Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 62
38 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. MERKISATBURÐIR 1720 Jón Vídalín Skálholtsbisk- up deyr á leið sinni norð- ur Kaldadal. 1779 Hið íslenska lærdóms- listafélag stofnað í Kaup- mannahöfn. 1874 Efnt til þjóðhátíðar í Reykjavík í annað sinn í blíðskaparveðri eftir mis- heppnaða hátíð fyrr í mánuðinum. 1945 Hong Kong fær sjálfstæði eftir að hafa verið undir stjórn Japans. 1967 Tvær vöruskemmur Eim- skipafélagsins brenna í Borgarskálabruna sem varð mesta eignatjón í eldi til þess tíma. 1987 Kanadamaðurinn Ben Johnson setur heimsmet í 100 m hlaupi á 9,83 sekúndum. Það var þennan dag fyrir 29 árum að heimspressan ljóstraði upp sérstæðu atviki þegar Jimmy Carter, þáverandi forseti Banda- ríkjanna, hafði lent í því sem fjölmiðlar vestra kölluðu „árás dráps kanínu“. Carter hafði skotist með veiði- stöng á árabát sínum út á stöðu- vatn í heimabæ sínum Plains í Georgíu þegar hvæsandi mýrar- kanína synti hratt upp að bát hans. Að sögn forsetans var um- rædd kanína ekki krúttleg páska- kanína, heldur stór og virkilega ógnvekjandi þar sem hún sýndi tennurnar og þandi út nasavængina þegar hún gerði sig líklega til að stökkva upp í bát forset- ans. Þegar Carter kom aftur á skrif- stofu sína í Hvíta húsinu átti sam- starfsfólk hans bágt með að trúa sögunni og hélt því fram að kan- ínur væru ósyndar eða réðust aldrei með ógnandi hætti að mönnum. Fljótlega kom í ljós að ljósmyndari Hvíta hússins hafði náð ljósmyndum af atvikinu, en á þeim sést Carter stugga við trylltri skepnunni með árum bátsins. Fjölmiðlar komust óvænt á snoðir um málið og þeir birtu for- síðufréttir með fyrirsögnum á borð við: „Forsetinn verður fyrir árás kanínu“, en atvikið þótti vatn á myllu andstæðinga Carters sem gripu hverja gæs sem gafst til að undirstrika ólánlega og þróttlausa forsetatíð hans. ÞETTA GERÐIST 30. ÁGÚST 1979 Kanína ræðst á Jimmy Carter AFMÆLI TINNA OG DALLA ÓLAFSDÆTUR, DÆTUR FORSETA ÍSLANDS eru 33 ára. KARL PÉTUR JÓNSSON, ALMANNA- TENGILL OG TENGDASON- UR FORSETA er 39 ára. LEIKKONAN CAMERON DIAZ ER 36 ÁRA „Ég bíð í ofvæni eftir að kom- ast á þann aldur að geta hang- ið í golfi og á ströndinni alla daga með jafnöldrum mínum. Við munum hlæja og hafa gaman; fara á kenderí á ellilyfjunum og keyra um á golfkerrum. Ég get ekki beðið.“ Cameron Diaz varð fyrirsæta 16 ára. Henni var óvænt boðið aðalhlutverk í The Mask 1994 og hefur síðan verið með vinsælli leikkonum samtímans. „Mig langar mest til að vera innan um fólkið mitt, sjá það hlæja og njóta lífs- ins saman,“ segir afmælisbarn dags- ins, Sigrún Edda Björnsdóttir, þegar hún er innt eftir óskagjöf á fimmtug- asta afmælisdaginn. „Ég er þakklát fyrir að vera fimm- tug og við hestaheilsu. Ég á yndislegan mann, heilbrigð og mannvænleg börn, æðislega fjölskyldu, mikið af góðum vinum og starfa við það sem draum- ar mínir stóðu til. Það gaman að vera til en lífið er hverult og maður þarf að vanda sig og njóta hverrar stundar,“ segir Sigrún Edda sem fæddist í rúmi foreldra sinna, Guðrúnar Ásmunds- dóttur leikkonu og Björns Björnsson- ar flugvirkja, á Reynimel. „Þá hafði komið upp pest á fæðingar- deildinni og flest ágústbörn 1958 fæddust í heimahúsum. Í móðurkviði var reiknað með að ég yrði strákur og kölluð Spútnik, því fyrsta geim farið fór á loft 1958, en þegar ég reyndist vera stelpa var ég kölluð Spútlú í stað- inn,“ segir Sigrún Edda. „Fyrsta minningin er um mömmu, þegar hún var að setja slaufur í hárið á mér. Ég minnist þess að hafa verið dramatískt barn sem hugsaði mikið um líf og dauða, en átti þá ósk heitasta að verða fyndin þegar ég yrði stór. Það