Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 74
46 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Hvít-rússneska liðið FC BATE Borisov er komið alla leið inn í Meistaradeildina eftir að liðið sló út búlgarska liðið PFC Levski Sofia í 3. umferð forkeppn- innar. BATE-liðið hafði áður sleg- ið Valsmenn út úr keppninni í fyrstu umferð og belgíska stórlið- ið RSC Anderlecht út úr annarri umferð. „Við sáum að þetta var alvöru fótboltalið. Það kemur hins vegar á óvart að þeir séu komnir alla leið inn í riðlakeppnina,“ sagði Guð- mundur Benediktsson en hann og aðrir Valsmenn voru greinilega að glíma við mjög sterkt lið í fyrstu umferðinni þar sem Valur tapaði 0-3 samanlagt. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1999 þegar for- keppnin varð fyrst spiluð í þrem- ur umferðum sem andstæðingar íslensks liðs fara alla leið inn í riðlakeppni Meistaradeildar- innar. Slóvakíska liðið FC Kosice fór reyndar inn í Meistaradeildinni 1997 eftir að hafa unnið Skagamenn en þá voru aðeins spilaðar tvær umferðir í undankeppni Meistara- deildarinnar. „Ég held að það hafi verið hægt að vera heppnari með drátt í þessu og það voru mörg önnur lið sem maður hefði frekar kosið að lenda á móti,“ segir Guðmundur „Ég er þá bæði að tala um lið sem við hefðum átt meiri möguleika gegn en einnig meira spenn- andi lið. Við getum samt alltaf sagt að við höfum spilað á móti þessum þegar við förum að fylgjast með meistaradeildinni,“ sagði Guðmundur sem kemur til með að lýsa leikjum liðsins á Stöð2 Sport í vetur. „Ég verð að halda með þeim aðeins og vera aðeins hlutdræg- ur,“ sagði Guðmundur í léttum tón. Hann býst ekki við að þeir spili heimaleiki sína í Meistara- deildinni á sama stað og Valsmenn léku. „Ég hugsa að þeir muni spila á Þjóðarleikvanginum í Mínsk en við spiluðum í Borisov sem er í nokkurra klukkutíma fjarlægð frá höfuðborginni,” segir Guð- mundur. - óój Andstæðingar Valsmanna, FC BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, fór alla leið inn í Meistaradeildina: Við sáum að þetta var alvöru fótboltalið LÝSIR LEIKJUM BATE Guðmundur Benediktsson segir Bate-liðið hafa komið sér á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/ V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . HVER VINNUR! 12. KEMUR Í VERSLANIR 28. ÁGÚST FÓTBOLTI Það var mikil spenna í loftinu í Monte Carló í gær þegar dregið var í riðla fyrir Meistara- deildina í vetur. Það er ólíkt hlut- skipti ensku liðanna í drættinum fyrir riðlakeppni í Meistaradeild- inn, því á sama tíma og Manchest- er United og Chelsea virðast eiga greiða leið inn í 16 liða úrslitin þá gæti það orðið mun erfiðara verk- efni fyrir lið Arsenal og Liverpool að komast upp úr sínum riðlum. Manchester mætir Celtic Evrópumeistararnir í Manchester United drógust á móti skosku meisturunum í Celtic sem ætti að vekja mikla lukku í Bretlandi. Í riðlinum eru einnig Villareal frá Spáni og danska liðið Aalborg. „Við elskum alltaf að dragast á móti Evrópumeisturum eins og við gerðum líka síðast. Við ætlum bara að endurtaka leikinn og kom- ast aftur áfram og það er alveg ljóst að þetta verða frábærir leik- ir á móti Manchester United,“ sagði Scott McDonald, framherji Celtic. Þetta er í annað skiptið á þrem- ur árum sem United og Celtic dragast saman í riðil. Chelsea er í fínum málum, eins og mótherjar þeirra í úrslitaleikn- um síðasta vor, því liðið mætir ítalska liðinu Roma og svo Bor- deaux frá Frakklandi og rúm- enska liðinu Cluj. Það vita fáir eitthvað um rúmenska liðið en að öllu eðlilegu þá ættu Chelsea og Roma að skila sér upp úr þessum riðli. Arsenal lenti í mjög sterkum riðli með Porto, Fenerbahce og Dynamo Kiev og á bæði löng ferð- lög og erfiða leiki framundan. Fernando Torres snýr aftur heim til Atlético Madrid því Liver- pool dróst í riðil með spænska lið- inu. Liverpool keypti Torres frá Atlético fyrir rúmu ári síðan en hann var þá fyrirliði liðsins og aðalstjarnan. Liverpool á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum því í riðlinum eru einnig hollensku meistararnir í PSV og franska liðið Marseille. „Við erum með Fernando og fullt af öðrum spænskum leik- mönnum þannig að það verður gríðarlegur áhugi fyrir þessum leikjum,“ sagði Rick Parry, stjórn- arformaður Liverpool um viður- eignina á móti Atlético. Erfitt hjá Real Madrid Dauðariðillinn verður væntanlega riðill H þar sem stórliðin Real Madrid og Juventus drógust saman og þriðja lið riðilsins er síðan rússneska liðið Zenit St. Pet- ersburg sem varð Evrópumeistari félagsliða á síðasta tímabili. Síð- asta liðið í riðlinum ættu Íslend- ingar að þekkja betur en margir því BATE hefur slegið út íslensku meistarana tvö síðustu ár. