við að ráð- herra sé viðstaddur viðburð sem þennan. „En fyrst hún var komin heim, þá fannst mér nú ólánlegt að hún hafi farið aftur. Einhver hefði sagt að það væri vel fyrir komið að for- seti og frú hans væru þarna,“ segir Steingrímur. Seinni ferð ráðherra var umdeild en hún kostaði ein og sér 2.126.681 fyrir tvær nætur. Til- gangur þeirrar ferðar var að fylgj- ast með gengi íslenska hand- boltalandsliðsins, sem hreppti silfrið á sunnudaginn. „Mér hefði fundist óeðlilegra að íþróttamálaráðherra landsins hefði ekki verið viðstaddur stærsta íþróttaviðburð í sögu þjóð- arinnar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra. Kostnaðurinn, sem greiddur var af ráðuneytinu, var dagpeningar ráðherra og ráðuneytisstjóra, flugfargjöld og hótelgisting fyrir ráðherra, ráðuneytisstjóra og maka þeirra. Einnig má geta þess að ríkis- stjórnin, að frumkvæði mennta- málaráðherra, ákvað í gær að styrkja Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, um fimmtíu milljón- ir vegna þess einstaka afreks sem íslenska handknattleikslandsliðið vann. Fréttablaðið hefur einnig óskað eftir upplýsingum um kostn- aðinn við för forseta Íslands og fylgdarlið hans á Ólympíuleikana í Peking. vidirp@frettabladid.is Fimm milljónir í Kínaferðir ráðherra Kostnaður við ferðir menntamálaráðherra, ráðuneytisstjóra og maka þeirra á Ólympíuleikana í Kína var tæpar fimm milljónir. Seinni ferðin kostaði rúmar tvær milljónir. Formaður VG segir eiga að sýna hófsemi í svona löguðu. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Í PEKING Mennta- og íþróttamálaráðherra var viðstaddur úrslitaleikinn gegn Frökkum. KOSTNAÐARLIÐIR FERÐANNA Fyrri ferðin frá 5.-14. ágúst: Flugfargjald var 446.320 krónur á mann = 1.785.280 krónur fyrir fjóra. Gisting í níu nætur á China World Hotel fyrir fjóra = 632.000 krónur. Dagpeningar ráðherra fyrir tíu daga = 30.133,95 * 10 = 301.339,5 krónur. Dagpeningar ráðuneytisstjóra = 12.001,4 * 10 = 120.014 krónur. Samtals = 2.838.633,5 krónur. Seinni ferðin frá 23.-25. ágúst: Flug fyrir ráðherra = 609.300 krónur* Flug fyrir maka = 656.790 krónur* Flug fyrir ráðuneytisstjóra = 590.700 krónur* Gisting í tvær nætur á Radison SAS í Peking = 143.485 krónur. Dagpeningar ráðherra fyrir þrjá daga = 90.401,85 krónur. Dagpeningar fyrir ráðuneytisstjóra = 36.004,2 krónur. Samtals = 2.090.676,8 krónur. Samtals fyrir báðar ferðir = 4.929.310,3 krónur. * SKÝRINGAR Á ÞVÍ HVERS VEGNA FLUGFARGJÖLDIN VORU MISDÝR VAR STUTTUR FYRIRVARI BÓKANA SAMKVÆMT MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU. EIGINKONA RÁÐUNEYTISSTJÓRA VAR EKKI MEÐ Í FÖR Í SEINNI FERÐINNI. Gísli Páll, hvaða námskeið er þetta aftur sem þú ert að fara að halda? „Ég man það ekki, minnisnámskeið minnir mig.“ Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins Áss, er skipuleggjandi minnisþjálfunarnámskeiðs sem haldið verður í næstu viku. SPÁNN, AP Farþegaþotuna sem fórst á alþjóðaflugvellinum við Madríd í síðustu viku skorti greinilega afl þegar hún reyndi að taka á loft. Frá þessu greindi í gær kona sem var ein hinna átján sem komst lífs af úr slysinu. Alls 154 manns dóu í þessu versta flugslysi sem orðið hefur á Spáni í aldarfjórðung. Í flugtakinu tók konan, Beatriz Reyes Ojeda frá Kanaríeyjum, eftir því að hægri vængur vélarinnar tók snögga dýfu og