lá svo beinast við að ég yrði leikkona þar sem ég ólst upp í Iðnó þar sem mamma var leikkona. Leikhúsið varð því minn hversdagur, en líka hátíð, því mér fannst svo gaman að vera í Iðnó innan um allt það góða fólkið sem þar var,“ segir Sigrún Edda. „Svo sá ég auglýsingu frá nýstofn- uðum leiklistarskóla, skellti mér í inn- tökupróf og bara lenti í þessu; en auð- vitað sló hjarta mitt alltaf í leikhús- inu. Leikhúsin láta mig nú vita að ég sé standi á fimmtugu og tvö verk fram- undan sem fela í sér staðreyndir um miðjan aldur; fyrst hlutverk Milljarða- mærinnar sem heitir á frum málinu Sú gamla kemur í heimsókn og hitt uppi- standfarsinn Fúlar á móti sem á frum- málinu heitir Geðvondar, gamlar konur!“ segir Sigrún Edda og skellir upp úr. „Í dag ætla ég að taka lífinu með ró, en á morgun bjóða ástvinum til konungsveislu eins og þær voru bestar í stóru borðstofu Iðnó. Til þessa hefur þrítugsafmælið verið skemmtilegast, þar sem eiginmaðurinn kynnti sig fyrir fjölskyldunni í fyrsta sinn. Þá var hann, eins og enn í dag, alveg æðis- legur gæi, í hljómsveitinni Langa-Sela og Skuggunum. Ég hafði aldrei séð hann í öðru en leðurdressi með svaka greiðslu, en svo birtist hann í grænum jakkafötum af því hann vildi koma vel fyrir og ég ætlaði ekki að þekkja hann! Ég hlakka því alltaf til afmælis veislna og finn alltaf betur og betur hvað ég má vera þakklát fyrir margt. Ætla að njóta þess að syngja, borða og vera til.“ thordis@frettabladid.is SIGRÚN EDDA BJÖRNSDÓTTIR LEIKKONA: FÆDDIST FYRIR FIMMTÍU ÁRUM Var kölluð Spútlú á sænginni FÖGUR OG FIMMTUG Sigrún Edda Björnsdóttir hefur margoft á leikferli sínum leikið smástelpur, en segir nú leikhúsin færa henni viðeigandi hlutverk miðaldra kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjölleikahúsið Sirkus Agora sýnir á Akur- eyri í dag klukkan 17 og aftur á morgun sunnudag klukkan 18. Sýningarnar fara fram á flötinni fyrir framan Samkomu húsið og eru liður í Akureyr- arvöku sem stendur yfir nú um helgina. Fólk getur nálgast miða á www.midi.is eða við innganginn. - rat Sirkus Agora á Akureyri Ástkær móðir mín, amma okkar og lang- amma, Karólína Ragnheiður Petersen Bye frá Akureyri, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. september kl.13.00. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Sólveig Högnadóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Aðalbjarnar Benediktssonar frá Grundarási. Einnig færum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki Landspítalans við Hringbraut á skilunardeild og deild 13-E sérstakar þakkir fyrir afburða aðhlynningu og þá stöku alúð og virðingu sem hann naut þar. Sömuleiðis færum við starfsfólki Droplaugarstaða alúðarþakkir fyrir umhyggjuna síðastliðna mánuði. Guðrún Benediktsdóttir Sigrún Aðalbjarnardóttir Þórólfur Ólafsson Inga Hjördís Aðalbjarnardóttir Helgi Jón Jónsson Aldís Aðalbjarnardóttir Páll Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur, Ólafur Þ. Hafberg fyrrverandi bifreiðastjóri, Þjóðólfsvegi 14, Bolungarvík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þórarinn Hafberg Ásthildur Halldórsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Ingibjörg Þ. Hafberg Leifur E. N. Karlsson Engilbert Þ. Hafberg Auður Sæland Sigurður Þ. Hafberg Janina Hafberg Krystyna Brzeziak og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Soffía Ólafsdóttir Viðjugerði 12, Reykjavík, lést fimmtudaginn 28. ágúst. Björg Ingólfsdóttir Ágústa Ingólfsdóttir Ólafur Ingólfsson Bjarghildur Jósepsdóttir Hrafnhildur Ingólfsdóttir Magnús Á. Magnússon Finnbogi Ingólfsson Kristín Birna Jakobsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.