Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 29. ágúst 2008 — 234. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ELÍS RÚNARSSON Safnar uppskriftum frá öðrum löndum matar • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mér finnst mjög skemmtilegt að elda góða mat. Það er ekkert of erf- itt fyrir mig og ég er lli hálf dós af taílenskri rauðri ksósu h Beint frá Austurlöndum Elís Rúnarsson háskólanemi er mikill meistarakokkur og eldar mikið bæði fyrir sig og aðra. Elís hefur ferðast mikið og einnig búið erlendis en á ferðum sínum hefur hann sankað að sér ýmsum uppskriftum Aldrei eru rólegheit í eldhúsinu hjá honum Elísi Rúnarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AKUREYRARVAKA verður haldin um helg-ina. Meðal þess sem boðið verður upp á er drauga-ganga, bókaupplestur, tónleikar, myndlistarsýningar, flóamarkaðir og sigling. b ro t 6.490 kr. 4ra rétta tilboðog nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Humarsúpa, rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Aftur á dagskrá! Banfi dagarÍ september hefjast á ný Banfi dagar í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Norður-Ítalíu svífur yfir vötnum. Í boði verður 4ra rétta seðill með eða án víns. Tríó Björns Thoroddsen spilar.Sjá nánar á perlan.is. Hrífandi! © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 8 RÁS 2 FYRST OG FREMST Í HLUSTUN ANDLÁT Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup lést á Landspítalanum í gærmorgun eftir skammvinn veikindi. Hann var 97 ára að aldri. Dr. Sigurbjörn gegndi embætti biskups frá 1959 til 1981. Hann var einn áhrifamesti boðberi kristni á Íslandi á seinni tímum og markaði djúp spor í huga þjóðar- innar. Honum var afar umhugað um íslenskra tungu og þjóðerni og stóð vörð um hvort tveggja í ára- tugi. Hann var einn afkastamesti predikari sinnar samtíðar og sinnti þeirri köllun sinni til hinstu stundar. Hann hafði ávallt óslökkvandi þorsta til að læra og upplýsa, eins og má greina í pre- dikunum hans, sem bera með sér næman skilning á samtímanum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir í minningarorð- um um dr. Sigurbjörn að hann hafi gefið þjóðinni nýja sýn á tímum vísinda og tækni. Ljóð hans og sálmar muni lifa svo lengi sem íslensk tunga er töluð. Geir H. Haarde forsætisráð- herra segir að með dr. Sigurbirni sé genginn mikilhæfur trúarleið- togi og djúpvitur hugsuður. Við andlát hans sé Íslendingum efst í huga þakklæti fyrir það sem hann veitti þjóð sinni. - bs / sjá síðu 26. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup látinn, 97 ára að aldri: Næmur hugsuður sem hafði djúp áhrif á íslenskt þjóðfélag HEILBRIGÐISMÁL Áætlað er að veik staða krón- unnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hafi aukið rekstrarkostnað Landspítalans um 650 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs. Gjöld umfram tekjur nema rúmum 800 milljónum króna fyrstu sex mánuði þessa árs, samkvæmt nýju rekstraruppgjöri spítalans. Að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, fram- kvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga LSH, er sex mánaða uppgjör spítalans unnið mun dýpra heldur en hefðbundin milliuppgjör. Meðal annars eru gerðar birgðatalningar. Því liggur nú fyrir nokkuð skýr mynd af stöðunni. „Gengisþróunin hefur komið heilmikið við spítalann,“ segir hún. „Meðal annars vegna þess að iðulega eru rekstrarvörur, lyf og lækninga- vörur í útboðum. Í framhaldi af þeim gerum við innkaupasamninga. Í þeim samningum er verð- ið yfirleitt tengt gengi. Því koma breytingar á gengi til lækkunar eða hækkunar.