Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 66
38 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Nú þegar geisladiskurinn hefur verið ráðandi í tónlistarútgáfu í yfir tvo áratugi þá er það ekki bara undarlegt heldur stórfurðulegt að enn sé ekki hægt að fá þekktustu plötur frægustu hljómsveitar allra tíma í almennilegum geisladiskaútgáfum. Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band, Revolver, White Album og Abbey Road eru allar á meðal bestu verka poppsögunnar, en samt eru útgáfurnar sem eru í boði af þeim á CD algerlega óviðunandi. Umslögin eru ófullkomin endurgerð af gömlu vínylumslögunum, það er ekkert aukaefni og það sem verst er, hljóðblöndun- in er hræðileg. Hljómgæði geisladiska hafa batnað mikið síðustu ár, en útgáfurnar af fyrrnefndum Bítlaplötum eru frá mesta niðurlægingarskeiði geisladisksins hvað hljóð varðar – árunum í kringum 1990. Viðhafnarútgáfur af helstu meistaraverkum poppsins verða alltaf vandaðari og vandaðari og þeim fer stöðugt fjölgandi. Helstu verk U2 og Elton John eru t.d. nú farin að streyma í verslanir í lúxus- búningi og fyrstu plötur Nick Cave eru væntanlegar í vetrarbyrjun. Í fyrra var talað um 40 ára afmælisútgáfu af Sgt. Peppers, en hún kom aldrei. Nú hafa óþolinmóðir aðdáendur hins vegar gripið í taumana. Purple Chick er leynihópur aðdáenda sem hefur útbúið viðhafnarútgáfur af öllum Bítlaplötunum með mun betri hljóm heldur en opinberu útgáfurnar og glás af aukaefni. Sgt. Peppers-útgáfan þeirra er sexföld og Revolver tvöföld svo dæmi séu tekin. Nýlega komu svo safnplötur með bestu tónleikaupptökunum. Þessar útgáfur eru fáanlegar sem niðurhal á netinu og eru ókeypis. Á umslögunum sem hver sem er getur prentað út stendur „fan created disc – NEVER FOR SALE!!!“ Tímaritið Rolling Stone er á meðal þeirra sem hrósa Purple Chick-útgáfunum í hástert. Allt þetta fer leynihópur aðdáenda létt með. Á sama tíma stöðvar helgislepjan og vandræðagangurinn sem hefur loðað við útgáfu á Bítlaefni allt hjá EMI. Nýjar útgáfur á vínyl eru þó skref í rétta átt. Purple Chick bjargar Bítlunum > Plata vikunnar Boys in a Band - Black Dia- mond Train ★★★★ „Þó að tónlist Boys In A Band sé ekki byltingarkennd þá er þessi bílskúrsrokkkeyrsla þeirra félaga sérstaklega kraftmikil og stuðvekjandi. Ein af skemmtilegri plötum ársins það sem af er.“ TJ > Í SPILARANUM Mammút - Karkari Pete Molinari - A Virtual Landslide Stórsveit Guðmundar Inga - Sagan af Eyfa Ýmsir flytjendur - Ég fíla 90‘s The Walkmen - You & Me MAMMÚT THE WALKMEN SGT. PEPPERS Besta plata sögunnar? Vinsælasta, áhrifamesta og að margra mati besta rokkhljómsveit síðasta aldarfjórðunginn er að fara að gefa út nýja plötu. Já, piltarnir í Metallica halda enn að þeir geti rokkað frá sér allt vit. Steinþór Helgi Arnsteinsson athugaði hvort Metallica geti enn framkall- að gott svitabað. Angurværir gítartónar, staðfastar trommur og væminn en ákveðinn Hetfield syngjandi um að sólskin- ið komi aldrei. Svona líður tíminn þangað til hraðinn er aukinn, og síðan enn meira og allt í einu tekur eitthvað One-wannabe gítarriff að hljóma. Síðan rembast allir eins og rjúpan við staurinn án sýni- legrar fullnægingar. Þannig birtist manni nýjasta lag Metallica, The Day That Never Comes, af plötunni Death Magnet- ic sem kemur út í september. Rick Rubin stígur upp í brúna Tíðindi af nýju plötunni komu strax árið 2006 þegar liðsmenn sveitar- innar tilkynntu að samferðamaður þeirra til fimmtán ára, Bob Rock, sem hafði séð um upptökustjórn fyrir Metallica allt frá Svörtu plöt- unni, hefði verið hent úr brúnni og við stjórnvölinn myndi verða eng- inn annar en Rick Rubin. Rick Rubin hefur gert ótrúlega hluti í gegnum tíðina og ekki ein- göngu bjargað heldur beinlínis búið til feril margra sveita og tón- listarmanna. Af hverju ætti hann ekki að geta blásið nýju lífi í feril Metallica? Hann gat jú gert John- ny Cash aftur hipp og kúl þrátt fyrir að Cash væri kominn yfir sextugt. Afturhvarf til gamla skólans Death Magnetic markar einnig fleiri tímamót. Piltarnir hafa sagt skilið við Elektra-plötufyrirtækið og gerast heiðarlegir með því að gefa út beint undir merkjum Warn- er-bræðranna. Sá hátturinn var líka hafður á við gerð plötunnar að allir fengu að koma með sitt framlag við hvert einasta lag hennar. Lýðræði á sem sagt að ríkja núna innan her- búða Metallica og sálfræðitryllir- inn sem einkenndi gerð St. Anger átti að vera á bak og burt. Og þótt efnið á Death Magnetic sé að nokkru leyti leifar frá St. Anger-tímabilinu þá átti hún ekki að