Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 34
MORGUNMATURINN: Varske með jarðarberjum. Varske er einhvers konar mjólkurvara sem er á mörkum skyrs og kotasælu sem er mjög gott að stappa ávexti út í. SKYNDIBITINN: Lítið um hefðbundna skyndibita þarna en mikið framboð af smáréttum með bjór, svo sem kjúklingavængjum, svína- eyrum og slíkt. Það er reyndar allt gott með bjórnum þeirra, Svyturys Extra. LÍKAMSRÆKTIN: Að labba rólega um á ströndinni og leggja sig síðan. Einnig að fletta blað- síðum bóka á útikaffihúsi. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Þar sem ég er að reyna að standa vörð um karlímynd mína mun ég ekki kann- ast við að eiga mér uppáhaldsverslun í þessari borg. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Metu laikai (á íslensku: Árstíðir) BEST VIÐ BORGINA: Góð strönd og fallegar konur. borgin mín KLAIPEDA ODDGEIR EINARSSON lögmaður á Opus Verslunin Ilse Jacobsen flutti í Litlatún í Garðabæ í síðustu viku. Af því tilefni var haldin smart teiti í tilefni af opn- uninni. Eigendur verslunarinnar, Ragnheiður Óskarsdóttir og Hallgrímur Thorsteinsson, voru alsæl með daginn enda var margt um manninn og mikið stuð. Haustvörurnar trekktu líka að, nema hvað? Telma Tómasson fréttakona og Birna Baldursdóttir dáðust að haustvörunum. N ýr ritstjóri hefur tekið við starfi Þórunnar Högnadóttur í sjónvarpsþættinum Innlit/útlit. Hún heitir Eidís Anna Björnsdóttir og sér nú um undirbúning nýrrar þáttaraðar sem fer í loftið 23. september næstkomandi. „Einhver benti á mig í starfið, en ég hef mikinn áhuga á innanhússhönnun og öllu sem henni teng- ist,“ segir Eidís sem var aðstoðarritstjóri þátt- anna síðasta vetur, en hefur nú alfarið tekið við starfinu. Eidís hefur fjölbreytta starfs- reynslu að baki. Árið 2003 útskrifaðist hún af fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands, en síðan þá hefur hún unnið að búningagerð fyrir Stelpurnar og Latabæ, verið verslunarstjóri í fatabúðinni Zöru og innkaupastjóri húsgagna- verslunarinnar Habitat. „Starfið er ólíkt því sem ég hef verið að gera áður, en tengist því samt á vissan hátt. Ég sé aðallega um að finna efni fyrir þættina, skipuleggja þá og vinna með pródúsent og klippara,“ útskýrir Eidís. Þáttaröðin sem fer í loftið nú í septemb- er er sú níunda og alltaf virðist vera af nógu að taka, en er aldrei erfitt að finna efnivið í þættina? „Það er til nóg af efni svo maður þarf að velja vel. Fólk sendir líka gjarnan inn hugmyndir og þá þarf maður bara að meta hvað er spennandi,“ segir Eidís. Aðspurð segir hún ýmsar breytingar vera í skoðun og vissar nýjungar muni líklega eiga sér stað í Innliti/útliti í vetur. „Hugs- anlega mun nýtt andlit sjást í þáttunum sem gestur og vera með sín eigin innslög. En það er á algjöru byrjunarstigi enn sem komið er,“ segir Eidís að lokum. Nýr ritstjóri Innlits/útlits Eidís Anna Björnsdóttir er 32 ára fatahönnuður með fjöl- breytta starfsreynslu að baki. Ný og betri Ilse Jacobsen Ragnheiður Óskarsdóttir, eigandi Ilse Jacobsen. Með henni á myndinni eru Halldór Eyjólfsson og Sesselja Ómars- dóttir. Kristín Ásta, starfsmaður hjá Ilse, spjallaði við Mumma í Götusmiðjunni. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur sett íbúð sína í Kópalind 4, Kópavogi, á sölu. Íbúðin er 153 fermetrar, með sér- inngangi, bílskúr og fjórum herbergjum, en auk þess er mikil lofthæð og flott lýs- ing í íbúðinni. Aðspurður segir hann ýmsar ástæður fyrir því að þau hjónin hafi sett íbúðina á sölu, en meðal annars hafi þau langað til að breyta til. Guðmundur segir að lægð á fasteignamark- aðnum að und- anförnu hafi sitt að segja og því sé erfitt að selja. „Við skoðum þetta hugsanlega þegar markaðurinn tekur aftur við sér, en annars erum við mjög ánægð þar sem við erum,“ segir Guð- mundur. Hann ætti þó ekki að örvænta því Hannes Steindórsson stjörnufasteignasali á Remax er með íbúðina og hann gæti selt ömmu sína ef hann langaði til. Selur glæsiíbúðina Kópalind 4. Ekki væri verra ef hús- gögnin myndu fylgja með! Guðmundur Þ. Guðmundsson 4 • FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.