Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 2
2 31. ágúst 2008 SUNNUDAGUR Nám í verðbréfaviðskiptum Nám til undirbúnings prófs í verðbréfaviðskiptum Framúrskarandi kennarar Staðnám og fjarnám Sérstakir dæmatímar Hefst 6. september Skráning stendur yfir á endurmenntun.is VESTMANNAEYJAR Flutningaskipið Arnarfell bakkaði á Básaskers- bryggju þegar verið var að snúa því í höfninni í Vestmannaeyjum síðdegis í fyrradag. Engar skemmdir urðu á skipinu en bryggjan skemmdist, nýi kanturinn sem verið er að steypa brotnaði, landfestarpolli brotnaði upp og skemmd varð á stálþili. Kristján Eggertsson hafnar- stjóri segir að tjónið geti hlaupið nokkrum milljónum króna. Verið er að gera Básaskersbryggjuna upp og leggja nýja steypu yfir alla bryggjuna. - ghs Vestmannaeyjar: Arnarfell bakk- aði á bryggjuna SKEMMDIR Nýr bryggjukantur brotnaði og skemmd varð á stálþili. Tjónið getur numið nokkrum milljónum króna. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON REYKJAVÍK Áskorun borgarráðs um að Alþingi skýri löggjöf um nektardans snýst fyrst og fremst um það að borgina skortir heimildir til að endurnýja ekki rekstrarleyfi nektarstaða sem nú þegar eru í rekstri, segir borgar- stjóri, Hanna Birna Kristjáns- dóttir. Þessir staðir eru Vegas og Óðal. Borgarráð hefur skorað á Alþingi að skýra lög um veitinga- staði, en í þeim stendur að heimilt sé að veita undanþágu um nektardans, sem er annars bannaður. Var þetta gert meðal annars í ljósi úrskurðar dómsmálaráð- herra síðan í maí, þar sem bann við nektardansi á veitingastaðn- um Goldfinger var fellt úr gildi. Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur síðan bent á að í lögum séu einmitt skýrar heimildir til að banna nektardans. Því standi ekki til að endurskoða lögin. „Við heimilum ekki nýja staði. En úrskurður dómsmálaráðherra og fleira gerir það að verkum að lögfræðingar borgarinnar telja að verði leyfi nektarstaða ekki endurnýjuð, kunni borgin að verða skaðabótaskyld,“ segir Hanna. Augljóslega þurfi að koma í veg fyrir lagalega óvissu um þessi mál. - kóþ Borgarstjóri segir lög um veitingastaði ekki ná yfir nektarstaði í rekstri: Snýst um Vegas og Club Óðal 4. GREIN LAGANNA „Á veitingastöðum er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru. Leyfis- veitandi getur þó heimilað í rekstrarleyfi samkvæmt lögum þessum að fram fari nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila“. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Segir að Alþingi þurfi að skýra lög um veitingastaði svo þau nái örugg- lega yfir staði sem eru í rekstri. BANDARÍKIN, AP Margir trúarleið- togar í Bandaríkjunum hafa lýst yfir ánægju með val Johns McCain, forsetaefnis Repúblikana, á Söruh Palin sem varaforsetaefni hans. Hafa þeir sagt hana „snilldarlegt val“ og „örugga um að virkja gildiskjósendur“. McCain tilkynnti í fyrradag um valið á Palin, sem er ríkisstjóri í Alaska. Hún er íhaldssamari en hann, er til dæmis andvíg fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. - gh Forsetakosningar vestra: Trúarleiðtogar fagna Palin SARAH PALIN Fyrir aftan sést John McCain. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GEORGÍA, AP Suður-Ossetar hafa með kerfisbundnum hætti eyðilagt híbýli Georgíumanna í Suður-Ossetíu til að hindra að þeir snúi aftur í héraðið, að sögn bandarískra mannréttindasam- taka. Suður-ossetískar vígasveitir hafa undanfarið farið ránshendi um hús Georgíumanna í Suður- Ossetíu og kveikt í þeim. Flestir georgískir íbúar Suður-Ossetíu hafa flúið þaðan. Mikil spenna ríkir milli Suður-Osseta og Georgíumanna eftir nýliðin átök á svæðinu. Suður-ossetísk yfirvöld segjast gera það sem þau geta til að hindra árásir á Georgíumenn. - gh Árásir í Suður-Ossetíu: Georgíumenn hraktir burt Fíkniefni á skólaballi Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af fjórum einstaklingum á busaballi VMA á fimmtudagskvöld. Kanna- bisefni og tæki til fíkniefnaneyslu fundust á einum þeirra og umbúðir utan af fíkniefnum á öðrum. LÖGREGLUMÁL STJÓRNMÁL Unnið hefur verið að siðareglum fyrir þingmenn allt frá síðasta kjörtímabili. Reiknað er með að þær verði samþykktar fyrir næstu kosningar. Reglurnar eru að norrænni fyrirmynd og munu að öllu óbreyttu kveða á um að þing- menn greini frá eignum sínum, svo