Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 67
FÖSTUDAGUR 29. ágúst 2008 39 Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson munu leiða saman hesta sína í New York 9. september. Það verð- ur í fyrsta sinn sem listamennirn- ir spila hvor sitt efni á tónleikum í Ameríku. „Fyrst var mér boðið út til að spila á hátíð sem heiti East Vil- lage Radio Festival,“ segir Ólöf. „Svo ákvað ég í framhaldi af því að skipuleggja fleiri tónleika og þá stilltum við upp einum saman, ég og Skúli.“ Ólöf kom að plötunni hans og öfugt og gefur það atburðunum sérstakan tón. „Við ætlum eitt- hvað að spila, hvort með öðru, sem er mjög gaman. Þetta eru fyrstu tónleikarnir með efninu af plötum okkar beggja, í Ameríku. Við höfum einu sinni spilað á sömu tónleik- um, en þá spiluðum við ein.“ Einn- ig segir hún ánægjulegt að fá að sjá þá erlendu tónlistarmenn sem komu að plötu Skúla spila með honum. Ólöf er annars á sífelldum þvælingi um heiminn. Núna síð- ast spilaði hún með frænda sínum, Ólafi Arnalds, í Brussel og svo styttist í risahátíðina WOMEX. „Ég gerði mér eiginlega enga grein fyrir því hvað hátíðin væri stór fyrr en að það var í höfn að ég myndi spila. Það kom mér skemmtilega á óvart.“ En hvenær má búast við nýju efni frá Ólöfu? „Annaðhvort kemur það rétt fyrir jólin eða ég sleppi því að strekkja mig á því og þá kemur það líklegast í jan- úar eða febrúar. Það ræðst af ýmsu, hvernig gengur með son minn og svona.“ - kbs Skúli og Ólöf sameinast í NY SÍFELLT Á FLANDRI Ólöf Arnalds spilar með Skúla Sverris í New York. Nas er níunda plata Nasir Jones. Hún átti upphaflega að heita Nigg- er (eða Nigga), en rapparinn hætti við þá nafngift eftir hörð mótmæli úr ýmsum áttum, meðal annars frá Jesse Jackson og Fox-sjón- varpssstöðinni. Í staðinn er platan nafnlaus. Textarnir á nýju plötunni eru pólitískari en oft áður og fjalla um bandarískt þjóðfélag í dag og stöðu þeldökkra. Myndin á umslag- inu og nöfn laganna gefa tóninn: America, Ni**er (The Slave and the Master), Sly Fox (sem er gagn- rýni á Fox) og Black President. Nas er firnaflinkur rappari. Það verður seint leiðinlegt að hlusta á hann, hvað sem hann tekur fyrir, en hér er hann í stuði og það renn- ur upp úr honum snilldin. Tónlistarlega er platan nokkuð þétt þó að hún brjóti ekki blað. Á meðal taktsmiða eru Salaam Remi, Mark Ronson, stic.man úr Dead Prez og Polow da Don sem á heið- urinn af smáskífulaginu Hero. Á meðal þeirra sem syngja og rappa á plötunni með Nas eru Busta Rhymes, The Game, Keri Hilson og The Last Poets. Á heildina fín plata frá einum af meisturum rappsins. Trausti Júlíusson Pólitískur Nas TÓNLIST Án titils Nas ★★★★ Nas sannar að hann er einn af flinkustu röppurum sögunnar á sér- staklega pólitískri plötu. Ekkert lát virðist vera á Abba- æðinu sem runnið hefur á landann eftir frumsýningu kvikmyndarinnar Mamma Mia! Alls hafa nú yfir sex þúsund eintök selst af geisladisknum með tónlist- inni úr myndinni. Þá hefur kvikmyndin, sem skartar stórleikurum á borð við Meryl Streep og Pierce Brosnan í aðalhlutverkum, notið fádæma vinsælda. Vel yfir 80 þúsund Íslendingar hafa séð myndina í kvikmyndahúsum, sem gerir hana að stærstu mynd ársins til þessa. Ótrúlegar vinsældir Það mætti halda að FBI héldi sérstaklega upp á Guns ´N´ Roses. Bloggarinn Kevin „Skwerl“ Cogill fékk all- tént að kenna á því þegar hann lak næstum tilbúnum lögum af hinni alræmdu Chinese Democrazy á vefsíðu sína. Kevin var hand- tekinn með látum á miðvikudaginn fyrir grun um brot á höfund- arréttarlögum. Kevin hefur áður lekið lögum Guns N‘ Roses, nú seinast í júní. FBI heimsótti hann einnig þá, en sleppti honum stuttu síðar. Chinese Democrazy hefur verið svo lengi í smíðum að Dr. Pepper-gosfram- leiðendurnir eru sagðir ætla að gefa öllum Banda- ríkjamönnum dós ef plat- an kemur út fyrir lok árs. FBI ætlar greini- lega að sjá til þess að platan komi út lög- lega, þegar og ef hún loksins kemur. -kbs Tekinn fyrir leka VINUR FBI? Axel Rose og félagar í Guns ´N´ Roses fengu hjálp við að stoppa Kevin í að leka lögum þeirra á netið. MAMMA MIA! Platan hefur selst í yfir sex þúsund eintökum á Íslandi. Lystigarðurinn í rökkurró að venju Draugagangan Minjasafnið og Leikfélag Akureyrar Sjónlistarverðlaunin 2008 opnun á verkum tilnefndra listamanna Dulmögn Djúpsins Anna Gunnarsdóttir bæjarlistakona Saga Dátans Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyrar Agora Sirkuz Iceland við Samkomuhúsið Hjaltalín í göngugötunni New Icelander Freya Olafsson Húsið - Rósenborg Tískusýning Christu í göngugötunni Bubbi Morthens útitónleikar í Gilinu Ástarkakan Bakaríið við Brúna og MS Akureyri bjóða í kvöldkaffi Ástarsafnið opnar ást Akureyringa alls staðar Fljúgandi furðufugl Anna Richardsdóttir bæjarlistakona og Ragga Gísla Helgin 29. og 30. ágúst nánari upplýsingar á www.visitakureyri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.