Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 6
6 31. ágúst 2008 SUNNUDAGUR Verkefnastyrkir og samstarfssamningar við sviðslistahópa, gallerí, söfn, tónlistarhópa og hátíðir í Reykjavíkurborg. Vakin er athygli á styrkveitingum Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 sem auglýstar eru á Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 á www.reykjavik.is/styrkir með umsóknarfresti til 1. október 2008. Jafnframt er auglýst eftir umsóknum um samstarfs- samninga Reykjavíkurborgar við sviðslistahópa, gallerí, söfn, tónlistarhópa og hátíðir í Reykjavíkurborg til allt að þriggja ára fyrir árin 2009, 2010 og 2011. Umsókninni fylgi greinargerð, ef við á, um starfsemi 2006, 2007 og 2008, rekstraryfi rlit ársins 2007 og framtíðaráform ásamt hefðbundnum upplýsingum um umsækjanda. Umsóknir skulu berast til Ráðhúss Reykjavíkur eða Menningar- og ferðamálasviðs, Vesturgötu 1, 2. h., 101 Reykjavík fyrir kl. 16:15 miðvikudaginn 1. október 2008, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin má auk þess fi nna á www.reykjavik.is/styrkir og www.reykjavik.is/menningogferdamal. VIÐSKIPTI Hagnaður af rekstri Hitaveitu Suðurnesja nam tæpum milljarði króna á fyrri hluta ársins. Það er þó tveimur milljörðum króna minna en í fyrra. Rekstrartekjur Hitaveit- unnar jukust um tæpan fimmtung frá því á sama tíma í fyrra, að því er segir í tilkynningu til Kaup- hallarinnar. Þetta skýrist af auknum tekjum af raforkusölu til stóriðju. Hitaveitan skuldar ríflega 24 milljarða króna. Þar af nema skammtímaskuldir tæpum fimm milljörðum króna. Eigið fé nemur 28 milljörðum og er eiginfjárhlutfallið 54 prósent. - ikh Hitaveita Suðurnesja hagnast: Milljarður á fyrri hluta ársins SEYÐISFJÖRÐUR Óvenju mikil olía hefur lekið úr sokkna olíubirgða- skipinu El Grillo í Seyðisfjörð í sumar sökum sjávarhita, að sögn Ólafs Hr. Sigurðssonar, bæjar- stjóra Seyðisfjarðar. „Þetta er olía af gömlu gerðinni sem fer að renna þegar hitinn fer yfir níu gráður. Núna í sumar gerðist, eins og stundum áður, að sjávarhiti var óvenjumikill. Þá nær sjávarhitinn níu gráðum fyrr. Venjulega sjáum við olíubrákir upp úr miðjum ágúst en núna fyrri hlutann í júní,“ segir Ólafur. El Grillo var breskt skip sem þýskar flugvélar gerðu sprengju- árás á í síðari heimsstyrjöldinni. Skipið var svo laskað eftir árásina að Bretar ákváðu að sökkva því, þó mikið magn olíu væri enn um borð. Olíu var dælt úr skipinu árið 1952 og 2001, en enn er eftir nokk- uð af olíu. Olían flýtur upp í flekkj- um og dreifir úr sér á yfirborði vatnsins. Ólafur segir lekann ekki vera stórt vandamál. „En þetta er hundleiðinlegt, sérstaklega fyrir þá sem sigla um fjörðinn á kajök- um eða skemmtibátum og fá olíu á bátinn.“ - gh Nokkur olía hefur lekið í Seyðisfjörð úr El Grillo í sumar sökum sjávarhita: Meiri leki úr El Grillo í sumar KAFARI MAKAÐUR Í OLÍU Norskir sérfræðingar dældu olíu úr El Grillo fyrir umhverfisráðuneytið árið 2001. Ekki náðust þó allar olíuleifar úr flakinu. UMFERÐ Íbúum á Selfossi blöskrar umferðarhraði á Tryggvagötu og Engjavegi en við göturnar standa meðal annars grunnskóli, fjölbrautaskóli, tvö íþróttahús, sundlaug íþróttavöllur og félagsmiðstöð. Ætla má að hátt í tvö þúsund börn og ungmenni sæki skólana á hverjum degi. „Það má segja að engar hraðahindranir séu á þessu svæði,“ segir Vilmundur Sigurðsson, einn íbúanna. Hann segir íbúa vilja lækka hámarkshraða úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund til samræmis við gildandi hámarkshraða í öðrum skólahverfum. Honum finnst lögreglan ekki nógu sýnileg í hverfinu og segir marga ökumenn ekki virða hraðatakmarkanir. Hann átelur sofandahátt bæjaryfirvalda og segist oft hafa rætt málið við bæjaryfirvöld í Árborg. „Maður hefði haldið að svona mál væru í forgangi,“ segir Vilmundur. