Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 22
Dagur Jónasson, framkvæmda- stjóri Bílalands, segir það enga spurningu að bílaútsalan hafi slegið í gegn í fyrstu vikunni. „Við erum búin að selja 250 bíla á einni viku, sem er alveg meiriháttar,“ segir Dagur og bætir við að í sumar hafi bílasala dregist saman um í kring- um fimmtíu prósent frá því í fyrra og því sé þetta merkilegur árangur. „Þessi verslun er í raun nýr möguleiki í bílaviðskiptum á Íslandi. Þetta er útsölumarkaður með notaða bíla og nýja sem stað- sett er á stóru bílaplani á Völlunum í Hafnar firði,“ segir Dagur, inntur eftir nánari útskýringu á eðli útsöl- unnar. „Við þurftum að finna nýjar leið- ir til að selja bílana sem við eigum. Hér erum við að bjóða góð kjör í takt við tíðarandann. Ef lítil hreyf- ing er í bílasölu verður að finna leiðir til að losna við bílana,“ útskýr- ir Dagur og heldur áfram: „Og að bjóða gott verð er greinilega það sem gengur í landann.“ Að sögn Dags hafði hug- myndin að bíl- útsölunni lengi blundað í mönnum hjá Bílalandi. „Það er búið að selj- ast alveg gríðar- lega mikið af bílum undanfarin ár á Íslandi og mikið hefur safnast upp. Við erum alltaf að leita nýrra leiða til þess að selja bíla og þessi hugmynd kvikn- aði. Hún er dálítið í takt við tíðarandann eins og hann er búinn að vera, með sam- drætti í þjóðfélag- inu og minni sölu á bílum.“ „Eftir- spurn eftir bílum er þó alltaf til staðar en fólk hefur hins vegar greinilega verið að halda að sér höndunum í sumar og bíða eftir einhverjum svona tilboðum,“ upp- lýsir Dagur en bætir við að einnig hafi lánamarkaður verið öðruvísi í sumar og erfiðara hafi verið að nálgast lán til bílakaupa en síðast- liðin ár. „Það hefur líka haft áhrif á markaðinn.“ Og hversu lengi verður bíla- útsalan opin á Völlunum? „Við ætlum að vera hérna út september og í hverri viku verðum við með ýmsar nýungar.“ martaf@frettabladid.is Bílarnir rjúka alveg út Undanfarið hafa dunið á Íslendingum auglýsingar um bílaútsölu í Hafnarfirði. Í þeim er fullyrt að nú sé í fyrsta sinn reistur bílamarkaður á Íslandi. En selst mikið af bílum eftir krepputal síðustu mánuða? BÍLAFRAMLEIÐANDINN MAZDA var valinn besti bílaframleiðandi ársins af breska neytendablað- inu Which? sem veitir viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa staðið sig best í viðskiptum við neytendur. Dagur Jónasson segir að mikil sala hafi verið á bílamarkaðnum á fyrstu viku hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . HPI Savage X 4,6 öfl ugur fjarstýrður bensín torfærutrukkur. Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is • bilastod@simnet.is GERUM VIÐ ALLAR TEGUNDIR BÍLA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.