Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 12
12 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 190 4.207 -0,61% Velta: 1.409 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,69 +0,00% ... Atorka 5,05 +0,00% ... Bakkavör 26,55 +0,38% ... Eimskipafélagið 14,40 +1,41% ... Exista 7,60 -2,56% ... Glitnir 15,05 -1,95% ... Icelandair Group 20,10 +0,00% ... Kaupþing 707,00 -0,42% ... Landsbankinn 24,00 +0,00% ... Marel 86,00 +0,23% ... SPRON 3,60 +4,35% ... Straumur- Burðarás 9,15 -1,30% ... Össur 90,50 -0,22% MESTA HÆKKUN SPRON +4,35% EIMSKIPAFÉLAGIÐ +1,41% FØROYA BANKI +0,63% MESTA LÆKKUN EXISTA -2,56% GLITNIR -1,95% STRAUMUR -1,30% Hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi var 3,3 pró- sent samkvæmt endurskoðaðri áætlun viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Fyrri áætlun gerði ráð fyrir 1,9 prósenta hag- vexti á öðrum ársfjórðungi. Mest munaði um að útflutning- ur var meiri og innflutningur minni en fyrri áætlun gerði ráð fyrir, en lægra gengi Bandaríkja- dals ýtti undir útflutning. Fram- lag utanríkisviðskipta til hag- vaxtar hefur ekki verið meira síðan 1980. Þjóðartekjur uxu hins vegar mjög lítið, eða aðeins 1,9 prósent. Þó að þessar tölur bendi til þess að bandarískt efnahagslíf standi betur af sér efnahagsþrengingar síðustu mánaða telja hag- fræðingar að viðsnúningur verði á síðari helmingi ársins, en sam- dráttur í heimshagkerfinu mun draga úr eftirspurn eftir banda- rískum útflutningi og almenning- ur í Bandaríkjunum halda áfram að draga úr neyslu. Hagfræðing- ar hafa einnig sett spurningar- merki við lágt verðbólgumat í áætluninni. Tölur sem birtar voru á föstu- dag sýna að verðbólga í júlí var hin mesta síðan í febrúar 1991. Einkaneysla dróst saman um 0,4 prósent að raunvirði og ráðstöf- unartekjur um 1,7 prósent, en allt er þetta talið renna stoðum undir þá skoðun að hagvöxtur á síðari árshelmingi verði lítill eða eng- inn. - msh Óvænt hækkun á hagvexti vestanhafs Verðbólga neysluverðs í Evrópu í ágúst var 3,8 prósent í samanburði við 4,1 prósent mánuðinn á undan, sem er umtalsvert umfram væntingar greiningardeilda. Hag- stofa Evrópu, Eurostat, birti einnig niður- stöður úr könnun á væntingum neytenda og fyrirtækjastjórnenda til framtíðarinnar, sem sýna aukna svartsýni. Væntinga- vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár. Þessar fréttir eru taldar auka þrýsting á Seðlabanka Evrópu að lækka stýrivexti, en næsta vaxtaákvörðun bankans verður tekin 4. september. Talsmaður bankans sagði í viðtali við fréttastofu Bloomberg að bank- inn teldi verðbólguþrýsting þó enn óvið- unandi og að vextir væru í samræmi við aðstæður. Bankinn hækkaði vexti í júní í 4,25 prósent. Á fimmtudag sagði forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, að á fundi efnahags- og fjármálaráðherra Evrópusambandsins eftir tvær vikur yrði að ræða aðgerðir til að koma í veg fyrir efnahagskreppu í álfunni. -msh Verðbólga hjaðnar í evrulöndum Verulegur viðsnúningur varð á afkomu Sparisjóðs Bolungarvíkur á fyrri hluta árs. Sparisjóðurinn tapaði 322 milljón- um á fyrstu sex mánuðum ársins en hagnaðist um 231 milljón í fyrra. Afkoman fyrir skatta var neikvæð um hálfan milljarð. Þá var arðsemi eiginfjár neikvæð um 33,9 prósent sem er mikil breyting á milli ára, en í fyrra nam hún 37,5 prósentum. Hreinar rekstrartekjur voru sömu- leiðis neikvæðar um 299 milljónir króna en voru jákvæðar um 395 milljónir í fyrra. Haft er eftir Ásgeiri Sólbergssyni sparisjóðsstjóra að upp- gjörið endurspegli erfiðar aðstæður á hlutabréfamörkuðum. Hafi spari- sjóðurinn mætt erfiðleikunum með varúðarfærslu á eignasafni sínu. - jab SpBol fer úr plús í mínus NICOLAS SARKOZY Forseti Frakklands vill að Evr- ópu sambandið grípi til aðgerða vegna yfirvofandi kreppu. MARKAÐURINN/AFP Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta sparisjóð- inn Byr um eina milljón króna á dag vegna skorts á upplýsingum um samruna Kaupþings og SPRON. Sparisjóðsstjórinn segir djúpt á upplýsingunum. „Við vorum undrandi yfir því magni upplýsinga sem við þurftum að senda til Samkeppniseftirlits- ins,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs. Samkeppniseftirlitið segir í ákvörðun sinni í gær að ákveðið hafi verið að leggja eina milljón króna dagssekt á Byr sparisjóð vegna skorts á upplýsingum er varða samruna Kaupþings og Spron. Eftirlitið óskaði eftir upp- lýsingunum í byrjun júlí og sendi Byr svar síðar í mánuðinum. Sam- keppniseftirlitið taldi það ófull- nægjandi og urðu tafir á frekari svörum Byrsmanna. Því hafi verið ákveðið að leggja sektir á sparisjóð- inn þar til fullnægjandi svör berist. Á annað hundrað fyrirtækja, þar á meðal banka og fjármálafyrir- tækja, voru krafin upplýsinga átta ár aftur í tímann vegna málsins. Ragnar segir erfitt fyrir Byr að hafa uppi á þeim upplýsingum sem Samkeppniseftirlitið óski eftir, sérstaklega þar sem þær komi úr bókum fjögurra sparisjóða, sem nú myndi Byr. Sparisjóðurinn varð til á fyrri hluta síðasta árs með sameiningu Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Spari- sjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Kópa- vogs. Þá stendur enn yfir vinna við samruna Byrs við Sparisjóð Norð- lendinga. „Við reynum að senda eftirlitinu allar upplýsingar sem við getum. En sumt höfum við einfaldlega ekki.“ Byr sendi ítar- legar upplýsingar til Samkeppnis- eftirlitsins í gær og er í skoðun að kæra ákvörðunina. Ekki náðist í þá sem hafa málið undir höndum hjá Samkeppnis- eftirlitinu þegar eftir því var leitað í gær. jonab@markadurinn.is Byr sektað um milljón á dag STJÓRNENDUR BYRS Sparisjóðsstjóri Byrs, sem situr hægra meginn, segir erfitt að hafa upp á upplýsingum varð- andi Kaupþing og Spron átta ár aftur í tímann. Upplýsingarnar komi úr bókum fjögurra sparisjóða sem myndi Byr. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Allir velkomnir í Bása! Kaupþing og Pro Golf bjóða landsmönnum öllum frítt að slá í Bása laugardaginn 30. ágúst frá klukkan 10.00-18.00. Mætið snemma því fyrstir koma, fyrstir fá. Dagurinn er fyrir alla fjölskylduna og verður Grafarkotsvöllur fullur af skemmtilegum þrautum fyrir hressa krakka. Á staðnum verða golfkennarar frá Pro Golf ásamt kynningu og spennandi tilboðum frá: PROGOLF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.