Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 18
18 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Verðtrygging Deildar meiningar eru um verðtryggingu lána, en hækkun húsnæðislána undanfarið hefur vakið umræðu um hana. Neyslu- verðsvísitala liggur til grundvallar verðtryggingu og því getur hækkun á ein- um vöruflokki leitt af sér hækkun á afborgunum og höfuðstóli lána. Verðtrygg- ingu var komið á árið 1979, en fyrir þann tíma var hún ólöglega á lánum. Hér á landi var ólöglegt að verð- tryggja lán til ársins 1979, þótt til væru verðtryggð ríkisskuldabréf fyrir þann tíma. Árið 1979 var mikil verðbólga hér á landi, lán brunnu upp og einnig innistæður fólks. Alþingi setti þá lög, sem nefnd voru Ólafslög, þar sem verð- trygging var heimiluð. Hún varð fljótlega mjög útbreidd, nánast algild, ekki síst vegna hinnar miklu verðbólgu. Árið 1984 voru sett tímamörk um verðtryggð lán og er verðtrygg- ing útlána til skemmri tíma en fimm ára óheimil og innlána til skemmri tíma en þriggja ára. Verð- trygging, í sinni einföldustu mynd, felur í sér að einhver upphæð, til að mynda á láni, helst óbreytt að kaupmætti þrátt fyrir verðlags- breytingar. Það á því að vera hægt að kaupa nokkurn veginn sömu vörur fyrir hana þrátt fyrir hækk- anir. Hagstofan reiknar mánaðarlega út neysluverðsvísitölu og á henni er verðtryggingin byggð. Meðal- hækkun á vörum og þjónustu sem dæmigerð íslensk fjölskylda kaup- ir hækkar því afborganir á lánum. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir verðtrygg- ingu fátíða í löndum þar sem verð- lag er sæmilega stöðugt. „Í stöðugu verðlagi er verðtrygging nánast óþekkt. Hins vegar hefur hún verið tekin upp í löndum sem hafa átt í vandræðum með verðbólgu og Ísland er tvímælalaust eitt þeirra landa.“ Verðbólga hefur ekki mælst hærri hér á landi síðan í júlí árið 1990. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,5 prósent og hækkun í ágúst- mánuði var 0,9 prósent frá því í júlí, samkvæmt tölum frá Hag- stofu Íslands. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá gagnrýni Alþýðusambands Íslands á tvær opinberar stofnanir, Íslandspóst og Ríkisútvarpið, fyrir fimm prósenta gjaldskrárhækkun. Sú hækkun hefur áhrif á neyslu- verðsvísitöluna sem vegna verð- tryggingar hefur aftur áhrif á lánin. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, var fyrsti flutningsmaður tillögu flokksins um afnám verðtryggingar. „Verð- tryggingin var tekin upp miðað við óeðlilegar aðstæður í íslensku sam- félagi. Þær hafa breyst og því eðli- legt að leggja verðtrygginguna niður,“ segir Jón. Hann segir verðtrygginguna afar slæma fyrir neytendur. „Við höfum haldið þessum afarkostum þannig að hver einasta verðbreyt- ing í veröldinni er á ábyrgð neyt- enda. Við erum með tilbúna reikn- ingsvísitölu sem hefur bein áhrif á kjör almennings. Einn dag í mán- uði er verð kannað og það hefur bein áhrif á afborganir og höfuð- stól lána.“ Björgvin Sigurðsson viðskiptar- ráðherra segir fráleitt að ætla sér að leggja verðtryggingu af við núverandi aðstæður. „Það er popúl- ísk afstaða að vilja afnema verð- tryggingu. Verðtryggingin sem slík er ekki vandamálið, heldur það ótrygga ástand sem við búum við. Ég tel að hún sé dapur fylgifiskur krónunnar og á meðan við erum með okkar sjálf- stæða gjald- miðil þá búum við við verð- tryggingu.