eiga neitt skylt við þau „mistök“ eins og margir vilja kalla St. Anger. Nei, afturhvarf til gamla skólans var boðað. Með nostalgíuglampa í augum Lítum samt aðeins á staðreyndirn- ar: Starfsaldur Metallica fer að nálgast þrjátíu ár, þeir ákváðu að fá Rick Rubin, meistarann mikla, til að lífga upp á sig, þeir kasta fram frösum í viðtölum eins og: „Okkur hefur aldrei liðið betur í hljóðverinu“ og „Nýja efnið og hvernig við vinnum það minnir okkur á gömlu tímana, frá Master og Justice tímabilinu“, og svo heit- ir nýja platan Death Magnetic. Ég meina, hvað á maður að halda annað en að hér séu á ferð gamlir menn með nostalgíuglampa í augum sem langar til að klófesta eitthvað sem þeir höfðu en týndu fyrir góðum áratug síðan? Þeir fá þó allavega prik í kladd- ann fyrir að reyna og það verður ekki af því skafið, Death Magnetic minnir um margt á gömlu tímana. Ég nefndi það til dæmis áðan að við hlustun á nýja slagaranum væri One oft ofarlega í huga. Annað lag, My Apocalypse, minnir einnig ískyggilega mikið á Master of Puppets. Svo er líka annað lag sem heitir The Unforgiven III (!). Verst við þessi lög að þau eru ekki nærri eins góð og fyrirrennarar þeirra. Afturhvarf til gamla skólans METALLICA Rob Trujillo bassaleikari, Kirk Hammet gítarleikari, James Hetfield söngvari og Lars Ulrich trommuleikari. Metallica gefur út nýja plötu í september sem þeir segja að sé afturhvarf til gullaldarára sinna. Ráðstefna um snertifleti tónlistar og kvikmynda verður á tónlistar- dagskrá Alþjóðlegrar kvikmynda- hátíðar í Reykjavík, eða RIFF. Sjónum verður beint að heimild- armyndinni Heima og skoðað hvað gerði þá mynd eins vinsæla og vel heppnaða og raun ber vitni. Til þess eru kallaðir umboðsmaður Sigur- Rósar, Kári Sturluson, Brad Abramson, varaforseti heimildar- deildar VH1, fulltrúi True North og Stefan Denitriou hjá EMI. Þá verður fjallað um hljóðspor, eða „soundtrack“ og hvernig tónlist og kvikmyndir geta aukið sölu hvort á öðru. Til þess eru fengnir Eric Michon frá Universal Music í Frakklandi og Thomas Jamois, for- stjóri hljóðsporadeildar Naïve. Loks verða samningar og samn- ingsvandamál rædd. Mikkel Malt- ha frá Zentropa í Danmörku og Elisa Lundgren leiða gesti úr frum- skógi lagalegra vandkvæða í Evr- ópu en Atli Örvarsson fræðir gesti um aðferðir Hollywood við kaup á tónlist í kvikmyndir. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu 2. október og kostar 15.000 krónur að taka þátt, hádegismatur innifalinn. Hægt er að skrá þátt- töku í gegnum netfangið register@ riff.is. -kbs Ráðstefna á RIFF FYRIRMYND Heimildarmyndin Heima um tónleikaferð Sigur Rósar telst afar vel heppnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Skakkamanage hefur ákveð- ið að breiða út boðskapinn og gefa smáskífu með tveimur lögum. Skífuna má nálgast á netinu. „Við erum nýbúin að klára plötu og stefnum á að gefa hana út 1. október. Við ákváð- um í tilefni af því að platan er tilbúin að taka tvö lög og setja á netið. Þannig að fólk fái forsmekkinn,“ segir Svav- ar Eysteinsson, liðsmaður sveitarinnar. En af hverju að gefa skífuna? „Það er rosalega erfitt að átta sig á hvernig plötu- markaðurinn er, hann er eitthvað svo skrít- inn um þessar mundir. Við lifum í stafræn- um heimi. Við ákváðum því að í staðinn fyrir að fara út í það fyrirtæki að gefa út þessi tvö lög væri sniðugra að gera þetta svona. Svo er kreppa og enginn á pening. Þá vantar bara að meira af hlutum séu ókeypis,“ segir Svavar. Smáskífan verður að duga aðdáendum í bili því einhver bið er á tónleikum með sveit- inni. „Við erum svolítið hing- að og þangað þessa stundina. En það verða örugglega tón- leikar með haustinu. Svo verð- ur partí og læti þegar platan kemur út.“ Svavar vonar að uppátækinu verði vel tekið. „Við vonumst til þess að þetta kveiki gríðarlega eftirvæntingu og löngun eftir nýju plötunni og fólk komi sér saman um að kaupa hana.“ Smáskífuna má nálgast á skakkapopp.is. - kbs Frí smáskífa á netið SKRIFUM LOKIÐ Upptökum á nýrri plötu Skakkamanage er lokið og smáskífa komin á netið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL R. Við leitum að duglegu starfsfólki í verslanir okkar. Við leggjum mikið upp úr því að starfsfólki okkar líði vel í vinnunni og rekum öflugt félagslíf. Einnig nýtur starfsfólk fjölda fríðinda. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára. Umsækjendur fylli út umsókn á www.10-11.is eða hafi samband við verslunarstjóra í næstu verslun. Skemmtileg vinna með skemmtilegu fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.