Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 30. ágúst 2008 — 235. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG NÆSTUM NYIR BILAR www.heklanotadirbilar.is Laugardag Opið í dag Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Hannaðu heimilið með Tengi Haustbæklingur Express ferða fylgir Fréttablaðinu í dag. UNDIRBÚNINGUR Jóhanna Kristjónsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir dáðust að kjóli Bjarkar Guðmundsdóttur sem verður boðinn upp. SKAPLEGT VEÐUR Í dag verða austlægar áttir, 3-10 m/s, stífastar SV-til. Skúrir á suðurhelmingi lands- ins annars úkomulítið og bjart með köflum norðan til. Hiti 10-17 stig, hlýjast nyrðra. VEÐUR 4 13 16 14 1313 LANGAR AÐ BÚA Í BAJA Þórir Sæmundsson á fjölum Þjóðleikhússins í vetur 34 REYKJAVÍK Leikskólaráð Reykja- víkur samþykkti í gær drög að reglum um greiðslur til foreldra sem eru heima með börn sín og nýta ekki leikskóla eða komast ekki að á þeim. Verkefnið var kynnt í meirihluta F-lista og Sjálf- stæðisflokks. Þá var framsóknar- konan Fanný Gunnarsdóttir mót- fallin greiðslunum. Hún er nú varaformaður ráðsins og sam- þykkti þær á fundinum í gær. Kostnaður við verkefnið er 260 milljónir sem dreifist á næstu tvö ár. Það verður tekið til endurskoð- unar að ári liðnu. Fanný segist ekki hafa skipt um skoðun frá því í vor þegar hún var mótfallin tillögunum. „Ég var búin að lýsa yfir andstöðu við hug- myndina og ég er í prinsippinu ekki manneskja sem skiptir ótt og títt um skoðun. Hitt er að búið var að samþykkja verkefnið og það var einfaldlega komið það langt að það hefði verið ábyrgðarhluti að leggjast gegn því,“ segir Fanný. Hún segir allan undirbúning hafa farið fram og því sé erfitt að hætta við. „Svo verður maður að spyrja sig hver ábyrgð stjórnmála- manna sé. Þetta tekur gildi nú á mánudaginn og foreldrar hafa eflaust margir hverjir gert ráð fyrir þessari greiðslu í sínum áætlunum. Á þá bara að hætta við með þriggja daga fyrirvara?“ Upphaflega var gert ráð fyrir að einungis foreldrar með börn á bið- listum gætu fengið heimgreiðsl- urnar. Nú hafa foreldrar val um greiðslurnar fram til 24 mánaða aldurs barns, óháð biðlistum. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingar í leikskóla- ráði, segir heimgreiðslurnar vera gríðarlega afturför í jafnréttis- málum. „Reynsla Norðmanna sýnir að þetta eru kvennagildrur. Vandinn er mikill og við viljum leysa hann á ábyrgan hátt til fram- búðar. Hraða uppbyggingunni, lækka leikskólaldur og lengja fæð- ingarorlofið til dæmis,“ segir Bryndís. Hún segir nær að nýta 260 millj- ónirnar í uppbyggingu í leikskóla- málum. „Þarna fara gríðarlega miklir peningar til margra og nær væri að byggja upp leikskólana, fjölga starfsfólki og bæta þjónust- una.“ - kóp SVO SKAL ÉG PRJÓNA Á ÞIG G-STRENG Jakob Frímann Magnússon vildi ekki kaupa heimaprjónaða húfu af Auði Haralds en íhugar hvort hann eigi að þiggja höfðing- legt boð hennar um kennslu í súludansi. Á RÖKSTÓLUM 24 UMHVERFISMÁL Íbúar á Héðinshöfða í Tjörneshreppi telja sig ekki geta haldið áfram landbúnaði og búsetu á jörðum sínum, komi álver á Bakka. Jarðirnar og heimilin verði jafnframt verðlaus, því enginn vilji búa beint á móti álveri. Upplýsingar um líklegt þynningarsvæði, sem er áhrifasvæði mengunar frá álverinu, hafi verið mis- vísandi og það hafi minnkað í áranna rás. Í fyrstu hafi því ekki verið leynt að búseta yrði ómöguleg á svæðinu, en nú sé talað um að mengunin verði einungis inni á lóð álversins. Lítið hafi verið rætt við íbúana um hvað framtíðin beri í skauti sér, né þeir spurðir álits. Eitt sinn hafi verið uppi hugmyndir um að taka jarðirnar eignarnámi, en þær reynst óframkvæmanlegar. Bergur Elías Ágústsson, sveitar- stjóri Norðurþings, og Kristján Þ. Halldórsson, verk- efnisstjóri Alcoa í samfélagsmálum á Norður landi, neita þessu með öllu. - kóþ / sjá síður 28-31 Íbúar á Héðinshöfða segja álver á Bakka gera búsetu á höfðanum ómögulega: Óttast að missa heimili sín STJÓRNMÁL Endurskoða þarf verka- skiptingu innan stjórnarráðsins og athuga hvort stofna skuli sérstakt ráðuneyti efnahagsmála, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Efnahags-, viðskipta-, og ríkis- fjármálum gæti verið betur komið á einni könnu, núverandi verka- skipting hafi ekki gefið góða raun. Þetta kom fram í ræðu hans á flokk- ráðsfundi VG í Reykholti í gær. Steingrímur segir efnahagsvand- ann vera afleiðingu stóriðjustefnu, skattalækkana og einkavæðingar bankanna. Hann hvetur til þjóðar- sáttar um efnahagsaðgerðir og segir sinn flokk reiðubúinn til sam- starfs í þeim efnum. - kóþ / - bþs Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstri - grænna: Vill ráðuneyti efnahagsmála Heimgreiðslur kosta borgina 260 milljónir Leikskólaráð Reykjavíkur ráðgerir að greiða foreldr- um 35 þúsund krónur á mánuði fyrir að vera heima með barn sitt. Valkvætt fram til 24 mánaða aldurs. GÓÐGERÐARMÁL Unnið var fram á nótt við að raða upp fyrir góð- gerðarmarkað sem haldinn verð- ur í Perlunni í dag til styrktar stúlknaskóla í Jemen. Á markaðnum ætlar Jóhanna Kristjónsdóttir að bjóða upp á svokallaðar Fatimukökur. „Þetta er dæmigerð jemensk hátíðarkaka og í henni er mikið af hunangi og smjöri. Þær eru mjög vinsælar í Jemen en þekkj- ast ekki í hinum arabalöndunum og því fannst okkur kjörið að bjóða upp á þær,“ segir Jóhanna. Markaðurinn hefst klukkan 10 í dag og stendur til 18. Á sunnu- daginn hefst markaðurinn klukk- an 12 og stendur til 17. - vsp Jemenmarkaðurinn hefst í Perlunni í dag: Bjóða Fatimukökur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.