Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 10
10 31. ágúst 2008 SUNNUDAGUR E itt sumarkvöld árið 1984 líður lítill skemmtiprammi út Bíldudalsvog vestur á fjörðum. Hinir útvöldu far- þegar sitja í stólum og sófa við borð og hlýða á Megas leika og syngja nokkur af sínum frægustu lögum úti á miðjum voginum. Bæjarbúar sperra eyrun enda ekki oft sem rödd meistarans kemur frá sjón- um. Eftir dálitla kvöldsiglingu á skemmtiprammanum Söndru stímir Hafliði Magnússon þessu skemmtifleyi sínu til hafnar. Bílddælingar fylgdust undrandi með uppátækinu en þó voru þeir ýmsu vanir, þar sem Hafliði og aðrir andans menn voru vanir að leyfa listagyðjunni að setja mark sitt á bæinn. „Ég vildi að lífið yrði eitthvað meira en að flaka stein- bít,“ segir Hafliði. Vildi fá Bubba á Söndru En hvernig datt Hafliða í hug að smíða skemmtiprammann á sínum tíma? „Ég var í sumarfríi úti í Júgó- slavíu og eftir að hafa spurt heima- menn hvar fjörið væri að finna fer ég inn í lítið hús og eftir stundar- korn rennur það af stað og heldur út á flóa með ljósasjói og dynjandi músík. Þá hugsaði ég með mér: „þetta er sniðugt, af hverju ekki að smíða svona skemmtipramma heima?“ Svo kom sænskur laus- frystiskápur í frystihúsið á Bíldu- dal en utan um hann var mikið tré- verk. Þá sá ég mér leik á borði og spurði Kobba framkvæmdastjóra hvort ég mætti ekki hirða þennan risastóra trékassa. Það var auðsótt mál. Því næst lét ég sjóða tómar olíutunnur undir hann og fékk síðan utanborðsmótor frá Súgandafirði, þá var þetta komið. Á þessum tíma bjó á Bíldudal Ómar Óskarsson, sem áður var gítar leikari hljómsveitarinnar Peli- can. Hann var ötull við að fá tónlistar menn í þorpið. Fyrir til- stilli hans kom Megas og spilaði á Söndru. Svo var Bubbi með tón- leika í félagsheimilinu þetta sumar og þá ætlaði ég að spyrja hann hvort hann væri ekki til í að syngja úti á sjó um borð í Söndru. Ég náði reyndar ekki til hans en svo birtist hann óvænt ásamt Rúnari Júlíus- syni í sextugsafmæli mínu sem haldið var í tréverkstæðinu á Bíldu- dal mörgum árum síðar. Þá sagði ég honum frá þessu og sagðist hann glaður hefði spilað úti á firði í henni Söndru hefði hann fengið boð um slíkt.“ Pramminn var nefndur eftir broshýrri mey sem vann með Haf- liða í frystihúsinu. Senjorinn og skakka alpahúfan Eftir margra ára togaraslark fyrir sunnan flutti Hafliði aftur á bernskustöðvar sínar á Bíldudal árið 1966. Þar var lífið saltfiskur eins og annars staðar en alls staðar eiga menn sína drauma. „Þegar ég las bók Johns Steinbeck, Mýs og menn, þá fann ég strax mikinn sam- hljóm milli farandverkamannanna í sögunni og togarasjómanna. Far- andverkamennirnir lifðu þessu þrældómslífi en áttu sér síðan mikla drauma sem vert var að lifa fyrir. Rétt eins og sjómennirnir og þorpsbúarnir sem voru að vissu leyti einangraðir en innri veruleiki þeirra átti sér engin takmörk. Fljót- lega fór ég að velta fyrir mér hvern- ig ég gæti sagt frá þessari tog- streitu draums og veruleika og þessum kynlegu kvistum sem tog- streitan hrjáði.“ Árið 1981 var síðan farvegur fyrir þessar frásagnir fundinn en þá gaf hann út bókina Togarasaga með tilbrigðum. „Mér er sérstaklega minnis- stæður myndlistarmaðurinn Bjarni Valdimarsson sem var áberandi í þorpinu þegar ég flutti þangað aftur 1966,“ rifjar Hafliði upp. „Hann hafði aldrei komið út fyrir landsteinana, reyndar held ég að hann hafi ekki mikið farið út fyrir Arnarfjörð. En engu að síður var hann hinn mesti heimsmaður, sér- staklega þegar hann var búinn að fá sér stjörnur í hausinn. Þá fór hann að tala esperantó og alpa húfan fór á ská. Hún var eiginlega eins og áfengismælir; eftir því sem hann drakk meira, þeim mun skakkari varð hún á kolli hans. En ég tók jafnvel þátt í þessu með honum og við fórum að mála myndir úti á götu eins og Parísarmenn. Hann kom með suðræna menningu í bæinn enda var hann aldrei kallaður annað en Senjorinn. Hann lést árið 1973.“ Söngvarinn sem syngur ekki á ensku Í þorpinu sogaðist Hafliði inn í sam- félag manna sem lifðu þessari tvö- földu tilveru sem annars vegar stjórnaðist af lífsbaráttunni en hins vegar af listagyðjunni. Listaverk Samúels Jónssonar í Selárdal hafa líklegast verið sveitungum áminn- ing um að jafnvel hörðustu lífsskil- yrði geta ekki haldið aftur af lista- gyðjunni. Hafliði sótti sjóinn fyrstu árin á Bíldudal en lengst vann hann í frystihúsinu. En í öllu stritinu þurfti hann sinn listamannsskammt eins og hann sjálfur kallar líflegar umræður með andans mönnum. „Það var alltaf ósköp gott að gera hlé á hreppaumræðum og fá sinn listamannsskammt hjá Söngvaran- um,“ segir Hafliði og á þá við Jón Kr. Ólafsson sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Facon. Þekktasti smellur þeirrar sveitar var lagið Ég er frjáls. „Hann átti hins vegar erfitt með að syngja á ensku sem var allsráðandi í rokk- inu í þá daga. Þetta varð til þess að hann átti ekki samleið með hljóm- sveitinni.