Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. ágúst 2008 11 LÖGGÆSLA „Þetta ástand, sem uppi er í rekstri lögregluembættanna, hlýtur að setja í uppnám þann góða árangur sem stefnt var að með sameiningu og stækkun þeirra 1. janúar 2007,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssam- band lögreglumanna. Við blasa samdráttur í rekstri og uppsagnir lögreglumanna, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, hjá hinum ýmsu lögregluembætt- um á landinu. Ástæður eru sagðar ónógar fjárveitingar, auk gríðar- legra hækkana á bensínkostnaði og annarra verðlagshækkana, sem aukið hafi rekstrarvanda embætt- anna enn frekar. „Í þessari stöðu hlýtur að verða erfitt að ná fram markmiðum lög- gæsluáætlunar fyrir árin 2007- 2011 sem dómsmálaráðherra kynnti fyrrihluta árs 2007,“ útskýrir Snorri. Hann segir Landssamband lög- reglumanna hafa vitað af fjár- hagsvanda embættanna um langa hríð og vakið á honum athygli allt liðið ár og reyndar mánuði og ár þar á undan. „En fjárveitingavaldið hefur skellt við skollaeyrum, að því er virðist,“ bætir hann við. „Ofan á þennan vanda horfum við upp á þau arfaslöku launakjör sem lög- reglumönnum er boðið upp á.“ Kjörin hafa enda endurspeglast í flótta úr stéttinni eins og ítrekað hefur komið fram. Dómsmálaráðuneytið reyndi að sporna við þessum flótta úr stétt- inni með greiðslu álagsþóknunar til lögreglumanna, sem að öllu óbreyttu á að renna út í lok samn- ingstímans 31. október næstkom- andi. Álagið á starfandi lögreglu- menn hefur síst minnkað. Fregnir af yfirvofandi uppsögnumm munu gera stöðuna enn verri, auka álag- ið á þá sem eftir verða til muna og hleypa illu blóði í þegar lang- þreytta lögreglumenn.“ Snorri segir að líta verði til þess að LL sé um það bil að hefja kjara- samningaviðræður við fjármála- ráðuneytið. Fregnir sem þessar séu ekki jákvætt innlegg í þá vinnu. Landssamband lögreglumanna og Tollvarðafélag Íslands hafi þegar óskað eftir fundi með dóms- málaráðherra vegna þessarar stöðu. Það séu sameiginleg mark- mið ofangreindra samtaka og dómsmálaráðuneytisins að vinna að lausn þessa vanda. jss@frettabladid.is Fjárskortur setur ár- angurinn í uppnám Sá rekstrarvandi sem uppi er hjá lögregluembættunum í landinu setur í upp- nám þann góða árangur sem stefnt var að með sameiningu og stækkun þeirra. Þetta segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands löreglumanna. LÖGREGLUMENN „Álagið á starfandi lögreglumenn hefur síst minnkað,“ segir formaður LL. „Fregnir af yfirvofandi uppsögnum munu gera stöðuna enn verri, auka álagið á þá sem eftir verða til muna og hleypa illu blóði í þegar langþreytta lögreglu- menn.“ MENNTUN Boðið verður upp á háskólanám sem alfarið er kennt á Vestfjörðum í fyrsta skipti í vetur. Námið er meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun og verður það sett formlega á sunnudaginn. Meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun verður þverfaglegt og alþjóðlegt nám á sviði umhverfis- og auðlinda- stjórnunar. Námið er sett á fót í samvinnu við Háskólann á Akureyri, sem sér um bæði innritun og útskrift nemenda og er fræðilegur bakhjarl. - þeb Meistaranám á Ísafirði: Tímamót í námi á Vestfjörðum VINNUMARKAÐUR Vel gekk að manna lausar stöður í sláturhús- um fyrir komandi sláturtíð. Störfum við slátrun fjölgar um nokkur hundruð í september og október. Flest eru þau mönnuð útlendingum. Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, segir að vegna gengissigs - og þar með raunlaunalækkunar erlends starfsfólks - hafi ráðningarnar verið þyngri undir fæti en undangengin ár en tekist hafi að ráða í öll störf. Guðmundur Svavarsson hjá SS hafði sömu sögu að segja; byrjað var að huga að ráðningum í upphafi árs og allir básar mannaðir. - bþs Sláturtíðin að hefjast: Mönnun slátur- húsa gekk vel FINNLAND Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands, telur að stríðið í Georgíu geti haft slæm áhrif á utanríkismál, öryggismál og varnarmál Finnlands. Stubb sagði nýlega að Rússar bæði vildu og gætu notfært sér vopnavald í sinni utanríkispólitík. Rússar eru ekki bein hernaðarógn gagnvart Finnum, að mati Stubbs, en Rússar hafa þó tekið skref í hernaðar- og utanríkismálum sem Finnum þykja ekki æskileg, hefur finnska dagblaðið Helsingin Sanomat eftir Stubb. Þau sé ekki hægt að samþykkja. - ghs Utanríkisráðherra Finnlands: Rússar geta notað vopnin ALEXANDER STUBB SERBÍA, AP Ratko Mladic, herstjóri Bosníu-Serba í borgarastríðinu 1992-1995, verður senn hand- tekinn. Þetta sagði Vladimír Vukcevic, sérskipaður stríðs- glæpasaksóknari Serbíu, í gær. Vukcevic segist telja að Mladic fari huldu höfði í Serbíu. Hann segist hins vegar vantrúaður á að hann hafi breytt útliti sínu eins og vopnabróðir hans fyrrverandi, Radovan Karadzic, sem var handsamaður í júlí. Karadzic og Mladic sæta báðir ákæru fyrir stríðsglæpadóm- stólnum í Haag fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, ekki síst fyrir þátt þeirra í fjöldamorð- inu á Bosníu-múslimum í Srebrenica árið 1995. - aa Leitin að Ratko Mladic: Saksóknari spáir handtöku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.