Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 18
 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR E ftir langan og blómleg- an feril sem kvikmyndaklippari hefur Valdís Óskarsdóttir lokið sínu fyrsta leik- stjórnarverkefni. Myndin er svokallað spunaverk þar sem leikararnir vinna persónur og samtöl þeirra í kringum grundvallar- hugmynd Valdísar. Afraksturinn er kvikmyndin Sveitabrúðkaup sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda undanfarið. Strax í æsku bar á listrænum hæfileik- um Valdísar. Hún þótti teikna sérstak- lega vel og skrifaði oft sögur. Þegar hún var ellefu ára fékk hún myndavél að gjöf frá föður sínum og byrjaði að taka ljósmyndir af miklu kappi. Auk þess setti hún oft upp leikrit með yngri systrum sínum tveimur þar sem hún var að sjálf- sögðu leikstjórinn. Hún tók mikinn þátt í listrænu uppeldi systra sinna og kynnti þær fyrir nýjum straumum og stefnum í tónlist og tísku. Valdís var lengi leitandi einstakling- ur og er ef til vill enn. Hún kom víða við áður en hún fann sitt lífsstarf í kvikmyndunum. Eftir að hún útskrifaðist úr Verzlunarskólanum árið 1967 hóf hún störf á dagblaðinu Tímanum. Árið 1971 fór hún yfir á Morgunblaðið þar sem hún vann sem aðstoðarmaður á ljósmyndadeild og ljósmyndari í tvö ár. Það sem eftir lifði af áttunda áratugn- um vann hún sjálfstætt við ljósmyndun og greinaskrif auk þess sem hún fór í hin og þessi störf, til dæmis í fiskvinnslu og sem kokkur á trollbát. Fram á miðjan níunda áratuginn hélt hún svo áfram að vinna við ýmis ljósmynda- verkefni, dagskrár- gerð og ritstörf. Hún skrifaði meðal annars og þýddi barna- og unglinga- bækur. Í júní 1985 fékk hún svo símtal frá Þráni Bertelssyni sem bauð henni starf við upptökur á myndinni Löggulíf. Eftir það varð ekki aftur snúið og ferill hennar í kvikmynd- unum tók við. Sjálf lýsir Valdís þessu símtali sem sínu örlagasímtali. Að því verkefni loknu vann hún svo sem aðstoðarmaður við klippingu og hljóðvinnslu í nokkrum myndum, eins og Skyttunum og Stellu í orlofi, þar til hún mennt- aði sig sem klippara við Den Danske Filmskole þaðan sem hún útskrifaðist árið 1991. Valdís sættir sig ekki við það að hjakka í sama farinu og er sífellt að leita að nýjum áskorunum eins og sést kannski best á starfsferli hennar. En þegar hún finnur verðuga áskorun í ein- hverju verki þá tekur hún það ekki neinum vettlinga- tökum heldur leggur sál sína og alla krafta í verkefnið. Hún er ástríðufull, er yfirleitt það fyrsta sem sam- starfsfélagar Valdísar og vanda- menn nefna ef þeir eiga að lýsa henni. Valdís getur verið þrjósk. Þrjóskari en andskotinn ef marka má einn félaga hennar. Hann bætir reyndar við að hin jákvæða birtingar- mynd þrjóskunnar, sem nefnist seigla og þrautseigja sé ein helsta ástæðan fyrir velgengni Valdísar. Tröllavilji eins og hennar er líkast til nauðsynlegur í erfiðum heimi kvikmyndanna. Valdís hefur fengið að reyna á eigin skinni hversu harður sá heimur getur verið en hún lýsir vinnubrögðun- um við síðustu tvær myndirnar sem hún klippti í Hollywood sem farsa. Þá fór margra mánaða vinna og skapandi hugsun í súginn vegna ákvarðana sem framleiðendur og leikstjórar tóku á síðustu stundu, Yfirleitt hefur samvinna Valdísar við stóru mennina í kvikmyndabransan- um þó gengið vel, eins og sést líklega best á velgengni hennar. Hún hefur fengið mikið lof fyrir verk sín og fjölda viðurkenn- inga. Danska kvikmynda- akademían