Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 24
 27. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Bílafyrirtækið Volvo er farið af stað með kynningarherferð á nýrri HybriPower-vél í hjólaskóflu tegundina L220F. Fyrirtækið hafði það að markmiði við hönnun- ina að sameina skilvirkni og tvinnvélatækni. Dísilvél Volvo, D12D, sem hingað til hefur verið notuð í L220F vinnuvélar, hefur verið styrkt með raf- hreyfli. Við þessa breytingu eykst kraftur hjólaskófl- unnar þegar vélinni er startað eða þegar hún er í átaki. Vegna þessa eyðir dísílvélin allt að tíu prósentum minna þar sem vélin vinnur á lægri snúningi. Að sama skapi fær rafhreyfillinn orku frá rafhlöðum sem hlað- ast í venjulegum akstri. Ólafur Árnason, sölu- og tæknilegur ráðgjafi hjá Brimborg, segir vélina ekki komna á almennan markað en að markaðssetning sé farin af stað hjá Volvo. Að sögn hans eru þessar vélar dýrar en það sem vegur upp á móti er hversu sparneytnar þær eru. - kka Rik er hæstánægður með þetta ævintýri sitt og mælir með þessum ferðamáta um landið. MYND/RIK ALBRECHT Hollendingurinn Rik Albrecht kom til landsins fyrr í ágúst- mánuði og ferðaðist um landið á CASE IH JXU 1100 dráttarvél. Rik, sem vinnur sem fjárfestir í borginni Utrecht í Hollandi, hefur lengi átt sér þann draum að ferð- ast um Ísland á traktor. Hann lét drauminn rætast fyrr í þessum mánuði. Það var Vélaver sem leigði honum traktorinn og tók ferðin tíu daga. „Það er alger strákadraumur að ferðast um á traktor. Ísland hefur lengi verið á listanum yfir þau lönd sem mig langaði að heimsækja. Mér finnst landið áhugavert og svo er það þægilega stutt frá Hollandi. Ég kom til Íslands fyrst árið 2006 og ferðaðist þá í bíl um Vestfirði og Norðurland. Að þessu sinni keyrði ég til Þingvalla, norður á Kjöl, um Skagafjörðinn og á leiðinni til- baka til Reykjavíkur fór ég yfir Sprengisand,“ segir Rik, en þetta var í fyrsta sinn sem hann keyrði dráttarvél. Rik er hæstánægður með þetta ævintýri sitt en segir það hafa bæði verið dýrt og heldur óþægi- legt. „Fjöðrunin í traktorum er nán- ast engin og því fann ég fyrir öllum steinum og holum á leiðinni. Til að mýkja keyrsluna minnkaði ég að- eins loftið í dekkjunum. Traktorar eyða líka mun meira en fólks bílar, en ég komst um tvo og hálfan kíló- metra á hverjum lítra,“ útskýrir Rik, en alls keyrði hann um tólf- hundruð kílómetra. Hann er samt á því að traktor sé tilvalinn ferðamáti um landið, því hann komst allra sinna leiða á honum. Að sögn hans er Ísland full- komið fyrir för af þessu tagi því hér eru malarvegir margir og ár til yfirferðar, en allt þetta gerir ferð- ina meira spennandi. Rik segir hann hafa fengið tölu- verða athygli á þessu ferðalagi sínu. „Um leið og fólk vissi að það var ferðamaður á traktornum vildi það taka myndir af mér og heilsa,“ segir hann. Rik er viss um að hann komi aftur til Íslands og gæti þá vel hugsað sér að ferðast um á mótor- hjóli. Þeir sem vilja skoða frekari myndir frá traktorsævintýrinu er bent á heimasíðu kappans www.al- brechtonline.nl/tractor/. - kka Ferðast um Ísland á traktor Sparneytin HybriPower-vél 2 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir SUMARHÚS OG FERÐALÖG Alvöru kælibox 12v / 24v/ 230v Mjög sparneytin. Zero gaskæliskápur Áriðill 12v í 230v 110w Olíu ofn Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w Gasofn Coolmatic 12v ísskápar m/ kælipressu Gas vatnshitarar 5 - 14 l/mín Kælibox gas/12v/230v Gas eldavélar og helluborð Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. Þunnar 75 - 130w B Útisturta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.