“ Gylfi tekur undir þetta. „Verð- tryggingin er merki þess að Íslend- ingar hafa lítið traust á gjaldmiðli sínum, sem hefur verið aumur alla tíð. Menn flýja því í verðtrygging- una, eða þá erlend lán. Krónan á sér svo slæma sögu að menn hafa ekki trú á henni. Óverðtryggð dugar hún því ekki nema fyrir skammtímaskuldbindingar,“ segir Gylfi. Hann segir verðtrygginguna ekki vera vandamálið. „Hún er nánast sjúkdómseinkenni og menn takast ekki á við sjúkdóma með því að banna einkennin. Það þarf að ráðast að rótum vandans. Ef verð- tryggingin er mönnum mikill þyrn- ir í augum er eina leiðin að taka upp annan gjaldmiðil. Gallinn við verðtryggingu er að tök Seðlabankans á stjórn hagþró- unar eru minni en ella þegar hún er landlæg. Það er erfiðara fyrir bankann að hafa áhrif á vexti á verðtryggðum lánum og það er hluti af vanda bankans núna.“ Gylfi segir að á sínum tíma hafi verðtryggingin verið tekin upp vegna þess að óverðtryggða kerfið hafi gjörsamlega hrunið. „Það var ekkert framboð á lánsfé og enginn vildi spara, skiljanlega. Það þurfti að þvinga menn til þess með skyldusparnaði.“ Gylfi og Björgvin telja báðir að afnám verðtryggingar hefði þau áhrif að framboð á lánsfé mundi minnka til muna. Viðskiptaráð- herra telur hana einnig geta komið hinum verst settu verst. „Þá værum við að horfa á lán með breytilegum vöxtum og í verðbólguskoti gæti það sett fólk á hliðina á auga- bragði,“ segir Björgvin. „Samsetningu neysluvísitölunn- ar má vel skoða. Við erum til dæmis með húsnæðisliðinn inni í vísitöl- unni, en ekki Bretar. Það er eðlilegt að menn velti þessu fyrir sér þegar menn sjá höfuðstólinn hækka um margar milljónir. Þá má ekki gleyma hinni hliðinni sem er sú að verið er að verðtryggja sparifé fyrir fjölda fólks og einnig lífeyris- sjóðina. Heil kynslóð missti allt sitt sparifé fyrir verðtryggingu.“ Jón Magnússon segir að skyn- samlegt væri að taka upp annan gjaldmiðil. „Það er hins vegar ekki forsenda þess að leggja verðtrygg- inguna af. Það þarf að gera aðrar ráðstafanir, taka upp reglur um sveigjanlega vexti og víðtækari möguleika varðandi uppgreiðslur lána, eða hraðari afborganir. Verð- tryggingin er ekki eina leiðin til þess að tryggja greiðslur lána. Það er umhugsunarvert að á meðan krónan var í hvað mestu hágengi þá hafði það engin áhrif á neysluverðsvísitöluna. Hún er sterkari en nokkur gjaldmiðill og í staðinn fyrir að lán og afborganir lækkuðu þá hækkuðu þau vegna vísitölunnar,“ segir Jón. Verðtrygging lána er vörn gegn verðbólgu VÍSITALA NEYSLUVERÐS Vísitala neysluverðs samanstendur af fjölda af undirvísitölum. Hér fara helstu flokkarnir, en margir þeirra skiptast í enn fleiri undirflokka. Hækkun á hverjum þessara flokka hefur áhrif á verðtryggð lán: Brauð og kornvörur Kjöt Fiskur Mjólk, ostar og egg Olíur og feitmeti Ávextir Grænmeti, kartöflur o.fl. Sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. Aðrar matvörur Kaffi, te og kakó Gosdrykkir, safar og vatn Áfengi Tóbak Fatnaður Greidd húsaleiga Reiknuð húsaleiga Viðhald og viðgerðir á húsnæði Annað vegna húsnæðis Rafmagn Hiti Húsgögn og heimilisbúnaður Vefnaðarvörur Raftæki Borðbúnaður, glös, eldhúsáhöld Verkfæri og tæki fyrir hús og garð Ýmsar vörur og þjónusta Lyf og lækningavörur Heilbrigðisþjónusta Kaup ökutækja Bílar Rekstur ökutækja Varahlutir Bensín og olíur Viðhald og viðgerðir Annað vegna ökutækja Flutningar á vegum Flutningar í lofti Flutningar á sjó Póstur Símaþjónusta Sjónvörp, myndbönd, tölvur o.fl. Tómstundir, stærri tæki o.fl. Tómstundavörur, leikföng