Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 6
6 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR KÍNA, AP Tveir lögreglumenn dóu og að minnsta kosti sjö manns særðust í fyrstu óeirðunum sem frést hefur af í Kína frá því að Ólympíuleikunum í Peking lauk. Meðan á leikunum stóð vöktu tvö sprengjutilræði í Xinjiang athygli á baráttu úígúra, mús- limaþjóðar sem býr þar á norðausturjaðri Kínaveldis, en þeir vilja aukna sjálfstjórn eða jafnvel aðskilnað. Til óeirðanna kom í bæ í Jiashi- sýslu, en tildrög þeirra voru óljós. Dilxat Raxit, talsmaður Heims- sambands úígúra sem hefur bækistöð í Þýskalandi, hafði eftir vitnum að „mikil skothríð“ hefði heyrst, en nánari upplýsingar lágu ekki fyrir. - aa Ólga í Xinjiang í Kína: Tveir lögreglu- menn drepnir Á VERÐI Kínversk varðstöð við Kuqa í Xinjiang. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KANADA, AP Kanadíski forsætis- ráðherrann Stephen Harper hefur tilkynnt að kanadísk stjórnvöld ætlist hér eftir til að öll þau skip sem hyggi á að sigla um Norð- vestur-siglinga- leiðina svonefndu um íshafslögsögu Kanada skrái sig hjá kanadísku strandgæslunni. Hingað til hefur slík skráning verið útgerðum í sjálfsvald sett. Bandarísk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að þau líti á siglinga- leiðina sem alþjóðlega og hún eigi því ekki að lúta kanadískri stjórn með þessum hætti. Harper sagði einnig að Kanada myndi gera tilkall til að efnahags- lögsaga þess í Norður-Íshafi yrði stækkuð í 230 sjómílur. - aa Norðvestur-siglingaleiðin: Skráningar krafist í Kanada STEPHEN HARPER Neytendahorninu barst skemmti- legt bréf frá vökulum neytanda sem getur kennt okkur hinum eitt og annað um gildi þess að geyma kassakvittanir: Fyrir um það bil tíu árum síðan keyptum við hjónin lítið Lego- kubbaborð á 5.000 krónur í Hag- kaup handa dóttur okkar í jóla- gjöf. Nokkrum dögum síðar vorum við stödd í Bónus. Þar sáum við nákvæmlega sama Legokubba- borðið til sölu, nema hvað verðið var einungis 2.000 krónur. Ég ákvað að taka til minna ráða og snaraði einu kubbaborði í inn- kaupakörfuna við mikla undrun eiginmannsins sem sá barnið okkar fyrir sér opna tvo alveg eins pakka á jólunum. Á heimleiðinni fórum við í Hag- kaup, skiluðum borðinu og feng- um inneignarnótu fyrir 5.000 krón- ur. Inneigninni gátum við svo eytt í ýmsa matvöru sem er hvort eð er ekki fáanleg í Bónus. Þessi innkaup hefðu getað endað með svekkelsi en með smá útsjónarsemi og með því að geyma kassakvittunina frá Hagkaup gat ég snúið dæminu við. Við þetta er að bæta að jólagjöfin gerði storm- andi lukku og er enn í notkun tíu árum síðar þegar smávaxna gesti ber að garði. Það hlakkar alltaf svolítið í mér þegar Legokubba- borðið er tekið fram og notað. Að lokum vil ég hvetja neytend- ur til þess að sniðganga vörur sem eru óverðmerktar, en það virðist vera töluvert mikið um það í flest- um matvöruverslunum. Bestu kveðjur, Katrín. Katrín fær mikið hrós fyrir frá- bæra frammistöðu í baráttu neyt- enda fyrir betra verðlagi og góðri þjónustu. Það borgar sig að fylgjast vel með verðlagi verslana: Kassakvittanir klikka aldrei LEGÓKUBBAR ERU ALLTAF Í TÍSKU Kubbarnir hennar Katrínar eru enn vinsælir tíu árum síðar. Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, sakar Bandaríkjamenn um að hafa ýtt Georgíumönnum út í stríð í Suður- Ossetíu, sem síðan hafi kallað á viðbrögð Rússa. Pútín sagðist gruna að þar að baki mætti finna tengsl við kosn- ingabaráttuna í Bandaríkjunum, og gaf þar með í skyn að banda- rísk stjórnvöld teldu það gagnast repúblikananum John McCain að átök brjótist út í Georgíu. „Bandaríkjamenn veittu í raun Georgíuher bæði vopn og þjálf- un,“ sagði Pútín í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN. Í staðinn fyrir að standa í flóknum samningaviðræðum árum saman sé auðveldara að „vopna annan aðilann og ýta honum út í að myrða hina, og þá er því lokið“. Bernard Kouchner, utanríkis- ráðherra Frakka, sakaði hins vegar Rússa um að stunda þjóðar- morð í Suður-Ossetíu. Rússar höfðu sjálfir réttlætt hernað sinn í Suður-Ossetíu með því að segj- ast hafa þurft að koma í veg fyrir að Georgíuher fremji þar þjóðar- morð. Rússar juku í gær enn á spenn- una með því að gera tilraun með flugskeyti, sem á að smjúga í gegnum eldflaugavarnakerfi af því tagi sem Bandaríkjamenn hyggjast setja upp í Póllandi og Tékklandi. Rússar urðu hins vegar fyrir nokkru áfalli í gær þegar þeir reyndu að fá stuðning frá örygg- isbandalagi Asíuríkja, svonefndu Sjanghæ-bandalagi, sem Rússar og Kínverjar stofnuðu árið 2001 ásamt Mið-Asíuríkjunum Kasak- stan, Kirkisistan, Tadsjíkistan og Úsbekistan. Leiðtogafundur Sjanghæ- bandalagsins var haldinn í Dus- hanbe í Tadsjíkistan í gær, en undirtektir voru dræmar þegar Dmitrí Medvedev bað hina