“ Anna Lilja nefnir sem dæmi sérhæfð sjúkra- húslyf, svokölluð S-lyf. Þau eru nær alfarið tengd gengi. Í innkaupum á þeim vegur gengis- þróunin því þyngst. Önnur lyf eru í kringum 80 prósent gengistengd. Sérhæfðar lækninga- og hjúkrunarvörur eru um 70 prósent tengdar gengi og svo mætti áfram telja. „Staða krónunnar hefur því haft mjög mikil áhrif á rekstur spítalans það sem af er ári,“ segir Anna Lilja. „Gjöld umfram tekjur nú, þessar 800 milljónir króna, eru rúm fjögur pró- sent af rekstrarfé spítalans. Þegar við erum búin að meta gengisáhrifin eins og við getum best gert þá nema þau um 650 milljónum króna. Hefði gengið haldist eins og lagt var upp með í fjárlögunum þá metum við það þannig að rekst- urinn væri ekki langt frá áætlun eða um eitt prósent í halla.“ „Gjöld spítalans voru 0,8 prósent umfram heimildir á fyrri helmingi ársins, að teknu tilliti til falls krónunnar,“ segir Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra. „Á sama tíma í fyrra var hallinn 5,5 prósent að teknu tilliti til geng- is.“ Heilbrigðisráðherra þakkar þessa bættu afkomu góðri frammistöðu stjórnenda og starfs- fólks spítalans. Hann bendir á að tekist hafi að vinna á biðlistum og auka þjónustuna. Hins vegar ráði menn ekki þróun gengisins. - jss Landspítalinn tapar 650 milljónum á veikri krónu Samkvæmt nýju uppgjöri Landspítalans er áætlað að veikt gengi krónunnar hafi aukið rekstrarkostnað um 650 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Heildargjöld spítalans nema á sama tíma 800 milljónum. STORMUR Í dag verða austlægar áttir, stormur á Vestfjörðum og Snæfellsnesi annars 8-18 m/s. Lægir smám saman. Mikil rigning í fyrstu en styttir upp NA-til síðdegis og léttir til. Hiti 10-15 stig. VEÐUR 4 10 12 12 1212 Jackson fimmtugur í dag Konungur poppsins kemur mögulega fram á VMA-há- tíðinni í næsta mánuði. FÓLK 41 LÁRA ÓSK HJÖRLEIFSDÓTTIR Á ævintýralegan fataskáp Spáir í vetrartískuna 2008 FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Nýr íbúi Popplands Margrét Erla Maack færir hlustend- um magadans og karaókí. FÓLK 50 Fjör í fjörunni Fjörudagur verður haldinn í fjör- unni við Hrakhólma við Álftanes á sunnudaginn. Tilefnið er hundrað og þrjátíu ára afmæli Álftaness. TÍMAMÓT 30 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS EIDÍS ANNA BJÖRNSDÓTTIRNýr ritstjóri Innlits/útlits NANNA BJÖRG LÚÐVÍKSDÓTTIRGaf GUCCI, Prada og Versace-skó á SUK-markaðinn Lára Ósk HjörleifsdóttirFataskápurinn eins í FÓLK Eitt besta geymda leyndar- mál poppsögunnar hefur kvisast út í kjölfar velgengni íslenska landsliðsins í handbolta. Komið hefur í ljós að íslenska landsliðið naut árið 1988 liðsinnis forsöngvara Baraflokksins, Ásgeirs Jónssonar, við upptökur á laginu Gerum okkar besta eftir Valgeir Guðjónsson. Sagan segir að þar heyrist lítið í landsliðsmönnunum sjálfum, heldur hafi Ásgeir haldið uppi söngnum sem glymur á bak við Valgeir. „Við urðum að klára lagið í hendingskasti. Þannig að Ásgeir söng nokkrar raddir,“ segir Tómas Tómasson, sem sá um upptökur. - jbg / sjá síðu 50 Söng í Gerum okkar besta: Kom landslið- inu til bjargar ÁSGEIR JÓNSSON Náði jafntefli á Villa Park Atli Viðar Björnsson tryggði Hafnfirð- ingum 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í UEFA-bikarnum. ÍÞRÓTTIR 46 RÚSTIR Í TSKHINVALI Suður-ossetískir menn syrgja við rústir hússins sem þeir bjuggu áður í. Spenna í samskiptum Rússlands og Vesturlanda eykst enn eftir átökin í Georgíu. Rússar prófuðu í gær langdrægar eldflaugar og Frakkar orðuðu refsiaðgerðir Evrópu- sambandsins gegn Rússum. Sjá síðu 6. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.