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, segir bæjaryfirvöld vera að skoða leiðir til að draga úr umferðarhraða á umræddu svæði. „Það verður farið í ákveðnar aðgerðir, bæði með lækkun hámarkshraða á ákveðnum köflum og eins verða settar upp hraðahindranir og við munum hraða þessu,“ segir Ragnheiður. Hún tekur undir með íbúum um það að margir ökumenn aki of hratt í námunda við skólana. Þá hvetur hún ökumenn til að sýna sérstaka aðgát í námunda við skóla. - ovd Íbúar á Selfossi eru áhyggjufullir yfir slysahættu við fjölfarna umferðargötu: Blöskrar umferðarhraði við skóla FRÁ SELFOSSI Gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar eru fjöl- farin enda fjöldi barna og unglinga sem sækja skóla í hverfinu. MYND/GKS FLÓTTAFÓLK Þegar tungumálsins nýtur ekki við geta einföldustu hlutir orðið vandamál. Hvernig á að kaupa mjólkurpott eða klósett- pappír ef maður talar ekki málið? Og hvernig á að aðstoða fjölskyldu sem talar ekki sama tungumál? Væntanlegar stuðningsfjöl- skyldur palestínska flóttafólksins funduðu á fimmtudaginn á Akra- nesi, en flóttafólkið er væntanlegt snemma í næsta mánuði. „Þetta hefur gengið framar vonum. Ég vissi að Akurnesingar væru frá- bærir en þetta er framar öllum vonum,“ segir Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Akranes- deildar Rauða krossins. Athyglisvert var að fylgjast með umræðum væntanlegs stuðn- ingsfólks. Ýmsar áhyggjur létu á sér kræla; hvernig á að tjá sig við fólkið, af hverju hefur það gaman, hvað borðar það, les það latneskt letur? Fulltrúar Rauða krossins fóru yfir reynsluna við sams konar verkefni. Við því er að búast að fyrstu vikurnar fari í praktísk mál, hvar er búðin, læknisþjón- usta, félagsleg þjónusta, að læra inn á næsta umhverfi. Mikilvægt væri að hafa orðalista með algeng- ustu orðum á báðum tungumálum og bráðsnjallt væri að skrifa heiti heimilis- og húsbúnaðar á íslensku á litla miða og líma á viðeigandi staði; ísskápinn, kaffivélina og svo framvegis. Sumar stuðningsfjölskyldur hafa haldið regluleg matarboð, aðrir komið upp prjónahringjum, aðstoðað við heimanám barnanna og keyrt í búðir reglulega. Kannanir hafa sýnt að félagslegur stuðningur er flóttafólki mikil- vægastur þegar í nýtt land er komið. Jafnvel mikilvægari en læknisþjónusta. Af fundargestum mátti skilja að menn vildu standa sig eins vel og kostur væri. Sumir höfðu áhyggjur af því að vera allt of uppáþrengj- andi, aðrir af því að vera ekki nóg til staðar. Grundvallarspurningar eins og hvernig einstæðum konum af þessari menningu er heilsað komu upp. Reynslan hefur sýnt að aðal- atriðið er að vera til staðar, vera vinur í raun þegar á þarf að halda. Flóttafólk er fólk eins og við og meginstefið í samskiptum við það á að vera virðing, líkt og í öllum samskiptum. Af áhuga væntanlegra stuðn- ingsfjölskyldna á Akranesi að dæma munu samskiptin ganga vel þrátt fyrir tungumálaörðugleika. kolbeinn@frettabladid.is Einföldustu atriði verða vandamál Stuðningsfjölskyldur á Akranesi búa sig nú undir komu palestínsks flóttafólks og funduðu á fimmtudaginn. Margvíslegar áhyggjur komu upp á yfirborðið enda geta hversdagslegir hlutir orðið vandamál á milli ólíkra menningarheima. AF FUNDINUM Farið var yfir ýmis atriði á fundinum. Hlutverk stuðningsfjölskyldna er fyrst og fremst að vera til staðar ef á þarf að halda. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA ANNA LÁRA STEINDAL Á að afnema verðtryggingu? Já 84,6% Nei 15,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að sérstakt ráðuneyti verði stofnað fyrir efnahags- mál? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.