Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 12
12 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR ATVINNA „Grænland er orðið land tækifæranna í námuvinnslu,“ segir Karl Andreassen, tækni- fræðingur og einn þeirra Íslend- inga sem störfuðu við forrann- sóknir við Scoresby-sund á Grænlandi. Tíu Íslendingar störfuðu í sumar við forrannsóknir á opinni námu- vinnslu við Scoresby-sund. Rann- sóknum lauk á dögunum. Nema á mólýbden úr fjallinu Malmbjerget þar í landi. Framkvæmdirnar kosta upp undir áttatíu milljarða og verður stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í á Grænlandi að sögn Karls. „Vitað hefur verið af því frá um árið 1955 að Malmbjerget sé mikil mólýbden- náma,“ segir Karl. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á möguleikanum á námugreftri þar en ekki verið fýsilegt að vinna málminn fyrr en nú því búið er að kortleggja málminn betur, að sögn Karls. Þótt forrannsóknir hafi klárast á dögunum á hins vegar enn eftir að fá framkvæmdaleyfið. Málið er í ákveðnu ferli hjá heimastjórn Grænlands. Bæjarstjóri Ittoqqort- oormiit, sem er bærinn sem liggur næst námunni, um 180 kílómetra, hefur sagt að náman muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf þar í bæ vegna þess að atvinnuleysi hafi verið upp í sextán prósent á ári. Kanadíska fyrirtækið Quadra Mining stendur fyrir framkvæmd- unum. Byggja á vinnslu fyrir mól- ýbdenið, ómalbikaða flugbraut og námubæ fyrir um 370 námustarfs- menn. Að sögn Karls verður aðal- lega leitað til Grænlendinga til að vinna við námuna. Auk alls þessa á að byggja stórt hafnarmannvirki til að ferma mól- ýbdenið. Nokkrir Íslendingar störfuðu við rannsóknirnar á hafnarmannvirkinu. Á meðal þeirra voru starfsmenn jarðfræði- stofu Kjartans Thors og tveir starfsmenn Siglingastofnunar Íslands. „Ekki er búið að vinna úr niður- stöðunum en allt var eðlilegt varð- andi hafnargerð frá okkur séð,“ segir Baldur Bjartmarsson, for- stöðumaður hjá Siglingastofnun Íslands, og segir líklegt að niður- stöðurnar verði jákvæðar. Ef framkvæmdaleyfi fæst fyrir námunni munu framkvæmdir hefjast í ágúst á næsta ári því aðeins er hægt að komast að Scor- esby-sundi frá ágúst til október ár hvert vegna íss. Talið er að um 212 milljónir tonna séu af mólýbdeni í fjallinu og því væri hægt að stunda námu- gröft þar í fimmtán til tuttugu ár. vidirp@frettabladid.is Tuga milljarða verk- efni í námuvinnslu Tíu Íslendingar unnu í sumar við forrannsóknir á áttatíu milljarða króna mól- ýbden-námu við Grænland. Talið er að þetta hafi jákvæð áhrif á atvinnu þar í landi. Hægt er að nema 212 milljónir tonna af mólýbdeni úr fjallinu. KARL ANDREASSEN Mólýbden er frumefni sem aðal- lega er notað sem íblöndunarefni í eðalmálma. Efnið er að auki notað fyrir ryðfrítt stál, í smurolíur og sem íhersluefni fyrir legugerðir. Mólýbden er silfurhvítur, harður hliðarmálmur og er númer 42 í lotukerfinu, táknað Mo. Efnið hefur eitt hæsta bræðslumark hreinna frumefna. Margir þekkja efnið undir nafninu Molly. HVAÐ ER MÓLÝBDEN? BORUN Íslendingar tóku þátt í rannsókn á stórri námu við Grænland. Starfsmenn Siglingastofnunar Íslands og jarðfræðistofu Kjartans Thors unnu við rannsóknina. Auk þeirra voru leigð þyrla frá Norðurflugi og fiskibáturinn Kristrún. TVEGGJA VIKNA Franny heitir hún, gíraffamóðirin í dýragarði í Chicago í Bandaríkjunum, sem sinnir tveggja vikna gömlu afkvæmi sínu af alúð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍK Hver er ferða- og dagpeningakostnaður stjórnar- manna og stjórnenda í fyrirtækj- um borgarinnar? spurði Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, í borgarráði í gær. Tiltók hann sérstaklega Orkuveituna og REI, Faxaflóa- hafnir og Malbikunarstöðina. Einnig vildi Ólafur vita um símakostnað og fjölda starfs- manna þessara fyrirtækja, sem hefði yfir 700.000 krónur í laun. Þá forvitnaðist Ólafur um laun fyrstu varaborgarfulltrúa og fór fram á að tekinn yrði saman ferða-, veislu- og risnukostnaður borgarstjóra frá árinu 2005. - kóþ Ólafur F. Magnússon: Spyr um ferðir stjórnendanna KANADA Jóhannes Ólafur Markús- son, sem býr í bænum Gimli í Manitoba-fylki í Kanada, hélt upp á 107 ára afmæli sitt á mánudag. Hann mun vera elsti maðurinn af íslenskum ættum. Foreldrar Jóhannesar, Guð- mundur Markússon Jónsson og Ingibjörg Sigríður