Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég ek nú ekki á þessum bíl dags daglega,“ segir sendibílstjórinn Ágúst Sigurðsson brosandi þar sem hann er að dedúa við gamlan og vel með farinn Land Rover í hlaðinu. Árgerðin er 1964 en allt vélarkramið er upprunalegt og örmjó aftursætin beltislaus, undir hliðargluggunum eins og í önd- verðu. Ágúst kveðst hafa keypt bílinn hálfuppgerðan af Hilmari Foss fyrir níu árum. „Ég notaði hann meira fyrstu árin bæði innanbæj- ar og í sumarferðalögum. Nú eru svolítið misjafnar skoðanir á því í fjölskyldunni hvort þetta sé skemmtilegur ferðabíll. Strák- arnir mínir kvörtuðu ekkert meðan þeir voru minni en eru ekki eins spenntir í dag. Samt finnst þeim töff að hann sé til,“ segir hann kíminn. Ágúst kveðst hafa farið í nokkr- ar hópferðir með félagi Land Rover-eigenda á Íslandi og alltaf verið á elsta bílnum. „Einu sinni fórum við upp með Heklu og þessi stóð sig ekki síður vel í sand- brekkunum en þessir nýrri. Á eftir fórum við í Landmannalaug- ar en þegar út á þjóðveginn kom þá varð ég langsíðastur.“ Inntur eftir sögu bílsins segir Ágúst hann upphaflega hafa verið læknisbíl á Kristnesi. „Svo veit ég ekki eigendasöguna þar til Hilmar Foss fékk hann. Það er ómögulegt að segja hversu mikið hann hefur verið keyrður. En hann nánast dettur í gang þótt hann standi mánuðum saman þess á milli,“ segir hann og klappar gæðingnum. gun@frettabladid.is Dettur í gang þótt hann standi mánuðum saman Þótt Land Roverinn hans Ágústs Sigurðssonar sé módel sextíu og fjögur og bara fimmtíu hestöfl þá gaf hann þeim yngri ekkert eftir upp sandbrekkurnar við Heklu. En úti á þjóðveginum hurfu hinir. „Ég monta mig stundum á þessum 17. júní,“ segir Ágúst um elsta Land Roverinn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ALLS KONAR skemmtilegir hlutir, sem tengjast göldrum og eru vísir með að fegra heimilið, fást í Nornabúðinnni á Vestur- götu 12. Spábollaskrín og handmáluð rúnaborð, hvort tveggja íslensk hönnun, er meðal þess sem er í boði í búðinni. Allar nán- ari upplýsingar um verslunina er að finna á www.nornabudin.is. • 5 tímar í skvass • 5 tímar í Golf • máltíð á BK Kjúkling • 5 tímar í ljós • frítt í allar ÍTR sundlaugarnar • frír mánuður fyrir vin • tækjakennsla • bolur • brúsi SportKlúbburinn! Auglýsingasími – Mest lesið ®
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.