Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 16
16 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Einfalt mál „Markmiðið er að finna nið- urstöðu sem allir geta sætt sig við.“ SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON, VARAFORMAÐUR SKIPULAGSRÁÐS REYKJAVÍKUR, UM LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS. Fréttablaðið , 28. ágúst. Sérstakur „Þetta lætur manni líða eins og maður sé dálítið sérstakur.“ LOGI GEIRSSON, LANDSLIÐSMAÐUR Í HANDBOLTA, UM MÓTTÖKURNAR Í MIÐBORGINNI Á MIÐVIKUDAG. Morgunblaðið, 28. ágúst. „Það er allt fínt að frétta af mér,“ segir Gylfi Blöndal, skemmtanastjóri á tónleikastaðnum Organ. „Ég er svolítið spenntur að komast í frí en ég er á leiðinni í tónleikar- ferðalag með Borko og Seabear um Evrópu um miðjan septemb- er.“ Gylfi segir það kærkomna tilbreytingu að komast aftur upp á svið. „Nú er ég búinn að vera í heilt ár á bak við tjöldin svo að þetta verður nýtt og skemmtilegt.“ Gylfi segist annars vera mjög mjúkur þessa dagana. „Ég er svo ástfanginn af kærustunni minni. Ég vakna alltaf glaður með henni,“ segir Gylfi. „Hins vegar er ég afskaplega leiður yfir því að kveðja Helga Alex- ander vin minn sem er að flytja til Lundúna um mánaðamótin. Það er mikill missir að svona góðum félaga.“ Rekstur Organ er nú kominn á annað ár og gengur vel. „Við förum spennt inn í haustið með mikið af tónleikahaldi sem endranær. Við erum orðin mjög spennt fyrir landsmóti tónlistarmanna í október, Iceland Airwaves, og hlökkum til að taka þátt í því aftur,“ segir Gylfi og bætir við að þetta sé líka „skemmtilegasta tónlistarhelgi ársins.“ Tónlistarspurningakeppnin Poppkviss hefst á ný í haust. „Keppnin gekk svo vel að við verðum að halda henni áfram.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GYLFI BLÖNDAL SKEMMTANASTJÓRI ORGAN Vaknar alltaf glaður með kærustunni ■ Kákasushéruðin hafa verið í fréttum undanfarið vegna átaka Rússa og Georgíumanna um Suður-Ossetíu og Abkasíu. Kákasushéröðin eru kennd við Kákasusfjöll, sem eru tveir fjall- garðar sem liggja milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri. Sunnan megin við syðri fjallgarð- inn er Íran, en norðan megin við nyrðri fjallgarðinn eru rússnesku Kákasushéruðin, þar á meðal Ingúsetía, Téténía og Dagestan. Á sléttunni milli fjallgarðanna eru síðan Georgía, sem er Svarta- hafsmegin, og Aserbaídjan við Kaspíahaf. Elbrusfjall, sem er syðst í Rússlandi, er hæst Kák- asusfjallanna, og gnæfir 5.642 metra upp í loftið. KÁKASUSFJÖLL TVEIR FJALLGARÐAR „Ég kom heim frá Sýrlandi í síðustu viku en er ennþá bergnumin yfir öllu því sem ég upplifði. Þetta var yndislegt frí, frábær matur, menning og saga og hjálpsemi og góðmennska fólksins sem ég hitti snart mig mjög. Að því sögðu verð ég að segja að ég er glöð að vera komin aftur heim til Íslands, þrátt fyrir að hafa yfirgefið 40 gráðu hita á Sýrlandi og komið hingað í 6 gráður. Ég er ennþá formaður Koszmó sem er stúdenta- félag fyrir útlendinga sem stunda nám í íslensku við Háskóla Íslands. Við erum að skipuleggja viðburði fyrir erlenda nema, hjálpum þeim að koma sér fyrir og aðlagast nýjum lífsháttum hér á Íslandi.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier Komin heim frá Sýrlandi „Ég kíkti í miðbæ- inn síðastliðinn föstudag með nokkrum vinum mínum,“ segir Junphen um atburði síðast- liðinnar viku. „Við héldum kveðjupartí fyrir vinkonu mína sem var að flytja aftur út til Póllands. Eftir partíið fórum við svo niður í bæ til að skemmta okkur saman.