“ Nú er Hafliði einmitt að rita sögu Jóns vinar síns sem getið hefur sér gott orð sem söngvari og meðal annars gefið út nokkrar plötur þar sem meðal annars má finna texta eftir Hafliða. Hann hefur einnig komið á fót tónlistarsafninu Melód- íur minninganna á Bíldudal. Listamennirnir í frystihúsinu Allan sinn starfsaldur hefur Hafliði þurft að strita á sjó eða landi jafn- hliða því sem hann sinnir listagyðj- unni. En voru það ekki vonbrigði að geta aldrei tileinkað sér listina ein- göngu? „Ég held ég hafi ekki eirð í mér til þess, ég verð alltaf að hafa einhverja „aksjón“ í gangi. Ég var nú reyndar tekinn í Rithöfunda- sambandið og er ég afar þakklátur fyrir það. Það er nú ekkert gert á öðrum brjóstahaldaranum að kom- ast þangað inn. En hins vegar fannst mér ég eiga litla samleið með herra- mönnunum þar. Eins var lítið á þessu að græða; nema kannski eitt kokkteilboð en hvað styrkina varð- ar þá eru þeir veittir mönnum sem eru áskrifendur að þeim.“ En Hafliði þurfti svo sem ekki að sitja kokkteilboð fyrir sunnan til að fá sinn listamannsskammt. Óskar Magnússon, bróðir Hafliða og sam- starfsmaður til margra ára, hefur getið sér gott orð sem myndlistar- maður. Styttur og gosbrunnar í heimagarði Óskars bera vott um handbragð hans. Með þeim bræðr- um starfaði einnig Valdimar heit- inn Ottósson, en hann átti mynda- tökuvél og gerði jafnvel sína eigin sjónvarpsþætti þar sem hann spjallaði við sveitunga sína. Í nokkur skipti leiddu þeir Haf- liði og Valdimar saman hesta sína. „Við Valdi gerðum til dæmis saman kvikmyndina Rósóttu stígvélin en hún var svo fjölfölduð og fékkst á einhverjum vídeóleigum. Það er ekki langt síðan að kona sem ég þekki ekki neitt hringdi í mig frá Akranesi og sagðist hafa verið að drepast úr spenningi yfir mynd- inni, það þótti mér gaman að heyra.“ Þegar kom að tónlistinni í verk- um Hafliða spratt enn einn lista- maðurinn upp úr slorinu. „Hann Ástvaldur heitinn Jónsson, sem lengst af vann í byggingarvinnu en var einnig til sjós, var mikill tón- listarsnillingur og við unnum mikið saman.“ Þess má geta að Ástvaldur var meðlimur í hljómsveitinni Facon. Fólkinu úr höfuðborginni þóttu þessir slorugu menn ekki lista- mannslegir eins og eftirfarandi Sat uppi með stráhatt Gísla á Uppsölum Lífið þarf ekki að vera neitt slor þó menn stundi sjóinn eða vinni við fiskvinnslu eins og Hafliði Magnús- son gerði lengst af. Þessi rithöfundur, myndlistarmaður og lífskúnstner segir Jóni Sigurði Eyjólfssyni blaða- manni frá því þegar hann sigldi með Megas á skemmtipramma í Arnarfirði, þegar hann sat uppi með hattinn hans Gísla á Uppsölum og frá kynlegum kvistum og listamönnum sem finnast innan um slorið. MARGT TIL LISTA LAGT Hafliði Magnússon grípur í harmonikkuna í garðinum við heimili sitt á Selfossi. Hann hefur samið fjölda söngleikja, gefið út bækur og málar einnig af mikilli list svo honum er ekki fisjað saman. MYND/JÓN SIGURÐUR SIGLT ÚT Á SÖNDRU SUMARIÐ ´84 Hafliði situr í skut með hattinn. Ómar Óskarsson, gítarleikari Pelican, slær á strengi en fyrir aftan hann er Hrafnhildur Schram, nú listfræðingur. BÆKUR, LEIKRIT OG SÖNGLEIKIR: ■ Síðasti rauðskinninn (unglingasaga) 1951 ■ Gísli Súrsson (söngleikur) Menntaskólinn á Ísafirði 1974 ■ Bíldudals grænar baunir (gamanvísur og frásagnir) 1978, 1999 ■ Sabína (söngleikur) Litli leikklúbburinn 1975- L.A. 1976 - ■ Togarasaga með tilbrigðum 1981, 1999 ■ Leiklistarhátíð í Bergen 1977 ■ Arnarfjörður (frásagnir) 1987 ■ Paradísarbær (söngleikur) Leikfélagið Baldur 1975 ■ Gömul blöð frá Bíldudal (greinasafn) 1989 ■ Sólarlandaferðin (gamanleikur) L.B. 1984 ■ Syndugir svallarar 1991 ■ Stína Wóler (söngleikur) L.B. 1978, RÚV 1985 ■ Engill ástarinnar (smásögur) 2001 ■ Fjársjóður Franklins greifa (söngleikur) L.B. 1987 ■ Saltstorkin bros 2003 ■ Gifstu mér, Rósa (söngleikur) L.B. 1993 ■ Irja, klukkan er fjögur (söngleikur) L.B. 1995 VERK HAFLIÐA MAGNÚSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.