Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 78
54 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. margskonar, 6. ógrynni, 8. meiðsli, 9. háð, 11. íþróttafélag, 12. glóra, 14. rót, 16. sjúkdómur, 17. matjurt, 18. ennþá, 20. kusk, 21. málmhúða. LÓÐRÉTT 1. fuglsnef, 3. tvö þúsund, 4. afbrota- mál, 5. dýrahljóð, 7. felustaður, 10. haf, 13. verkur, 15. stígur, 16. besti árangur, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. ýmsu, 6. of, 8. mar, 9. gys, 11. kr, 12. glæta, 14. grams, 16. ms, 17. kál, 18. enn, 20. ló, 21. tina. LÓÐRÉTT: 1. gogg, 3. mm, 4. saka- mál, 5. urr, 7. fylgsni, 10. sær, 13. tak, 15. slóð, 16. met, 19. nn. Ekkert lát virðist á aðsókn í MBA- nám við Háskólann í Reykjavík. Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar hafa síðustu ár kosið nám þetta til að styrkja stöðu sína á vinnu- markaðinum og nú í haust bættist enn í hóp þeirra. Meðal nýnema í MBA-náminu að þessu sinni eru Eyjólfur Gjafar Sverrisson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsþjálfari, og Pétur Hafliði Marteinsson, leikmaður og starfsmaður hjá Knattspyrnufé- lagi Reykjavíkur. Auk fótboltamannanna tveggja hefur Hafliði Helgason, ráðgjafi og fyrrum ritstjóri Mark- aðarins, sest að nýju á skólabekk. Það hefur Fjalar Sigurðarson, almannatengill og fyrrum sjónvarpsmaður, sömuleiðis gert. Af yngri kynslóðinni má svo nefna Elín- rósu Líndal blaðamann og Hrafnkel Pálmarsson, gítarleikara hljómsveitar- innar Í svört- um fötum. Einkaþjálfarinn Ásmundur Sím- onarson þykir einn af þeim færari í bransanum og sést það best á kúnnahóp hans í World Class. Þannig sér hann um að koma eins ólíkum hópi fólks í form og plötusnúðn- um Jóa B., alþingis- manninum Ágústi Ólafi Ágústssyni og fjölmiðla- konunni Sigríði Arnardóttur. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Margrét Erla Maack Aldur: 24 ára. Starf: Skrifta hjá Evu Maríu, plötu- snúður og magadansmær. Fjölskylda: Laus, liðug og barn- laus. Á eina systur, Vigdísi Perlu Maack. Foreldrar: Séra Pjetur Maack og Ragnheiður Ólafsdóttir. Stjörnumerki: Naut. Margrét Erla gerist poppprinsessa í Popp- landi Rásar 2 innan skamms. „Það er auðveldara að hafa einn skipstjóra en þrjá,“ segir Friðrik Weisshappel, athafnamaður í Kaup- mannahöfn. Friðrik hefur keypt félaga sína, þá Ingva Steinar Ólafs- son og Brynjólf Garðarsson, út úr rekstri kaffihúsanna The Laundr- omat Café sem þeir hafa rekið síð- ustu fjögur árin. Hann mun því reka kaffihúsin tvö, sem staðsett eru á Norðurbrú og Austurbrú, einn héðan í frá. Friðrik segir að viðskilnaður hans og viðskipta- félaganna hafi átt sér eðlilegar skýringar og þeir hafi skilið í góðu. „Þetta bara gerðist, einhverjir vildu halda áfram en aðrir ekki,“ segir hann. Nóg hefur annars verið að gera hjá Friðriki síðustu daga því tvö ár eru nú liðin síðan kaffihús númer tvö var opnað. Afmælinu var fagn- að með því að bjóða kaffibollann til kaups á tvær krónur danskar. „Við erum að nálgast 3.500 kaffibolla á fjórum dögum. Viðtökurnar hafa verið alveg geðveikar. Það er eigin- lega búin að vera röð hjá okkur frá átta á morgnana og til ellefu á kvöldin,“ segir Friðrik. Friðrik hefur nú tekið stefnuna á að opna þriðja Laundromat-kaffi- húsið í Kaupmannahöfn innan tíðar. „Það hefur í raun alltaf verið stefn- an. Ég er svona að hanna hann inni í höfðinu á mér en stefnan er að hann verði fjólublár og bleikur. Svo verða kannski smá útlitsbreytingar frá hinum stöðunum,“ segir Friðrik en áformað er að nýi staðurinn verði á Vesturbrú. „Ég er ekki búinn að finna húsnæðið en eigendur hússins sem við erum í á Austurbrú eru svo ánægðir með okkur að þeir segjast ætla að kaupa hús fyrir okkur á Vesturbrú. Það er mjög ánægjulegt að finna slíkan stuðning við það sem maður er að gera.“ The Laundromat Café hefur verið vinsæll viðkomustaður hjá Íslendingum á ferð um Kaup- mannahöfn. Nú er útlit fyrir að útibú frá kaffihúsinu gæti verið opnað hér á landi. „Það eru áhuga- samir aðilar á Íslandi sem langar til að opna konseptið þar. Ég get ekki sagt meira um það í bili en ég veit að þeir eru að leita sér að hús- næði. Það yrði náttúrulega bara frábært ef af verður,“ segir Frið- rik. Að síðustu er rétt að upplýsa að Friðrik Weisshappel verður boð- inn upp á umtöluðu uppboði til styrktar börnum í Jemen í dag. „Það verður boðinn upp hádegis- verður með mér ásamt tveggja tíma persónulegri leiðsögn um Kaupmannahöfn. Það er alltaf gaman að geta látið gott af sér leiða.