Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 30. ágúst 2008 51 FÓTBOLTI Nokkur stór félög voru í pottinum þegar dregið var í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í gær. Sevilla var á meðal þeirra áttatíu félaga sem voru í pottin- um í gær en spænska félagið reynir nú að vinna sinn þriðja UEFA-bikar á síðustu fjórum árum. En Sevilla mætir FC Salzburg frá Austurríki í fyrstu umferðinni. Ítalska stórliðið AC Milan verður að teljast líklegt til þess að ná langt í keppninni en Ronaldinho og félagar mæta FC Zurich frá Sviss í fyrstu umferð. Ensku félögin Aston Villa, sem sló sem kunnugt er FH úr keppni, Manchester City, Everton og Totten- ham voru einnig í pottinum. - óþ Fyrsta umferð UEFA-bikarsins: Áttatíu félög í pottinum í gær UEFA-BIKARINN Bíður sigurvegar- anna í Istanbul. NORDIC PHOTOS/GETTY 1. UMFERÐ UEFA-BIKARSINS - Helstu leikir 18. sept. og 2. okt. AC Milan-FC Zürich Portsmouth-Vitória Hertha Berlin-Saint Patrick‘ Athletic Sevilla-FC Salzburg Sampdoria-FBK Kaunas CS Marítimo-Valencia Manchester City-AC Omonia Everton-Standard Liege Napoli-Benfica Apoel FC-Schalke Litex Lovech-Aston Villa Vitória FC-Heerenveen Brann-Deportivo La Coruna Bröndby-Rosenborg Tottenham-Wisla Kraków Borussia Dortmund-Udinese HANDBOLTI Það styttist í að handboltavertíðin byrji og þessa dagana stendur yfir æfingamótið Reykjavík Open. Á mótinu eru saman komin flest af sterkustu liðum landsins í karla- og kvennaflokki en úrslitaleikirnir fara fram í íþróttahúsinu Austurbergi í dag. Úrslitaleikurinn í kvennaflokki hefst kl. 15 og úrslitaleikurinn í karlaflokki hefst kl. 18. N1-deild karla hefst 18. september en N1-deild kvenna 25. september. - óþ Reykjavík Open í handbolta: Styttist í hand- boltavertíðina UNDIRBÚNINGUR Kvennalið Vals og Fram eru bæði á meðal þátttakenda í Reykjavík Open. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Framherjinn Louis Saha er nálægt því að ganga frá félagaskiptum sínum frá Manchester United til Everton. Félögin eru búin að semja um kaupverð, sem er óuppgefið, en hinn 30 ára gamli Saha á eftir að ganga í gegnum læknisskoðun. Þeir sem þekkja til ferils Saha hjá United vita sem er að þá gæti enn brugðið til beggja vona því Frakkinn er búinn að vera mikið meiddur síðan hann gekk til liðs við Englandsmeistarana á sínum tíma. Enginn efast hins vegar um hæfileika Saha þegar hann er heill heilsu en hann skoraði 42 mörk á ferli sínum með United. Fyrirhuguð sala Saha gæti þýtt það að eitthvað væri að birta til í leit Sir Alex Ferguson að fram- herja en Dimitar Berbatov hjá Tottenham hefur ítrekað verið orðaður við félagið í sumar. - óþ United að selja framherja: Louis Saha á leið til Everton MEIÐSLAGEMLINGUR Louis Saha hefur verið mikið meiddur síðan hann kom til United. NORDIC PHOTOS/GETTY GOLF Íslandsmótið í holukeppni sem hefjast átti í gærmorgun á Korpúlfsstaðavelli var frestað vegna veðurs um sólarhring. Fyrirhugaðir rástímar í gær færast því yfir á daginn í dag og úrslitin í karla- og kvennaflokki, sem áttu að fara fram á sunnu- dag, verða nú á mánudag. Meðal þátttakenda í mótinu að þessu sinni eru Íslandsmeistar- arnir frá því í fyrra, Ottó Sigurðsson úr GR og Þórdís Geirsdóttir úr GK. - óþ Íslandsmótið í holukeppni: Frestað vegna veðurs Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Landsbankadeild kvenna Stjarnanlau. 30. ágúst lau. 30. ágúst lau. 30. ágúst lau. 30. ágúst lau. 30. ágúst 17. umferð Þór/KA Fylkir Valur14:00 14:00 Breiðablik HK/Víkingur14:00 KR Fjölnir14:00 Keflavík 14:00 Afturelding Landsbankadeild karla sun. 31. ágúst sun. 31. ágúst sun. 31. ágúst Frestað til mið. 24. sept. 18. umferð 18:00 18:00 Keflavík 18:00 16:30 HK Þróttur R. Valur ÍA Grindavík FH Breiðablik FÓTBOLTI Zenit frá Pétursborg vann Manchester United í leiknum um Ofurbikarinn sem fram fór í Món- akó í gærkvöld. Zenit varð þar með fyrsta rússneska liðið sem vinnur Ofurbikarinn. Sir Alex Ferguson stillti upp sterku byrjunarliði hjá Manchest- er United og greinilegt var að Skotinn sigursæli var ekki mætt- ur með hálfum hug í leikinn enda sýndu Zenit menn úr hverju þeir eru gerðir á síðustu leiktíð þegar liðið vann UEFA-bikarinn nokkuð óvænt. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Meistaradeildar- meistarar Manchester United voru meira með boltann. UEFA- bikarmeistarar Zenit frá í Péturs- borg voru þó vel skipulagðir varn- arlega og beittu hættulegum skyndisóknum. Fyrsta mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Pavel Pogrebnyak ýtti boltanum yfir marklínuna eftir vel útfærða horn- spyrnu Zenit-manna og staðan í hálfleik var 0-1. Andrej Arshavin, helsta stjarna Zenit-liðsins, kom inn á strax í upphafi síðari hálfleiks og lét strax að sér kveða. Zenit-menn náðu svo að bæta við marki á 59. mínútu. Hinn portúgalski Miguel Danny fékk þá boltann nálægt miðju vallarins, hljóp með hann óáreittur upp völlinn og lék létti- lega á Rio Ferdinand áður en hann skoraði framhjá Edwin van der Sar. Sannkallað gull af marki. Zenit-menn féllu talsvert til baka í kjölfar seinna marksins og leikmenn United gengu vitanlega á lagið. Englendingarnir voru ekki lengi að nýta sér heimboðið og varnarmaðurinn Nemanja Vidic minnkaði muninn með skoti af stuttu færi þegar rúmur stundar- fjórðungur lifði leiks. United reyndi hvað það gat til þess að jafna leikinn á lokakaflan- um og stundum reyndar of mikið; í blálokin sló Paul Scholes boltann með hendinni í markið með mjög áberandi hætti. Hann hlaut fyrir vikið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Zenit-menn sigldu sigr- inum svo í höfn og unnu Ofurbik- arinn að lokum með 1-2 sigri og eru því meistarar meistaranna. omar@frettabladid.is Zenit vann Ofurbikarinn UEFA-bikarmeistarar Zenit frá Pétursborg gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Meist- aradeildarmeistara Manchester United í úrslitaleiknum um Ofurbikarinn í gær. FÖGNUÐUR Leikmenn Zenit frá Pétursborg höfðu fulla ástæðu til þess að fagna í gær eftir frækinn sigur gegn Meistaradeildarmeisturum Manchester United. Hér fagna markaskorararnir Pogrebnyak og Danny marki þess fyrrnefnda. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.