Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 42
26 27. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is >Leikið í Landsbankadeild karla í kvöld 18. umferð Landsbankadeildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Fylkir og KR mætast á Fylkisvelli kl. 18.00 og Fram og Fjölnir eigast við á Laugar- dalsvelli kl. 20.00. Fylkismenn eru enn í bullandi fallbaráttu og þurfa nauðsynlega á stigi eða stigum að halda gegn KR-ingum en Árbæingar hafa þó verið að reyta stig undanfarið og gert fjögur jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. KR er í baráttunni um Evrópusæti líkt og Fram en Fjölnir siglir lygnan sjó og er þegar nær búið að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið, sem var að halda sér í deildinni, þrátt fyrir að fimm umferðir séu til stefnu. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni þegar liðið tekur á móti Sviss klukkan 19.15 á Ásvöllum. Helena Sverrisdóttir er varafyrir- liði og algjör lykilmaður í íslenska liðinu veiktist skyndilega síðustu viku. Helena ætlar hins vegar að harka af sér og spila. „Við erum búnar að bíða eftir þessu í allt sumar þannig að það er mjög gaman þegar þetta loksins skellur á. Við erum allar á sömu blaðsíðunni og allar tilbúnar,“ segir Helena en lítið er vitað um mótherjann. „Maður veit voðalega lítið um þær því okkar hópur hefur aldrei spilað við þær áður. Við einbeitum okkur samt alltaf að okkur sjálfum. Við ætlum að byrja af krafti og svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Helena og bætir við. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur sjálfar að byrja keppnina vel. Við töpuðum öllum leikjunum á Norðurlandamótinu og erum orðnar hungr- aðar í sigur. Persónulega held ég að þessi leikur sé sá sem við eigum mestan möguleika í og við ætlum okkur að vera á fullu allan tímann og vinna þennan leik,“ segir Helena sem lenti í erfiðum veikindum í síðustu viku. „Það er alltaf leiðinlegt að lenda í veikindum sama hver þau eru. Ég fékk brisbólgu og þurfti að liggja inn á sjúkrahúsi. Þetta leit ekki vel út þegar ég lá inni á spítala með næringu í æð,“ segir Helena sem var þó ekki af baki dottin. „Ég var staðráðin í að ná þessum leik þegar þetta gerðist. Ég er að fá flott leyfi frá skólanum mínum til að vera hérna í þrjár vikur og spila leikina í Evrópukeppninni. Ég vil alls ekki vera að henda því frá mér með einhverjum veikindum þannig að ég hvíldi mig vel, hlustaði á læknana og síðan mátti ég byrja að æfa um seinustu helgi. Formið kemur bara strax aftur og ég er skárri með hverjum deginum,“ segir Helena en að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á hana. „Þetta er leiðinlegt því maður var búin að leggja allt sumarið í þetta og svo þegar maður átti að vera að koma sér í gírinn þá var maður bara fastur inn á spítala. Ég verð að taka því og ætla bara að reyna að gera vel miðað við aðstæður,“ segir Helena að lokum. HELENA SVERRISDÓTTIR: LÁ Á SJÚKRAHÚSI FYRIR NOKKRUM DÖGUM EN SPILAR Á MÓTI SVISS Í KVÖLD Ég var strax staðráðin í að ná þessum leik Landsbankad. kvenna í fótb. Valur-Breiðablik 9-3 1-0 Dóra María Lárusdóttir (3.), 2-0 Hallbera Gísladóttir (17.), 2-1 Sara