Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 19
H A U S MARKAÐURINN 3MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 F R É T T I R „Við erum að gæta varfærni, taka niður eignasafnið vegna markaðsaðstæðna og búa í hag- inn fyrir erfiðan vetur,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, spari- sjóðsstjóri Byrs. Sparisjóðurinn hagnaðist um 215,6 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára. Virðisrýr- un útlána nam tæpum 1,8 millj- örðum króna samanborið við 155 milljónir ári fyrr. Ragnar segir varúðarframlagið ekki töpuð útlán heldur sé það lögð til hliðar fyrir erfitt árferði. Nú þegar séu merki um að vanskilahlutfallið sé að aukast. Byr hefur þráfaldlega verið orðaður við samruna við önnur fjármálafyrirtæki undanfarnar vikur og mánuði. Vitað er af áhuga margra í eigendahópi sparisjóðs- ins á samruna við Glitni, en einn- ig herma heimildir Markaðarins að Straumur renni hýru auga til sparisjóðsins. Þessu vísar Ragn- ar á bug. „Við höfum ekki átt í neinum samrunaviðræðum við einn eða neinn, hvorki óformleg- um né formlegum.“ - jab/bih Siðanefnd norska blaðamannafé- lagsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að norska viðskipta- blaðið Dagens Næringsliv hafi brotið gegn siðareglum með frétt sinni um Kaupþing 10. maí síðast- liðinn undir fyrirsögninni „Kúnn- arnir flýja“. Siðanefndin segir að fyrirsögn fréttarinnar hafi ekkert átt skylt við efni fréttar sem hún vísaði til inni í blaðinu. Kaupþing taldi um- fjöllun blaðsins skaðlega bankan- um, auk þess sem hún hefði verið byggð á ósönnum blaðafréttum og tölum sem Dagens Næringsliv hefði verið ljóst að væru úreltar. Nefndin tók undir sjónarmið bankans í málinu og gagnrýndi Dagens Næringsliv fyrir vinnu- brögð sín við undirbúning og að fyrirsögn á forsíðu hefði verið röng. Nefndin ákvað einnig að Dagens Næringsliv skyldi birta niðurstöðuna í heild í blaðinu. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með niðurstöðu nefndarinnar. Hún sýnir að siðanefndin sé til- búin að veita áminningu þeim fjölmiðlum sem beinlínis fara með rangt mál og vonandi mun Dag ens Næringsliv vanda sig betur í fréttaskrifum um okkur í framtíðinni,“ segir Jónas Sig- urgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. - bih Höfðu betur í Noregi Engar samrunaviðræður „Það var ákveðið fyrir nokkru að óska ekki eftir framlengingu á þeim hluta lánsins sem er á gjalddaga og nýta frekar sterka lausafjárstöðu félagsins til að greiða hann upp,“ segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri sam- skiptasviðs Existu. Skuldir Ex- istu lækkuðu um einn milljarð evra á fyrri hluta árs. Exista tók á síðasta ári sam- bankalán upp á 500 milljónir evra, jafnvirði 43 milljarða ís- lenskra króna að þávirði. Miðað við gengi evru gagnvart krón- unni nú er heildarupphæðin sautján milljörðum hærri. Lánsfjárhæðinni var varið til fjármögnunar á eldri lánum. Lánið var í tveimur hlutum. Stærri hlutinn, upp á 407,5 millj- ónir evra og með 130 punkta álag á Euribor vexti, er til þriggja ára en afgangurinn, 92,5 millj- ónir evra með 62,5 punkta álag, var til eins árs og á gjalddaga nú um mánaðamótin. Framleng- ingarheimild var á þeim hluta til allt að þriggja ára með sam- þykki lánveitenda. Sigurður segir markaðinn hafa breyst frá í fyrra og að þessi tegund af lánsfé sé öllu dýrara nú en þá. Hagkvæmara sé því að nýta sterka lausafjár- stöðu og greiða þann hluta láns- ins sem var á gjalddaga fremur en að endurfjármagna hann með sama hætti. - jab FORSTJÓRI EXISTU Í SÍMANUM Exista hefur ákveðið að greiða fremur upp hluta sambankaláns á gjalddaga en að fjár- magna hann. MARKAÐURINN/GVA Exista kýs að greiða lánið „Ríkisútvarpinu var úthýst úr Fjársýslunni í fyrra,“ segir Magn- ús Kr. Ingason, framkvæmda- stjóri fjármálaþjónustufyrirtæk- isins Fjárvakurs. Fjárvakur hefur frá síðustu áramótum séð um launavinnslu og annað tengt starfsemi RÚV. Áður sá Fjársýsla ríkisins um launavinnsluna. „RÚV varð að sjá um sig sjálft eftir hlutafélagavæðinguna og fékk eitt ár til aðlögunar,“ segir Stefán Kjærnested varafjár- sýslustjóri. Það sama gildir um önnur ríkisfyrirtæki sem að öðru leyti eru skylduð til að vera inn- andyra hjá Fjársýslunni. Launavinnsla RÚV, sem varð opinbert hlutafélag í apríl á síð- asta ári, var boðin út eftir að ákvörðunin lá á borðinu og kepptu tvö fyrirtæki um kökuna áður en Fjárvakur hafði betur. Fyrirtæk- ið er eitt dótturfélaga Icelandair og sinnir vinnslu fyrir tengd félög en hefur fært út kvíarnar síðustu mánuði. Á bilinu 4-500 starfsmenn eru á launaskrá RÚV ef allt er talið og er það um tólf prósent af um- fanginu í bókum Fjárvakurs, að sögn Magnúsar. - jab Launavinnslu RÚV úthýst úr ríkishúsum „Við náðum ekki að klára þetta áður en menn fóru í sumarfrí,“ segir Kristinn Hallgrímsson, for- maður skilanefndar Eignarhalds- félagsins Samvinnutrygginga. Hann gerir ráð fyrir því að skila- nefndin komi saman í september. Um 50 þúsund manns sem eiga réttindi í félaginu bíða þess að fá upplýst hversu mikil eign þeirra verður í fjárfestingarfé- laginu Gift, sem stofnað var upp úr eignarhaldsfélaginu í fyrra. Þó er vitað að Samvinnusjóðurinn á stærstan hlut, þá SÍS og KEA. Almennir rétthafar hafa skrifað til Eignarhaldsfélagsins og óskað upplýsinga um stöðu mála. Sumir hafa sent mörg erindi. Enginn hefur hins vegar fengið svör. Gift á meðal annars hlut í Ice- landair, Kaupþingi og fleiri félög- um, skráðum og óskráðum. Eigið fé Giftar var um 30 millj- arðar í fyrrasumar, en innan við 20 um áramót, eftir því sem næst verður komist. Síðan hefur verð- mæti eigna Giftar minnkað til muna, samfara almennu verð- hruni á hlutabréfamarkaði. - ikh Engin svör frá Samvinnutryggingum F U N D A Ð U M H Á E F F U N B Y R S ■ Stofnfjáreigendur í Byr sparisjóði funda í dag um tillögu stjórnar um að rekstrarformi sjóðsins verði breytt í hlutafélag. ■ Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, kveðst hafa góða tilfinningu fyrir því að ákvörðunin hljóti brautargengi enda sé aðgengi hlutafélaga að fjármagni betra en sparisjóða. ■ Samkvæmt lögum þurfa að minnsta kosti 2/3 stofnfjáreigenda að samþykkja þær, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins. ■ Fundurinn fer fram á Hilton hóteli Nordica og hefst kl. 17.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.