Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 42
 29. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● ljósanótt Nýverið flutti óvenjulegur nýr íbúi inn í helli í Hólmsbergi við smábátahöfnina í Gróf í Reykjanesbæ. Það er fimm metra há og fjögur hundruð ára gömul skessa sem þó er með barnshjarta. Það var Herdís Egilsdóttir rithöfundur sem skapaði skessuna og hún átti líka hugmyndina að því að skessuhellirinn yrði reist- ur á Reykjanesi nú. „Víða um lönd hafa verið gerð söfn í kringum sögupersónur úr barnabókum. Ég nefndi þetta við Árna Sigfús- son bæjarstjóra og hann tók verkefnið strax upp á sína arma.“ Fjöllistahópurinn Norðanbál vann verkefnið í samstarfi við Ás- mund Friðriksson verkefnisstjóra og réð útliti og stærð hellisins. Hann er hlaðinn í kringum smá skúta sem heitir Svartihellir en byggingin kostar tæplega sautján milljónir. Allt sem tengist safninu er stórt í sniðum. Krakkar geta farið ofan í skóna hennar og stór fótsporin. Innanstokksmunir hellisins eru í sama stærðarflokki, borð, stólar og risarúm sem má skríða upp í. „Augu skessunnar eru á stærð við fótbolta og þau hreyfast. Svo andar hún og situr í ruggustól og prjónar þannig að safnið verður líflegt,“ segir Herdís. „Svo er hugmyndin að hengja fötin hennar á snúru meðfram veginum og mála sporin hennar á götur Reykjanesbæjar svo krakkarnir sjái hvar hún hafi verið.“ Herdís hefur skrifað fimmtán bækur um skessuna og vinkonu hennar hana Siggu. Nú er ný bók á leiðinni sem mun fjalla um ævintýri skessunnar í nýja bústaðnum á Suðurnesjum. - ges „Þar sem aðrir sjá drasl sé ég gull,“ segir Jens Hjelm áhuga- ljósmyndari sem heldur sína fyrstu sýningu á æskuslóðun- um í Reykjanesbæ yfir ljósa- næturhelgina. „Ég hef alltaf verið með bíladellu og tekið mikið af myndum af forn- bílahræjum. Fólk spyr mig stund- um hvað ég sé að taka myndir af einhverju djöfulsins rusli. En mér finnst þetta ekkert rusl. Þetta er líf mitt og yndi.“ Jens hefur sýnt mikla þolin- mæði við leit sína að bílhræjum. „Ég geng oft mikið og spyrst fyrir. Einu sinni sýndi Emil Þór, ljós- myndari og mikil fyrirmynd mín, mér mynd sem hann tók af göml- um bíl sem hann vissi ekki hvort væri ennþá til. Það tók mig tvö ár að leita að honum en ég fann hann að lokum. Þannig að ég er alveg þokkalega þolinmóður.“ Í heildina verða 29 myndir á sýningunni en tíu þeirra eru af gömlum bílum. „Síðan er ég með nokkrar landslagsmyndir, mynd af hesti og ýmislegt fleira.“ Sýningin verður haldin í HF- húsinu á Hafnargötu 2 en þar steig Jens einmitt sín fyrstu skref í atvinnulífinu. „Mér finnst þetta alveg ótrúleg tilviljun. Það er skrítið að vera með ljósmynda- sýningu á sama stað og ég byrjaði að vinna þegar ég var lítill tólf ára púki að taka á móti fiskflökum.“ Jens byrjaði að taka myndir um sama leyti og hann byrjaði að vinna. „Ég var ekki nema svona ellefu, tólf ára gamall þegar ég byrjaði að taka myndir. Ég byrj- aði með kodak-kassamyndavél með rúllufilmu. Þá mátti bara taka þrjár myndir af því að það var svo dýrt að framkalla.“ Jens er ekki hrifinn af mikilli myndvinnslu. „Ég vil hafa þetta beint eins og það kemur úr vélinni eins og þegar maður var patti,“ segir hann. „Ég vil hafa þetta ekta.“ - ges 6 Jens hefur alltaf verið með bíladellu og flestar myndanna eru af bílhræjum. Jens tekur líka landslagsmyndir en þessa tók hann í Jökulsárlóni. Þarna heldur Jens Hjelm sjálfur á einni af myndunum sínum. MYND/JENS HJELM Fjársjóðurinn í draslinu Vinna við að klára hellinn er nú í fullum gangi. MYND/VÍKURFRÉTTIR Skemmtilegur skessuhellir O p i ð m á n - f i m 6 - 2 2 • f ö s 6 - 2 0 • l a u 8 -15 B æ j a r h r a u n 2 • H a f n a r f i r ð i • 5 4 4 5 3 0 0 Heilsubyltingin er notalegur staður fyrir fólk sem vill hugsa um líkama og sál. Á staðnum er rúmgóður 85m2 salur fyrir ýmis námskeið eins og jóga, fi t pilates ofl r. Einnig rúmgóður 50m2 fundar og ráðstefnusalur með aðstöðu fyrir 30 manns. Hjá Heilsubyltingunni er aðstaða fyrir nuddara, höfuðbeina og spjaldhryggsmeð- ferðaraðila, heilara ofl r. til að koma inn og vinna sína vinnu sjálfstætt og í ró og næði í útleiguherbergjum Heilsubyltingarinnar. Nánari upplýsingar veittar á opnunartíma. Shake barinn býður 50% afslátt alla opnunarvikuna. Bragðgóðir sheikar fullir af næringu án óþarfa hitaeininga. Í tilefni af opnun Heilsubyltingarinnar á nýjum og glæsilegum stað bjóðum við kort í Ultratone líkams og andlitsmeðferðir á afslætti 1.-6. september. Í Heilsubyltingunni starfa einnig eftirtaldir aðilar, hægt er að panta tíma hjá þeim frá og með 1.sept í síma 544 5300: • Guðný Ragnarsdóttir, höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferðaraðili, hún er einnig reikimeistari og heilari. Hefur sérhæft sig í meðferð ungbarna. • Gyða Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, chinese medicine (nálastungur,) Bach multi-terapi (Bach blómadropa meðferð fyrir börn og fullorðna), heilunarmiðill. • Þór Gunnlaugsson, heilunarmiðill. Í september bjóðum við uppá eftirfarandi lokuð námskeið – ýmist í 6 eða 8 vikur: • Fit Pilates mán, mið, fös kl.6:30-7:25 (55 mín) Kennari Ásdís Guðmundsdóttir • Dansblanda mán, mið, fös kl.7:30-8:25 (55 mín) Kennari Ásdís Guðmundsdóttir • Hádegisjóga mán, fi m kl.11:50-12:40 (50 mín) Kennari Sigga Dís • Meðgöngujóga mán, fi m kl.12:45-14:00 (75 mín) Kennari Sigga Dís • Jóga pilates mán, mið kl.18:30-19:40 (70 mín) Kennari Anna Steele • Magadans mán kl.19:45-21:00 (75 mín) Kennari Sigga Nanna • Bakleikfi mi þri, fi m kl.18:30-19:25 (55 mín) Kennari Viktoría Sigtryggsdóttir • Salsa fyrir einstaklinga þri kl.19:30-20:30 (60 mín) Kennari frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.