Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 8
8 31. ágúst 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Eftir Eggert B. Guðmundsson Þrjú af mikilvægustu atriðun-um í heilbrigðu efnahags- umhverfi eru lág verðbólga, lágir vextir og stöðugt gengi miðað við helstu viðskiptalönd. Á Íslandi njótum við einskis af þessu og því er von að menn horfi í kring- um sig í leit að lausnum. Þegar horft er til Evrópusambandsins og evrunnar sjá menn verðbólgu, sem er um þessar mundir senni- lega þriðjungur af því sem hún er á Íslandi, stýrivexti, sem eru um þriðjungur af íslenskum stýri- vöxtum, og mynt, sem er ýmist beint eða óbeint tengd þeim myntum, sem langstærsti hluti okkar utanríkisviðskipta er gerður í. Til galla hafa menn bent á að með inngöngu í evrusvæðið myndum við sjálfkrafa fá í kaup- bæti það háa atvinnuleysisstig, sem þar ræður ríkjum. Þetta er vissulega umhugsunarefni, þótt þessi tenging sé ekki jafn augljós og þeir þrír kostir sem áður var bent á. Af þessu öllu sögðu er því eðli- legt að menn fyllist áhuga á því að kanna betur evruna og það efnahagsumhverfi sem hún býður. Nú ber að hafa í huga að til þess að fá að ganga í myntbanda- lag evrunnar, þyrftum við að upp- fylla ströng efnahagsleg skilyrði. Ef við yrðum fær um það, má spyrja hvort þar með yrði ekki markmiðinu náð og sjálf inn- gangan þar með orðin óþörf, líkt og í Ferðinni, sem aldrei var farin, eftir Sigurð Nordal. Svarið við þeirri spurningu er að það mun auka stöðugleika efnahags- umhverfisins til langs tíma að vera í slíku bandalagi, auk þess sem það ver okkur árásum spá- kaupmanna, sem hafa sér það helst til skemmtunar að ráðast að litlum og aumum gjaldmiðlum, eins og íslensku krónunni. Menn hafa lengi þráttað um það hvort hægt sé að taka upp evru á Íslandi án þess að ganga í Evrópusambandið. Viðtekið við- horf um þessar mundir er að það sé ekki hægt. Þess vegna hlýtur það að flokkast meðal kosta við mögulega aðild að Evrópusam- bandinu að hafa möguleika á að taka upp evru og að nálgast þar með umrædda þrjá kosti, lága verðbólgu, lága vexti og stöðugt gengi. Því vaknar spurningin hvort það sé á sig leggjandi að sækja um fulla aðild til þess að ná því marki að komast i efnahagsum- hverfi evrunnar. Sjávarútvegsmál Íslenskur sjávarútvegur og fólk, sem ber hag hans fyrir brjósti, hafa varað við þeirri ógn sem veiðum og vinnslu sjávarafurða hér á landi væri búin, ef við gengjum í Evrópusambandið. Ógn þessi felst í nokkrum atrið- um, sem hér skal tæpt á. Gengi Ísland í Evrópusam- bandið, yrðum við aðilar að sam- eiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins. Framkvæmd henn- ar er í höndum ráðherraráðs ESB, sem m.a. ákveður heildar- kvóta í hverri tegund. Heildar- kvótanum er síðan skipt á milli aðildarlanda samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Sú regla á að tryggja að hver þjóð haldi sama hlutfalli af veiðum úr hverjum stofni, byggt á sögulegri veiðireynslu. Loks er hverri þjóð í sjálfsvald sett hvernig hún úthlutar sínum veiðiheimildum. Íslendingar myndu sem sagt missa stjórn á heildarafla okkar tegunda, auk þess sem vafasamt er að reglan um hlutfallslegan stöðugleika muni halda til langs tíma. Sjómönnum í Evrópusamband- inu er skylt að kasta í sjóinn með- afla, umframafla og undirmáls- fiski. Samkvæmt íslenskum lögum er brottkast á fiski hins vegar bannað. Að auki er eftir- lit með fiskveiðum innan ESB mjög ábótavant. Eftirlit með veiðum íslenskra skipa er hins vegar ítarlegt, enda er slíkt forsenda traustrar virkni fisk- veiðistjórnunarkerfisins. Við inngöngu í ESB myndi for- sjá samninga okkar við önnur ríki um veiði úr