Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 26
26 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup lést á Landspítal- anum í gærmorgun eftir skammvinn veikindi, 97 ára að aldri. Með honum er genginn einn áhrifamesti kennimaður og samfélags- rýnir Íslendinga á 20. öld. Dr. Sigurbjörn Einarsson gegndi embætti biskups Íslands frá árinu 1959 til 1981. Hann fæddist 30. júní 1911 á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, Vestur-Skaftafells- sýslu; sonur Magnúsar Kristins Einars Sigurfinnssonar, bónda á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, og Gíslrúnar Sigurbergsdóttur hús- freyju. Sigurbjörn brautskráðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og nam almenn trúar- bragðavísindi, klassísk fornfræði og sögu við Uppsalaháskóla í Sví- þjóð. Hann lauk þaðan prófi í grísku, fornfræðum og sögu árið 1936 og hlaut cand. fil.-gráðu frá heimspekideild Stokkhólmshá- skóla árið 1937. Sigurbjörn hlaut prestsvígslu 1938 og þjónaði sem sóknarprest- ur í Breiðabólstaðarprestakalli á Skógarströnd frá 1. sept. 1939 til 1944, þegar honum var veitt Hall- grímsprestakall í janúar 1941. Þar þjónaði hann til 1944 þegar hann var skipaður dósent í guð- fræði við Háskóla Íslands þar sem hann hafði verið settur kenn- ari. Hann var skipaður prófessor í guðfræði 1949 og gegndi því starfi til 1959, þegar hann var vígður biskup Íslands. Hann gegndi embætti biskups Íslands til ársins 1981. Eftir að Sigurbjörn lét af emb- ætti biskups Íslands sinnti hann ýmsum verkefnum, kennslu og ritstörfum. Hann var einn afkastamesti predikari sinnar samtíðar og sinnti þeirri köllun sinni til hinstu stundar. Sigurbjörn kvæntist árið 1933 Magneu Þorkelsdóttur. Hún lést 10. apríl 2006. Börn þeirra eru: Gíslrún, kennari, Rannveig, hjúkrunarfræðingur, Þorkell, tónskáld, Árni Bergur, sóknar- prestur, d. 2005, Einar, prófessor, Karl, biskup Íslands, Björn, sókn- arprestur í Danmörku, d. 2003, Gunnar, hagfræðingur, búsettur í Svíþjóð. Á langri ævi markaði Sigur- björn djúp spor í huga þjóðar sinnar með kærleika sínum og uppörvun, bæði í ræðu og riti. Á ævikvöldi sínu stóð hann uppi sem áhrifamesti boðberi kristn- innar á seinni tímum á Íslandi. Þjóðin stendur líka í þakkarskuld við Sigurbjörn fyrir að vera framvörður íslenskrar tungu og íslensks þjóðernis í áratugi. Sigurbjörn fæddist inn í veru- leika íslenska bændasamfélags- ins og kynntist af eigin raun erf- iðleikum. Móðir hans lést þegar hann var á öðru aldursári og ólst hann upp hjá móðurforeldrum sínum til átta ára aldurs. Uppeldi Sigurbjörns markaðist á fleiri en einn veg af hefðum gamla bænda- samfélagsins, til dæmis lögðu hús- og helgidagalestur grunn sem aldrei bilaði. Hann varð þó fráhverfur trúnni á tímabili sem unglingur en þessi grunnur var til staðar og reyndist honum mik- ilsvert veganesti. Trú sína fann hann þegar hann þurfti á henni að halda, og hvikaði aldrei frá henni síðan. Sigurbjörn var maður jafnaðar og hafði djúpa réttlætiskennd, enda þekkti hann fátækt af eigin raun. Fyrst og fremst var honum þó annt um Ísland, tungumálið og sjálfstæði þjóðarinnar. Hann felldi sig aldrei við erlendan her hér á landi og var formaður