Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 9vinnuvélar ● fréttablaðið ● Lárus Brandsson segir Rótor hanna smurkerfi, setja þau í vélar og viðhalda þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Hjá fjölskyldufyrirtækinu Rótor í Hafnarfirði eru hönnuð sjálfvirk smurkerfi fyrir vinnu- vélar. „Við erum mikið í sérlausnum og einnig í kerfum sem ekki er hægt að fá ísett af verksmiðjum,“ segir Lárus Brandsson, fram- kvæmdastjóri Rótors. „Við setj- um til dæmis smurkerfi í hefla fyrir Vegagerðina og flókin kerfi í traktorsgröfur. Við erum nokkurs konar Sævar Karl smurkerfanna,“ útskýrir Lárus brosandi. „Upphaflega vorum við í al- mennari ísetningu, bæði fyrir bíla og tæki. Nú hefur starfsemin þó færst yfir í sérsmíði því við erum aðallega að setja smurkerfi í tæki sem eru sérhönnuð fyrir ís- lenskar aðstæður. Þau eru oft á tíðum framleidd í svo fáum eintök- um að það hefur ekki þótt borga sig að hanna smurkerfi fyrir þau tæki. Það hefur því lent á okkur að hanna kerfin, setja þau upp og við- halda.“ Lárus segist hafa byrjað að hanna smurkerfin því þau hafi farið að koma biluð inn á verk- stæði. „Þau voru að koma biluð inn í tækjum sem voru keypt notuð frá Evrópu. Evrópubúinn var auðvitað tugum ára á undan okkur í því að tileinka sér þessa tækni. Við fórum að leita að varahlutum í smur- kerfin í staðinn fyrir að rífa þau úr en margir fjarlægðu þau bara úr vélunum og notuðu smurkoppa í staðinn eins og gert hafði verið frá alda öðli,“ segir Lárus og bætir við að Rótor sé elsta starfandi smur- kerfafyrirtæki á Íslandi. Að sögn Lárusar hefur í gegnum þau tuttugu ár sem fyrirtæk- ið hefur verið starfandi skapast ákveðin sérþekking á smurkerfum og hönnun þeirra. „Þetta er afskap- lega lítill markaður hérna heima. Svona sérþekking þrífst í litlu fyrir tæki eins og okkar en þetta þykir ekki mikill og merkilegur markaður fyrir stærri fyrirtæki.“ Aðspurður segir Lárus hönn- un smurkerfanna ansi sérstaka því mismunandi smurkerfi eru í hverju tæki. „Í tækjum í dag er fjöldinn allur af smurstöðum sem þarf að smyrja og fyrir hvern ein- asta smurstað sem bætist við þarf að breyta öllu kerfinu innbyrðis.“ - mmf Íslensk hönnun vélasmurkerfa ● VINNUVÉLAR Í UPPLÝSINGAHEIMUM Hægt er að fletta upp vinnuvélum í vinnuvélaskrá í Upplýsingaheimum Skýrr á www.uh.is/ vinnuvelar. Þar má finna ítarlegar upplýsingar um viðkomandi vél og er hægt að fletta upp eftir fastanúmeri vélar. Í vinnuvélaskrá eru meðal ann- ars upplýsingar um lyftur, krana, skurðgröfur og jarðýtur. Gögnin eru í eigu Vinnueftirlitsins og eru allar upplýsingar sem veittar eru unnar sam- kvæmt starfsreglum þeirra og í samræmi við lög og reglur um persónu- vernd. Gögnin eru uppfærð daglega en til að nýta sér þjónustuna þarf viðkomandi að vera skráður inn í kerfið. Áskrift að Upplýsingaheimum tryggir öruggt aðgengi að gríðarlegu magni upplýsinga frá mörgum ólíkum aðilum og má þar nefna Þjóðskrá, RSK og Umferðarstofu. 3                                                         

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.