Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 68
44 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Sjaldan hafa köflótt efni verið jafnáberandi á tísku- pöllunum en fyrir haust og vetur 2008. Hönnuðir virð- ast hafa sótt innblástur bæði til klassískra skoskra og breskra hefða en einnig til kúreka og „grunge“ tímabils tíunda áratugar- ins. Sonia Rykiel bauð upp á smart köflótt jakkaföt í þrengri kantinum á meðan snillingarnir hjá Number (N)ine sýndu hlýjar köfl- óttar skyrtur og jakka sem minntu á kanadíska skóg- arhöggsmenn. Þeir sem þora svo ekki að ganga alla leið með köflóttu efnin geta að minnsta kosti fjár- fest í flottri köflóttri skyrtu í kúrekastíl sem ættu að gefa jakkafötun- um nýjan blæ í haust. amb@frettabladid.is Innblásið af skoskum hálendisherrum ALASKA- STEMNING Blár og hvítur Alaskajakki, kúrekahattur og klútur frá Number (N)ine. RAUTT Flottur rauð- köflóttur sportjakki við prjónahúfu og peysu frá Rykiel Homme. TÖFF Frábær og frumleg samsetning af köflóttum buxum og rokkuðum leðurjakka hjá Rykiel Homme. … praktíska og flotta svarta tösku með ótal hólfum frá MiuMiu. Fæst hjá Sævari Karli. … kyn- þokkafulla svarta hælaskó frá Gucci. Fást hjá Sævari Karli. … frískandi hreinsigel og andlitsvatn frá Lan- come sem ljáir andlitinu nýjan bjarma. FANTASÍA Snillingur Galliano með sína útgáfu af köflóttu: blá skyrta við víðar sjóræningjaleg- ar buxur. ROKKAÐ Smart köflótt jakkaföt í sixtís „mod“ stíl frá Rykiel Homme fyrir vetur 2008. SPORT- LEGT Græn jakkaföt með sport- legu ívafi ásamt blárri köflóttri skyrtu og kúrekaklút frá Rykiel Homme. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Spennandi föt til styrktar konum í Jemen Glæsimarkaður verður haldinn í Perl- unni í dag og á morg- un en þar verður ótrú- legt magn af nýjum og notuðum fötum. Fjöldi vel klæddra kvenna hefur lagt málefninu lið, þar á meðal tískudívan Björk, en ágóðinn fer óskiptur í að byggja upp skóla fyrir börn og konur í Jemen. Opið verður í dag milli 10 og 18 og á sunnudag milli 12 og 17. Hvaða kona kannast ekki við frasann, „Bad hair day“. eða vondur hárdagur. Þessir dagar þegar sama hvað maður gerir við hárið þá er eins og það sé lasið eða í uppreisn og angrar mann allan liðlangan daginn. En það er ekki aðeins hárið sem getur látið svona. Fleiri pirrandi hlutir geta komið upp á, bóla á ennið, frunsa, kílói ofaukið vegna blæðinga eða bara þessi almenna veiki sem við konur köllum „ljótuna“. Veikin sem enginn utanaðkom- andi sér nema við sjálfar en við erum sannarlega búnar að ákveða þann daginn að okkur sé varla óhætt að stíga út úr húsi án þess að vekja óhugnað þeirra sem eru svo óheppnir að bera okkur augum. Um daginn vogaði samt vinkona mín sér út á lífið með þessa svokölluðu „ljótu,“ í gallabuxum og víðri mussu, strigaskóm og með ógreitt hár og sver það að aldrei nokkurn tímann á ævinni hafi hún notið jafnmikillar karlhylli á einu kvöldi. Sumsé, ljótan er aðeins til í okkar eigin hugarheimi eins og svo margt annað sem við kvenfólkið hrellum okkur yfir. „Ef ég lít ekki vel út þá fer ég í vont skap,“ sagði Carla Bruni forsetafrú og fyrrum fyrirsæta í einhverju frönsku slúðurblaði um daginn. Nú þykist ég viss um að hún líti aldrei illa út, að minnsta kosti ekkert svakalega, en ég skil hana samt mjög vel. Ef við vitum upp á okkur skömmina með að ganga út í búð án þess að hafa farið í sturtu með óþvegið hár og ekki snefil af farða þá er ekkert sérlega líklegt að við verðum í góðu skapi. Og fyrir mína parta er til dæmis frunsa ávísun á vondan dag. Auðvitað er þetta sorglega pjattað, svo pjattað að maður dauðskammast sín fyrir það. En hugsið ykkur allt sem við erum að lesa í tímaritum og á vefmiðlum á hverjum degi. Daglega opna ég fréttasíðu á netinu þar sem fyrirsagnir æpa á mann, „Jerry Hall sjokkerar með appelsínuhúð á ströndinni,“ eða „Heidi Klum vekur athygli óförðuð í stórverslun.“ Guð minn almáttugur! Er sumsé betra að vera dauður en að láta sjá sig ófullkominn á almannafæri? Maður mætti halda það. Munum eftir hinni skelfilega vondu Madame de Merteuil í bók Choderlos de Laclos. Hver voru hennar maklegu málagjöld eftir að hafa rústað lífi allra helstu sögupersónanna með svínslegum ástarplottum? Hún dó ekki, heldur fékk bólusótt sem eru verri örlög franskrar konu en örbirgð og bannfæring. Enda segir í bókinni að það hefði örugglega verið skárra fyrir hana að deyja úr veikinni en að fá öll þessi ör. Betur dauður en ljótur. Eitt óbrigðult ráð lærði ég við ljótunni þegar ég var sextán ára af jafnöldru minni, ráð sem ég hef ætíð munað. „Ef hárið á þér er skítugt, mundu þá að mála þig fallega um augun. Ef þú ert með bólu, gerðu þá hárið á þér æðislegt og enginn sér bóluna.“ Í stuttu máli sagt, gerðu það besta úr restinni og enginn tekur eftir neinu. Hræðilegur sjúkdómur að nafni Ljótan OKKUR LANGAR Í …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.