Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 31. ágúst 2008 — 236. tölublað — 8. árgangur adhd 20 ára afmælisblað ADHD samtakanna fylgir blaðinu í dag. adhd ADHD samtökin 20 ára 1988-2008 ADHD markþjálfarBls. 10 Íslensk erfðagreining rannsakar ADHDBls. 20 Sjónarhóllráðgjafarmiðstöð Bls. 5 Skólakerfið þarf að viðurkenna þennan hóp barnaBls. 12 Ég er sendiherra barnsins míns Bls.16 OfureinbeitingMichael Phelps Bls. 30 Í lögfræðinámi með ADHD Bls. 22 LÍFIÐ ÞARF EKKI AÐ VERA NEITT SLOR Hafliði Magnússon lífskúnstner og rithöfundur á Bíldudal BRÆÐUR BERJAST EKKI Í BANDINU Sleeps Like an Angry Bear, hljómsveit skipuð þremur ungum bræðrum HELGAREFNI 12 12 SAMKEPPNI Hátt í fjögur þúsund myndir bárust í ljósmyndasam- keppni sem Ferðalög, aukablað Fréttablaðsins tileinkað ferðalög- um, Vísir.is, Sony Center og Ferðaskrifstofa Íslands stóðu fyrir nú í ágúst. Keppnin stóð um bestu sumarmyndina frá ferða- lögum landsmanna innanlands og utan. Vegleg verðlaun eru veitt fyrir þrjár bestu ljósmyndirnar í formi ferðavinnings og glæsilegra myndavéla. Fyrstu verðlaun fara til Hólmgeirs Karlssonar á Akureyri en hann tók mynd við Bäckaskog-kastala í Suður- Svíþjóð af Karli syni sínum. - amb / sjá Ferðalög í miðju blaðsins. Ljósmyndasamkeppni: Fjögur þúsund myndir bárust 12 12 12 1213 HÆGVIÐRI Í dag verður yfirleitt hæg breytileg átt. Rigning austan til í fyrstu og hætt við smáskúrum með suðurströndinni. Þurrt og bjart með köflum á landinu vestanverðu. Hiti víðast 9-15 stig. VEÐUR 4 VINNUMARKAÐUR Tæplega fjórtán hundruð manns hefur verið sagt upp störfum í hópuppsögnum það sem af er þessu ári. Um þriðjungur þessara uppsagna varð á föstudag hjá Ístaki, Pósthúsinu og Kjötbank- anum. „Það eru bara öll merki þess að atvinnuleysi fari núna að skríða svolítið af stað og fyrirtæki þurfi að losa sig við stóran hóp manna,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við erum svolítið að greina það þessa dagana og vikurnar hverjir þetta eru og hvaða úrræði gætu verið hentugust til þess að koma þessu fólki aftur af stað.“ Uppsagnir bitna nokkuð á erlendu vinnuafli að sögn Gissurar, þeim sem komið hafa sérstaklega hingað til þess að vinna hjá byggingar- og verktakafyrirtækjum. Hópupp- sagnirnar muni því ekki endilega skila sér í auknu atvinnuleysi, því mikið af erlendu vinnuafli sé að snúa til síns heima. Atvinnuleysi í júlímánuði var 1,1 prósent, og voru að meðaltali tæplega tvö þúsund manns á atvinnuleysisskrá. Það er talsvert meira en á sama tíma í fyrra, en atvinnuleysi telst enn með minnsta móti. Hópuppsagnir eru tilkynntar til Vinnumálastofnunar, en flest fyrir- tæki nefna rekstarerfiðleika og samdrátt sem ástæður uppsagna. Í júní var 80 til 100 manns sagt upp störfum hjá Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli, en stöðugildi þeirra voru 70 til 75. Þá voru stöðu- gildi þeirra 129, sem sagt var upp hjá Pósthúsinu fyrir helgi, fjörutíu talsins. „Þetta kemur okkur ekki á óvart,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. „Þessu til viðbótar er ábyggi- lega æði mikill fjöldi í smærri fyrir- tækjum þar sem verið að segja upp nokkrum starfsmönnum. Þar er örugglega um að ræða að minnsta kosti fleiri hundruð manns til við- bótar. Það er ekkert langsótt, þó að það vonandi gangi ekki eftir, að þetta verði sívaxandi að minnsta kosti fram eftir hausti.