“ Junphen segir margmenni hafa verið í veislunni og þar hafi verið mikið fjör. Hún er nokkuð leið yfir að sjá á eftir vinkonunni enda hafa þær leigt saman íbúð í sumar. „Hún þurfti að fara aftur heim til Póllands þar sem hún er að fara í skóla. Á laugardaginn fylgdum við henni út á flugvöll en eftir það var ég bara of þreytt til að fara aftur í bæinn svo ég missti af menningarnótt.“ Junphen Sriyoha Vinkonan farin til Póllands VIKA 30 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Algirdas er hæstánægður með móttökurn- ar sem Félag Litháa á Íslandi fékk á menning- arnótt. „Þetta gekk mjög vel og það prófuðu margir að skjóta á körfuna. Svo þótti mér gaman að fylgjast með móttöku karlalands- liðsins í handbolta,“ segir Algirdas sem fylgdist með hátíðarhöldunum í sjónvarpinu. „Einkum þótti mér gaman að sjá stjórnmálamenn fylgja landsliðinu og styðja það. Hand- boltamennirnir eru þjóðhetjur á Íslandi. Þeirra á meðal er Alexander Petersson sem er, eins og við vitum, af erlendum uppruna sem mér þykir sérstaklega skemmtilegt. En að sjálfsögðu var ég mjög stoltur af þeim öllum.“ Algirdas Slapikas Stoltur af gengi landsliðsins Allnokkrar pöddutegundir, áður óþekktar hér á landi, hafa nú numið land í görð- um landsmanna, að sögn Erlings Ólafssonar skor- dýrafræðings hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Hann telur þær hafa getað borist hingað með innfluttum moldar- hnausum, líkt og hinn illræmdi Spánarsnigil, og vill láta banna slíkan innflutning. „Það virðist vera eitthvað að gerast í görðum landsmanna,“ segir Erling. „Þar virðast nýjar skordýrategundir, sem ekki hafa sést hér áður, vera að skjóta upp kollinum og ná sér á strik.“ Erling segir íslensk heiti yfir pöddurnar ekki vera til, þar sem þær hafi verið óþekktar hér á landi. Umræddar tegundir fyrirfinnist í hinum ýmsu Evrópulöndum. „En þetta eru engin skaðræðis- dæmi, líkt og Spánarsnigillinn,“ útskýrir hann og bætir við að sá vágestur finnist nú orðið í nokkr- um mæli hér á hverju ári. Spurður um hugsanlegar skýr- ingar á hingaðkomu þessara nýju landnema segir Erling að til landsins séu fluttar alls kyns gróðurvörur í miklum mæli. „Sumt af þessu kemur hingað í jarðvegshnausum, sem ætti að vera alfarið bannað. Það er fleira í jarðveginum en það sem sést með berum augum. Það eru alls kyns örveirur, bakteríur og sveppir sem geta verið ansi skað- legir,“ bætir hann við. „Þá getur aukin gróska í görðunum verið hluti skýringarinnar, auk þess sem það er að hlýna. Þetta helst allt í hendur.“ Varðandi innflutninginn á jarð- hnausum segir Erling það sína skoðun að alveg sé út í hött að vera að flytja jarðveg milli landa. Vilji menn flytja inn plöntur eigi að gera það með öðrum hætti, svo sem í formi fræja eða stiklinga. Það minnki líkurnar á því að heilmikið lífríki sem enginn viti með vissu hvað innihaldi sé flutt til landsins. jss@frettabladid.is Pöddur nema land GULA FLUGAN Einn landnemanna sem sést hér á vegg hefur enn ekki fengið íslenskt nafn. Hún er einfald- lega kölluð gula flugan. Fræðiheitið yfir hana er hins vegar Lyciella rorida. M YN D /N ÁT TÚ R U FR Æ Ð IS TO FN U N Auglýsingasími – Mest lesið GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Amerískir GE kæliskápar GE kæliskápur verð frá kr.: 229.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.