Finnsdóttir, fluttust til Kanada seint á nítjándu öld. Jóhannes hefur alla tíð búið í Kanada en talar góða íslensku. Hann vann lengst fyrir sér sem bóndi en dvelur nú á Betel-hjúkrunarheimilinu í Gimli. Samkvæmt Winnipeg Free Press á Jóhannes þrjú börn, ellefu barnabörn, 22 barnabarna- börn og tvö barnabarnabarna- börn. Systir Jóhannesar náði 105 ára aldri og bræður hans urðu 101, 98 og 92 ára. - kg Langlífur Vestur-Íslendingur: Jóhannes Ólafur 107 ára DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir að hóta lögreglumanni við skyldustörf að „drepa“ hann. Jafnframt að hafa hindrað lögreglumann í að gegna skyldu- starfi sínu. Hinn ákærði, sem er frá Sandgerði, reyndi ítrekað að toga lögreglumann af manni sem hann var að hafa afskipti af og hafði í tökum fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ. Þá hótaði sá ákærði öðrum lögreglumanni lífláti. Hótunin átti sér stað í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. - jss Maður á fimmtugsaldri: Ákærður fyrir líflátshótun DÝRAHALD „Ljóst er að alltof margir hundaeigendur eru farnir að sýna kæruleysi í meðferð á hundum sínum og því verður að breyta og það strax,“ segir í tilkynningu frá Ólafi Hr. Sigurðs- syni, bæjarstjóra Seyðisfjarðar. Þá er minnt á að skylt er að hafa hunda í taumi hvar sem er í þéttbýlinu og gildir þá einu hvort þeir eru á lóðum eða ekki. Jón Sigurðsson, dýraeftirlits- maður á Kópavogs- og Hafnar- fjarðarsvæði, þar sem mikill fjöldi dýra er, segir að almennt séu hundaeigendur á svæðinu til fyrirmyndar, þá sérstaklega þegar litið er til þess að spreng- ing hafi orðið í hundahaldi síðustu ár. Inn á milli leynist þó alltaf svartir sauðir sem komi óorði á fjöldann. - kdk Bæjarstjóri á Seyðisfirði: Hundaeigendur kærulausir SEYÐISFJÖRÐUR Bæjarstjóri hvetur gæludýraeigendur til að taka sig á. UMHVERFISMÁL Við hefðbundnar rannsóknir Veiðimálastofnunar á lax- og sjóbirtingsafla úr netaveiði í Þjórsá í júlí kom fram merkileg- ur fiskur. Í aflanum fannst fimm punda sjóbirtingshængur sem bar útvarpsmerki í kviðnum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann hafði verið merktur sem göngu- seiði í Kálfá í Gnúpverjahreppi þann 5. júní 2003 eða rúmum fimm árum fyrr. Merkingin var framkvæmd til að fylgjast með sjávargöngutíma laxa og sjóbirtinga. Þótt merkið væri löngu straumlaust og sendir þess óvirkur, gerði endurheimt- ingin kleift að lesa lífssögu sjó- birtingsins ítarlegar en oft er mögulegt. Aldursgreining á hreistri sjóbirtingsins staðfesti að hann hefði gengið fyrst til hafs þriggja ára, hrygnt fyrst eftir aðra sjávargöngu og árlega eftir það, alls fjórum sinnum. Við merkingu var hann aðeins tuttugu sentimetra langur og um 100 grömm. Með bakreikningi á hreistri var hægt að áætla árlegan vöxt, sem var bestur fyrsta árið í sjó, um 15 sentimetrar. Eftir það dró úr vexti samhliða kynþroska og var hann þá um 3-7 sentimetrar á ári. - shá Útvarpsmerktur sjóbirtingur endurheimtist fimm árum eftir merkingu: Silungur með merkilega sögu MERKILEGUR FISKUR Sjóbirtingurinn var merktur sem gönguseiði í Kálfá fyrir fimm árum síðan. MYND/VEIÐIMÁLASTOFNUN SVISS, AP Svissneska sambandsríkisstjórnin hefur ákveðið að mælast til þess að svissneskir kjósendur hafni frumvarpi að lögum, sem miðar að því að banna byggingu bænaturna við guðshús múslima í landinu. Í stjórninni sitja fulltrúar fjögurra af fimm helstu flokkum Sviss. Fimmti flokkurinn og sá stærsti, Þjóðarflokkur hægri- popúlistans Christophs Blocher, mælir hins vegar eindregið með samþykkt frumvarpsins. Stjórnin segir að tillagan brjóti gegn mannréttindum og stjórnar- skrá og að hún gagnist ekki í baráttu gegn herskárri bókstafs- trú. Stuðningsmenn banns segja að bænaturnar séu tákn landvinn- inga íslamstrúar og stangist á við svissneskar hefðir. - aa Stjórnmál í Sviss: Deilt um bæna- turna múslima Bankarútan hætt Síðasta bankarútan hefur hætt starfsemi eftir þrjátíu ár á vegun- um í Sogni í Noregi þrátt fyrir mikil mótmæli viðskiptavina. Bankarútan verður seld og hafa borist margar hugmyndir um hvernig hægt er að nýta hana, til dæmis sem leikskóla og safn. NOREGUR Meira áfengi frá Eistlandi Áfengisinnflutningur Finna hefur aukist til muna síðustu mánuði eftir að skattur á áfengi hækkaði verulega í Finnlandi. FINNLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.