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona geta verið nokkuð lukkulegir með sinn riðil en þeir drógust á móti Sporting Lissabon, Basel frá Sviss og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Fyrstu leikdagar Meistaradeild- arinnar verða 16. og 17. septemb- er næstkomandi. ooj@frettabladid.is Torres fer aftur heim til Madrídar Ensku liðin voru ekki jafn heppin þegar dregið var í riðla í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Real Madrid, Juventus og Evrópuemeistarar félagsliða í Zenit drógust öll í sama riðli ásamt Valsbönunum úr Bate. NÚ OG ÞÁ Spánverjinn snjalli Fernando Torres kom frá Atletico Madrid (til vinstri) til Liverpool (til hægri) þar sem hann spilar í dag. NORDICPHOTOS/AFP RIÐLARNIR SEX MEISTARADEILDIN 2008-09 A-riðill Chelsea Roma Bordeaux Cluj B-riðill Internazionale Werder Bremen Panathinaikos Famagusta C-riðill Barcelona Sporting Basel Shakhtar Donetsk D-riðill Liverpool PSV Eindhoven Marseille Atlético de Madrid E-riðill Manchester United Villarreal Celtic Aalborg F-riðill Lyon Bayern München Steaua Fiorentina G-riðill Arsenal Porto Fenerbahce Dynamo Kyiv H-riðill Real Madrid Juventus Zenit BATE Borisov FÓTBOLTI Leifur Garðarsson var í gær rekinn sem þjálfari Fylkis í Landsbankadeild karla, aðeins þremur dögum fyrir undanúr- slitaleik liðsins á móti Fjölni í VISA-bikar karla. Síðasti leikur Leifs með Fylki var 0-2 tap á heimavelli á móti KR en Fylkir hefur aðeins unnið 1 leik af síðustu 11 deildarleikjum sínum. Leifur hefur þjálfað Fylki í þrjú sumur en liðið er sem stendur í 10. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti og með leik meira en HK sem er í 11. sætinu. Það verða Páll Einarsson og Sverrir Sverrisson, fyrrum leikmenn Fylkis, sem taka við liðinu út tímabilið og fyrsti leikur þeirra verður undanúrslitaleikur- inn á móti Fjölni á Laugardals- vellinum á sunnudaginn. - óój Landsbankdeild karla: Leifur rekinn REKINN Leifur Garðarsson, stjórnaði Fylkisliðinu í 54 leikjum og liðið vann 17 þeirra en tapaði 22. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Atli Viðar Björnsson tryggði FH 1-1 jafntefli í seinni leik liðanna í UEFA-bikarnum í Birmingham í gærkvöldi. Aston Villa vann fyrri leikinn 4-1 á Laugardalsvellinum og sætið í riðlakeppninni var því aldrei í hættu en FH-liðið sýndi allt annan og betri leik en heima á Íslandi og fagnaði í lokin sögulegum úrslit- um. „Við erum ánægð- ir með leikinn og ánægðir með úrslitin. Við lágum til baka og vorum minna með boltann en við vorum að fá sóknir og flott færi. Það var allt annar bragur á lið- inu í dag, við vorum að berjast hver fyrir annan. Þetta var flott fyrir okkur og flott fyrir klúbbinn,” sagði Atli Viðar eftir leikinn. Íslensk lið höfðu tapað þrettán leikjum í röð á móti enskum liðum í Evr- ópukeppninni fyrir leik Aston Villa og FH á Villa Park í gær. Tíu þessara tapa höfðu verið með þremur mörkum eða meira. „Við ætluðum að gera allt til þess að ná í jafnteflið því við vitum að svona úrslit telja þegar árangur í Evrópukeppninni er gerður upp. Það gerir það að verkum að við erum í efri styrk- leikaflokki en ÍA og fáum þar með léttari andstæðinga í fyrstu umferð eins og gerðist í ár,” segir Atli Viðar og með þessu jafntefli ætti staða FH-liðsins að batna í Evrópukeppninni á næsta ári. „Ef FH heldur áfram að komast í Evrópukeppni eins og klárlega er markmiðið og stefnan í krikanum þá vorum við að leggja þarna inn á bankabók,“ sagði Atli Viðar. Craig Gardner kom Aston Villa í 1-0 á 27. mínútu en Atli Viðar nýtti sér mistök Brad Friedel í marki Aston Villa og jafnaði leikinn þremur mínútum síðar. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson átti þá góða fyrirgjöf eftir samspil við Björn Daníel Sverrisson. Friedel sló bolt- ann beint til Atla Viðars sem lagði hann fyrir sig og skoraði örugg- lega. „Ég hafði ekki spilað í þrjár vikur en fékk að spila í 60 mínútur og er mjög ánægður með það. Heimir sýndi mér traust og lét mig byrja. Það er gaman að geta sagt að að maður hafi skorað á Villa Park. Ég sá þegar boltinn kom til mín að ég hafði tíma og það var því bara spurning um að vera yfirvegaður, leggja hann fyrir sig og finna það hvar var hægt að setja hann í markið,“ sagði Atli Viðar en hann og margir í liðinu ætla að eyða næstu dögum í Bret- landi og hlaða batteríin fyrir loka- sprettinn í deildinni þegar FH spil- ar fimm síðustu leiki sína á aðeins tveimur vikum. - óój FH varð í gær fyrsta liðið til að ná jafntefli gegn ensku liði í Evrópukeppni: Atli Viðar jafnaði á Villa Park BARÁTTA Davíð Þór Viðarsson í baráttu við markaskorara Aston Villa Craig Gardner. NORDICPHOTOS/GETTY AFTUR AF STAÐ Atli Viðar Björnsson. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.