Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 17
Sveiflur á mörkuðum – Mikil lækkun varð á Bandaríkjamark- aði í vikunni, en lækkunin var sú mesta í mánuð. Hlutabréf í Asíu hækkuðu aftur á móti og var hækkunin sú mesta í rúmlega hálfan mánuð. Tapar á Fannie og Freddie - JP Morgan tilkynnti að bankinn hafi tapað um 600 milljónum dollara í fjárfestingum sínum í Freddie Mac og Fannie Mae. Metuppskera – Allt stefnir í metuppskeru maískorns í Banda- ríkjunum. Gert er ráð fyrir að aukin uppskera geti orðið til þess að eitthvað dragi úr verðbólgu- þrýstingi í heiminum. Metro Bank – Breskur kaup- sýslumaður vinnur að stofnun nýs banka sem mun bera nafnið Metro Bank. Opna á 200 útibú innan 10 ára sem verða opin alla daga. Hagkerfi í samdrætti – Um helmingur hagkerfa heimsins eru að renna inn í samdráttarskeið samkvæmt nýrri skýrslu Gold- man Sachs. Spáð er að minnkandi eftirspurn muni hafa slæm áhrif á kínverska hagkerfið. 67 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 27. ágúst 2008 – 35. tölublað – 4. árgangur 4 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M „Þetta er fínn tími til að fara inn, hvort sem botninum er þegar náð eða er skammt undan,“ segir Sig- urður Bollason athafnamaður. Hann hefur undanfarið keypt töluvert stóra hluti bæði í Exista og Landsbankanum og á nú um eins prósents hlut í bankanum og rúmt prósent í Exista. Þar með er hann kominn í hóp stærstu hluthafa. Hlutina segist hann hafa keypt smátt og smátt undanfarið við markaðsverði. Miðað við markaðsvirði í þess- um félögum í mánuðinum má ætla að Sigurður hafi ekki greitt undir þremur og hálfum millj- arði króna fyrir hlutina. „Þetta er fjármagnað að megn- inu með eigin fé en svo er ég með vissa fjármögnun,“ segir Sigurð- ur. Hann segir að félögin séu góð og þetta sé klárlega fjárfesting til langs tíma. Sigurður mun hafa hagnast verulega vorið 2006 þegar hann seldi þáverandi viðskiptafélög- um sínum, Magnúsi Ármann og fleirum, hluti í félagi sem átti verulega hluti í FL Group og Dagsbrún. - ikh Telur að botn i sé náð „Minni losun sorps frá fyrirtækj- um er vísbending um hvert stefn- ir í hagkerfinu,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Hann segir nokkuð hafa dregið úr losun úrgangs frá fyrirtækj- um á fyrstu sjö mánuðum árs- ins frá sama tíma í fyrra. Blik- ur eru á lofti um að frekar sé að draga úr losuninni frá bygginga- og iðnaðargeiranum. Þetta sýnir horfurnar, að það sé að draga úr framkvæmdum, segir Björn. Þetta felur að sama skapi í sér að tekjur Sorpu dragast vænt- anlega saman á seinni hluta árs því fyrirtæki greiða fyrir hvert losað kíló. Sorpa hagnaðist um nítj- án milljónir króna á fyrri helm- ingi ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn hins vegar 64,8 milljónum króna. Björn bendir á að inni í tölunum séu bygg- ing nýrrar endurvinnslustöðvar í Hafnarfirði og framtíðarlausn- ir, svo fátt eitt sé nefnt, sem ekki hafi fallið til í fyrra. Rekstrartekjur námu 992,3 milljónum króna miðað við 945,7 milljónir í fyrra. Á sama tíma dró úr rekstrargjöldum. Þau námu 839 milljónum króna sem er rúmum þremur milljónum minna en í fyrra. - jab Samdrátturinn sést í sorpinu Sveiflur í efnahagslífinu koma skýrt fram í bókum Sorpu. Það hægir á losun. Hólmar Svansson Tekjuaukning á krepputímum Fréttaskýring Heimskreppa eða botn í sjónmáli? Ingimar Karl Helgason skrifar „Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykil- þáttur í okkar ákvörðunum,“ segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation). REC hefur ákveðið að finna nýrri sólarkísilverk- smiðju sinni stað í Quebec í Kanada. Um tíma stóð til að verksmiðjan yrði reist hér á landi, í sveitar- félaginu Ölfusi. Félagið átti einnig í viðræðum við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um rafor- kaup. „Það er ágætt hljóð í okkur, en það er mikið áfall að þetta skyldi ekki gerast,“ segir Ólafur Áki Ragn- arsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Orkuveita Reykjavíkur hafði tryggt raforku í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Hins vegar hefur verið óvissa um framhaldið, meðal annars vegna mismunandi skoðana meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hverju sinni á því hvort reisa skuli Bitruvirkjun. Þetta telur Ólafur Áki að kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Norðmanna, ásamt því að Skipulagsstofnun hafi kveðið uppúr um að verk- smiðjan skyldi í umhverfismat. Hann hafði þó ekki heyrt formlega í Norðmönnum um málið þegar Markaðurinn ræddi við hann. Landsvirkjun hafði einnig rætt við REC um orku. „Þetta er bagalegt fyrir okkur en undirstrikar um leið hvað hátækniiðnaðurinn er eftirsóttur,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtæk- isins. Fjallað er um málið í fjölmörgum kanadískum og alþjóðlegum miðlum. Fjárfesting REC í Kanada nemur sem svarar ríflega eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í Quebec árið 2012, en hún kaupir raforku frá vatnsaflsvirkjunum. REC hafði rætt við sveitarfélagið Ölfus um 120 hektara lóð undir verksmiðjuna. Hún hefði orðið 300 manna vinnustaður, þar af hefði þriðjungur verið háskólamenntaður. Byggingin tæki þrjú ár og um 500 manns fengju vinnu við hana. Sólarkísilverksmiðja farin út af kortinu Íslendingar missa 100 milljarða fjárfestingu til Kanada. „Mikið áfall,“ segir bæjarstjórinn í Ölfusi. Orkuöflun skiptir máli en ákvörðunin réðst ekki af reykvískri pólitík segir forstjóri REC. Óskar Jónsson Framleiðir skósóla í Kína ...við prentum! Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.