sem hlutafjáreign, og þegnum gjöf- um og greiðum. Markmið laganna er að tryggja sem mest gegnsæi og koma með því í veg fyrir að grunsemdir vakni. Því verður skrá yfir eignir þingmanna líklega aðgengileg almenningi. Þetta segir Arnbjörg Sveinsdótt- ir, þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokksins. „Það er að mestu leyti byggt á reglum sem eru í Danmörku og við viljum tryggja að þær verði ein- faldar og skýrar. En þær eru enn til umræðu og því ótímabært að greina frá þeim nákvæm- lega,“ segir Arn- björg. Lúðvík Bergvinsson, þing- flokksformaður Samfylkingar segir að þingflokkur sinn vinni nú þegar eftir ákveðnum siðaregl- um. Þingmenn skuli þannig greina þingflokknum frá, þegar upp komi hugsanlegir hagsmuna- árekstrar. „Það segir sig sjálft að það er langeðlilegast að hlutafjáreign þingmanna liggi á borðinu. Ég tala nú ekki um þegar það er eign í fjármálafyrirtæki eða sjávar- útvegsfyrirtæki,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Síðustu vikur hafa komið upp mál, þar sem athæfi kjörinna full- trúa hefur verið gagnrýnt, vegna þeginna greiða eða meðferðar á almannafé. Nú síðast hefur verið fjallað um fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen, sem lýsti sig vanhæfan að eigin frumkvæði, því hann á stofnfjáreign í sparisjóði. Fjármálaráðherra hefur ekki viljað greina frá því hversu miklar eignir hann á, né í hversu mörgum fyrirtækjum hann eigi hluti. „Þegar koma upp spurningar um eignir stjórnmálamanna og þeir neita að svara þeim, þá vekur það grunsemdir. Það er ekki bara betra fyrir kjósendur að þetta sé skýrt, heldur líka fyrir þing- mennina sjálfa,“ segir Baldur. - kóþ Þingmönnum gert að segja frá eignum Frumvarp er til umsagnar hjá forsætisnefnd Alþingis um siðareglur að nor- rænni fyrirmynd. Gert er ráð fyrir að það verði samþykkt á kjörtímabilinu. Samkvæmt því skulu þingmenn greina frá eignum sínum og þegnum greiðum. ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR LÚÐVÍK BERGVINSSON BALDUR ÞÓR- HALLSSON ÁRNI M. MATHIESEN Norður-Víkingur að nýju Varnaræfingin Norður-Víkingur, ásamt svokallaðri loftrýmisgæslu bandaríska flughersins, hefst á mánudaginn á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. HERNAÐUR GÓÐGERÐARSTARFSEMI Á nítjándu milljón safnaðist á markaði og upp- boði í Perlunni í gær. Jóhanna Kristjónsdóttir safnaði þar fé fyrir skólabyggingu í Jemen og segir hún Perluna hafa verið fulla af fólki allan daginn. „Þetta er óskaplega magnaður árangur og þýðir það að við erum komin hátt í að geta keypt skólann,“ segir Jóhanna, en fyrir voru um níu milljónir í byggingarsjóði, sem aflað var með frjálsum framlögum. Uppboðið eitt og sér skilaði góð- gerðarstarfseminni sjö milljónum og fékkst mest fyrir listaverk eftir Ólaf Elíasson; 2,1 milljón króna. Milljón fékkst fyrir handboltalands- liðstreyja Ólafs Stefánssonar. Einnig voru boðnar upp ferðir og málverk og fatnaður. Fengust til að mynda um 110 þúsund krónur fyrir kjól Bjarkar Guðmundsdóttur. Markaðurinn verður á sínum stað í dag frá klukkan 12 til 18 og lækkar þá varningurinn í verði. „Það verður allt hræ-hræódýrt og vonandi að fólk komi sem flest og kætist og gleðjist með okkur.“ - kóþ Markaður og uppboð Jóhönnu Kristjónsdóttur sló í gegn í Perlunni í gær: Á nítjándu milljón safnaðist FRÁ PERLUNNI Í GÆR Safnað verður áfram í dag fyrir skólabyggingu í Jemen og verður varningurinn lækkaður í verði, að sögn Jóhönnu Kristjónsdóttir. Húsið opnar á hádegi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÓR LÖGREGLUMÁL Skotið var úr loftbyssu á rúðu í íbúðarhúsi við Faxabraut í Keflavík aðfaranótt laugardags. Tilkynnt var um atvikið til lögreglu um klukkan tvö í gærnótt. Íbúar sáu þann sem skaut og gátu gefið lýsingu á bíl sem hann fór upp í eftir að hafa skotið á rúðuna. Tveir aðrir voru í för með skotmanninum. Ekki hafði verið haft uppi á þeim sem skaut þegar Fréttablaðið fór í prentun. Sandgerðisdagar fara nú fram í Sandgerði og hafa að sögn lögreglu farið vel fram. - þeb Skaut á íbúðarhús í Keflavík: Loftbyssumað- ur ófundinn Vala, mun þetta toppa sumarið ´68? „Án efa.“ Jóhanna Vala Höskuldsdóttir, fyrrverandi Idol-keppandi, stendur fyrir opnun ástar- safns í gömlum strætó á Akureyri. T- SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.