Þjóð- varnarfélags Íslendinga 1946–50, og varaði lengi við þeim hættum sem hersetan gæti búið þjóðinni og sérkennum hennar. Dr. Sigurbjörn var í forystu fjölmargra hreyfinga og félaga, þar á meðal Skálholtsfélagsins frá stofnun þess 1949, en endur- reisn Skálholts var honum afar hugleikin. Þrátt fyrir háan aldur dvaldi Sigurbjörn ekki við hið liðna. Hann hafði ávallt óslökkvandi þorsta til að læra og ekki síður til þess að upplýsa og var tamara að ræða tengsl fortíðar og nútíðar í víðum skilningi. Hann hafði ríkan skilning á samtíma sínum og var gagnrýninn á hann, eins og heyra mátti í predikunum hans. Þær eiga ríkt erindi til allra aldurs- hópa. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup látinn DR. SIGURBJÖRN EINARSSON Sigurbjörn hafði ávallt óslökkvandi þorsta til að læra og upplýsa og var tamt að ræða tengsl fortíðar og nútíðar í víðum skilningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MEÐ KONU SINNI Sigurbjörn gekk að eiga Magneu Þorkelsdóttur árið 1933. Þau eignuðust átta börn. Sigurbjörn Einarsson var áhrifaríkasti kirkjufaðir og trúarleiðtogi Íslendinga á síðari öldum; kennimaður, predikari, skáld. Hann var fæddur í fátækt, íslenskum torfbæ, en gaf þjóðinni nýja sýn á tímum vísinda og tækni, óf saman trúar- hita og rökfimi meistara orðsins. Ljóð hans og sálmar munu lifa svo lengi sem íslensk tunga er töluð, vera um ókomna framtíð þjóðinni samferða á stundum gleði og sorgar. Boðskapur Sigurbjörns var fagnaðarerindi kristninnar klætt í íslenskan búning, samofið menn- ingu og sögu þjóðarinnar, gerði Jer- úsalem og Nasaret jafn nálæg okkur og Skálholt og Hóla. Frá kristnitöku á Þing- völlum við Öxará fyrir þúsund árum hafa fáeinir biskupar öðlast heiðurs- sess í hugum þjóðarinn- ar. Í þeirri sveit verður Sigurbjörn um aldir meðal hinna fremstu. Gáfur hans, geislandi nálægð, hlýja og kímni voru okkur öllum dýrmætar gjafir. Sumir töldu sig jafnvel komast næst guði sjálfum í samræðum við Sigurbjörn. Á kveðjustundu þakka ég einnig vináttu og tryggð sem hann ætíð sýndi mér og fjölskyldunni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Gaf þjóðinni nýja sýn Með herra Sigurbirni Ein- arssyni biskupi er genginn mikilhæfur trúarleiðtogi og djúpvitur hugsuður, sem hafði með orðræðu sinni og framgöngu meiri og varanlegri áhrif á íslenskt trúarlíf og þjóðfélag en flestir Íslendingar fyrr og síðar. Allt til hinstu stundar var hann einlægur og virkur í þeirri köllun sinni að efla trúarvitund Íslendinga og mikilvægi kristinnar trúar í daglegu lífi. Prédikanir herra Sigurbjörns bera vott um innsæi hans og sálmar hans og bænir snerta streng í hjarta sérhvers kristins manns. Við andlát hans er Íslend- ingum efst í huga þakklæti fyrir það sem hann veitti þjóð sinni. Hans er minnst sem ástsælasta andlega leiðtoga þjóðarinnar á síðari tímum. Ég færi ástvinum herra Sigurbjörns einlægar samúðarkveðjur ríkisstjórnar Íslands og þjóðarinnar allrar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Djúpvitur hugsuður B A R N A - OG UNGLIN GA BÆ K U R M E T S Ö L U L I S T I 27.08.08 www.forlagid.is Orðabækur eru fyrir alla!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.