hún fann líka fyrir því að vélina virtist skorta afl til að hefja sig á loft. Ojeda slasaðist ekki alvarlega og bjargaði nokkrum börnum úr logandi braki vélarinnar. - aa Flugslysið við Madríd: Farþegi vottar að vélina skorti afl SKIPULAGSMÁL „Þótt ég hafi verið settur þarna í sæti sem var úthlutað Framsóknarflokknum þá er ég ekki í þeim flokki heldur kem ég þarna inn sem óháður sérfræðingur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son skipulagshagfræðingur sem í dag situr sinn fyrsta fund í skipu- lagsráði Reykjavíkurborgar. „Ég hefði aldrei tekið það í mál að koma þarna inn sem pólitískur full- trúi þar sem ég er að vinna við ráð- gjöf á sviði skipulagsmála fyrir nokkur sveitarfélög og þar á meðal Reykjavíkurborg,“ bætir hann við. En hvert verður hlutverk hans í ráðinu? „Það var Óskar Bergsson sem hafði samband við mig og sagði að menn hefðu áhuga á því að reyna að mynda sátt um skipulagsmálin og ég var spurður hvort ég vildi koma inn á þeim forsendum og taka þátt í slíku. Ég hef aldrei tekið þátt í pólitík en þar sem ég hef tjáð mig talsvert um skipulagsmál fannst mér ekki annað hægt en að þiggja þetta tækifæri til að taka þátt í að móta stefnuna í þessum mála- flokki.“ Sigmundur Davíð hefur verið ötull talsmaður þess að flugvöllur- inn fari úr Vatnsmýrinni, en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru framsóknarmenn mótfallnir slíku. Aðspurður hvort hann teldi þetta geta leitt til árekstra sagði hann ekki við hæfi að tjá sig um einstök mál fyrr en hann hefði lokið fyrsta fundi í ráðinu. - jse Sigmundur Davíð kemur inn í skipulagsráð sem óháður sérfræðingur: Er ekki í Framsóknarflokknum SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Skipulagshagfræðingurinn hefur sagst vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. NÁTTÚRA Hvít krækiber gefa þeim svörtu ekkert eftir í bragðgæðum þótt þau séu ögn bragðdaufari að sögn Svanhildar Björgvinsdóttur, íbúa á Sauðár- króki. Svanhildur og eiginmaður hennar voru á vappi í fjöru norðan brúar yfir Vesturós Héraðsvatna nýverið í leit að villijarðarberjum þegar þau rákust á krækiberjalyng. Lyngfundurinn hefði ekki talist til tíðinda ef það hefði ekki verið prýtt hvítum berjum í stað svartra. „Síðar í ferðinni fann ég svo villijarðarberin og þau eru líka mjög góð,“ segir hún en villijarðarber eru einnig einkar sjaldséð á Íslandi. Svanhildur segir þau mjög lítil en bragð- sterk og ljúffeng, ólíkt mörgum þeirra stóru berja sem fáanleg séu í verslunum. Greinilegt sé að á svæðinu kenni margra grasa enda sé það stundum kallað Furðustrandir. Samkvæmt þeim svörum sem fengust á Náttúru- fræðistofnun Íslands verða stundum til hvít afbrigði vegna stökkbreytingar sem breytir litarefnum í plöntum eða berjum. Á vef Náttúrustofunnar er vitnað í grasafræðing- inn Hörð Kristinsson sem segir hvít afbrigði plantna einkum hafa fundist á Vestfjörðum en þau geti þó skotið upp kollinum um allt land. - kdk Margra grasa kennir á Furðuströndum við Héraðsvötn: Stökkbreytt krækiber og hvít HVÍT KRÆKIBER Þessi sérstöku krækiber rak á fjörur hjóna í leit að villijarðarberjum á Furðuströndum. FRÉTTABLAÐIÐ/HELGI PÁLL JÓNSSON FÉLAGSMÁL Rúmlega 1.700 grunnskólabörn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum í Reykjavík. Þetta kom fram á stjórnarfundi Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur (ÍTR) í gær. Frístundaheimilin tóku til starfa í vikunni á sama tíma og skólahald hófst. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður ÍTR, segir að allt að 200 starfsmenn til viðbótar vanti til að manna frístundaheimilin. Staðan sé þó betri en á sama tíma í fyrra. „Núna fer öll okkar orka í að manna þessar stöður. Til lengri tíma litið verður þó að hugsa málin upp á nýtt til að tryggja meiri stöðugleika í starfsmanna- málunum,“ segir Kjartan. - kg Frístundaheimili í Reykjavík: Rúmlega 1.700 börn á biðlista BRUSSEL, AP Fleiri Evrópubúar munu deyja en fæðast frá árinu 2015; eftir það mun eingöngu aðflutningur fólks sjá til þess að ekki verði beinlínis fólksfækkun í álfunni. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu hagstofu Evrópusambandsins, Eur- ostat, um fólksfjöldaþróun í aðildarríkjunum 27 á komandi árum. Í skýrslunni er því spáð að meðalaldur íbúa ESB-landa muni stórhækka á næstu áratugum; þessi þróun hefur meðal annars í för með sér að það lendir á herðum æ færra fólks á virkum vinnualdri að fjármagna lífeyri og heilbrigðisþjónustukostnað æ fleira aldraðs fólks. - aa Fólksfjöldaþróun í Evrópu: Frá 2015 deyja fleiri en fæðast RAUFARHÖFN Fyrsti hráefnistank- urinn af fjórum sem áður voru í eigu Síldarvinnslu ríkisins á Raufarhöfn verður rifinn niður í hádeginu í dag. Til stendur að reisa á svæðinu mannvirki í líkingu við Stonehenge í Englandi. Fyrirtækið Álfasteinn í Borgar- firði eystri stendur fyrir bygg- ingu mannvirkisins, en Hringrás sér um hreinsun á svæðinu. Hver um sig rúmuðu tankarnir um 2.500 tonn af hráefni á sínum tíma. Þeir eru um fimmtán metrar á hæð og vegur hver þeirra um 65 tonn. - kg Framkvæmdir á Raufarhöfn: Hráefnistankur rifinn niður FERLÍKI Ingvar Jóel Ingvarsson hjá Hringrás segir tankana vera lýti á umhverfinu. LIST „Ekki datt mér nú í hug að ég þyrfti að taka verkið niður til þess eins að setja það aftur upp daginn eftir. En ég átti svo sem ekki von á því að við ynnum silfrið á Ólympíuleikunum heldur,“ segir Axel Eiríksson listamaður, höfundur skúlptúrsins „Flugdreki“ sem stendur sunnan- megin á Arnarhóli. Starfsmenn Reykjavíkurborgar, með aðstoð Axels, munu taka verkið niður vegna móttökuhátíðar ólympíu- faranna á Arnarhóli í dag. „Þetta er mikið vesen fyrir mig að taka verkið niður, en maður verður að virða almannahags- muni,“ segir listamaðurinn. - kg Móttaka ólympíufaranna: Flugdrekinn látinn fjúka FLUGDREKINN Víkur fyrir fólki sem hyllir ólympíufarana. VIÐSKIPTI Rauður blýantur sem nota á til að strika út óþarfa ríkisútgjöld fylgir fundarboði Viðskiptaráðs Íslands til ráðherra og þingmanna sem sent var í gær. Viðskiptaráð endurtekur með þessu leik frá 10. október 1975 þegar þingmönnum og ráðherrum var gefinn rauður blýantur til sömu nota. Í bréfi Viðskiptaráðs til ráðamanna segir að nú sem áður standi atvinnuvegum og hagkerfi ógn af ört vaxandi hlutdeild hins opinbera í ráðstöf- un þjóðartekna. Útgjöld hafi aukist umtalsvert síðustu ár þrátt fyrir áætlanir um annað. Fimmtudaginn 4. september heldur Viðskiptaráð morgunverð- arfund um nýútkomna skýrslu um fjármál hins opinbera. - óká Vilja strika út óþörf ríkisútgjöld: Ráðamenn fá rauðan blýant SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.