sameigin- legum stofnum færast til framkvæmda- stjórnar ESB. Þetta hefði slæmar afleið- ingar fyrir íslensk- an sjávarútveg, enda hefur fram- ganga ESB í við- ræðum um slíka samninga verið óábyrg og lítt stuðlað að skynsamlegri nýtingu fiski- stofnanna. Loks má benda á að á Íslandi er sjávar- útvegur rekinn sem arðbær atvinnu- vegur, þótt sértækar reglur hamli honum umfram aðrar atvinnugreinar. Í Evrópu er á hinn bóginn sjávarútvegur- inn víða notaður sem uppbót fyrir afskipt héruð og hráefni í pólit- ískar úthlutanir. Fiskveiðistjórn- unin líður fyrir þetta og arðsemi verður bágborin. Þetta er ekki umhverfi, sem hentar íslenskum útvegi. Bent hefur verið á að hægt sé að semja sig frá nefndum atrið- um í aðildarviðræðum. Slíkar undanþágur frá meginreglum ESB eru þó afar sjaldgæfar og sennilega óáreiðanlegar. Samandregið má því segja að allt umhverfi sjávarútvegsins í ESB sé fráhrindandi. Þótt hugs- anlega sé hægt að semja um sér- stakar undanþágur frá þessu, t.d. í ljósi þess að Íslendingar munu sennilega greiða mun meira fé til sambandsins en þeir fá frá því, þá treysta menn því ekki að slík- ar undanþágur haldi til lengdar. Hvað á að gera? Margir kostir myndu fylgja því að taka upp evru á Íslandi og væri vert að athuga og meta þá nánar. Þessir kostir, ef sannir reynast, eru hins vegar of dýru verði keyptir, ef í kaupunum fylgir að leggja sjávarútveg á Íslandi undir stjórn Evrópusam- bandsins. Ljóst er, að án þess að tekinn sé af allur vafi um að hægt sé að tryggja yfirráð okkar yfir náttúruauðlindum til sjós og lands kemur umsókn um aðild að ESB ekki til greina. Ekki fæst séð hvað gæti tekið af þennan vafa, en skynsamlegt hlýtur að teljast að hafa eyru og augu opin fyrir áhugaverðum ábendingum. Loks er rétt að halda áfram að huga að því hvort einhver leið finnist til þess að taka upp evru án fullrar aðildar að ESB. Þótt slík leið sé ekki sýnileg um þessar mundir, er ekki þar með sagt að hún sé ekki til. Höfundur er forstjóri HB- Granda. Að evra eða evra ekki Samandregið má því segja að allt umhverfi sjávarútvegsins í ESB sé fráhrindandi. Þótt hugsanlega sé hægt að semja um sérstakar undanþágur frá þessu, t.d. í ljósi þess að Íslend- ingar munu sennilega greiða mun meira fé til sambandsins en þeir fá frá því, þá treysta menn því ekki að slíkar undan- þágur haldi til lengdar. Jón Engilberts MÁLVERKAUPPBOÐ Á HILTON-NORDICA-HÓTELI Í kvöld kl 20.30 VERKIN SÝND Í GALLERÍ BORG SKIPHOLTI 35 í dag sunnudag Kl. 13 til 17 Í aðdraganda haustfunda Alþingis hafa formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna talað til þjóðarinnar um stöðu efnahagsmála og þau úrræði sem þeir sjá. Ólík efnis- tök þeirra skýra um margt hvers vegna Vinstrihreyfingin – grænt framboð heldur jafn örugglega og raun ber vitni stöðu sinni sem forystuflokkur í stjórnarandstöðu. Að sönnu eru margar hugmyndir VG umdeilanlegar og aðrar óraunhæfar. En Steingrími J. Sigfússyni hefur tekist að sýna bæði staðfestu og ábyrgð í málflutningi. Flokkurinn hefur frá upphafi afmarkað hugmyndasvið sitt lengst til vinstri og vaxtarmöguleikar hans takmarkast eðlilega við það. En forystumenn hans eru sterkir viðmælendur í íslenskri pólitík. Fundaherferð formanns Framsóknarflokksins, Guðna Ágústs- sonar, í síðustu viku varpaði á hinn bóginn ljósi á að honum hefur ekki með sama hætti tekist í stjórnarandstöðu að byggja upp ímynd staðfestu og ábyrgðar. Það sést meðal annars á því að í fundaherferðinni fauk mjög merkileg stefnumótun hans í Evr- ópumálum frá miðstjórnarfundi flokksins á liðnu sumri út um gluggann eins og hún hafi bara verið fyrir eina helgi. Framsóknarflokkurinn hefur