o.fl. Íþróttir, fjölmiðlun og happdrætti Blöð, bækur og ritföng Pakkaferðir Menntun Veitingar Gisting Snyrting og snyrtivörur Skartgripir úr o.fl. Félagsleg þjónusta Tryggingar Fjármálaþjónusta (ótalin annars st.) Önnur þjónusta (ótalin annars st.) HÚSNÆÐI Vegna verðtryggingar hækka húsnæðislán í takti við hækkun á vísitölu neysluverðs. Almennar verðlagshækkanir geta því valdið hækkun á höfuðstól sem og afborgunum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON GYLFI MAGNÚSSON JÓN MAGNÚSSON FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Tíbetar eru ekki eina minnihlutaþjóðin innan landamæra Kína sem telur á sér brotið og unir því illa að lúta stjórnvöldum í Peking. Úígúrar sem búa í Xinjiang-héraði vestast í Kína eru önnur slík þjóð. Meðan á Ólympíuleikunum í Peking stóð voru tvö sprengjutilræði framin af herskáum aðskilnaðarsinnum úr þeirra röðum til að vekja athygli á baráttu þeirra. Og í gær fréttist af átök- um lögreglu og uppreisnar-úígúra í Xinjiang. Hverjir eru úígúrar? Úígúrar eru múslimaþjóð náskyld öðrum Mið-Asíuþjóðum á borð við úsbeka, túrkmena og kasaka. Þær tala allar mál skyld tyrk- nesku. Snemma á 20. öld lýstu úígúrar yfir sjálfstæði, en komm- únistastjórnin í Kína náði fullum yfirráðum yfir búsvæði þeirra árið 1949. Opinberlega er Xinjiang lýst af yfirvöldum í Peking sem sjálf- stjórnarhéraði, líkt og Tíbet sem er suður af Xinjiang. Hvað veldur áhyggjum Kínverja af úígúrum? Kínversk yfirvöld segja herskáa úígúra hafa háð ofbeldisfulla baráttu fyrir sjálfstæðu ríki. Þeir hafi í þeirri baráttu ekki skirrst við að beita hryðjuverkum, sprengjutilræðum, skemmdarverkum og æsa til uppþota. Síðan flugránsárás- irnar voru gerðar í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafa stjórnvöld í Pek- ing leitast við að lýsa aðskilnaðarsinnum úígúra sem íslömskum öfgamönn- um og samherjum al-Kaída-hryðjuverkanetsins. Þau hafa sakað þá um að sækja andlega innrætingu og skæruliðaþjálfun hjá íslömskum öfgamönnum í grannlandinu Afganistan. Fáar haldbærar sannanir fyrir þessum fullyrðing- um hafa þó komið fram. Meðal fanganna sem Bandaríkjamenn hafa haldið föngnum í Guantanamo-herbúðunum á Kúbu eru 20 úígúrar, sem teknir voru höndum í Afganistan. Hvað saka úígúarar Kínverja um? Formælendur úígúra saka kínversk stjórnvöld um að vinna markvisst að því að bæla niður trúarbrögð og menningar- og atvinnulegar hefðir úíg- úra. Á undanliðnum áratug hafa margir framámenn úr röðum úígúra verið fangelsaðir eða leitað hælis erlendis eftir að hafa verið sakaðir um aðild að hryðjuverkum. FBL-GREINING: ÚÍGÚRAR Í XINJIANG-HÉRAÐI Í KÍNA Múslimaþjóð í Kína Barnaspítali Hringsins hefur fengið 2,5 milljóna styrk frá Thorvaldsensfélaginu. Þetta kemur fram á vef Landspítala Háskólasjúkrahúss. Styrkurinn er til gerðar meðferðarefnis fyrir of feit börn og fjölskyldur þeirra. Offita barna hefur aukist á undanförn- um árum en meðferðarúrræði hafa verið af skornum skammti. Á undanförnum árum hefur Barnaspítalinn þróað meðferð vegna offitu barna. Yfir 100 fjölskyldur hafa farið í gegnum námskeiðið „Heilsuskólinn.“ Meðferðarefnið þar er að bandarískri fyrirmynd en nú verður það lagað að íslenskum, aðstæðum. - hþj Barnaspítali Hringsins styrktur: Meðferð vegna offitu barna efld OFFITA BARNA HEFUR AUKIST Yfir hundrað fjölskyldur hafa farið í gegnum námskeiðið „Heilsuskólinn“ með góðum árangri. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.