Björk Gunnarsdóttir (20.), 2-2 Sara Björk (33.), 3-2 Dóra María (33.), 4-2 Katrín Jónsdóttir (35.), 5-2 Vanja Stefanovic (40.), 5-3 Hlín Gunnlaugsdóttir (42.), 6-3 Sophia Mundy (55.), 7-3 Margrét Lára Viðarsdóttir (56.), 8-3 Margrét Lára (76.), 9-3 Vanja (77.). Þór/KA-Afturelding 6-1 1-0 Mateja Zver (12.), 2-0 Karen Nóadóttir (17.), 3-0 Rakel Hönnudóttir (22.), 3-1 Anna Lovísa Þórsdóttir (54.), 4-1 Mateja Zver (67.), 5-1 Rakel Hönnudóttir (76.), 6-1 Rakel Hönnudóttir (90.). HK/Víkingur-KR 2-8 0-1 Olga Færseth, víti (6.), 0-2 Hrefna Huld Jóhannesdóttir (31.), 0-3 Hólmfríður Magnús dóttir (38.), 0-4 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (43.), 0-5 Hrefna (46.), 0-6 Hólmfríður, víti (48.), 0-7 Hólmfríður (58.), 0-8 Hrefna (71.), 1-8 Karen Sturludóttir (80.), 2-8 Þórhildur Þorgilsdóttir (89.) Fjölnir-Keflavík 0-6 0-1 Vesna Smiljkovic (13.), 0-2 Danka Podovac (38.), 0-3 sjálfsmark (41.), 0-4 Danka (43.), 0-5 Guðný Þórðard. (49.), 0-6 Inga Lára Jónsd. (73.) Stjarnan-Fylkir 0-3 0-1 Sara Sigurlásdóttir (11.), 0-2 Laufey Björns dóttir (26.), 0-3 Rut Kristjánsdóttir (76.) STAÐA EFSTU LIÐA Valur 16 15 0 1 78-14 45 KR 16 14 0 2 53-14 42 Breiðablik 16 10 1 5 40-31 31 Þór/KA 16 8 1 7 38-23 25 Stjarnan 15 6 3 6 25-22 21 Enski deildarbikarinn Burnley-Oldham 3-0 McCann (12.), Paterson 2 (63. og 79.) Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem vara maður á 57. mínútu. Cheltenham-Stoke 2-3 Coventry-Newcastle 2-3 Morrison (45.), Dann (90.) - Sjálfsmark (21.), Milner (38.), Owen (97.). Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn og lagði upp jöfnunarmarkið úr innkasti. Hartlepool-WBA 3-1 Framlengt. Porter (61.), Foley (102.), Barker (105.) - Koren (87.) Swansea-Hull 2-1 Pintado (63.), Gomez, víti (105.) - Windass (11.) Wigan-Notts County 4-0 Camara 2 (32. og 62.), Zaki (60.), Kupisz (90.) Bolton-Northampton 1-2 0-1 Adebayo Akinfenw, víti (22.), 0-2 Adebayo Akinfenwa (29.), 1-2 Kevin Nolan (82.) Grétar Rafn og Heiðar léku allan leikinn. Middlesbrough-Yeovil 5-1 Mido (11.), Digard (23.), Aliadiere (32.), Emnes (47.), Johnson (66.) - Tomlin (45.). Reading-Luton 5-1 Hunt 2 (11. og 15.), Pearce (54.), Karacan (55.), Henry (76.) - Charles (80.) Ívar Ingimarsson kom inn á sem varamaður á 22. mínútu og Gylfi Þór Sigurðssoin kom inn á á 59. mín. Forkeppni Meistaradeildar Wisla Krakow-Barcelona 1-0 1-0 Cleber (52.). Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á fyrir Xavi á 57. mín. Barcelona fór áfram 4-1 samanlagt. ÚRSLIT FÓTBOLTI Valsstúlkur færðust skrefi nær Íslandsmeistarabik- arnum eftir 9-3 sigur á Blikastúlk- um í ótrúlega fjörugum leik á Vod- afone-vellinum í gær. Bæði lið spiluðu bullandi sóknarleik og úr varð mikil markaveisla áhorfend- um til skemmtunar. Átta af mörkunum komu í fyrri hálfleik og Valsliðið var þá búið að fá á sig jafnmörk mörk í honum og í fyrstu sjö heimaleikjum sínum á Vodafone-vellinum í sumar. Það var kannski enn ótrúlegra að það voru komin átta mörk í leikinn en markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir var ekki enn komin á blað. Það breyttist þó eftir hlé. Valsliðið hélt dampi í seinni hálfleik en Blikar sátu þá eftir og urðu