“ Gissur segir að enn sé þó óþarfi að örvænta. „Við erum ekkert farin að nálgast það atvinnuleysi sem við höfðum hérna í kringum ´94 og ´95. Við erum enn með þannig atvinnu- leysi að það er talið lúxusstaða ann- ars staðar í heiminum.“ - þeb Fjórtán hundruð hafa misst vinnuna Tæplega fjórtán hundruð manns hafa misst vinnuna í hópuppsögnum á árinu. Fleiri hundruð til viðbótar hefur líklega verið sagt upp í minni uppsögnum. Öll merki um aukið atvinnuleysi, segir forstjóri Vinnumálastofnunar. BEÐIÐ EFTIR BYLNUM Þúsundir manna hafa flúið heimili sín í New Orleans vegna fellibylsins Gústavs sem mun líklega herja á borgina í vikunni. Fellibylurinn nær væntanlega fimmta og hæsta stigi í dag. Stríður straumur fólks var um umferðarmiðstöð- ina í New Orleans um helgina enda aðeins þrjú ár síðan fellibylurinn Katrín lagði borgina því sem næst í rúst. NORDICPHOTOS/AFP [ SÉRBLAÐ FRÉTT ABLAÐSINS UM F ERÐALÖG ] ferðalög SEPTEMBER 2008 SUMARMYND ÁRSINS VERÐLAUNAMYND IR Í LJÓSMYNDASAM KEPPNI FRÉTTABLAÐSINS BIRTAR FALLEGASTA HÓT EL HEIMS? Lifandi list á Four Seasons-hótelinu í Flórens VEÐRIÐ Í DAG FY LG IR Í D A G KÚBA, AP Hundruð þúsunda hafa flúið komu storms- ins Gústavs sem nú ríður yfir Karíbahafið. Stormurinn náði í gær að Kúbu og stefnir í átt að Bandaríkjunum. Hann hefur þegar valdið miklum usla í Karíba- hafsríkjum. Að minnsta kosti 81 hefur látist á Haítí, Jamaíka og Dóminíska lýðveldinu. Stormurinn hafði í gær náð styrk fjögur og gert er ráð fyrir að hann nái styrk fimm í dag, hæsta styrk storma, með yfir 250 kílómetra vindhraða. Tvö hundruð og fjörutíu þúsund Kúbverjar hafa verið fluttir frá heimilum sínum. Ekki höfðu borist fregnir af tjóni þaðan í gær, en ýmis starfsemi lá niðri. Yfir milljón manns hafa flúð heimili sín í Suður- ríkjum Bandaríkjanna fyrir ætlaða komu storms- ins. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í Texas og Louisiana. - gh / sjá síðu 4 Hundruð þúsunda hafa flúið fellibylinn sem ríður nú yfir Karíbahaf: Gústav stefnir á New Orleans STJÓRNSÝSLA Stjórn Landsvirkjun- ar auglýsir eftir umsóknum um stöðu forstjóra fyrirtækisins í Fréttablaðinu í dag, en Friðrik Sophusson, núverandi forstjóri, fer brátt á eftirlaun. Umsækjandi skal meðal annars hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi, stjórnunar- og rekstrar- reynslu og yfirgripsmikla þekkingu á sviði fjármála. Tekið er fram í auglýsingunni að farið verði með umsóknir sem trúnaðarmál. Landsvirkjun er sameignarfélag í eigu ríkisins. - kóþ Friðrik Sophusson hættir: Forstjórastaða Landsvirkjunar auglýst í dag FRIÐRIK SOPHUSSON Forstjóri Lands- virkjunar fer brátt á eftirlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.