Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 7
MARKAÐURINN 15MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 S K O Ð U N O R Ð S K Ý R I N G I N „Jaðarlán“, eða Alt-A lán eru flokkur bandarískra fasteigna- lána sem uppfylla ekki ströng- ustu kröfur fasteignalánasjóð- anna Fannie Mae og Freddie Mac, (A-grade) en teljast þó ekki til undirmálslána, eru „alternative-A-grade“. Ástæðan er yfirleitt sú að tekjur eða lántakandi fór ekki í gegnum strangt greiðslumat, eignir eða tekjur ekki staðfest- ar, eða lánshlutfall er meira en 80 prósent af kaupverði. Þá falla fasteignalán til útlend- inga yfirleitt í þennan flokk. Verst jaðarlánanna eru kölluð „ninja“ lán, sem er skamstöf- un fyrir „No Income, No Job [no] Assets“, og voru veitt lán- takendum með góða greiðslu- sögu, en sem gátu ekki sýnt fram á tekjur, eignir eða fasta atvinnu. Á undanförnum árum gengu greiningardeildir út frá því að jaðarlán, sem vega þungt á veðbókum margra banda- rískra fjármálastofnana, væru mun öruggari en undirmáls- lán. Það er þó áhyggjuefni að á sama tíma og undirmálslána- kreppan virðist vera í rénum lítur út fyrir að afskriftir af jaðarlánum séu í hröðum vexti í Bandaríkjunum. Alt-A lán eða „jaðarlán“ Málefni Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) voru töluvert í umræð- unni í liðinni viku. Fjölmennur fundur var haldinn með íbúum í Borgarnesi vegna stöðu sjóðs- ins. Gísli Kjartansson hefur verið sparisjóðsstjóri SPM frá árinu 1999. „Gísli er ljúfur og góður yfir- maður. Hann er auk þess mjög góður samningamaður,“ segir samstarfsmaður um Gísla. Hann er giftur Eddu Jóns- dóttur og á með henni tvö börn. Edda starfar á lögmannsstofunni sem Gísli stofnaði og starfaði hjá þar til hann tók við störfum hjá SPM árið 1999. Helsta áhugamál Gísla er bókalestur auk þess sem hann reynir að spila golf af og til. Gísli er fæddur árið 1944. Lauk embættisprófi frá lagadeild Há- skóla Íslands árið 1971. Héraðs- dómslögmaður 1980 og löggiltur fasteignasali 1984. Hann var fulltrúi sýslumanns í Borgarnesi 1971-1984. Hann rak síðan sína eigin lögmannsstofu og fast- eignasölu í Borgarnesi á árunum 1984 til ársins 1999. Hann hefur setið í aðal- og varastjórnum fjölmargra félaga, svo sem Kaupþings banka, VBS fjárfestingabanka, Sparisjóðs Ólafsfjarðar, Sparisjóðs Siglu- fjarðar og Sparisjóðs Skaga- fjarðar. Gísli hefur setið í stjórn Sam- bands íslenskra sparisjóða frá árinu 1999 og formaður frá 2005. Hann sat í sveitarstjórn Borgarness fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á árunum 1982 til 2000 og þar af sem oddviti sveit- arstjórnar 1982-1986. Auk þess var hann formaður yfirkjör- stjórnar Vesturlands 1987-2003. Hann var kjörinn varamað- ur í bankaráð Icebank árið 2002 og hefur verið aðalmaður síðan 2007. Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Óskari Jónssyni, forstjóra Green Diamond, datt í hug að framleiða harðkorna skósóla í kjölfar þess að Ólafur Jónsson í Nýiðn hóf framleiðslu á harðkorna dekkj- um. Óskar hóf þróun á verkefn- inu árið 2000 sem leiddi til þess að hann vann nýsköpunarverð- launin á Íslandi og Evrópuverð- launin árið 2003 í Belgíu. Þremur árum síðar kom Árni Þór Árna- son að verkefninu sem fjárfest- ir og fyrir rúmu ári bættist fjár- festingarfélagið Kjalar í hópinn. „Í Kína eru árlega framleidd 10 milljarðar skópara en 70 prósent allrar skóframleiðslu eru í Suður- Kína. Ég fór því út einn míns liðs og vann að uppsetningunni á verksmiðjunni. Í dag erum við með 2.400 fermetra verksmiðju og 35 manns í vinnu,“ segir Óskar. Verksmiðjan er í Zhong- shan og framleiðir harðkorna sóla og sprautusteypta plastinn sóla sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á í Asíu. „Fyrsti viðskiptavin- ur okkar var Cintamani en núna erum við í þróunar verkefnum með Adidas, Nike, Timberland og Lacross. Auk þess framleið- um við alla innsóla í dömuskó frá Ecco.“ Green Diamond hefur nýlega gert samning við Ecco um framleiðslu á 5 milljónum para á næstu þremur árum. „Við höfum fengið til liðs við okkur undirverktaka þannig að heildar- framleiðslugeta okkar gæti verið 30 til 40.000 pör á dag. Í fram- tíðinni geri ég mér vonir um að við munum bæta við fleiri vélum þannig að framleiðslu- getan okkar gæti mögulega farið upp í 100.000 pör á dag.“ Óskar er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að framleiðslukostnaður í Kína hafi aukist um 50 prósent á síðustu 3 árum í kjölfar nýrrar vinnulöggjafar, hækkandi bensín- verðs og veikingar dollarans. „Ég held að Kínverjar muni fram- leiða enn meira eftir 5 til 10 ár. Kínverjarnir eru snjallir kaup- sýslumenn og hafa skapað sér dýrmæta þekkingu auk þess sem innanlandsmarkaður í Kína fer ört stækkandi.“ Landvinningar í Kína Verksmiðja framleiðir harðkorna skósóla. Sú eina í Kína sem er að fullu í eigu Íslendinga. FRAMLEIÐSLA Verksmiðjan er í Zhongshan í suðurhluta Kína. Hún er 2.400 fermetrar að stærð. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND MYND ÓSKAR JÓNSSON Trúir því að Kína fram- leiði enn meira af skóm eftir 5 til 10 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR N O R D IC PH O TO S/A FP ÁTAKAFUNDUR UM SPM Um miðjan mánuðinn sátu forsvarsmenn Borgarbyggðar, auk sparisjóðs- stjóra og stjórnarformanns SPM, fyrir svörum á hita- fundi í Borgarbyggð. MYND/SKESSUHORN, MAGNÚS MAGNÚSSON S A G A N Á B A K V I Ð . . . G Í S L A K J A R T A N S S O N S P A R I S J Ó Ð S S T J Ó R A Sparisjóðsstjóri í ólgusjó 7

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.