“ hdm@frettabladid.is FRIÐRIK WEISSHAPPEL: KAUPIR FÉLAGANA ÚT ÚR REKSTRINUM Laundromat Café til Íslands FÆRIR ÚT KVÍARNAR Friðrik Weisshappel hefur keypt viðskiptafélaga sína út úr rekstri The Laundromat Café í Kaupmannahöfn. Hann rekur nú tvö kaffihús einn og stefnir að opnun þess þriðja. Þá eru uppi hugmyndir um að sams konar kaffihús verði opnað hér á landi innan tíðar. Halla Frímanns, eða Halla Himin- tungl mun framkalla tunglgaldur í Hua Hin, Taílandi í kvöld. „Í dag er nýtt tungl í meyju og það er alveg tilvalið til að losa sig við gömul samskiptamynstur,“ segir Halla. „Eins hjálpar þetta tungl manni að ýta undir eigin styrk- leika og sjálfstraust.“ Tunglgaldurinn er svokallaður óskagaldur. „Fyrst kalla ég fólkið saman í hring. Svo bið ég það að fara aðeins inn á við og hugleiða. Þegar hópurinn er búinn að kirja í smá stund og virkja allar orku- stöðvarnar, þá skrifar hver og einn niður ósk og les hana upp þri- svar sinnum í hverja átt, fyrst í Austur. Síðan einu sinni við jörð- ina, við hjartað og upp til himins. Svo rúllar þú óskinni upp og dýfir í hunang. Loks er kveikt í blaðinu. Þegar blaðið er orðið að ösku ferðu með það í flæðarmálið. Þú biður loks hafið um að þiggja óskina þína og færa hana út í alheiminn. Að gjöf fær hafið lítið blóm.“ Hún segir galdurinn hafa gefist vel. „Ég geri yfirleitt svona galdur á hverju nýju tungli og mjög margt af því hefur ræst. Stundum þarf alheimurinn smá tíma til að vinna úr þessu og sumar óskir rætast ári síðar. En það er háð ósk hvers og eins.“ Galdurinn skal framkalla við sólarupprás eða sólsetur. Halla mælir sérstaklega með Krísuvík, Snæfellsnesi, Hrísey og Höfn í Hornafirði, enda séu það töfra- reitir. -kbs Óskagaldur á taílenskri strönd GÖLDRÓTT Halla framkallar tunglgaldur á reit sem Búdda er sagður hafa hugleitt á. Lokaatriði Akureyrarvöku fer fram í kvöld, en á meðal þess sem þar er á dagskrá er opnun ansi merkilegs safns. „Ástarsafnið byrjaði sem skapandi sumarstarf, sem ég leikstýri. Við ákváðum að safna ást og gá hvernig það myndi takast,“ útskýrir Jóhanna Vala Höskuldsdóttir, sem mætti titla safnstjóra, en landsmenn kann- ast eflaust við úr Idol-keppninni. „Við vildum prófa að safna einhverju sem fólk getur gefið og á nóg af, svona í öllu þessu krepputali,“ bætir hún við. Hópurinn setti til dæmis upp borð í bænum þar sem fólki bauðst að „gefa ást“. „Þar var stór blokk sem fólk gat skrifað í um hvað það elskar. Það gengu allir brosandi í burtu, sem er var ótrúlega gaman að sjá,“ útskýrir Jóhanna. „Út frá þessu fór Ástarsafnið að stækka, því allir vildu vera með – fólk vildi dansa ást og baka ást og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir hún og hlær við. Ástarsafnið er að finna í gömlum strætó sem mun fara fyrir Ástargöngu í kvöld, þar sem fjöldi fólks tekur þátt á óvæntan hátt. „Við erum búin að skreyta strætóinn með kossum. Við báðum ástfangin pör á Akureyri um að kyssast fyrir okkur á mynd og bjuggum svo til myndlistarsýningu utan á strætóinn,“ útskýrir Jóhanna Vala. Vagninn mun standa áfram á lokastað ástargöngunnar, við Menningarhúsið Hof, næstu daga, en Jóhanna Vala vonast til að verkefnið lifi enn lengur. „Fyrir mér hlýtur þetta að vera byrjun á ein- hverju stærra, við erum ekki nærri búin að safna allri ástinni,“ segir hún brosandi. „Ég vona að þetta taki sig bara upp á öðrum stöðum líka. Það væri yndislegt í alla staði,“ segir hún. Ástargangan hefst fyrir utan húsnæði Leik- félags Akureyrar klukkan 22.20 í kvöld. - sun Idolstjarna opnar ástarsafn á Akureyri ÁSTARSAFNIÐ OPNAÐ Jóhanna Vala Höskuldsdóttir fór fyrir hópi úr skapandi sumarstarfi sem hefur safnað ást á Akureyri í sumar. MYND/SINDRI SVAN ÓLAFSSON Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið útgefi ð 1978 eða síðar. En útgáfuár bóka er skráð áberandi fremst í bókum. Staðgreiði 20.000 krónur Upplýsingar í síma 865 7013 Björgvin Ómar Ólafsson Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.