leið- togana um að fara að dæmi Rússa og viðurkenna sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu, héraðanna tveggja í Georgíu sem í reynd hafa haft sjálfstjórn að mestu í hálfan annan áratug. Á mánudaginn ætla leiðtogar Evrópusambandsríkja að hittast til að taka ákvörðun um hugsan- legar refsiaðgerðir gegn Rúss- landi vegna hernaðar þeirra í Georgíu og yfirlýsingar Medved- evs um viðurkenningu á sjálf- stæði Abkasíu og Suður-Ossetíu. Evrópuríki eiga erfitt með að beita Rússa refsiaðgerðum vegna þess hve háð þau eru flutningi á jarðgasi frá Rússlandi. David Miliband, utanríkisráðherra Breta, sagði hins vegar í ræðu sinni á miðvikudag að Rússar séu ekki síður háðir því að geta selt jarðgas til neytenda í Evrópuríkj- um. gudsteinn@frettabladid.is Ásakanirnar ganga á víxl Pútín sakar Bandaríkjamenn um að hafa att Georgíuher út í stríð í Suður-Ossetíu. Kína og Mið-Asíuríki hafna beiðni Rússa um viðurkenningu á sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu. Rússar skjóta upp flugskeyti. FENGU DRÆM VIÐBRÖGÐ Dmitrí Medvedev forseti og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi Sjanghæ-bandalagsins í gær. NORDICPHOTOS/AFP GEORGÍSKIR HERMENN GRAFA FÉLAGA SÍNA Skammt fyrir utan Tblísí, höfuðborg Georgíu, voru í gær jarðsett í fjöldagröf lík 46 óþekktra hermanna, sem féllu í átök- um í Suður-Ossetíu nýverið. NORDICPHOTOS/AFP SKIPULAGSMÁL Tillögur að fyr- ir huguðum nýjum höfuðstöðvum Landsbankans á hafnar bakkanum í Reykjavík verða kynntar opin berlega á næstu vikum, sam- kvæmt upp lýsingum frá Lands- bankanum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær framkvæmdir hefjast, né hvers konar hús verð- ur byggt. 21 arkitektastofa skilaði til lög- um. Hver þeirra hlaut fimm millj- ónir fyrir þátttökuna. Engin skuld binding fólst í því að halda keppnina og því er enn óvíst hvort vinningstillagan verður að lokum fyrir valinu. Enn er unnið nánar með sumar tillögurnar, meðal annars með til- liti til stöðunnar sem komin er upp með fyrir hugaðan Mýrargöt- u stokk. Margrét Harðardóttir, arktitekt og formaður dómnefndarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að vinningstillagan yrði líkast til afar umdeild, en greindi ekki frá því nánar hvers vegna. Höfuðstöðvarnar eiga að rísa austast á hafnarbakkanum, við Lækjartorg, en á milli þeirra og tónlistar- og ráðstefnuhússins munu rísa hótel og viðskipta mið- stöð. Bygging þeirra er í bið stöðu, að sögn Helga S. Gunnars sonar, framkvæmdastjóra Portus sem sér um framkvæmdirnar, vegna efnahagsástands og Mýrar götu- stokks. - sh Ekki ákveðið hvenær bygging nýs Landsbankahúss hefst eða hvað verður byggt: Tillögurnar kynntar í haust LÍKAN AF SVÆÐINU Höfuðstöðvarnar verða austast bygginganna, eða efst á þessari mynd. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA STJÓRNMÁL Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra átti í gær fund með Tsering Tashi, erindreka tíbesku útlagastjórnarinnar, vegna undirbúnings fyrir komu Dalai Lama til Íslands. Á fundinum ræddu þeir stöðu mála í Tíbet og hvað væri framundan í mannréttindabaráttu þeirra. Tashi er hér á landi til að skoða aðstæður og fylgjast með undirbúningi fyrir fyrirlestur Dalai Lama. Dalai Lama verður hér á landi frá 25. til 27. júlí 2009. - vsp Undirbýr komu Dalai Lama: Funduðu um baráttu Tíbet BJÖRGVIN OG TASHI Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra fundaði með Tser- ing Tashi, erindreka tíbesku útlagastjórn- arinnar, um mannréttindamál í gær. Var rétt hjá menntamálaráð- herra að verja fimm milljónum króna í ferðir til Kína? Já 30,4% Nei 69,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Er toppi verðbólgunnar náð? Segðu skoðun þína á vísir.is LETTLAND, AP Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna fimm og Eystra- saltslandanna þriggja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem sú ákvörðun rússneskra stjórnvalda að viðurkenna sjálf- stæði georgísku aðskilnaðar- héraðanna Abkasíu og Suður- Ossetíu er fordæmd. Þingforsetarnir, sem eru á árlegum samráðsfundi utan við lettnesku höfuðborgina Ríga, segja ákvörðun Rússa brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hún stangist á við grundvallar- reglur Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu. Þeir hvetja Rússa til að afturkalla ákvörðunina. - aa Þingforsetar Norðurlanda: Fordæma viður- kenningu Rússa KJÖRKASSINN Fimm stærstu með þriðjung Fimm kvótahæstu útgerðir landsins fara með tæplega þriðjung aflaheim- ilda eftir kvótaúthlutun Fiskistofu fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst á mánudag. HB Grandi, stærsti kvótahafinn, fer með tæp níu prósent aflaheimilda. Fréttavefurinn skip.is greinir frá þessu. SJÁVARÚTVEGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.