að sætta sig við sex marka tap. „Þetta var meiri háttar,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, annar þjálfara Vals, í leikslok. Dóra María kom að 6 mörkum „Við breyttum aðeins leikkerfinu hjá okkur. Við settum inn tvo djúpa miðjumenn og opnuðum miðjuna til þess að Margrét og Dóra María væru meira í boltanum á toppn- um. Það tókst heldur betur frá- bærlega,“ sagði Elísabet. Dóra María kom að sex mörkum (2 mörk + 4 stoðsendingar) í þess- um leik og Margrét Lára kom að öðrum fjórum (2 mörk + 2 stoð- sendingar). Það má heldur ekki gleyma þætti Sophiu Mundy sem kom að fjórum mörkum (1 mark + 3 stoðsendingar). Saman mynda þær þrjár ógnvænlega sóknarlínu þar sem allar geta bæði skorað og lagt upp mörk á svipstundu. Fram undan er Evrópukeppnin og þar má Valsliðið hins vegar ekki við því að fá á sig þrjú mörk í einum hálfleik eins og gerðist bæði á móti KR og í gær. „Við ákváðum að leggja áherslu á sóknarleikinn okkar af því að við erum með frábært sóknarlið. Við munum laga vörnina,“ sagði Elísa- bet og hún segir að þessi sigur hafi tryggt Val titilinn. „Ég ætla bara að segja það að við erum komnar með titilinn,“ segir Elísabet kokhraust og bætir við: „Við eigum Fylki á laugardag- inn og þar getum við tryggt þetta endanlega. Það væri mjög gott að geta tryggt þetta áður en við förum í Evrópukeppnina,“ sagði Elísabet að lokum. Gefum stóran hluta markanna Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari Breiðabliks, hefur þurft að horfa upp á tvö töp í röð eftir að hafa unnið níu leiki í röð þar á undan. „Við gefum þeim stóran hluta af þessum mörkum og þær eru að skora alltof auðveldlega á okkur. Valur spilar árangursríkan sókn- arleik þannig að ef maður er ekki klár á síðasta þriðjungnum þá er manni bara refsað,“ segir Vanda en Blikaliðið spilaði frábæran sóknarbolta í fyrri hálfleik en vörnin brást. „Ef þetta hefði verið í lagi á síðasta þriðjungnum þá hefði ég verið heldur betur kát,“ sagði Vanda en hún viðurkendi jafnframt að seinni hálfleikurinn hafi ekki verið eins góður. „Við erum búnar að spila þétt og mér fannst draga af stelpunum í seinni hálfleik. Mér fannst seinni hálfleikurinn lélegur því þá náðum við ekki spilinu okkar sem við vorum að ná svo vel í fyrri hálf- leik,“ sagði Vanda sem vill samt meina að liðið eigi alveg mögu- leika í toppliðin þrátt fyrir tvö sár töp í síðustu tveimur leikjum. Stelpurnar hennar hafi sýnt það í sumar en þær verði að eiga topp- leik til þess að skáka bestu liðun- um. 38 mörk í 5 leikjum Það var nóg af mörkum í öðrum leikjum í gær en alls voru skoruð 38 mörk í aðeins fimm leikjum. Rakel Hönnudóttir skoraði þrennu í 6-1 sigri Þór/KA á Aftureldingu og bæði Hrefna Huld Jóhannes- dóttir og Hólmfríður Magnúsdótt- ir voru með þrennu í 8-2 útisigri KR á HK/Víkingi. ooj@frettabladid.is Markaveisla Valsstúlkna „Þetta er komið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem settu á svið sýningu í sóknarleik í 9-3 sigri á Breiðabliki á Vodafone-vellin- um í gær en segja má að þar hafi liðið nánast tryggt sér þriðja titilinn í röð. ALGEGNG SJÓN Valsliðið fagnaði níu mörkum gegn Blikum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.