veitti henni Roberts- verðlaunin sem besti klippari tvö ár í röð. Árið 1999 fyrir myndina Festen og ári síðar fyrir Mifunes sidste sang. Árið 2002 fékk hún Edduverðlaunin í sama flokki fyrir myndina Hafið. Fyrir myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind fékk hún svo fjölda verðlauna meðal annars BAFTA-verð- launin virtu. Meðal annarra þekktra verka hennar má nefna íslensku myndirnar Sódómu Reykjavík og Börn, bandarísku stórmyndina Finding Forrester, dönsku myndina Voksne mennesker og hina rússnesku Mongol. Valdís hefur unnið að tæplega fimmtíu myndum á ferlinum þannig að í gegnum tíðina hefur hún unnið með ógrynni fólks. Á leiðinni hefur hún lært öguð og vönduð vinnubrögð. Hún þykir heiðarleg og hreinskilin við samstarfsfólk sitt og er ekkert að fegra hlutina eða sleikja fólk upp. Hún kemur bara til dyranna eins og hún er klædd, og svo notuð séu orð eins samstarfsfélagans, þá er hún svona „back to basics“ manneskja. Þrátt fyrir að hún sé fyndin og skemmtileg er hún frekar feimin. Í stað þess að trana sér fram lætur hún verkin tala og það hefur skilað sér vel hingað til. VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR ÆVIÁGRIP Valdís Björk Óskarsdóttir fæddist þann 6. maí árið 1949 á Akureyri. Foreldrar hennar eru Rósa Ólafsdóttir húsmóðir og Óskar Guðmundsson afgreiðslumaður. Hún á tvær yngri systsur þær Aðalbjörgu Rós og Eddu Sóley. Auk þeirra á hún eldri hálfbróður sem heitir Franz Viðar Árnason. Hún giftist Kristjáni Karlssyni rafmagnstæknifræðingi og átti með honum soninn Karl Viðar. Eftir að hún skildi við Kristján bjó hún á tímabili með Ólafi Óskari Lárussyni myndlistarmanni og með honum á hún soninn Davíð Óskar. Hún útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1967. Að því loknu starfaði hún víða, til að mynda í blaðamennsku, fisk- vinnslu, ljósmyndun og dagskrárgerð. Árið 1985 vann hún svo í fyrsta sinn við klippingu og hljóðvinnslu á kvikmyndinni Löggulíf. Eftir það hélt hún áfram að vinna sem aðstoðar- maður við klippingu þar til hún útskrifaðist sem klippari frá Den Danske Filmskole árið 1991. Að því loknu fór hún að klippa kvikmyndir sjálf um allan heim. Meðal verka hennar eru til dæmis Sódóma Reykjavík, Festen, Finding Forrester, Mifunes sidste sang, Hafið og Eternal Sunshine Of The Spotless Mind. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir klippingu á myndum þar á meðal Robertsverðlaun dönsku kvikmynda- akademíunnar, Edduverðlaunin og BAFTA-verðlaunin. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Þegar hún var krakki rak hún skóla fyrir litlu systur sína og vinkonu hennar. Hún tók kennarastarfið mjög alvarlega, skipulagði kennslustundir, frímínútur og leikfimitíma með þeim árangri að þær mættu í fyrsta bekk fluglæsar og með margföldunartöfluna á hreinu. HVAÐ SEGJA AÐRIR? Það hefur ekkert verið lagt upp í hendurnar á Valdísi í gegn- um tíðina. Það hefur ekkert komið áreynslulaust. Hún hefur þurft að vinna fyrir öllum sínum glæsta árangri og á hann svo sannarlega skilið. Ólafur Haukur Símonarson HVAÐ SEGIR HÚN? Ég átti alltaf háleitan draum um að vinna við bíómyndir. Á einhvern hátt fann ég út að á bakvið bíómyndina sem ég horfði á í myrkvaða bíóhúsinu var manneskja sem var kölluð klippari og að mig langaði til að vera sú manneskja. Valdís á heimasíðu sinni MAÐUR VIKUNNAR Klippt og skorin MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.