þó sýnt stefnufestu og ábyrgð í orkunýtingarmálum. Sú málafylgja hefur ugglaust ráðið miklu um að hann komst í meirihlutasamstarf á ný í borgarstjórn Reykja- víkur. Ýmislegt hefur bent til að sú breyting gæti einnig styrkt stöðu Framsóknarflokksins á Alþingi. Ómarkviss málflutningur á öðrum sviðum gæti þó dregið úr þeim möguleikum. Helsti veikleikinn í efnahagsstefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er algjör andstaða við hvers kyns orkunýtingu og erlenda fjárfestingu í orkufrekum iðnaði. Þær fjárfestingar síðustu ára eru nú að skila nýjum verðmætum inn í þjóðarbúskap- inn. Enginn vegur er að vinna þjóðina út úr aðsteðjandi vanda án nýrra fjárfestinga á þessu sviði. Það er spurning um hvort við ætlum að lifa á lánum eða verðmætasköpun. Ríkisfjármálin eru eitt allra sterkasta tæki stjórnvalda við efnahagsstjórn á hverjum tíma. Niðurstaða fjárlaga mun þar af leiðandi ráða miklu um hvernig glíman við verðbólguna fer. Gáleysis leg stjórn ríkisfjármála mun leiða til nýrrar skuldasöfn- unar og aukins viðskiptahalla og grafa undan gjaldmiðlinum. Í ljósi þessara vel þekktu staðreynda veldur það miklum von- brigðum að formaður Framsóknarflokksins skuli á þessum tíma boða umtalsverða lækkun neysluskatta og gífurlega aukningu útgjalda. Slíkar tillögur kunna að hljóma vel í eyrum eina og eina kvöldstund. Allir vilja borga lægri skatta og fá meiri opinbera þjónustu. Málflutningur af þessu tagi er hins vegar of ódýr og ábyrgðar- laus þegar alvara er á ferðum. Afleiðingin af slíku ráðslagi yrði einfaldlega aukin verðbólga með framhaldssögu hárra vaxta. Á þessu sviði talar Steingrímur J. Sigfússon af mun meiri ábyrgð og skilningi á samhengi efnahagslífsins. Þetta er afar athyglisverður munur. Hann sýnir að vinstriflokkar þurfa ekki sjálfkrafa að vera óábyrgari í ríkisfjármálum en flokkar hægra megin við þá. Aðhald stjórnarandstöðu er á hverjum tíma mikilvægur hlekkur í lýðræðislegri stjórnskipun. Formenn tveggja stærstu stjórn- arandstöðuflokkanna hafa nú hvor með sínum hætti lagt sitt af mörkum í þeirri mikilvægu umræðu. Það á að hjálpa kjósendum að glöggva sig á hvort völ er á einhverju betra. Formenn stjórnarandstöðunnar senda skilaboð. Eru þau betri? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Bundeskriminalt Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra hefur verið á ferð og flugi síðustu daga og heimsótti meðal annars fyrir skömmu Bundes- kriminalt, rannsóknarlögreglu þýska sambandsríkisins. Á bloggi sínu segir Björn frá því að lögreglustarfið í Þýskalandi mótist mjög af sjálfstæði sambandsland- anna sextán sem hvert um sig hafa eigin lög- reglu, þar á meðal rannsóknar- lögreglu og leyniþjónustu. Skipulag þýsku lögreglunnar byggi á því meginsjónarmiði að aldrei verði til neitt í Þýskalandi sem líkist Gestapo í nokkru tilliti. Valddreifing og skýrar valdheimildir ráði öllu skipulagi hennar. Íslenska leiðin Nú er það spurningin hvort dóms- málaráðherra hafi ekki getað miðlað af reynslu sinni og þekkingu og opinberað Þjóðverjum kosti þess að fækka lögregluembætt- um svo um munar. Enda segir Björn að það hafi gefið góða raun, sem sést kannski best á því að lögreglumönnum á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað til muna frá því að hann tók við sem dómsmálaráðherra. Oberinspektor Björn Einkum hlýtur Björn að hafa skýrt þeim frá þeirri röggsömu miðstýringu sem hann hefur komið á með altæku embætti ríkislögreglustjóra sem sumir andans menn eins og Jónas Kristjáns- son, fyrrverandi ritstjóri DV, hafa líkt við Gestapó. kristjan@frettabladid.is klemens@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.